Þjóðviljinn - 15.02.1955, Síða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1955, Síða 1
VILIINN Þrlðjudagur 15. febrúar 1955 — 20. árgangur — 37. tölublað Fjölmennnr aðalfnndnr Dagsbrúnar einhnga nm kröfur íélagsins Aðalíundur Dagsbrúnar var haldinn í gærkvöldi í Iðnó. Að loknum aðalíundarstöríum ílutti ritari íé- lagsins írams'ögu um kröfur þær sem stjórn, trúnað- arráð og fjöldi félagsmanna hefur unnið að undan- farið. Voru þær að loknum ýtarlegum umræðum samþykktar einróma. Hannes Stephensen flutti í fundarbyrjun ársskýrslu stjórn arinnar. Á árinu gengu 343 ný- ir félagsmenn í Dagsbrún, þar af voru 76 yfirfærðir úr öðrum félögum. Á árinu höfðu 23 fé- lagsmenn látizt og heiðruðu fundarmenn mimiingu þeirra með því að rísa úr sætum. Umfangsmikið, giftu- drjúgt starf. í skýrslunni kom það fram að stjóm Dagsbrúnar hefur unnið mjög umfangsmikið starf á s.l. ári. Átti félags- stjórain mikinn hluta ársins í kjarasamningum fyrir 'fjöl- marga starfshópa félagsins og náði fram margháttuðum kjarabótum. — Verður sagt nánar frá starfsskýrslunni á morgun. Samþykkt með lófataki Þá skýrði formaður frá því, sem Dagsbrúnarmenn munu allir hafa vitað áður, að stjóra in hefði ákveðið að styrkja sjó- mennina í Vestmannaeyjum með 10 þús. kr. í hinni hörðu baráttu þeirra og var þeirri á- Síðustu fréttir frá Egjunt: SJómeim og vélstjór- ar kolfelldu „miðl- unartillöguna" Kl. 1 í nótt bárust pær fréttir frá Vestmannaeyjum aö „miðlunartillaga“ sáttasemjara heföi veriö kolfelld í Jötni og Vélstjórafélaginu en samþykkt af hálfu útvegsmanna. kvörðun fagnað og hún sam- þykkt með lófataki. Kröfumar einróma samþykktar. Eðvarð Sigurðsson, ritari Dagsbrúnar, flutti ýtarlega ræðu um kröfurnar, sem stjóra trúnaðarráð og fjöldi annarra trúnaðarmanna Dagsbrúnar liafa unnið að undanfarið. Munu kröfur félagsins aldrei hafa verið undirbúnar eins rækilega eins og nú. Að ræðu Eðvarðs lokinni urðu allmiklar umræður, en kröfurnar síðan samþykktar í einu hljóði. Fundi Dagsbrúnar lauk rétt fyrir miðnætti og verður nán- ar sagt frá honum á morgun. Krati reyuir stjómaripiáin í Frakklandi Pineau úr flokki sósíaldemó* krata reynir nú að mynda stjórn í Frakklandi. Pflimlin Úr kaþólska flokknum gafst upp við stjórnarmyndun vegna skil- yrða sem Réné Mayer úr hægri armi róttæka flokksins setti fyrir að taka að sér embætti utanríkisráðherrans. Pineau ræddi við Mendés* France fráfarandi forsætisráð- herra og kvaðst myndi fylgja sömu stefnu og hann ef sér auðnaðist stjórnarmyndun. —■ Ekki eru taldar miklar líkur á að til þess komi að Pineau myndi stjórn. Búizt er við að sá næsti sem fær að spreyta sig verði Réné Mayer, sem sem felldi flokksbróður sinn Mendés-France. Hannes Stephensen I Sjómannafélaginu Jötni var tillagan felld með 65 atkv. gregn 24, en 2 seðlar voru auð- ir. 1 Vélstjórafélagi Vestmanna- eyja urðu úrslit einnig þau, að tillagan félL Greiddu 27 atkv. með henni en 47 á móti. I Útvegsbændafélagi Vest- mannaeyja var tillagan hins vegar samþykkt, en ekki er blaðinu kunnugt um atkvæða- tölur. Hafa útgerðarmenn sýnilega talið sig sleppa vel, hefði dell- an leystst á grundvelli „miðl- xuiartiUögunnar‘'. Sjómenn hafa hins vegar sýnt einhug og festu um réttlætiskröfur sínar og hafnað þeim smánarboð- um sem í tUlögunni fólust. Eðvarð Sigurðsson ■■■■■■■■■• Þeirra barátta er okkar barátta: Iðja leggur fram 4ooo kr. til sjóinanna í Vestmannaeyjum Stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks í Rvík, samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram 4000 kr. úr félagsSjóði til sjómanna í Vestmannaeyjum. Áður hafði Verkamannafé- lagið Dagsbrún lagt fram 10.000 kr., eins og skýrt hefur verið frá, og Alþýðusambandið og Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík s hafa skorað á allt s'téttvíst verkafólk að bregða fljótt og drengilega við og veita verkfalls- mönnum í Vestmannaeyjum fjárhagslegan stuðning. Tekið er á móti fjárframlögum í skrifstofu Fulltrúaráðsins, Hverfisgötu 21. S>- Járasiilr leggja fram 5000 kr. Félag jámiðnaðar- manna samþykkti á fé- lagsfundi í gærkvöldi að leggja fram 5000 kr. úr félagssjóði til stuðnings verkfallsmönnum í Vest- mannaeyjum. Brýn þörf ráðstafana til verndar lífi og r eignum Islendinga fyrir ágangi Breta Miigsályktimartfllaga flutt í sameinuðu Alþlngi Einar Olgeirsson flytur í sameinuðu Alþingi tillögu til þingsályktunar um vernd á lífi og eignum íslendinga gegn ágangi Breta. Er tillagan þannig: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að herða á löggæzlu og vernd á lífi og eignum íslendinga þeirra, er sjó s'tunda úti fyrir Vestfjörðum, til þess að reyna að hindra, að brezkir togarar grandi lífi og eignum þessara íslenzku fiskimanna." í greinargerð segir flutnings- maður: Undanfarið hafa verið mikil brögð að því, að brezkir togarar hafi sýnt' fantaskap í framferði sínu gagnvart islenzkum fiski- mönnum úti fyrir Vestfjörðum. Kveður svo rammt að þessu, að tveir íslendingar hafa þegar lót- ið lífið af þeim sökum, þegar brezkur togari sigldi bátinn „Súgfirðing“ í kaf. að vera venja brezkra togara- skipstjóra eða annarra sjómanna. Regla sjómanna er bræðralag og hjálpsemi á höfum úti. Er auð- séð, að hér er um framferði að ræða, sem er skipulagt frá ákveðnum aðilum í Bretlandi. Brezka togaraauðvaldið hefur undanfarið verið að grípa til ör- þrifaráða gagnvart oss íslend- ingum, eftir að það hefur beðið algerlegan ósigur í löndunar- bannsmálinu. Brezkir togaraeig- Þetta framferði er fjarri því endur ætluðu að brjóta sjálf- stæðisbaráttu vora í landhelgis- málunum á bak aftur með lönd- unarbanninu. En vopnin hafa snúizt svo í hendi þessa brezka auðvalds, að löndunarbannið hef- ur orðið oss til blessunar, en ekki bölvunar, af þvi að þjóð vor hefur náð góðum viðskiptasamn- ingum við Sovétríkin og önnur ríki, sem reynzt hafa oss vin- samleg, þar sem afstaða hins volduga brezka auðvalds til vor íslendinga hins vegar mótast nú meir og meir af fjandskap. Hinum ríka brezka auðhring, er að baki togaraeigenda stend- ur, mun þykja hart að verða að láta í minni pokann fyrir oss ís- lendingum og hafa ekki einu sinni von um, að íslendingar hætti við frekari stækkanir land- helginnar né láti erlenda dóma dæma um aðgerðir sínar hingað til. Þess vegna hafa brezkir tog* araeigendur nú skipulagt fjand- samlegar aðgerðir gagnvart ís- lendingum, annars vegar níð og róg um íslendinga í brezkum blöðum, og það gera þeir opin- berlega, en hins vegar virðast þeir á laun Jeggja fyrir skip- stjórnendur að beita slíkum að- ferðum við varnarlausa íslenzka báta, að frekar hæfa sjóræn- ingjum en heiðarlegum sjómönn- um. Er það að vísu ekki í fyrsta skipti í sögunni, sem brezkir auðmenn láta skip sin stunda mannvíg og árásir á höfum úti. En óþarfi er fyrir íslendinga að þola slíkan ágang, sízt af öllu af þjóð, sem kallað er að sé í bandalagi við íslendinga um „samstarf í efnahagsmálum“ og um „varnir gegn árásum". Alþingi fslendinga ber að láta Framh. á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.