Þjóðviljinn - 26.03.1955, Page 3

Þjóðviljinn - 26.03.1955, Page 3
Laugardagur 26. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 — Viltu koma í smáferð? Það var næturvaktin á Hverfisgötu 21 sem talaði. — Já. Hvert er það? — Geturðu ekki komið strax? —. Fyrst þarf ég að klæða mig. —•' Já, kappklæödu þig. Þetta verður kalt ferðalag. — Hvert á nú að fara? — Það er smásjóferð. Það er kalt á sjónúm. •—■ Er þetta langt? —■' Þú færð að sjá það bráðum. Nokkrar milur. Við bíðum eftir þér. • • Flaggskip vort Kvöldúlfur Næst var að seilast eftir tó- baksdósunum og liðka um stír- urnár, svo að líta á klukkuna, jú það hafði liðið draumlaus stund frá því ég leit á hana síðast. Það var vasklegur hópur manna fyr- ir á Hverfisgötu 21. Þeirra á meðal sjóliðarnir sem biðu eftir mér. Samstundis þutu þeir út í bíl og óku rakleitt vestur í báta- höfn og beint um borð í einn bátinn. Ekki hef ég minnstu hugmynd um hvað hann heitir, þvi ' harín var umsvifalaust skírður Kvöldúlfur. — Auðvitað heitir flaggskip vort Kvöldúlfur, sagði Guð- mundur J., en nú ætlaði þessi margumtalaði maður að fara að stríða á sjó. • Kvöldúlfur með hósta — Eigum við ekki að leysa? Sá er spurði var áreiðanlega úr riddaraliðinu en ekki sjóhern- um. Mér datt í hug að hjálpa honum, en áttaði mig í tíma: sjálfur kann ég engan hnút nema hestahnút frá þvi ég var hestastrákur. — Til lítils höfum við flýtt okkur: Vélin í Kvöld- úlfi komst ekki í gang, kom varla upp nokkru bofsi. Við fengum þær upplýsingar að vél- in hefði sótað sig, og síðan fylgdu útskýringar, á svo lærðu vélfrÆðilegu máli að það hljóm- aði sem hebreska í mínum eyr- um. Sem betur fór voru þó ein- hverjir úrvalssjóliðar i hópnum og fór einn þegar til aðstoðar kapteininum til að lækna Kvöld- úlf af hóstanum. — Gátuð þið ekki fengið lóðs- bátinn? — Nei, hann var ekki fáanleg- Ur fyrr en einhverntíma í dag. Auðvitað hefði hver maður átt að geta sagt sér það sjálfur að úrvalsliðið í hafnsögumannasveit Reyk j avíkurbæjar myndi hafa annað þarfara að starfa en snú- ast með verkfallsmenn. • Kvöldúlfur gegn Leningrad Við fórum niður í lúkar. Það var þröngt þar niðri. Engin for- setastúka í flaggskipi voru. En þegar Guðmundur J. hafði troð- ið sér inn í eina kojuna var sæmilega rúmt um okkur hina. Fyrirliðinn í sjóhernaði þessum var alls ekki Guðmundur J. heldur Björn Bjarnason formað- ur FuIItrúaráðs verkalýðsfélag- anna. Hann brosti við spurning- um mínum og kvað sjóhernaði þessum stefnt gegn Rússum. Kvöldúlfur ætti að fara til móts við Leningrad á Kollafirði. (Björn Þorsteinsson hefur víst sannað að einhverntíma aftur í öldum höfum við safnað liði gegn Rússum, en þá var það gert samkvæmt valdboði Dana). „Skipshöfnin“ á Kvöldúlfi nýkomin úr ,,Leningradförinni“. • Helmingaskiptaverk- fallsbrjótar Þannig er mál með vexti, eins og raunar alþjóð mun vita, að þegar verkfallsbrot Olíufélagsins við ítalska olíuskipið Smeralda voru stöðvuð hér var það sent upp í Hvalfjörð í því augna- miði að halda verkfallsbrotum þar áfram. Og þegar verkfalls- brot B.P. höfðu verið stöðvuð hér við rússneska olíuskipið Leningrad var það sent af stað, en látið legjast á Kollafirði. Olíusalar íhaldsins eiga Skelj- •» ung til strandflutninga á olíu, og samkvæmt helmingaskipta- reglu núVerandi ríkistjórnar var olíusölum Framsóknarfl. út- hlutað Litlafellinu