Þjóðviljinn - 15.02.1955, Side 5

Þjóðviljinn - 15.02.1955, Side 5
Þriðjudagur 15. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hafið - matarkisla mannkyns Landgrunnið, landhelgin, verndun fiskimiSa Margir eru þeirrar skoöunar, að í náinni framtíð muni íbúar jarðar sækja fæðu sína í síauknum mæli í hafsins skaut. Sjór hylur % hluta yfirborðs jarðar, en úr honum kemur nú aðeins sem svarar 1% af matvælaþörf mann- kynsins árlega. En til þess að hafið geti orðið raunveru- leg matarkista mannanna verður að koma 1 veg fyrir rányrkju á auðlindum þess. Um nokkurra ára skeið hafa þessi mál verið ofarlega á baugi meðal Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra. Matvæla- og landbúnaðarstofnunin (FAO) telur t. d. að hægt sé að tvö- falda aðdrætti úr hafinu, miðað við það sem nú er, án þess að gengið sé á fiskstofninn til tjóns. FAO hefur í hyggju að láta rannsaka auðlindir hafsins á vísindalegan hátt til að ganga úr skugga um hverjar þær eru í raun og veru og hvað þær geta gefið af sér. Er þetta mikið verk, sem áætlað er að taki mörg ár. A meðan auðlindir hafsins'eru ónotaðar á einum stað er hætta á ofveiði á öðrum. Og það eru fleiri auðlindir, sem hafið býr yfir en fiskur og dýr svo sem hvalur og selur. Úr sjónum má vinna margskonar þarfleg efni, t. d. salt og talið er að land- grunnið búi yfir olíu-lindum og jafnvel úraníum. Hættan á ofveiði Alþjóða laganefndin og laga- nefnd Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna hafa nú um nokkurt skeið rætt um hvaða Væru bezi bmnir á botni Kyrrabafs í ræðu á Verkamannaflokks- fundi í Bretlandi nýlega komst þingmaðurinn Arthur Green- wood, einn af miðstjórnar- mönnum flokksins, svo að orði um utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og framkomu hans gagnvart Kína: „Hr. John Foster Dulles hef- ur til að bera næstum því jafn mikla greind og samningalipurð og meðal uxi . . . Hann er eins og mylnusteinn um háls Vest- urveldanna. — Honum væri sæmst að fara til mikilmennsku hrjálæðingsins Sjang Kaiséks og steypa sér ásamt honum í Kyrrahafið. í rauninni eru stríðshættan og vetnissprengj- an hreinasti barnaleikur í sam- anburði við hið bölvaða banda- lag hr. Dullcsar og Sjangs hershöfðingja“. Raffiverð lækkar 15% Verð á kaffi fer ört lækk- andi á heimsmarkaðinum. í síðustu viku lækkaði (út- flutningsverðið frá Brasilíu um 15%. Þessi lækkun hef- ur orðið til þess víða um heim að verð á eldri birgð- um hefur verið lækkað. Til dæmis lækkaði útsöluverð á kaffi í Svíþjóð um tvær krónur kílóið. ráðstafanir beri að gera til að tryggja nýtingu auðlinda hafs- ins og fyrirbyggja misnotkun þeirra. í skýrslu frá Alþjóða laganefndinni, sem nýlega var birt segir t. d. að í alþjóðalög- um séu engin ákvæði er „verndi fiska- og dýralíf sjávarins frá gereyðingu“. Um leið er bent á, „að af þessu geti leitt stórhættu fyrir matvælabirgðir mannkyns- ins í framtíðinni. Fulltrúi einnar fremstu fisk- veiðiþjóðar heimsins, íslending- urinn Hans G. Andersen, ræddi þessa hættu í vetur í laganefnd Allsherjarþingsins og tók glöggt dæmi. Hann benti á þá stað- reynd, að s. 1. 