Þjóðviljinn - 26.02.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.02.1955, Qupperneq 7
Laugardagur 26. febrúar 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Hann dregur artdann ótt og títt, fimmtíu og dtta sinnum á mínútu. Það er froða í munnvikunum á honum. Það er svo að sjá sem annar kjálkinn sé brotinn. Það virðist lika eitthvað vera að honum í mjóhryggnum. Hann er aUtaf að strjúka hann með hœgri hendi ... Þessar dapurlegu lieilsu- farslýsingar voru símaðar dag nokkum í ágúst 1952 neðan frá botni 245 metra djúprar gjár í nánd við gamla landamærasteininn Saint Pierre-Martin í Pýreneafjöll- um. Sá særði, sem um _var rætt, var frægur franskur hellafræðingur, hinn djarfi Marcel Loubens, þritugur að aldri, en nokkrum mínútum áður en símað var hafði hann slasazt alvarlega er hann hrapaði langa leið niður á klettana í botni gjárinnar. Það var verið að draga hann hægt og varlega upp í ljós og hita með mjóum vír, sem notaður var á upp- og niður- leið, þegar skrúfa lét sig allt í einu. Félagar hans niðri í djúpinu og myrkrinu börðust örvæntingarfullri baráttu til þess að bjarga lífi hans, lækn- ir var látinn síga niður þessa löngu og hættulegu leið, en allt var vonlaust. Sex tímum eftir slysið dó Loubens. Og fyrsta mannfórnin hafði ver- ið færð þessari hellasamstæðu sem nær 728 metra niður í bjargið frá innganginum og ber nafnið Saint Pierre-Mar- tin-hellamir. Félagar Marcels Loubens jarðsettu hann í efsta hellin- um, Lepineuz-hellimmi. Það var ekki fyrr en í fyrrasumar að það tókst með miklum erf- iðismunum að flytja lík hans úr hellinum upp á yfirborðið. ^ Bæði froskmaður, eldíjallaíræðingur og hellakannari. Haroun Tazieff segir frá dauða Loubens og ýmsum sögulegum atvikum úr könn- unarferðum í þessum hellum í bók sinni Ævintýralegir hellar, en hún er bæði vel skrifuð og áhrifarík. Hún kom út í danskri þýðingu s.l. haust hjá Samlerens Forlag og fylgdu margar og ótrúlegar myndir. Tazieff hefur einnig dvalizt á hafsbotni sem froskmaður og í vellandi eldgigum, og maður les eggjandi frásögn hans með svipaðri kennd og þegar fyrri kynslóðir sátu við lampann sinn og lásu um at- hafnir Livingstones og Stan- leys í Afríku, sem þá var næsta myrk. Samanburðurinn er ekki al- veg út í bláinn. Að vísu eru þessir hellaskoðarar djarfir glæframenn og ferðir þeirra niður í jörðina eru lifshættu- leg íþróttaafrek, sem gera kröfur til ýtrasta líkamsþrótt- ar og valinna hjálpartækja, en það er ærinn tilgangur bak við það sem virðist vera leik- ur að dauðanum. Það voru hellakönnuðimir, spelólógam- ir eins og þeir em nefndir, sem fundu sumar af hinum MÐRI í IIHtni JARÐAR M hanga í þræði undir fossi og imúast eins og snæida ískaldur í myrkri hundruð metra undir yfirborði jarðar k HeUafræðingurinn Marcel Loubens á leið niður í Saint Pierre-Martin hellana í Pýreneafjöllum. frægustu dýramyndum isald- armanna í frönskum og spænskum hellum, og langtum neðar í jörðunni — í liinum óhemjulegu kalksteinshellum, sem vatn hefur étið og Tazi- eff hefur heimsótt m.a., en þar höfðu menn aldrei áður komið •— er t.d. mikil vísindaverð- mæti að finna er könnuð em jarðfræðilög og hugsanlegt jurta- og skordýralíf. Og um- fram allt getur það haft þjóðhagslegt gildi að kanna hvernig er lega fljóta og Einn pátttakenda, Jacques Labeyrie, að höggva graf- skrift um hinn látna Mar- cel Loubens — í hélli nœst- um því 400 metra undir yfirborði jarðar. rennsli þeirra í iðmm jarðar. Sé hægt að sprengja op á klettaveggina og leiða fljót upp á yfirborðið í meiri hæð en orðið hefur í náttúmnni, leiðir það með sér geysilegt orkumagn til iðnaðar og ann- arra þarfa. ^ Notre Dame-kirkjaji kæmist fyrir < 4 tvívegis. Saint Pierre-Martin hellam- ir vom kannaðir árin 1951, 1952 og 1953. Niðri í myrkr- inu höfðu fundizt alls sjö hellar, tengdir saman með mjóum göngum, en þeir em sumstaðar undir farvegi