Þjóðviljinn - 20.02.1955, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. febrúar 1955
«50»
ÍMÓÐViUINN
Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Rltatjórar: Hagnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson Cfib.)
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nfigrenni; kr. 17
annars staðar fi landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Óhæfur mennfamáiaráðherra
Það er ekki aðeins á sviði atvinnumála sem ríkisstjórn
íslands er allsendis óhæf til starfa sinna: þannig er á-
statt á öllum sviðum, hvert sem litið er. Ekki hafði
Bjami Benediktsson t.d. lengi farið með yfirstjórn
menntamála þegar Alþingi var til neytt að ræða emb-
ættisstörf hans og taka á dagskrá hvort samþykkja skyldi
á hann vantraust. Urðu umræðurnar mjög lærdómsríkar
og sýndu glöggt að viðhorf ráðherrans til skólamála
einkenndust af glórulausu pólitísku ofstæki. Og nú síð-
ustu vikurnar hefur dunið yfh' almenning deila mynd-
listarmanna, en á henni og afleiðingum hennar ber
Bjarni Benediktsson einn alla ábyrgð; hann hefur komið
málinu í sjálfheldu með venjulegum þjösnaskap sínum;
þegar öllu máli skipti að beitt væri lægni og stillingu,
hegðaði hann sér líkt og stóðhross í postulínsbúð.
Eins og kunnugt er af blaðadeilum voru tildrög máls-
ins þau að ítalir buðu Norræna listabandalaginu að efna
til sýningar í Róm. Félag íslen2;kra myndlistarmanna er
aðili af íslands hálfu, og það hóf þegar undirbúning að
þátttöku héðan. M.a. sótti það um fjárstyrk til Alþingis.
Fékk sú málaleitun góðar undirtektir, en við þriðju um-
ræðu gerðust þau tíðindi að menntamálaráðherra bætti
við fjárveitinguna því skilyrði að í dómnefnd sýningar-
innar skyldi Félag íslenzkra myndlistarmanna vera í
minnihluta. Af þessari afskiptasemi ráðherrans er öll
deilan sprottin; með henni var bundinn sá hnútur sem
ekki hefur tekizt að leysa. Félag íslenzkra myndlistar-
manna lýsti yfir því að það gæti ekki sætt sig við þetta
valdboð ráðherrans og hefði raunar enga heimild til þess
þar sem það eitt bæri ábyrgð á sýningunni gagnvart
Norræna listabandalaginu, auk þess sem félagiö sé full-
trúi mikils meirihluta íslenzkra myndlistarmanna. Þeir
sem hafa klofið sig út úr félaginu og stofnað ný hafa
jafn einarðlega lýst yfir því að óhjákvæmileg-t sé að
hlíta fyrirmælum menntamálaráðherra og Alþingis. Um
þetta hefur síðan verið deilt linnulaust, og þar hafa átzt
við öndverðir hinir ágætustu listamenn sem sízt af öllu
hafa áhuga á málþrasi. Enda vita kunnugir menn að auð-
velt hefði verið að jafna þetta deilumál ef beitt hefði
verið háttvísi og skilningi, en engir eiginleikar eru jafn
íjarlægir Bjarna Benediktssyni menntamálaráðherra.
Allir vita hvernig síðan hefur gengið. Félag íslenzkra
myndlistarmanna undirbjó sýningu sína, bauð öllum
þátttöku og gaf elztu og viðurkenndustu listamönnum
þjóðarinnar sjálfdæmi. Sýningin hefur verið gagnrýnd
réttilega fyrir það að þar vanti verk eftir ágæta lista-
rnenn sem öll þjóðin ann — en það stafar af því einu að
þeir neituðu allri þátttöku í samræmi við valdboð Bjarna
Benediktssonar. Og deilurnar héldu áfram, úlfúðin magn-
aðist.
Þegar öllum fannst nóg að gert, uröu loks þau tíðindi
sem furðulegust má teþ'a; ráðherrann tók sig til og dró
inn í málið erlenda aðila í fimm þjóðlöndum! Honum
þótti ekki nóg að hafa valdið ósættanlegum ágreiningi
meðal íslenzkra myndlistarmanna og komið af stað hvim-
leiðu málaþrasi hér innanlands; nú skyldi reynt að fá
inn í deiluna myndlistarmenn í Danmörku, Noregi, Sví-
þjóð og Finnlandi og sjálfa gestgjafana, ríkisstjórn Ítalíu
og borgarstjórn Rómar!! Hefði það þó verið lágmark hátt-
vísi að sjálfhelda sú sem ráðherrann olli hefði orðið al-
gert innanlandsmál og sem allra minnstar fregnir hefðu
borizt af henni út fyrir landssteinana. En ráöherrann
Virðist hafa kynlegar hugmyndir um landkynningu, eins
og flest annað.
Þetta furðulega mál sýnir mætavel að Bjarni Bene-
diktsson er öldungis óhæfur til þess að hafa með höndum
yfirstjórn menntamála. Skapgerð hans er slík að hann
kann ekki að jafna mál og finna leiðir í ágreiningi, held-
ur anar áfram og sést ekki fyrir. Hefur þetta sjaldan kom-
ið eins glöggt fram og í þessu dæmi — enda er þar um
engin stjórnmálaátök að ræða. Munu margir flokks-
bræður ráðherrans vera mjög undrandi á hátterni hans,
og hefur það komið einkar ljóst fram í Morgunblaðinu
sjálfu. En undrunin nægir ekki; því fyrr sem hægt er að
losna við þennan ráðherra því betra.