til sinna strandferða með oliu. skellir og dynkir. Upp um lúk- arsdyrnar sáum við eldglæring- ar þeytast upp í myrkan nætur- himininn. Svo urðu höggin jöfn og viss: vél Kvöldúlfs var kom- in í gang. Siglingin var hafin. Utan hafnarmynnisins byrjaði báturinn að skoppa svolítið upp og niður. Það nægði til þess að einhver spurði í illkvitni sinni: Ekki vænti ég að neinn sé orð- inn sjóveikur? Ekki alllöngu síðar stakk einhver höfðinu upp um lúkarsgatið og sá ljósadýrð mikla skammt undan á stjórn- borða og hrópaði: Hvaða rosa- dallur er þarna? — Og þetta er nú bara Gufunesverksmiðjan, sagði sá er næstur stóð á þilj- um uppi, og harðneitaði að skilja að hinn hefði í sakleysi sínu undir þiljum haldið að allt önnur stefna hefði verið tekin. • Ráðizt til uppgöngu á Leningrad Það var byrjað að birta, svo þegar kapteinninn hægði ferð- ina er . hann nálgaðist Lenin- grad blasti greinilega á móti okkur hinn rauði hamar og sigð á skorsteinsmerki skipsins. En nú lagði kapteinninn fagmann- lega að hlið Leningrad, og þótt f sjóhernaði á Kollnfiröt • Hugsjón olíusala Nokkrir bæir úti á landi eru að verða uppiskroppa með olíu. En Iivorki olíusalar íhalds né Frainsóknar telja sig hafa nokkrar skyldur við fólkið úti á landi (það er neytt til að kaupa af þeim hvort sem er), Þeirra eina hugsjón er auðsjá- anlega að fjandskapast við verkalýðinn. í stað þess að láta skip sín flytja hinum olíuþurf- andi bæjum frjálsa olíu sendu þeir bæði Skeljung og Litla- fellið til að dunda við verk- fallsbrot uppi í Kollafirði. • Hannibal skrifar Rússum Skeljungur v.ar síðan sendur vestur á Patreksfjörð — og olí- unni landað þar í skjóli nátt- myrkurs. Nú var hann væntan- legur að vestan aftur — til nýrra verkfallsbrota. Stjórn Alþýðusambandsins hafði þvi skrifað skipstjóranum á rúss- neska olíuskipinu og skýrt hon- um frá að íslenzku olíuflutn- ingaskipin væru í banni Alþýðu-. sambandsins fyrir verkfallsbrot, og litið yrði á það sem þátttöku hans í verkfallsbroti, ef hann léti olíu í þessi skip. — Bréf þetta er birt á öðrum stað og málalengingar því óþarfar hér. Formaður Fulltrúaráðsins, Björn Bjarnason, var nú á leið til að færa skipstjóranum þetta bréf, og ræða frekar við hann ef þörf gerðist. • Hafið þið séð tófu á þremur löppum piltar? Meðan við bíðum eftir þvi að flaggskipi voru Kvöldúlfi batni hóstinn kveikjum við upp í babýssunni og hættum að ræða um olíusala sem eiga þá hug- sjón æðsta að fjandskapast við verkalýðinn. Einn þylúr mergj- aðan kveðskap. Og það eru sagð- ar sögur. Það var einu sinni bóndi á Vesturlandi sem (af ástæðum sem ég hef gleymt) náði einhverju sinni í lifandi tófu. Hún var aðeins á þrem fótum. Hann flutti hana heim með sér, og þar sem hann átti enga byssu lét hann tófuna nið- ur i bala og ’batt hana við balaeyrað með. níðsterku tog- bandi. Lét síðan hlemm yfir og stein þar ofan á. Svo hljóp hann til nágranna síns sem átti byssu. En þegar hánn kom með byss- una var balinn oltinn um koll og tófan horfin. Siðan spurði maður þessi ævinlega þegar hann frétti af tófum: Hún hefur þó ekki verið á þremur fótum piltar? • Hvaða rosadallur . . .? Allt í einu fékk Kvöldúlfur snöggan hósta. Svo fór ákafur titringur um skipið, smellir flaggskip vort, Kvöldúlfur hopp- aði í morgunylgjunni upp og niður eins og lítill korktappi við hlið olíuskipsins réðust