fljótsins. Þeir taka við hver af öðrum og teygjast hálfan þriðja kílómetra inn í fjallið — sá efsti er 400 metra undir innganginum, sá neðsti í 728 metra dýpi. Það hefur að nokkm tekizt að gera kort af hellunum, hinu reglulausa klettalands- lagi inni í þeim og hinum æf- intýralegu dropsteinamyndun- um, sem hljóta að vera hinar furðulegustu við flöktandi ljóskerabjarmann. Noklcrir hellanna era svo stórir að mælingar sýna að Notre Dame-kirkjan gæti koniizt þar fyrir að minnsta kosti tvívegis. ^ Kráka flaug úr hreiðri sínu. Skemmtileg er frásögnin af því hvernig á því stóð að Saint Pierre-Martin hellamir fundust. Tveir spelólógar, Georges Lepineux og Guis- eppe Occhialini, vom dag nokkum að hvíla sig við gamla landamærasteininn milli Frakklands og Spánar í Pýreneafjöllum. Allt í einu kom Lepineux auga á kráku sem virtist koma fljúgandi beint út úr klettinum. — Lepineux var athugull maður. Eins og Newton, er hann sá eplið falla, sat hann lengi sokkinn niður í djúpar hugsanir. Hafi krákan komið út úr klettinum hlaut að vera í honum op með hreiðri. Nú gera krákur sér aðeins hreið- ur þannig að frjálst rúm sé undir þeim. Og slík rúm, fal- in inni í kalkklettum, eru ein- mitt verkefni spelólóga. Þeir klifruðu í snatri upp í staðiim og fundu rifu í klettinn. Þeir stækkuðu hana fljótlega og köstuðu inn smásteinum, en þeir virtust hverfa í endalaust hyldýpi. Saint Pierre-Martin hellarnir voru fundnir. ^ Það tekur á taugarnar. Það þarf auðvitað sérstaka manngerð til þess að stunda könnunarferðir svona langt undir sólarljósi, grasi og trjám og öllu því sem menn þekkja og kunna að umgang- ast. Það hrekkur ekki til að vera djarfur og hafa óseðjandi löngun í könnunarferðir. Taugamar verða að vera al- heilar, menn verða að vera úr traustri steypu ef þeir eiga ekki að bugast niðri í þessu vota, biksvarta myrkri, þar sem þeir verða bæði að vinna, snæða og hvílast í svefnpok- um sínum. En líftaug allra hellarann- sókna er við innganginn. Það er vindan sem stjórnar mjó- um vírum, sem flytja menn- Höfundur bókarinnar Ha- roun Tazieff (t.h.) rœðir við lœkni leiðangursins 1952, dr. André Mairey. ina út f langvinnt ferðalag eða lyftir þeim upp. Og há- markið í bók Tazieffs ér lýs- ing hans á því hvemig vind- an brást, þegar hún átti að draga hann sjálfan upp nokkr um stundum eftir að búið var að jarðsetja Lcfubens niðri í hellinum. ★ Að snældusnúast ís- kaldur undir íossi. Hann er kominn um það bil 70 metra yfir hellisbotn- inn, þegar hæg hreyfing vírs- ins upp á við stöðvast snögg- lega. Bjarminn frá ljóskerinu dregur ekki lengur gegnum myrkrið, og í símanum er honum sagt að það þurfi að- eins að gera smáathugun unni. Síðan rofnar sambandið. Síðar nær Tazieff aftur sam- bandi við þá, hann sárbænir þá um að draga sig aðeins ör- lítið hærra; hann hangir í miðium smáfossi og er þegar holdvotur og ískaklur og hann snýst eins og snælda neðan í mjóum vírnum. Þeir reyna að róa hann með undanbrögðum, þetta sé að verða búið o.s.frv., en tímam- ir líða, hann missir vald á sér þar sem hann hangir í myrkr- inu og vatnselgnum, hann grætur og formælir og stund- um —= þegar bráir af honum — skilur hann að vindan uppi er meira en lítið biluð. Hvað nú ef virinn þoilr ekki átakið til lengdar? Hann hugsar með skelfingu um örlög Loubens. Og ekki hressist hann þegar honum berast þau fyrirmæli með símanum að losa sig við öll tæki sín og áhöld. Hann sleppir áhalda"okanum, og þegar hann heyrir hann tæt- ast sundur á klettunmu fyrir neðan eftir — að þvi er hon- um virðist — langa stund, rennur það upp fyrir honum til fullrar skelfingar hversu langt er niður — hverju hrap myndi jafngilda. Þegar hann hnígur loks til jarðar á yfirborðinu eftir að hafa svifið þannig tímum saman, segja félagarnir hon- nm að þeir hafi haldið að hann væri búinn að missa vitið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.