Þjóðviljinn - 26.03.1955, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 26.03.1955, Qupperneq 7
Laugardagur 26. marz 1955 — ÞJÓÐVILJINN -— (7 SEINNI GREIN Iðnskóla- írumvarpið á Alþingi * . í upphafi 3. umræðu í neðri deild um frumvarpið, virtist ljóst að iðnaðarnefnd ætlaði ekki að gera frekari breyting- artillögur við frumvarpið og ekki taka neitt tillit til afstöðu iðnnemasamtakanna og álits þeirra á frumvarpinu. Brcytingartillögur Einars Olgeirssonar. Við þessa umræðu flutti Ein- ar Olgeirsson mjög ýtarlegar breytingartillögur við frum- varpið. Tillögur hans voru í höfuðatriðum byggðar á áliti Iðnnemasambandsins og stefnu samtakanna undanfar- in ár. í þeim segir m.a.: „Ríkisstjórnin skal hafa for- göugu um stofnun iðnskóla. Skal hún nú þegar stofna og starfrækja a.m.k. tvo iðnskóla, annan í Reykjavík, hinn á Ak- ureyri. Skal sem fyrst komið upp heimavistum í sambandi við þá.“ Ennfremur: „Iðnskól- ar skuhi vera dagskólar, kennsla skal vera bæði verk- leg og fræðileg.“ Þá er og í tillögum þessum gerðar nokkr- ar breytingar við þá liði frumvarpsins, er aðeins fela í sér heimildaratriði og í stað- inn sett fram skýr ákvæði, sem ekki yrði farið í kring um með smávegis afsökunum. Til- lögur þessar boðuðu sem sagt gjörbreytingu á frumvarpinu. Hér voru komin fram ný sjón- armið. í fyrsta lagi, að stofn- setja fyrst um sinn tvo full- komna iðnskóla í landinu; í öðru lagi, að iðnskólar skyldu undantekningarlaust vera dag- skólar og í þriðja lagi, að verk- leg kennsla yrði tekin upp í iðnskólunum jafnhliða þeirri fræðilegu. Þannig breytt hefði með frumvarpi þessu verið lagður homsteinn að fullkominni iðn- fræðslu i landinu. Breytingartillögur þessar sendi flutningsmaður Iðn- nemasambandinu til umsagnar og birtist hér álit þess á þeim: „Reykjavík, 22. febr. 1955 Hr. alþingism. Einar Olgeirsson, Hrefnugötu 2 Rvík. Iðnnemasamhand íslands hafa borizt, til umsagnar, breytingartillögur yðar við Frumvarp til laga um iðn- skóla, lagt fyiir Alþingi 1954. Stjórn I.N.S.I. hefur athug- að þessar breytingartillögur á fundi sínum í gær, þann 21. þ.m., og borið þær saman við tillögur iðnaðarmálanefndar I.N.S.I., sem hafði athugað frumvarpið og skilað á.líti á því. Stjórn I.N.S.I. telur að brej'tingartillögur jðar feli í sér allar þær breytingar, er nefndin taidi nauðsynlegt að gerðar- værn á frumvarpinu. Það er einnig álit stjórnarinn- ar, að tillögumar séu í fullu samræmi við stefnu iðnnema- samtakanna á undanförnum árum. Stjórn I.N.S.Í. væntir þess eindregið, að hið háa Alþingi sjái sér fært að samþj-kkja þessar breytingartillögur yðar eins og þær líggja fyrir. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Iðnnemasam- bands Islands“. (undirskriftir) Iðnaðarnefndin vaknar. Þegpr breytingartillögur Einars komu fram, var um- ræðu frestað og málinu vísað aftur til íðnaðamefndar. Við athugun á tillögum Ein- ars og álitsgerð Iðnnemasam- bandsins hefur meirihluta nefndarinnar orðið það ljóst að ekki væri með öllu hægt að ganga fram hjá breytingar- tillögum Einars og kröfum iðnnemasamtakanna. Ekki hef- ur þó meirihl. verið hlynnt- ur tillögum Einars í alla i----------------------- Eftir Guniiar Gttttormsson Járniðnaðar- nema —~~— ------—— -------- staði, því við næstu umræðu (framh. 