Björn og menn hans hvatlega til upp- göngu, og sá ég brátt í iljar þeim upp á borðstokknum. Gengnir Rússum í greipar Kvöldúlfur hossaðist nú upp og niður, tjóðraður með kaðal- spotta við hið bolsévistiska tankskip. Við sáum Björn og fé- laga hans þramma um ótal stiga og hverfa svo loks inn einhvers- staðar frammi í brúnni. Það var fremur skammt til lands. Lík- lega myndu nú blessaðar heima- sæturnar á bæjunum undir Esjunni vera að mjólka kýrnar. Það væri ekki amalegt að hafa nú fötu af spenvolgri nýmjólk. Það birti ört. Allt í einu tók Kvöldúlfur á rás með okkur: hann hafði jagað tjóðurbandið i sundur, eins og töfan á þremur löppunum forðum. Ekkert sást enn’ til Björns og manna hans. Nú sá ég efiir því að hafa ekki farið upp með þeim til þess að sjá með eigin augum þetta sem Morgunblaðið er allt- af að segja okkur frá: hvernig Rússar varpa alsaklausum mönnum í hlekki og síðan fanga- búðir. Líklega sjáum við félaga Björn ekki meir. • Verkamannaríkið er veruleiki . . . Sjáum til. Þarna koma þeir aft- ur — allir. Við leggjum að og þeir koma um borð, og ásamt þeim tveir Rússar. ,,Bless“ segir annar Rússinn og heilsar með handabandi. Hvað hafði gerzt? Jú, ' skipifforinn á Leningrad hafði lesið bréf Alþýðusam- bandsins og svarað síðan rólega að menn sínir myndu ekki ger- ast verkfallsbrjótar gegn ís- lenzkum verkamönnum,. bréf AI- þýðusambandsins skyldi full- komlega tekið til greina. Síðan tók hann fram kampavínsflösku og glös og drakk ásamt mönnum sínum skál islenzkra verkfalls- manna. íslenzkir verkfallsmenn drukku skál áhafnarinnar á Leningrad, og verkamannaríkis- ins í austri. — Það var sr. Sig- urður í Holti sem fyrir 25 árum kvað: Og verkamannaríkið er veruleiki þó, það vakir og það hlustar • . . Og þenna gustkalda verkfalls- morgun tókust íslenzkir verk- fallsmenn og fulltrúar rússneska verkamannaríkisins í hendur. • Fagnandi verkfalls- menn Menn voru kátir á leið til lands. Nú þurftu þeir ekki leng- ur að vakta að ekki væru unnin verkfallsbrot í sambandi við oliuskipið Leningrad. Rússarnír sem í land komu ætluðu að ganga frá skipsskjölum til brott- siglingar. Það voru fáir á ferli, en borgari sem við mættum í bíl sínum horfði mjög tortrygg- inn á þennan hóp manna. Getið þið sagt mér hversvegna sumir burgeisar fá hjartslátt er þeim dettur í hug orðið Rússi. Við hittum næturvaktina á’ Hverfisgötu rétt í þann mund er hún var að fara heim og dagvaktin að taka við. Það van mikill fögnuður þar yfir komu sveitarinnar sem „vann orustuna, um Leningrad.“ J. B. Taprekstur og nýlr lúxusbílar tJtgerðarmenn hér við Faxa- flóa stynja undan tapi sínu ár eftir ár, hvort sem fiski- gengd er mikil eða lítil. Enda benda fulltrúar atvinnurek- enda á þessa aumu menn í hvert skipti sem talað er um að hækka kaup verkamanna. Það er ekki hægt að hækka kaupið útgerðin þolir það ekki er alltaf viðkvæðið. En það virðist vera orðinn mikill gróðavegur að gera út á fs- landi með tapi og lifa á rík- isstyrkjum ef dæma skal eft- ir lifnaðarmáta þessara tap- postula. Mestu tappostularnir eru nefnilega auðþekktir hér á vegum Suðurnesja, þeir aka ekki eldri lúxusbílum en ár- göngum frá 1954 og 1955. — Líklega eru þeir með þessU að styrkja útgerðina, því ekki vantar þjóðhollustuna hjá þeim blessuðum. j Sjómaður. )

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.