Gestirnir Bidstiup teiknaði
SKAK
■----------------------------------->
Rit8tjórii Guðmundur Arnlaugsson
Hvifagaldur
Þriðja skákin er frá skák-
mótinu í Amsterdam og er úr
þeirri umftrð er sovétmeistar-
arnir gerðu upp við hættuleg-
ustu keppinauta sina á mót-
inu: Argentínumenn. Rússarn-
ir sendu aðalsveit sína til leiks,
og var auðséð á öllu að þeir
lögðu sig fram eins og fremst
máttu, enda varð sigurinn eftir
því: 3% gegn %. í þessari við-
ureign tefldi Keres við Herman
Piinik. Pilnik hefur hrafnsvart
hár, sem er að vísu farið að
grána, og er að öðru leyti einna
suðrænastur allra Argentínu-
mannanna, en er fæddur í
Stuttgart í Þýzkalandi þrátt
fyrir yfirbragð sitt. Það er
reyndar svo um fleiri af
fremstu taflmeisturum Argen-
tinumanna að þeir eru bomir
í þennan heim í Evrópu: Naj-
dorf er Pólverji að uppruna
eins og allir vita, og Elískases
fæddur suður í Tíról.
Keres sópaði að sér fleiri
vinningum en nokkur annar í
Amsterdam og ég stalst því
til að fylgjast með taflmennsku
hans eftir því sem unnt var.
Af skákum þeim er ég sá brot
af fannst mér engin jafn
skemmtileg og þessi, enda hygg
ég að hún sé mesta afrek hans
á mótinu. Þótt skákirnar séu
ólíkar minnti þessi mig á hina
skákina, þá er ég sá hann tefla
í Miinchen átján árum fyrr.
Spænskur leikur.
Pilnik. Keres.
1. e2—e4 e7—e5
2. Rgl—f3 Rb8—c6
3. Bfl—b5 a7—a6
4. Bb5—a4 Rg8—f6
5. 0—0 Bf8—e7
6. Hfl—el b7—b5
7. Ba4—b3 0—0
8. d2—d3 d7—d6
9. c2—c3 Rc6—a5
10. Bb3—c2 c7—c5
11. Rbl—d2 Ra5—c6
12. Rd2—fl Rf6—d7
13. a2—a4 Rd7—b6
14. a4xb5 a6xb5
15. Halxa8 Rb6xa8
16. Rfl—e3 Ra8—b6
17. d3—dí Hf8—e8
18. d4xc5 d6xc5
19. Ddl—e2 Bc8—d7
20. Hel—dl
Orðstírinn hefur sín áhrif:
svartur bauð peð en hvítur
áræðir ekki að þiggja það. Eft-
ir 20. Dxb5 Rd4 og Rxf3 er
komið skarð í peðaborgina er
skýlir hvíta kónginum, og and-
spænis Keres taka menn ó-
gjarnan á sig þá áhættu er
slíku fylgir.
20..... Be7—f8
Tafllok
eftir Bjöm Haggkvist, Svíþjóð.
(Tidskrift för Schack 1945)
Hvítur á að vinna.
Lausn á 2. síðu.
21. Re3—d5 Rc6—-bR
22. Rf3—g5 h7—h6
23. Rg5—f3 Rb6xd5
24. e4xd5 e5—e4!
Það var misráðið að drepa með
kóngspeðinu, því að nú nær
Keres sókn. Hvítur má auðvit-
að ekki drepa peðið.
25. Rf3—d2 Bf8—d6
26. Rd2—fl Dd8—h4
27. b2—b4 Rb8—a6!
En ekki cxb4, Bxb4, Hd4 og
hvítur heldur nokkurn veginn
jöfnu.
28. b4xc5 Ra6xc5
29. Bcl—a3 f7—f5
30. g2—g3 Dh4—h3
Hótar f5—f4.
31. De2—e3 Rc5—b7
32. Ba3xd6 Rb7xd6
33. Bc2—b3 Kg8—h7
34. Hdl—al Rd6—f7
35. Hal—a7 Rf7—e5
Nú er ekki unnt að svara ógn-
uninni sem yfir vofir með Rd2:
36. Rd2 Rf3f! 37. Rxf3 exf3 og
hótar máti á tveim stöðum í
senn!
36. Bb3—dl
Við 36. — Rf3t 37. Bxf3 exf3
38. Dxf3 Hel á hvítur vörnina
Dg2 (Dd3 dugar aftur á móti
varla vegna Bd7—e8—h5—f3).
En nú kemur atlaga úr annarri
átt!
36.... b5—b4!
Fallegur leikur! Ef nú cxb4, þá
Bb5, Rd2 (eða Be2) Rf3t og
vinnur.
37. c3—c4 Re5xc4
38. De3—d4 Rc4—e5
39. Rfl—e3 f5—f4l!
Nú kostar Dxe4t, Rg6 mann.
40. g3xf4 Re5—f3t
41. Bdlxf3 e4xf3
Nú kemur þýðing 39. leiksins í
ljós: biskupinn er valdaður og
tálmar mátinu á g7. Svartur
Framhald á 9. síðu.