3. umr.) fluttu þrír nefndarmanna, Eggert, Skúli og Bergur, breytingaxi;illögur við frumvarpið. í tillögum þremenninganna koma þó fram þau tvö sjón- armið iðnnemasamtakanna er fram koma í tillögum Einars, að iðnskólar verði dagskólar og verkleg kennsla verði tek- in upp í þeim. Ekki hefur þeim litizt á að fækka iðnskólum landsins. Þeim er ekki enn Ijós sú grundvallarbreyting er verður á iðnskólunum við til- komu miðskólaprófsins sem inntökuskilyrði, en þrátt fyrir það var tillaga þessi mjög já- kvæð og til mikilla bóta og meiri líkur voru á því, að hún næði fram að ganga en tillög- ur Einars, þar sem búast mátti við fylgi fjögra flokka við hana Þegar Iðnnemasambandinu bárust breytingartillögur þess- ar, sendi það iðnaðarnefndinni eftirfarandi álitsgerð: „Reykjavík, 2. marz 1955. Til háttvirtrar iðnaðarnefnd- ar neðri deildar Alþingis. Iðnnemasamband Islands hefur á fundi sínum 2. inarz athugað breytingartillögur Eggerts Þorsteinssonar, Skiila Guðmundssonar og Bergs Sig- urbjörnssonar, sem fram hafa komið við frumv. til laga um iðnskóla. Stjórnin telur, að í þessum . breytingartillögum komi fram þau tvö aðalsjónar- mið iðnnemasamtakanna, sem eru í fjTrsta lagi: Öll kennsla iðnskólanna fari fram að degi til, — og í öðru lagi: Tekin verði upp verkleg kennsla í iðnskólum. Þetta eru þær liöf- uðbreytingar, sem gera þarf á kennslufyrirkomulagi iðnskól- anna í dag. Þess vegna lýsum við yfir fullum stuðningi við þessar brej'tingartillögur og treystum því, að hið liáa Al- þingi samþykki þær. Að öðru leyti vísast til þeirr- ar álitsgerðar, sem I.N.S.Í. hefur sent háttvirtri iðnaðar- nefnd Nd. Alþingis, dagsett 18. febr. 1955 við franikomið frumvarp. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Iðnnemasam- bands Islands." (Undirskrift). Blaðaumsagnir. Daginn eftir að þremenning- arnir lögðu fram breytingar- tillögur sínar, birtu flest blöð- in grein um málið. Tíminn birtir grein með fyrirsögninni: „Iðnskólarnir skuli eingöngu vera dagskólar'1. I þeirri grein er rakið meginefni tillögunnar, en forðast að taka beina af- stöðu til málsins. í upphafi greinar Alþýðublaðsins er rætt um ádeilur iðnaðarmála- ráðherra á Eggert Þorsteins- son við umræðurnar um tillög- una og síðan vikið að fram- söguræðu Eggerts, og segir þar svo: „I framsöguræðu fjTrir þessum brej'tingum lagði Eggert álierzlu á nauð- syn þess, að iðnnemum yrði gert sem auðveldast að njóta bóklega námsins, svo sem frekast vferi kostur, en það j’rði varla gert nema að verða við óskum Iðnnemasambands- ins.“ Ennfremur: „Jafnframt benti Eggert á þá erfiðleika, sem fylgja því að stunda verk- legt nám í 6-8 stundir á dag, setjast síðan á skólabekk í 11/2-3 stundir og að þessu loknu eiga svo iðnnemarnir að undirbúa sig undir skólagöngu daginn eftir og þá venjulega koinið frarn á nótt.“ Morgunblaðið: „Framfara- mál tafið með breytingartil- lögum á síðustu stundu.“ Kemur þar fram mikil óánægja útaf breytingartillögunum og telur blaðið þær hafa verið „um hin óskyldustu atriði.“ Þá er vikið að ræðu iðnaðar- málaráðherra og segir svo í niðurlagi greinarinnar, um ræðu hans: „Einnig minntist hann á þá tillögu, að iðnskól- ar allir yrðu dagskólar. Slíkt mjTndi hafa mikinn kostnað í för með sér. iðnnemar gætu þá ekki starfað sem lærlingar við iðn sína, heldur yrði skól- inn að sjá þeim fjTrir verklegri kennslu. Væri slíkt bæði kostn- aðarsamt og óhentugt á marg- an hátt.