Þjóðviljinn - 13.02.1955, Page 11

Þjóðviljinn - 13.02.1955, Page 11
Sunnudagur 13. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — > (11 Erich Maria REMARQUE: ...ðg ám§$a 54. dagur „Mamma valdi það’. Hún. var frá sunnanverðu Austur- ríki og var með ítalskt útlit, og hún vonaði aö ég yrði Ijóshærð og bláeygð og ég átti að heita Elísabet. Svo kallaði hún mig það samt, þrátt fyrir vonbrigðin.“ Storkurinn kom með vínið. Hann hélt á flöskunni eins og hún væri dýrgripur og hellti varlega úr henni. „Ég kom meö mjög þunn, slétt kristallsglös,“ sagði hann. „Þá sést liturinn bezt. Eða viljið þið heldur bikara?“ „Nei, þunn, glær glös.“ Storkurinn kinkaði kolli og tók lokið af silfurdiskin- um. Girnilegar sneiðar af rósrauðri gæsalifur lágu þar umkringdar titrandi hlaupi. „Ný frá Eisass,“- sagöi hann hreykinn. - . . Elísabet hló. „Hvílíkur munaöur!“ „Munaður!“ Grábpr lyfti glasinu. „Munaður,“ endur- tók hann. „Það er einmitt þaö! Við skálum fyrir því, Eiísabet. í tvö löng ár hef ég etiö úr tinskál og gat aldrei vitað fyrir, hvort ég gæti lokið máltíðinni — svo að þetta er ekki einskær munaður. Það er miklu meira. Það er friður og öryggi og gleði og fögnuður — allt sem maöur fer á mis viö þarna fyrir handan.“ Hann drakk, fann áhrif vínsins og leit á Elísabetu og hún var hluti af því. Hann skildi allt í einu að þaö var ævinlega hið óvænta, óþarfa og gagnslausa sem orsak- aði gleði og fögnuð, og það var vegna þess aö þetta tilheyrði allt bjartari hliðum tilverunnar, leik, alls- nægtum og draumum. Eftir árin í návist dauðans var vín ekki einungis vín, silfur ekki aðeins silfur, og tón-( listin sem barst inn í salinn einhvers staðai’, ekki aðeins tónlist — þetta voru tákn annarrar tilveru, tilveru án dauöa og tortímingar, lífsins fyrir lífið, sem nú var orö- ið eins og þjóðsaga og fjarlægur draumur. „Stun'dum gleymir maöur alveg að maöur er lifandi,“ sagði hann. „Ég komst aö því í dag.“ Elísabet hló. „Þaö hef ég alltaf vitað. En ég gat aldrei notfært mér þá þekkingu." Storkurinn nálgaðist. „Hvernig er vínið, herra?“ „Það hlýtur að vera gott. Annars væri ég ekki allt í einu farinn að hugsa um ýmislegt sem ég hef ekki hugs- að um lengi.“ „Það er sólin, herra. Haustsólin sem þroskaöi það- Það er eins og gull og skín í allar áttir.“ „Það er alveg rétt.“ „Maöur finnur það í fyrsta glasinu. Samþjappað sól- skin!“ „Jafnvel á fyrsta sopanum! Það fer ekki niður í mag- ann. Það fer beint upp í augun og breytir heiminum.“ „Þér hafið skilning á víni, herra.“ Storkui’inn hallaði sér að honum. „Þarna við borðið hægra megin er fólkið að drekka sama vínið. Þar sem herforingjarnir tveir sitja. Þetta fólk þambar þaö eins og vatn. Það ætti að drekka Liebfraumilch." * Hneykslaður á svip gekk hann burtu. „Þetta virðist vera happadagur fyrir svindlara, Elísa- bet,“ sagði Gráber. „Hvernig finnst þér vínið? Sam- þjappaö sólskin líka?“ Hún hallaði sér aftur á bak og rétti úr öxlunum. „Mér finnst ég hafa nýlega sloppið úr fangelsi. Og eiga á hverri stundu von á að vera tekin aftur fyrir svik.“ Hann hló. „Þannig erum við! Hrædd við tilfinningar okkar. Og strax og við verðum þeirra vör, höldum við að við séum svikarar.“ Storkurinn kom með lúðuna og saladiö. Gráber virti hann fyrir sér meðan hann skammtaði. Hann var full- komlega rólegur, og honum fannst hann eins og máður sem hafði hætt sér út á ótraustan ís og finnur sér til undrunar að hann er heldur. Hann vissi aö hann var ó- traustur og héldi ef til vill ekki til lengdar, en hann hélt í svipinn og það var nóg. „Það hefur einn kost að liggja svona lengi í svaöinu,“ sagði hann. „Allt er nýtt og æsandi, eins og maður sæi það í fyrsta sinn. Allt — meira að segja glas og hvítur borðdúkur.“ Storkurinn lyfti flöskunni. Hann var oröinn móður- legur í fasi. „Venjulega framreíðum viö Moselvín meö fiski,“ sagöi hann. „En um lúöu er ööru máli að gegna. Hún hefur sinn eigin, sérstaka keim. Með henni er vín frá Rínarlöndum eins og opinberun, finnst ykkur ekki?“ „Jú, einmitt." Storkurinn kinkaði kolli og hvarf. „Ernst,“ sagði Elísabet. „Getum við líka borgað fyr- ir þetta allt? Það kostar áreiðanlega of fjár.“ „Við getum borgað það. Ég er með tveggja ára þjón- ustulaun á mér. Og þau þurfa ekki að endast lengi.“ Gráber hló. „Aðeins örstutta ævi, Elísabet. Tvær vikur. Þaö ætti aö duga.“ Þau stóðu fyrir framan húsdyrnar. Það var aftur komið logn og þoka lögzt yfir. „Hvenær þarftu að fara aftur?