30 ár hefði fisk- aflinn í Norðursjónum farið minnkandi þrátt fyrir bættar veiðiaðferðir. T. d. sagði Hans, að brezkir togarar, sem öfluðu, að meðaltali 30.6 cwt. á dag árið 1919 á Norðursjávarmiðum, j hefðu aðeins haft 13.3 cwt. með- alafla daglega árið 1937. Auðlindir landgrunnsins Það er tiltölulega skammt síð- an menn gerðu sér ljóst, að landgrunnið svonefnda býr yfir miklum og ónotuðum auðlindum. Fyrir 10 árum síðan, ér Har- old Ickes var innanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf hann Harry S. Truman forseta skýrslu um landgrunnið, sem vakti mikla at- hygli víða um heim. í skýrsl- unni segir meðal annars á þessa leið: „Það mundi ekki koma jarð- fræðingum, sem sérfræðingar eru í olíumálum, á óvart, að vinna mætti 22 milljarða tunna af olíu úr landgrunninu á til- tölulega litlu svæði í Mexíkó- flóa einum, — en það er meira olíumagn en við erum vissir um að vinna megi úr olíulind- um á landi. Jarðfræðingar eru einnig þeirrar skoðunar, að í landgrunninu séu fjölda mörg nytsamleg efni“. Þremur árum síðar, 1948, bætti Alþjóða laganefndin því við, að gera mætti ráð fyrir að hægt væri að vinna úraníum úr landgrunninu. Eftir að Ickes hafði samið skýrslu sína, sem fyrr er getið, gaf Truman forseti út reglugerð um eignarrétt Bandarikjanna á auðlindum landgrunnsins. Síðar fylgdu fleiri þjóðir fordæmi Bandaríkjastjórnar með því að slá eignarrétti á auðlindir land- grunnsins og sumar þjóðir gengu jafnyel það langt að slá eign sinni á sjávarbotninn og það sem í honum kann að felast, lengra en sjálft landgrunnið nær. t Alþjóða laganefndin kenuir til skjalanna Árið 1952 kom út bók eftir kunnan, hollenzkan lÖgfræðing, Dr. M. W. Mouton, er nefnist „Landgrunnið“. Bókin vakti þeg- ar mikla athygli og höfundur þennar var sæmdur Grotius verðlaununum, sem Alþjóða lagastofnunin veitir. í bók sinni talar dr. Mouton um „þetta mjög svo þýðingarmikla mál“ og bætir við: „Mönnum verður að skiljast, að mannkynið þarf á auðlindum hafsins að halda og að það verður að finna leiðir til Framhald á 9. síðu. Dýragarði KaupmannaJiafnar bœttist um daginn sjald- gœft rándýr, snjóhlébarðinn sem sést hérna á myndinni. Þetta er fjögurra ára gömul lœða. Heimkynni snjó- hlébarðans eru Síbería og Mið-Asía allt suður í Himalaja. Maó Isefing aóvarar Maó Tsetúng, forseti Kína, varaði í gær stjórnendur Bandaríkjanna við að halda að Kínverjar myndu glúpna fyrir ofbeldishótunum. Loftsteinn oili sprengingu Það mun hafa verið loft- steinn sem olli sprengingunni miklu á Nýja Sjálandi, sem skýrt var frá hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Vísinda- menn segja að lýsingar sjónar- og heyrnarvotta bendi eindreg- ið til að- um hafi verið að ræða loftstein, sem hafi sprung- ið þegar hann kom inn í hin þéttari lög lofthjúpsins um- hverfis jörðina. Maó hélt ræðu í veizlu sem sendifulltrúi Sovétríkjanna í Peking hélt til að minnast þess að fimm ár eru liðin síðan vin- áttu- og bandalagssáttmáli Sovétríkjanna og Kína var und- irritaður. Munu verja land sitt. Kínverska þjóðin, sem á trausta bandamenn þar sem eru Sovétríkin og alþýðurikin, er staðráðin í að verja land sitt, þar á rneðal Taivan, fyrir er- lendri ásælni, sagði Maó. Ef Bandaríkjastjórn lætur herafla sinn ráðast á Kína verður gold- ið í sömu mynt. Sjú Enlæ, forsætis- og utan- ríkisráðherra Kína, tók einnig til máls i veizlunni. Kvað hann ljóst vera, að stjómendur Bandaríkjanna væru sem óðast að undirbúa kjarnorkustyrjöld. Þyrfti þar ekki frekar vitnanna við en að gefa gaum ásælni þeirra í árásarstöðvar allt í Nærrl 100 mólefni á dagskrá kjarnorkuþlngsins í Genf Fjallar um friSsamlega nýtingu kjarnorku kringum Kína, Sovétríkin og al- þýðuríkin. Gengju Bandaríkja- menn