Þjóðviljinn - 26.03.1955, Síða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 26. marz 1955
9
þJÓÐVILJINN
Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn.
Ritatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
AuglýSingastjóri: Jónsteinn Haraldssoa.
Ritatjóm, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig
1». — Sími 7500 (3 línur).
Áakriftarverð kr. 20 á. mánuði I Reykjavik og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Þjófnaður sem beimilt er að segja frá
Ung kona í Reykjavík hefur lent út á þá ólánsbraut í
fátæktarbasli að fara aftur og aftur inn í hús og stela-
Vérðmæti þýfisins nemur allmörgum þúsundum króna;
þ$ð kemst upp. um hana og rannsóknarlögreglan lætur
mplið til sín taka af mikilli röggsemi. Það er kallað á
blaðamenn og þeim skýrt frá málavöxtum — og þarna
er; loksins kominn þjófmður sem hin sómakæru blöð
hernámsflokkanna geta skýrt frá af m^killi velþóknun.
Tíminn birtir þriggjá dálka frétt á forsíðu; stærstu frétt
dagsins. Alþýðublaðið birtir tveggja dálka frétt á forsíðu
með mikilli velþóknun. Morgunblaðið birtir stóra frétt
á öftustu síðu. Öll birta þessi blöð nafn stúlkunnar og ná-
kvæmt heimilisfang, til þess að enginn sé í efa um hvar
ódæðismanninn sé að finna. Og eflaust birta þau hug-
leiðingar um málið næstu daga ásamt þungum áfellisdóm-
um og andvörpum um versnandi heim.
Fyrir nokkru varð uppvíst að velefnaður embættismaður,
siðferðisprédikari, sálusorgari og leiðtogi unglinga, hefði
lent út á þá ólánsbraut áð ræna af almannafé sem honum
hafði verið trúað fyrir. Sjóðþurrðin nam hundruðum þús-
unda króna, og rannsóknaríögreglan lét málið til sín taka,
eflaust af venjulegri röggsemi. En það var ekki kallað á
neina blaðamenn og ekki skýrt opinberlega frá neinum
málavöxtum. Staðreyndirnar um málið komust þó fljótlega
á kreik, en ekkert af hinum sómakæru málgögnum
hernámsflokkanna sá ástæðu til þess að skýra lesendum
sínum frá þeim, þótt forsíður þeirra væru ósköp fátæk-
legar þá dagana. Þarna hafði sem sé verið að verki einn
úr innsta hringnum, landskunnur sómamaður og stjórn-
málaleiðtogi — en ekki snauður smælingi.
Stjórnarblaðið Tíminn gaf í skyn í fyrradag — án þess
þó að nefna nöfn — að áfómamaðurinn 'verði látinn sleppa
við málshöfðun ef hann skili hinu tapaða fé. Verður stúlk-
unni líka sleppt ef hún skilar þýfi sínu aftur?
Siðbót í blaðamennsku
Svo kynlega bregður við þessa síðustu daga, að Morgun-
blaðið talar um það dag eftir dag að nauðsynlegt sé að
siðbæta blaðamennskuna og fara að ástunda heiðarleik,
en meginverkefni þessa blaðs hefur frá upphafi verið
að breiða út ósannindi og óhróður og óheiðarlegar frásagn-
ir um samtök og baráttu verkalýðsins hérlendis og út um
heim. Blaðið fer þó ekki geyst af stað í siðbótarherferð
sinni heldur segir að fyrst verkefnið sé að bæta þingfréttir
— annarra blaða. Þau hafi sagt að Bjarni Benediktsson
dómsmálaráðherra hafi ekki mikinn áhuga á því að rann-
saka okur, og siðbótarsóknin hefur nú haft þau áhrif að
Alþýðublaðið biðst afsökunar á hverjum degi fyrir að
hafa haldið slíku fram.
En þetta er engin siðbót, heldur vaxandi siðspilling.
