Þjóðviljinn - 15.02.1955, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 15.02.1955, Qupperneq 12
Aðkomumenn í Eyjum styðja málstað sjómanna í deilunni Kref jast tafarlausra samninga, telja sig annars lausa allra mála og heimilt að hverfa burt Sjómenn og verkamenn utan af landi sem bíða að- gerðalausir í Vestmannaeyjum vegna fis'kverðsdeil- unnar héldu fund í gær í Alþýðuhúsinu í Eyjum og sótti hann mikið fjölmenni. Aðkomumenn lýstu yfir fullu samþykki við kröfu sjómanna um vertíðarkjörin og fiskverðið. Einnig ákváðu þeir á fundinum að gera kröfu til sinna at\innurek- enda um 3000 kr. mánaðar- tryggingu frá þeim degi er þeir komu til Eyja. Þá ákváðu aðkomumenn einnig að krefjast þess að samningar yrðu komnir á eigi síðar en um hádegi á miðvikudag (þ.e. á morgun) enda teldu þeir sig lausa alira mála við atvinnurek- endur og sér heimilt að hverfa burt eftir þann tíma. 1 gærkvöld lagði fulltrúi sáttasemjara fram miðlunartil- lögu, sem Sjómannafélagið Jöt- unn, Vélstjórafélag Vestmanna- eyja og Otvegsbændafélagið áttu að greiða atkvæði um til miðnættis í gærkvöld. Miðlunartillagan fól í sér ef tirfarandi: 1. Hlutur 10. manns greiðist að hálfu af hásetum og að hálfu af útgerðinni. — Krafa sjómanna var að útgerðin greiddi allan hlutinn. 2. Matsveinn fái 400 kr. í grunn umfram einn hlut. 3. Fiskverð verði óbreytt þ.e. kr. 1,22, þó þannig, að aðgerð- arkostnaður falli niður, en það er talið þýða 5,4 aura hækkun á fiskkílói. Skugga- Sveinn í Hveragerði Hveragerði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Leikflokkur frá Vík í Mýrdal sýndi Skugga-Svein í Hveragerði kl. 2,30 og aftur kl. 8 á sunnu- daginn. Hvert sæti var skipað í bæði. skiptin. Áhorfendur skemmtu sér vel, klöppuðu leik- endum lof í Iófa og færðu þeim blómvendi að ieikslokum. Leikstjóri er Ragnhildur Stein- grímsdóttir leikkona, og fer hún jafnframt með hlutverk Ástu. Flutningur leiksins er látlaus og smekkvís, og fóru margir leik- enda myndarlega með hlutverk sín. Kvenfélag Hvammshrepps og Ungmennafélagið Skarphéðinn gangast fyrir sýningum leiksins til ágóða fyrir félagsheimili í Vík. Áður hafði leikritið verið sýnt 4 sinnum í Vík og einu sinni á Hellu, og er ákveðið að sýna það enn á báðum þeim stöðum. Leiktjöld gerði Helgi Halls- son, starfsmaður lóranstöðvar- innar á Reynisfjalli, og sómdu þau sér hið bezta. Snorri Jónsson Hafsteinn Guðmundsson HldÐVIUVNN Þriðjudagur 15. febrúar 1955 — 20. árgangur — 37. tölublað Afturhaldlð að tapa í HIP Vinstri menn hafa meir en tvöfaldað atkvæðatölu sína á 3 árum Það hallar ört undan fæti fyrir afturhaldsfylkingit hœgri krata og íhalds í 'prentarafélaginu. Fyrir prem árum áttu vinstri menn aðeins priðjung atkvæða í félaginu en nú munaði aðeins 13 atkvœðum um kosningu formanns. Hafa vinstri menn pannig meira en tvöfaldað atkvœöatölu sína í félaginu á prem ámm> úr 52 atkvœðum í 106. Atkvæði um stjórnarkjör í Hinu ísl. prentarafélagi voru talin Si.1. sunnudag. Ekki er venja að birta kosningaúrslitin fyrr en á aðalfundi félagsins, en Vísir sletti sér enn fram í starfsvenjur prentarafélagsins og birti úrslit stjórnarkjörs. Úrslitin urðu þau að Magnús Ástmarsson, formannsefni aftur- haldsins var kosinn með 119 atkv., en Sigurður Guðgeirsson, formannsefni vinstri manna fékk 106 atkv. Fylgisaukning vinstri manna hefur verið injög hröð Glæsilegur einingarsigur í Fé- lagi járniðnaðarmanna A-listinn k]örinn meS 191 atkv. en afturhaldiS fékk aSeins 130 Einingarmenn unnu mikinn sigur við stjórnar- kjörið í Félagi járniðnaðarmanna. Hlaut A-listinn 191 atkv. og alla frambjóðendur sína kjörna en B- listi íhalds og hægri krata aðeins 130 atkvæði. Þessi glœsilegi sigur einingaraflanna er pví eftirtektar- verðari sem vitqö er að í félaginu hafa tekizt á nokkurn veginn jafnar fylkingar árum saman. Nú hafa orðið al- gjör páttaskil og yfirburðir einingarmanna óumdeilan- legir. áróðri þess algjörlega á bug. Með stjórnarkjörinu hafa reyk- vískir járniðnaðarmenn séð svo um, að félag þeirra búi við reynda, trausta og örugga for- ustu í þeim miklu hagsmuna- átökum sem verkalýðsstéttin á framundan. Fleipur Morgunbl. um Ögmund Sigurðsson Morgunblaðið hefur verið með fleipur um, gð ;einn samninganefndarmaður Jöt- uns í Vestmannaeyjum, Ög- mundur Sigurðsson, hafi gert tilraun til að róa í verkfallinu. Rétt er að taka það fram að fregn Morgunblaðsins