Þjóðviljinn - 05.03.1955, Page 4
t) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 5. marz 1955
lýsa upp húsin við Austurvöll að utanverðu —
Sólarljós á Suðurlandsbraut um vetrarkvöld
iSÍÐFÖRLI SKRIFAR: „Hátt-
■virti eðla Bæjarpóstur minn
•— ég er einn þeirra manna
sem stundum eru seint á ferli
á kvöldin; veldur því starf
imitt, en ekki það að ég sé
að þvælast á kaffihúsum eða
sverma fyrir stelpum á rúnt-
inum. Á heimleiðinni legg ég
venjulega leið mína um
Kirkjustræti, meðfram Aust-
urvelli; og það er gaman að
sjá ljóskastarann mikla sem
komið hefur verið upp framan
•?ið Landsímahúsið, og lýsir
upp alla forhlið þess jafnvel
um þá myrkustu nótt. Og nú
er ég með tillögu. Hún er í
stuttu máli sú að öll húsin
við Austurvöll verði lýst upp
að utanverðu með þessum
áætti. Undanfarin vor og sum-
'u r hefur verið lögð mikil rækt
við gróðurinn á Austurvelli,
rneð þeim árangri sem allir
þekkja: hann er glæsilegasti
'blettur borgarinnar. Haldið
þið að Austuirvöllur gæti ekki
'Jíka verið smekklegur á vetr-
nm þegar ekki er hægt að
ástunda gróðurrækt, ef ljósa-
rækt væri tekin upp 1 staðinn?
1 sveitum er náttúrlega nóg
að lýsa hús að innanverðu,
en í borgum horfir þetta öðru
vísi við: þar eru húsin utan-
verð ekki síður íbúðir manna
Jieldur en húsin innanverð:
við sem erum á ferli um göt-
nraar — við erum íbúar hús-
anna að utanverðu. Þessvegna
er alls ekki nóg að þingmenn-
Félagslíf
Frjálsíþróttamót
KR
Sunnudagin 6. marz, kl. 4
e.h. hefst innanhússmót KR,
i frjálsum íþrótum. — Keppt
verður í eftirtöldum grein-
um: Þrístökk án atrennu;
Langstökk án atrennu; Há-
stökk án atrennu; Hástökk
með atrennu; Kúluvarp með
atrennu. — Mótið verður
haldið í íþróttahúsi Háskól-
ans.
Stjórn F.K.R.
irnir hafi sæmilega leslampa í
Alþingishúsinu; við sem göng-
um um Austurvöll þurfum líka
að hafa leslampa utan á því.
Og hugsið ykkur hvað Hótel
Borg og Reykjavíkurapótek
gætu orðið snyrtileg hús í
vetramóttinni, síðan þau voru
máluð, ef komið væri fyrir al-
mennilegum kastljósum til að
lýsa þau upp. Það á að lýsa
upp alla höfuðborgina, en við
getum byrjað í smáum stíl,
sem sé á Austurvelli.
BÆJARPÓSTURINN er alltaf
samþykkur þeim tillögum sem
honum berast, eins og kunn-
ugt er; og á það í alveg sér-
stökum mæli við um þessa.
Og nú vill hann bæta ofur-
litlu við frá eigin brjósti, þó
það (nefnilega brjóstið) sé
kannski ekki svo ýkja merki-
legt. En Bæjarpósturinn kom
ofan úr sveit eitt síðkvöld hér
um daginn, og þegar hann
kemur niður að Elliðaánum í
myrkrinu sér hann ekki betur
en það sé sólskin á Suður-
landsbrautinni neðan við þær.
Hann hefur orð á þessu við
förunauta sína, og þeir segja
honum að seinnipartinn í sum-
ar hafi verið sett upp gul ljós-
ker sitt hvorumegin við braut-
ina neðan við Elliðaárnar. Nú
þegar við ökum niður brekk-
una framan við ámar, þá er
bíll á undan okkur. Og þegar
hann ekur inn á milli gulu
ljóskeranna, sem varpa þarna
birtu sinni yfir brautina, er
engu líkara en hann aki inn
í sólgöng — og þó er myrkt
vetrarkvöld. Bæjarpósturinn
vill sem sé lýsa ánægju sinni
yfir þessum gulu ljósum, um
leið og hann spyr hvort ekki
standi til að þau komi víðar,
og um leið og hann bendir á
að svona sé til ótalmargt sem
verða mætti borginni okkar til
prýðis og fegurðarauka. Og
þá minnist hann að lokum
gamallar spurningar sem Guð-
mundur Finnbogason bar eitt
sinn upp í ræðu eða riti:
hversvegna nota menn ekki
meira af gulum gluggatjöld-
um? Þaú gefa sem sé lit sól-
skinsins jafnvel á rökkvuðum
desemberdegi.