Það er staðreynd að Bjarni Benediktsson hafði engan á-
huga á því að okur yrði rannsakað; fyrir rúmum þremur
vikum kvaðst þessi dómsmálaráðherra landsins meira að
segja ekki vita t-ri þess að nokkurt okur ætti sér stað á
íslandi. Síðan hefur hann verið hrakinn áfram skref fyrir
skref eins og rakið hefur verið hér í blaðinu.
Hvílíkt feimnismál þessi þróun er sézt bezt á þeirri
staðreynd að Morgunblaðið hefur ekki enn sagt lesendum
sínum frá því hverjir fluttu tillöguna um rannsókn á ok-
'jirstarfsemi. Eftir frásögnum þess að dæma er engu líkara
en hún hafi fallið af himnum ofan. Næsta skref siðbótar-
innar verður svo trúlega það að blaðið haldi því fram að
Bjarni Benediktsson dómSmálaráðherra hafi flutt tillöguna.
Og mun þá ekki standa á Alþýðublaðinu að biðjast af-
Ssökunar á því að hafa nokkurn tíma haldið öðru fram.
Bevan er andstæðingum
sínum æði þungur í skauti
B ”
Hœghmeiniítutirm i miðst'iórn Verka-
mannaflokksins óttast aS nœsta flokks-
þing myndi ógilda brottrekstur
rátt fyrir yfirgnæfandi meiri-
hluta í stjórn þingflokks-
ins og miðstjórninni ætlar það
að þvælast fyrir hægrisinnuð-
um forystumönnum Verka-
mannaflokksins brezka að
losna við Aneurin Bevan, for-
ingja vinstri arms flokksins.
Komið er á þriðju viku síðan
hægriforingjarnir ákváðu að
láta nú til skarar skriða gegn
Bevan og reka hann úr
flokknum. Fyrsta skrefið var
að fá honum vikið úr þing-
flokknum. í stjórn þingflokks-
ins var tillagan um brottvikn-
ingu samþykkt með níu at-
kvæðum gegn fjórum. Athygl-
isvert er að einn af fjórmenn-
ingunum sem mótatkvæði
greiddu var Clement Attlee,
foringi flokksins. Er sú afstaða
í samræmi við fyrri afstöðu
Attlees, meginsjónarmið hans
hefur alltaf verið að halda
flokknum saman og forðast
klofning. Hann hefur oftast
verið Herbert Morrison og
öðrum hægrimönnum sammála
um stefnu flokksins en hann
hefur reynt að halda aftur af
tilhneigingu þeirra til að beita
brottrekstrum og öðrum refsi-
ráðstöfunum til að þagga nið-
ur gagnrýni á stefnu og starfs-
háttum miðstjórnarinnar.
¥?ftir að stjórn þingflokksins
hafði gert samþykkt sína
varð Attlee þó samkvæmt regl-
unni um samábyrgð stjórn-
armanna á teknum ákvörðun-
um að hafa framsögu fyrir
brottvikningartillögunni á
fundi þingflokksins. Hann
skýrði þar einnig frá þeirri á-
kvörðun stjómar þingflokksins
að hún myndi segja af sér
í heild ef þingflokkurinn léti
ekki að vilja hennar í þessu
máli. Meíri þvingun gátu
hægriforingjamir ekki beitt ó-
breytta þingmenn, alger upp-
lausn myndi hafa hlotizt af því
ef stjórn þingflokksins með
Attlee í broddi fylkingar hefði
sagt af sér einmitt þegar búast
má við að kosningar standi
fyrir dyrum. Engu að síður
biðu hægrimennirnir mikið af-
hroð á fundi þingflokksins.
Fylgismenn Bevans hafa oftast
verið um fimm tugir þegar í
r------------
Erl end
tíðindi
V.______________________}
odda hefur skorizt við for-
ingja þingflokksins. Nú brá
hinsvegar svo við að 112 þing-
menn greiddu atkvæði á móti
brottvikningu hans úr þing-
flokknum. Meirihluti flokks-
stjórnarinnar varð aðeins 29
atkvæði eða helmingi minni en
hægrimennirnir höfðu búizt
við. Bevan var vikið úr þing-
flokknum með atkvæðum
minnihluta þingflokksins, 141
af 293.