er hreinn uppspuni. Útgerð þess báts sem Mbl. nefndi er Ögmundi Sigurðssyni óvið)- komandi með öllu. Við stjórnarkjörið 1953 vann afturhaldið kosninguna með fjögurra atkvæða mun en ein- ingarmenn 1954 með nítján atkv. mun. Við kosningu á Alþýðusam- bandsþing s.l. haust unnu ein- ingarmenn með þrjátiu og átta atkv. mun, en meirihluti þeirra nú reyndist sextíu og eitt atkv. eða nær 50% yfir afturhaldið. ■ j Hamagangur afturhaldsins — Reykbombur sprengdar. Úrslitin í Félagi járniðnaðar- manna eru ekki sízt athyglisverð þegar þess er gætt, að sjaldan eða aldrei hefur íhaldið lagt sig eins fram í undirbúningi og smöl- un. Holstein var í fullum gangi báða kjördaga, bombur voru sprengdar í Morgunblaðinu, sem að vísu reyndust reykbombur einar, og Alþýðublaðið skoraði eindregið á lið hægri manna að veita íhaldinu fulltingi í kosn- ingunum. i Traust og örugg forusta Járninðnaðarmenn hafa nú svarað afturhaldinu á eftirminni- legan hátt. Þeir hafa sýnt at- hyglisvert fordæmi um stéttar- lega samstöðu og vísað sundr- ungartilraunum afturhaldsins og Stjórn og trúnaðarráð. Hin nýkjörna stjórn Félags járniðnaðarmanna er skipuð þessum mönnum: Snorri Jónsson, formaður, Hafsteinn Guðmunds- son, varaformaður, Tryggvi Benediktsson, ritari, Bóas Páls- Sósíalistafélag Rvíkur Fulltrúaráðs- og trúnaðarmanna- fundur verður í kvöld kl. 8.30 í Baðstofu iðnaðarmanna. DAGSKRÁ: Verkalýðsmál o. fl. : Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. \ son, vararitari, Bjarni Þórarins- son, fjármálaritari. Gjaldkeri (utan stjórnar) er Loptur Á- mundason. í trúnaðarráði eiga sæti, auk stjórnar: Kristján Huseby, Ingi- mundur Bjarnason, Sigurjón Jónsson (Stálsm.), Gunnar Guð- mundsson. Varamenn: Guðm. Hjalti Jónsson, Árni Kristbjörns- son og Einar Magnússon. síðustu árin í félaginu. I kosn- ingunum 1953 fékk formanns- efni afturhaldsins 147 atkv. en formannsefni vinstri manna 52 atkv. í fyrra fékk afturhaldið 135 atkv. en vinstri menn 85. Nú voru töl- urnar 119:106, og þarf ekki um að deila hvert stefnir. í stjórn með Magnúsi Ást- marssyni voru þessir kosnir nú: Guðbjörn Guðmundsson vara- formaður, Ellert Magnússon rit- ari og Sigurðúr Eyjólfsson með- stjórnandi. Fyrir voru í stjórn- inni Kjartan Ólafsson, gjald- keri og Meyvant Hallgrímsson meðstjórnandi. — Kvennadeild félagsins hefur enn ekki kjörið fulltrúa sinn í stjórnina. — Petroffmól í Kaupm.-höfn Mál svipað Petroffmálinu í Ástralíu er komið upp í Dan- mörku. Bílstjóri við rúmenska sendiráðið hefur beðið um hæii þar sem hann sé pólitískur flóttamaður og jafnframt held- ur hann því fram að kona sín sé fangi í sendiráðinu. Hefur lögregluvörður verið settur við bygginguna. Sendiherrann hef- ur tilkynnt, að bílstjórinn sé sekur um fjárdrátt og sé að reyna að koma sér undan refs- ingu. Frumvarp um takmarkanir á fjölda leigubílstjóra rætt á Alþingi Nokkrar umræður hafa orðið undanfarna daga á fundum neðri deildar um frumvarp varð- andi f jölda leigubifreiða í kaup- stöðum. Segir í frumvarpsgreininni að samgöngumálaráðuneytinu sé heimilt, „að fengnum tillögum hlutaðeigandi stéttarfélaga, að takmarka fjölda leigubifreiða í Reykjavík, hvort heldur eru fólks eða vörubifreiðar, annað hvort eða hvorttveggja.“ Við 2. umræðu í gær var sam- þykkt að bæta í greinina sams- konar heimild varðandi Hafnar- fjörð og Akureyri. Einar Olgeirsson flutti tvær breytingartillögur við frumvarp- ið en tók þær aftur til 3. um- ræðu samkvæmt beiðni fram- sögumanns samgöngumálanefnd- ar. Voru breytingartillögur hans þessar: „1. Við l. gr. Aftan við grein- ina bætist: Skal í upphafi takmarkað, að því er tekur til fólksbifreiða í Reykjavík, við tölu þeirra manna, er hafa atvinnuleyfi samkvæmt samningum bifreiða- stjórafélagsins Hreyfils við bif- reiðastöðvarnar í Reykjavík. 2. Á eftir 1. gr. laganna komi ný grein, svo hljóðandi: Nú losna atvinnuleyfi innan þeirra takmarkana, sem felast í lögum þessum, og sxal þeim þá ráðstafað samkvæmt reglugerð sem viðkomandi bifreiðastjórafé- lag setur og staðfest hefur verið af samgöngumálaráðherra, enda verði í reglugerðinni fyrir það girt, að atvinnuleyfi geti orðið verzlunarvara.“ Flugvél týnist I fyrradag hvarf belgísk far- þegaflugvél frá félaginu SA- BENA á flugi frá Brussel til Rómar. Vélin hafði ekki fund- izt þegar síðast fréttist í gær- kvöldi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.