“ Það verður að teljast furðu- legt að iðnaðarmálaráðherra landsins skuli láta slíka firru frá sér fara. Ráðherrann veit sem sagt ekki, að síðan 1946 hefur kennsla í 1. og 2. bekk Iðnskólans í Reykjavík ein- göngu farið fram að deginum þeir eiga von, ef slíkir menn fá að ráða þeirra málum. Einar Olgeirsson dregur til baka tillögur sínar. I byrjun síðustu umræðu í neðri deild tók Einar Olgéirs- son til máls og kvaðst taka til baka tillögur sínar, þar sem við síðustu umræðu hefðu komið fram breytingartillög- ur er gengju inn á meginatriðí sinna tillagna og meiri líkur væru fyrir því að þær næðu fram að ganga, þar sem á bak við þær stæði meirihluti iðn- aðarnefndar. Endurtók hann í fræðslulöggjöf þeirri er nú gildir, og sett var að frumkvæði Brynjólfs Bjarnasonar, er gert ráð fyrir stórauknu verklegu námi við gagnfræða- og héraðsskóia, miðað við það sem áður var. Felur það í sér mikla framför; en aðeins fullkomnir iðn- skólar geta þó hafið verkmemiingn þjóðarinnar á nógu hátt stig og svarað þeim kröfuin sem gerðar eru í dag til íslenzks iðnaðar. — Mjndin er frá verknámsskóla gagnfræðastigsins í Reykjavík. og iðnnemarnir eru eftir sem áður lærlingar við iðn sína, þótt þeir vinni ekki hjá meist- ara meðan á skólatíma stend- ur. Og hvers vegna má skólinn ekki sjá nemendunum fyrir einhverri verklegri kennslu jafnhliða bóknámi að deginum til, þar sem það er vitað mál að hjá mörgum meisturum verða iðnnemar eigi aðnjót- andi nema lítils hluta þeirrar fræðslu er þeir eiga heimtingu á að fá? Og það er svo kostn- aðarsamt að hafa dagskóla!!! — Það er slæmt að sjálfur iðnaðarmálaráðherrann skuli eigi vera betur að sér í sinni grein. Þær minnstu ljröfur sem gera verður til manns í slíkri stöðu, er að hann fylgist með því helzta sem gerist innan hans eigin athafnahrings og að dómgreind hans sé eigi langt fyrir neðan meðallag. En þetta virðist því miður alltof fátítt hjá okkar ráð- herrum, og ef dæma má eftir því sem Þórbergur segir um ráðherrana í Bréfi til Láru, fyrir um það bil aldarfjórð- ungi, virðast þeir hafa tekið litlum framförum síðan, þrá.tt fyrir miklar framfarir á öðr- um sviðum. —En sem sagt: iðnnemárhir vita á hverju ummæli sín frá fyrri umræðu, að hann væri reiðubúinn að fylgja hverju því, er fram kæmi og til bóta mætti verða á frumvarpi þessu. Það er erfitt að standa. gegn íhaldinu — Eggert og Skúli falla frá tillög- um sínum. Eftir að Einar hafði gefið„ yfirlýsingu sína, tók Gunnar Thoroddsen til máls og bar fram breytingartillögu frá iðn- aðarnefnd. Aðalinntak hennar var þetta: „Iðnskólar og iðn- námsdeildir gagnfræðaskóla skulu vera dagskólar. Þó má nokkuð af kennslunni fara fram að kvöldinu, þar sem húsnæðisskilyrði og kennslu- kraftur gera það nauðsyn- legt.“ Kvað Gunnar tillögur meirihluta nefndarinnar hafa verið bornar undir Landsam- band iðnaðarmanna og skóla- nefnd iðnskólans. Hefði það verið álit þessara aðila, að ekki væri tiltækilegt, að svo stöddu, að hafa í frumvarpi þessu á- kvæði um verklega kennslu í iðnskólunum, Hinsvegar hefðrn þessir aðilar fallizt á þá breyt- ingu að gera iðnskólana að dagskólum, þar sem húsnæði Frambald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.