íslcmd og Norsk Allkunnebok
Fyrir skömmu var athygli
okkar vakin á grein í Þjóðvilj-
anum frá 5. janúar 1955 með
ádeilu á Norsk Allkunnebok og
einn af samstarfsmönnum okk-
ar á íslandi Ólaf Gunnarsson,
Enda þótt greinin virðiSt fyrst
og fremst vera næsta persónu-
leg ádeila á Ólaf Gunnarsson,
er svo að sjá sem Þjóðviljinn
hafi jafnframt hug á að gera
lítið úr Norsk Allkunnebok sem
alfræðiriti. Með orðatiltækjum
eins og „nokkurskonar alfræði-
bók“ og „alfræðibók“ innan
gæsalappa reynir höfundur á-
deilunnar að gefa lesendum í
skyn að Norsk Allkunnebok sé
undirmálsverk, sem ekki standi
undir nafninu alfræðibók.
Það væri því ekki úr vegi
að - gera nokkra grein fyrir
Norsk Ailkunnebok. Þetta rit-
verk er fyrsta alfræðibókin
sem út kemur á nýnorsku. Það
verður 10 bindi og næststærsta
alfræðibók í Noregi. Til þessa
hafa komið út 5 bindi, og þau
hafa hlotið. mjög góða dóma
bæði hér á landi og erlendis.
Gagnrýnendum ber saman um
það að þetta sé að mörgu leyti
bezta alfræðibókin fyrir norsk-
ar þarfir, þar sem hún er að
öllu leyti sjálfstætt norskt verk
og ekki umritun á erlendum al-
fræðibókum. Þetta er einnig
fyrsta norska alfræðibókin þar
sem greinar eru merktar höf-
undum sínum. Sú staðreynd að
Norsk Allkunnebok er eina
norska ritverkið af sínu tagi
sem fær ríkisstyrk til útgáf-
unnar er einnig vottur þess að
hér á landi er hún ekki talin
neitt undirmálsverk.
Norsk Allkunnebok hefur
einnig haft forustu um það
meðal norskra alfræðiverka að
tryggja samverkamenn erlend-
is. Og af samverkamönnum
okkar erlendis eru Islendingar
fjölmennastir. Þeir Norðmenn
sem halda tryggð við ný-
norsku hafa ævinlega talið sig
nátengda frændum sínum á ís-
landi, þeir hafa alltaf haft á-
huga á íslenzkri menningu og
íslenzkum aðstæðum. Norsk
Allkunnebok taldi það því eina
mestu nauðsyn sína að fá góða
samverkamenn á íslandi og til
þess að skrifa um ísland. Okk-
ur tókst að fá Bjarna Aðal-
bjarnarson til þess að skrifa
um fornbókmenntir íslendinga.