Fréttaritari bandaríska blaðs-
ins New York Times í
London fórust svo orð um at-
kvæðagreiðsla í þingflokki
Verkamannaflokksins: „Hægri
armur brezkra sósíalista vann
þessa orustu . . . en vel má
vera að hann hafi tapað stríð-
inu“. Ekki munaði nema fjór-
tán atkvæðum að samþykkt
væri tillaga þeirra þingmanna
sem miðla vildu málum, um að
vísa frá brottvikningartillög-
unni og láta við það sitja að
víta Bevan fyrir að deila á
stefnu flokksforustunnar í her-
málum á þingfundi. Ætlun ó-
vina Bevans var að víkja hon-
um úr þingflokknum fyrirvara-
laust. Af því varð ekki vegna
þess að hann iagðist sjúkur
og fresta varð máli hans í
viku. Á þeim tíma kom greini-
legar í ljós en nokkru sinni
fyrr, hve sterk ítök Bevan á
meðal óbreyttra flokksmanna
Verkamannaflokksins í flokks-
deildum kjördæmanna, mann-
anna sem bera uppi Verka-
mannaflokkinn. Samþykktum
frá flokksdeildum rigndi yfir
þingmenn og sendinefndir
komu gagngert úr .kjördæm-
unum til að ræða við þing-
menn og hvetja þá til að snú-
ast gegn brottvikningu Bevans.
Hægrimennirnir vissu fyrir,
á hverju þeir áttu von frá
flokksdeildunum í kjördæmun-
um. Hitt var alvarlegra fyrir
þá að þess fóru að sjást merki
að sú fylking verkalýðssam-
banda, sem þeir hafa byggt
völd sín í flokknum á, er tek-
in að riðlast. Um mörg undan-
farin ár hefur baráttan um
yfirráðin í Verkamannaflokkn-
um snúizt um það, hvort
vinstri menn eða hægri menn
yrðu í meirihluta í sendinefnd
námumannasambandsins á
flokksþingunum. Atkvæða-
greiðslu er þannig háttað, að
foringjar sendinefndar hvers
verkalýðssambands fara með
atkvæði alls sambandsins enda
þótt skoðanir séu skiptar með
fulltrúunum í nefndinni. Námu-
mannasambandið ræður yfir
rúmlega 700.000 atkvæðum og
á undanförnum flokksþingum
hafa þau ætíð tryggt hægra
arminum sigur. Tök hægri-
manna á námumannasamband-
inu hafa þó aldrei verið traust.
Námumennirnir í Suður-Wales
og Skotlandi eru meðal róttæk-
ustu hópanna í brezkri verka-
lýðshreyfingu og á þingum
námumannasambandsins hefur
hvað eftir annað munað mjóu
að hægri mönnunum í sam-
bandsstjórninni væri steypt af
stóli.
¥>evan er gamall námumaður
” og þótt hægrimenn hafi
meirihluta í stjórn námu-
mannasambandsins treystu
þeir sér ekki til að fylgja
brottrekstri hans úr flokknum.
Þeir óttast að næsta sambands-
þing verði ófáanlegt til að
fallast á brottrekstur en af-
leiðing þess yrði að flokksþing-
ið í haust myndi ógilda slíka á-
kvörðun miðstjórnarinnar. Nið-
urstaðan gæti orðið að yfir-
ráðum hægri manna í Verka-
mannaflokknum væri lokið.
Stjórn námumanna varaði því
Framhald á 10. ^ðu.
Tveir gamlir námumenn í nefnd. Verkamannaflokksins
sem fóru til Kína í fyrra notuðu tækifœrið til að skoða
kínverska kolanámu. Þeir eru hér á leiðinni niður í Kailan
námuna við Tanahan í rafknúinni námujárnbraut
Aneurin Bevan (annar frá vinstri) og fyrrverandi stéttar-
bróðir hans og einn harðvítugasti andstœðingur í flokks-
deilunum í Verkamannaflokknum Sam Watson (lengst
til vinstri). Watson er formaður alpjóðamálanefndar
flokksins.