“ spurði Elísabet. „Eftir hálfan mánuð?“ „Því sem næst..“ „Rétt bráðum.“ „Rétt bráðum og þó er langt þangað til. Það breytist meö hverju andartaki. Tíminn hlítir öðrum lögmálum á stríðstímum en á friðartímum. Þú veizt það áreiðanlega líka. Það eru engu síöur vígstöðvar hér en þarna fyrir handan.“ „Það er öðru vísi samt.“ „Nei, alls ekki. Og þetta kvöld fann ég fyrst til þess að ég var í leyfi. Guð blessi storkinn og Reuter og gyllta kjólinn $irin óg'vínið.“ „Og okkur,“ sagði Elísabet. „Við gátum notið þess.“ Hún stóð.fyrh’ framan hann. Þokan loddi í hári henn- ar og það glitti á þaö í daufri skímunni. Það glitti í kjól- inn hennar og þokan geröi andlit hennar rakt eins og ferskan ávöxt. Gráber fannst allt í einu erfitt aö fara frá öllu þessu, innileiknum, hvíldinni, rónni og eftir- væntingunni sem höföu svo óvænt sett blæ sinn á þetta kvöld, og fara aftur í óþefinn og ruddalega fyndni her- skálanna, í kveljandi örvæntingu og vonlausa biö. Hranaleg rödd rauf þögnina. „Eruð þér augnalaus, liðþjálfi?" Lítill, feitur majór með úfið, hvítt yfirskegg stóð fyrir framan þau. Hann hlaut að ganga á gúmmísólum. Gráber sá strax að hann var gamall stríðsjálkur sem r V. . j Glerskálar og glerföf Oft getur komið sér vel að eiga úrval af glerfötum og glerskál- um. Fyrst og fremst geta gler- munir komið að góðu gagni ef hluti vantar í stell og ekki er hægt að fá þá. Glermunirnir geta þá komið í stað þeirra muna sem vantar, án þess að það þurfi að lýta. Gler er líka heppilegt ef mað- ur vill að föt og skálar geti staðið með fleiri en einu stelli. Ef kaffistell og matarstell eru með sitt hverju mynstrinu er gott að eiga hluti sem hægt er að nota við þau bæði. Ryð- frítt stál má einnig nota á svipaðan hátt, en það er 'dýr- ara en glermunir sem oft eru mjög ódýrir. Mjög hentugar eru gler- skálar sem skipt er niður í hólf. Kringlótta tvískipta skál- in er ágæt uhdir tvenns konar sultutau á matborðið, tvenns konar lcökur á kaffiborð eða tvenns konar álegg. Föt og skálar sem skipt er niður í þrjú og fjögur hólf eru líka mjög þægileg. Þríhyrnda fatið sem sýnt er á myndinni gæti að skaðlausu verið einfaldara að gerð, en lögunin og stærðin er hentug. Oft er mjög hent- ugt að hólfin séu þrjú. Þar er hægt að koma fyrir smjöri, marmelaði og kexi eða mörgum tegundum af osti. Fjórskiptu fötin eru líka hentug, en ef nota á fötin dags daglega er ástæðulaust að hólf- in séu fleiri. Stóru kabarettföt- in með 6 eða 8 hólfum eru á- gæt þegar gestir koma, en dag- lega er sjaldnast hægt að fylla öll hólfin með mismunandi réttum og hálffullt kabarettfat er alls ekki fallegt. Skálar og fÖt með tveimur, þremur og fjórum hólfum eru langhent- ugust til daglegrar notkunar. Slétta, kringlótta glerfatið er einnig mjög þægilegt þegar á- bætisréttir eru bornir fram eða ávextir, en einnig er það gott undir kökur. Ef nota á fatið daglega er bezt að kaupa lát- Glens og gaman Fórnarlambið: Þetta var ekki tönnin sem þér áttuð að draga. Tannlæknirinn: Verið bara ró- legur — ég kem bráðum að henni. tþróttir Framhald af 8. síðu. bærlega örugg fyrir meistara- keppnina að ef maður vekti einn þeirra um miðja nótt og kastaði ■ honum útí laugina niyndi hann ná tíma sem væri nærri því bezta sem liann hefði áður synt á! j Fyrir því að Japanar.nir séu ekki ,,útbrenndir“ eftir meist- arakeppni, höfum við fengið nokkrar sannanir eftir heim- komu okkar. Næstum í hverri viku er sagt frá nýjum afrek- um og síðast setti Tanarka nýtt met í 200 m bringusimdi á hinum frábæra tíma 2.35,2. Þeir eru fljótir þar austur frá! • tJtbreiðið • ÞJÓÐVILJANN laust, þykkt glerfat sem þoiir að rekast í án þess að skörð komi í brúnirnar. En hugsið ykkur vel um áður en þið kaupið glermuni, því að þeir þurfa að geta farið vel við það sem til er fyrir á heimil- inu. Nýja, háa hárgreiðslan Af nýjum hárgreiðslum má sjá margar greiðslur, þar sem hárið er greitt upp frá andlit- inu og upp á höfuðið og dá- lítill lokkur hafður við ennið til að rjúfa virðuleikabiæinn sem annars myndi einkenna þessa greiðslu. Þessi greiðsla er fjmirtak lianda þeim sem eru ekki lengur kornungar og hafa aldrei sætt sig við stuttu unglingslegu greiðsluna. Frá hlið er þetta mjög falleg greiðsla og hnakkalokkarnir Waya vel sem eru með flatan hnakka. Og það er ekki mjög erfitt að halda þessari greiðslu í horfinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.