Og eftir að hann lézt fengum
við, að ráði Sigurðar Nordals
og Jóns Helgasonar, Ólaf Hall-
dórsson cand. mag. til þess að
taka það verkefni að sér. Um
nútímabókmenntir Islendinga
hefur Norðmaðurinn Hans Hyl-
en skrifað flestar greinar. Hyl-
en er kunnur fyrir ágætar þýð-
ingar sínar á íslenzkum ljóðum
og fyrir forgöngu í því að
kynna íslenzkan skáldskap hér
í Noregi. Fyrir skömmu fékk
hann íslenzku fálkaorðuna fyr-
ir þetta starf sitt. Ólafur Gunn-
arsson, sem er sá einasti af
samverkamönnum okkar á ís-
landi sem Þjóðviljinn sér á-
stæðu til að nefna, hefur skrif-
að greinar um Islendinga á
ýmsum sviðum. Hann hefur
einnig aðstoðað okkur við að
semja lista yfir íslendinga og
íslenzk málefni sem gera þarf
skil í Norsk Allkunnebok, en
hann hóf ekki störf fyrr en
með þriðja bindi, þannig að
ekki er hægt að kenna honum
um þá eða það sem kann að
hafa gleymzt í tveimur fyrstu
bindunum. Annars er Björn
Sigfússon háskólabókavörður
starfsmaður við Norsk All-
kunnebok, o| sjálf greinin um
ísland sem kemur í 6. bindi er
einvörðungu skrifuð af íslend-
ingum, að undantekinni jarð-
fræðilýsingu. Um íslenzka sögu
skrifar þannig Þórhallur Vil-
mundarson, um miðaldabók-
menntir Ólafur Halldórsson, um
nútímabókmenntir Guðmundur
Gíslason Hagalín, um myndlist
Björn Th. Björnsson og um
hljómlist Jón Þórarinsson. Eg
held mér sé óhætt að fullyrða
að engin önnur erlend alfræði-
bók hafi lagt sig eins í líma
til þess að fá íslendinga til
þess að fjalla um íslenzk mál-
efni. Norsk Allkunnebok verð-
ur því sú alfræðibók sem mest
hefur að geyma um íslenzk
málefni, meðan íslendingar
eignast ekki alfræðibók sjálfir.
Norsk Allkunnebok hefur
gert þetta af einlægum áhuga
á íslandi og íslendingum og
vegna þess að okkur var kært
að þessi forna frændþjóð okk-
ar fengi þann sess sem henni
ber í norskri alfræðibók. Þess
vegpa sárnaði okkur að sjá
NIÐDRSUÐU
VÖRUR
Þjóðviljann reyna að dæma
Norsk Allkunnebok einskis
nýta með því að velja nokkr-
ar ívitnanir í það sem Ólafur
Gunnarsson hefur skrifað, úr
greinum sem kunna að hafa
heppnazt miður en skyldi, og
án þess að athuga hvað ritið
hefði að geyma að öðru leyti.
Að öðru leyti skal ég ekki
skipta mér af deilum Þjóðvilj-
ans og Ólafs Gunnarssonar um
það hvort hann hafi heimild til
að kalla sig ritstjóra. En eft-
ir því sem tíðkast í Noregi og
víða um lönd nota þeir menn
oft ritstjóranafnbót sem t. d.
senda blaði regluiega efni frá
útlöndum eða hafa yfirumsjón
með sérstökum þætti í blaði.
Það er ekki nauðsynlegt að
menn séu aðalritstjórar til þess
að þeir megi kalla sig ritstjóra
— að minnsta kosti ekki hér-
lendis — og raunar ekki í f lest-
um löndum öðrum.
Arnulv Sudmann, ritstjóri
við Norsk Ailkunnebok.
Takið eftir
:
Skóvinnustofan á Urðarstíg j
setur smellur í kuldaúlpur j
o.fl., margar stærðir og litir. j
Einnig færanlegar og fastar ■
smellur í bomsur. Kósur í ■
mörgum litum.
Jónas Jónassðn
(áður Grettisgötu 61)
Herranærföt
Stuttar buxur og bolir
Verð kr. 19.50.
Síðar buxur lir. 24.50.
Hálferma bolir kr. 24.00
Toledo
Fischersundi.
TILKYNNING
frá Miðgarði h.f,
Þeir, sem kynnu að hafa í höndum eftirtalin númer af sérskuldabréfum fé-
lagsins, útgefnum 1943, vegna byggingarframkvæmda við Skólavörðustíg 19,
eru vinsamlegast beðnir að framvísa þeim tafarlaust í skrifstofu Þjóðviljans,
Skólavörðustíg 19.
20, 25, 26, 37, 47, 78, 115, 116, 160, 161, 162, 211, 212, 215,
216, 217, 218, 219, 220, 221, 223, 232, 233, 234, 235, 238,
241, 244, 260, 266, 270, 284, 286, 300, 301, 302, 303, 304, 323,
331, 332, 334, 343, 344, 345, 378, 380.
Stjórnin
-
Tilkyiming um þátttöku í Varsjármótinu
Nafn: ....................................
Heimili: .................................
Atvinna: .................................
Fœðingardagur og ár:......................
Félag: ...................................
(Sendist til Eiðs Bergmanns, Skólavörðust. 19, Rvík)
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför
mannsins míns og föður okkar
Bjarna Finnbogasonar
frá Búðum
Sigríður Karlsdóttir
og börn