nú svo langt að þeir væru að reyna að koma sér upp árásarstöð gegn Kína á kín- versku landi, eynni Taivan. Sjang boðar innrás. Sjang Kaisék ræddi við fréttamenn á Taivan í gær. Komst hann svo að orði, að her sinn myndi aldrei yfirgefa eyj- arnar Kvimoj og Matsú uppi í landsteinum Kína. Itrekaði Sjang fyrri yfirlýsingar um að her hans myndi ganga á land á meginlandi Kína áður en langt um liði. Öryggisráðið frestaði í gær að tillögu fulltrúa Breta umræð- um um ástandið við Taivan um óákveðinn tíma til þess að- trufla ekki viðræður um málið milli einstakra ríkja. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, sagði í gær að tillaga Sovétríkjanna um ráðstefnu til að ræða ástandið við Taivan væri eina leiðin sem gæfi von um lausn deilunnar en ekki mætti útiloka neinn aðila frá þátttöku. Ákveðið er að Kjamorkumálaráðstefna Sameinuðu þjóðanna komi saman í Genf þann 8. ágúst n.k. Ráð- stefna þessi á að fjalla um nýtingu kjamorkunnar í friðsamlegum tilgangi og hefur rúmlega 80 þjóðum ver- íð boðin þátttaka í þinginu. Það er upphaf þessa máls, að Eisenhower forseti Bandaríkj- anna lýsti því yfir í ræðu, sem hann flutti á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desem- bermánuði 1953 að Bandaríkin væru reiðubúin til að stuðla að nýtingu kjarnorkunnar í heim- inum á friðsamlegan hátt og leggja af mörkum það sem þau vissu um þessi vísindi í þessum tilgangi. Á siðasta Allsherjar- þingi fluttu Bandaríkjamenn til- lögu um nýtingu kjarnorkunnar í friðsamlegum tilgangi og buð- ust til að gera ýmsar ráðstafan- ir til að útbreiða þekkingu á þessum málum á alþjóðlegum grundvelli. Allsherjarþingið sam- þykkti síðan að kalla saman kjarnorkuþing, „ekki síðar en í ágústmánuði n. k.“. Þingið fól Dag Hammarskjöld aðalforstjóra SÞ að boða til ráðstefnunnar og annast undirbúning hennar. Aðalforstjórinn fékk sér til að- stoðar vísindamenn frá sjö þjóð- um, Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu, Frakklandi, Indlandi, Kanada og Sovétríkjunum. Þess- ir sérfræðingar komu saman til funda í New York í janúarmán- uði undir forsæti Hammar- skjölds og gengu frá dagskrá Kjarnorkuráðstefnunnar og fyr- irkomulagi hennar. Dagskrá ráðstefnunnar Dagskrá ráðstefnunnar nær yfir svo að segja öll hugsanleg kjarnorkumál, sem vitað er um, allt frá einföldustu fræðisetning- um upp í aðferðir til að vinna raforku úr úraníum, thoríum og öðrum kjarnorkuaflgjöfum. Hér fer á eftir listi yfir nokkra af helztu dagskrárliðum ráðstefn- unnar: Áætlun um raforkuþörf mann- kynsins næstu 50 ár; raforku- þörf einstakra þjóða; hagræn nýting kjarnorkunnár; öryggi við uppsetningu kjarnorkuaflstöðv- ar; framleiðslu isotopa, geisla- verkun og vandamál í því sam- Framh. á 10. síðu. Drap ástleitna konu af græðgi Franskur loftfimleikamaður skýrði dómstóli í Versölum frá því á dögunum, að hann hefði drepið enska kennslukonu vegna þess að hann hafði ekki matfrið fyrir ástaratlotum henn ar. „Hún vildi fá mig til að haga mér eins og skepna“, sagði fimleikamaðurinn Jean Liger, sem er 29 ára gamall. Þetta gerðist rétt hjá Ásta- musterinu, sem Loðvík XV. lét reisa á 18. öld handa frillu sinni madame du Barry. Skógarverðir fundu lík stúlk- unnar, Jaqueline Richardson, 25 ára gamallar, sex mánuð- um eftir morðið. Liger hafði hulið það moldu. Hann hlaut sjö ára fangelsisvist fyrir glæp- inm ^

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.