Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1955, Blaðsíða 1
VILIINN Miðvikudagur 30. marz 1955 — 20. árgangur — 74. tölublað ALÞÝÐUSAMBANDIÐ 0G FULLTRÚARADK> SKIPULEGGJA FJÁRSÖFNUN TIL VERKFALLSMANNA: Allir fyrir einn ojí einn fyrir alla Sýnum verkfallsmönnum þegar í stað,að þeir eiga vísan stuðning allr- ar alþýðu landsins, hversu lengi sem þeir þurfa að heyja verkfall sit! Alþýðusamband íslands og Fulltrúaráð verkalýðs- íélaganna í Reykjavík hafa sett á stofn nefnd til þess að standa fyrir almennri fjársöfnun til styrkt- ar verkfallsmönnum. Póstmannafélag- ið leggur fram 2000 kr. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fu'ndi Póst- mannafélags íslands í gær- kvöld. „Aðalfundur Póstmannafé- Iags íslands samþykkir að leggja krónur 2000 í fjár- söfnun Alþýðusambands Is- lands og Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Keyltjavík og skorar jafnframt á alla félagsmenn Póstmannafélags Islands J Reykjavík að leggja fram til þessarar f jár- söfnunar sem svarar einum daglaunum hver.“ í nefndinni eiga sæti: Eggert Þoi’bjarnason, Óskar Hall- grímsson og Sigríöur Hannesdóttir, sem er formaður nefndarinnar. Afgi-eiðsla söfnunaxinnar er í skrifstofu Fulltrúaráðs vei"kalyösfélaganna að Hverfisgötu 21, og er hún opin daglega kl. 10—12 og 4—6. Sími er 6438. Starfsmaöur nefndarinnar er Steingrímur Aöalsteins- son. Avarp Álpýðusarriband íslands og Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík hafa ákveðið að efna til fjársöfnunar um land allt til styrktar verkfallsmönnum og falið okkur und- rituðum að veita henni forstöðu. Við viljum beina athygli allrar alpýðu manna að nauð- syn pess, að verkfallsmenn geti haldið út í verkfallinu eins lengi og nauðsyn krefur. Málstaður verkfallsmanna, barátta peirra fyrir bættum kjörum sínum, er málstaður allra annarra launpega í landinu, málstaður allra peirra íslendinga, sem vilja unna peim, er verðmætin skapa, mannsœmandi lífskjara. Á pví leikur enginn vafi, að peir hagsmunaávinningar, sem verkfallsmenn berjast fyrir, muni falla annarri al- pý&u manna í skaut. Af pessum ástæðum beinum við peim tilmœlum til allra annarra verkalýðsfélaga og launpegasamtaka, allra vel- unnara verkalýðsins að rétta verkfallsmönnum hjálpar- hönd í verki með almennri myndarlegri fjársöfnun allan pann tíma, sem verkfallið kann að standa. Kjörorð okkar í þessari söfnun er hin sígilda regla verkalýðssamtakanna: Einn fyrir alla og allir fyrir eínn. Sýnum verkfallsmönnum þegar í stað. að þeir eiga vísan sluðning allrar alþýðu landsins. hversu lengi sem þeir þurfa að heyja verkfall sitt. Sigríður Hannesdóttir Óskar Hallgrímsson Eggert Þorbjarnarson Eixthuga geta þjóðirnar komið x veg fyrir kjarnorkustyrjöld Söfnun undirskrifta að ávarpi gegn undirMningi kjarnorkustyr jaldar þegar haf in Kristinn E. Andrésson segir frá niðurstöðum fundar framkvæmdanefndar Heimsfriðarráðsins í Vín Úti í Evi’ópu, um gervallan heim, er hindrun kjarnorku- styrjaldar, stöðvun vetnissprengjutilrauna og vígbúnað- aræöis orðið mál málanna sem varöar líf hverrar þjóöar, hvers manns. Vísindamenn hver af öðrum birta viövaranir til jaröarbúa. Samvizka mannkynsins rís gegn hugmynd- inni um tortímingu í kjai’noi’kustyrjöld. Þannig fórust Kristni E. And- réssyni orð í gser, er hann ræddi við fréttamenn og skýrði þeim frá helztu störfum og niðurstöð- um fundar framkvæmdanefndar Heimsfriðarráðsins, sem stóð yf- ir í Vín dagana 11. til 14. þessa mánaðar. Kristni var boðið að sitja fund þennan og er nýkom- inn heim til íslands aftur. • Fulltrúar frá flestum löndum heims Tvö mál voru á dagskrá fund- arins í Vínarborg: 1. Undirskriftasöfnun að á- varpi Heimsfriðarráðsins frá 19. jan. þar sem þess er krafizt að kjarnorkuvopn séu eyðilögð og framleiðsla þeirra bönnuð. 2. Undirbúningur að alþjóða- þingi friðarsinna í Helsinki 22. maí n.k. sem Heimsfriðarráðið boðaði til á fundi sínum í Stokk- hólmi í haust. Mættir voru á fundinum full- trúar úr flestum löndum heims, og stóðu umræður í fulla þrjá daga. I • Kjamorkuvopnum sé útrýmt undir ströngu eftirliti Niðurstöður voru á þessa leið: Bráð hætta af kjarnorkustyrj- öld vofir nú yfir löndum jarðar, yfir hverju heimili og hverjum einstaklingi. í stað þess að kjarnorkan sé tekin í þjónustu mannkynsins er hrúgað upp birgðum hræðilegustu vopna. Forráðamenn þjóða hóta því op- inskátt að beita kjamorkuvopn- um. Reynt er að réttlæta það að þessum hræðilegu vopnum sé beitt og fá menn til að líta svo á að þau séu trygging fyrir friði, enda þótt þau stórauki árásar- hættuna og geti ekki búið mann- kyninu annað en dauða og tor- tímingu. Kristinn E. Andrésson Hins vegar hafa verjendur friðarins bjargfasta trú á því að þjóðirnar geti komið i veg fyrir kjarnorkustyrjöld með því að rísa einhuga gegn Framhald á 3. síðu. Tillaga Guðmundar Vigíússonar samþykkt í bæjarráði: Dtsvör verða ekki krafin við úffaorgun til verkfallsmanna umjnánaðamótin Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti í gær eftirfarandi tillögu frá Guðmundi Vigfússyni: „Bæjarráð ákveður að fella niður útsvarsinnheimtu nú um mámaðamótin af launum þess fólks er á í vmnudeilunni“. Með þessari ákvörðun bæjar- ráðs á það að vera tryggt að ekki verði af hálfu Reykjavíkur- bæjar skert laun bess mánað- arkaupsfólks er fær nú um mán- aðamótin greidd laun sín fyrir fyrri hluta rnarzmánaðar, þ. e. fram að vinnustöðvuninni. Hefði slíkt líka verið óhæfa þar sem rúmlega hálfsmánaðar kaup er að ræða og fólkið búið að vera um tvær vikur í verkfalli. Sömu kröfu ber að sjálfsögðu að gera til skattheimtu ríkis- sjóðs. Það væri óverjandi að taka nú af launum verkfalls- manna upp í ógreidda ríkis- skatta. För ftaal» ákveðin Ríkisstjórn Austurríkis á- kvað í gær að Raab forsætis- ráðherra skyldi taka boði Sov- étstjórnarinnar um að koma til Moskva að ræða friðarsamn- inga við Austurríki. Leggur Raab af stað 11. apríl ásamt þrem öðrum ráðherrum. Ávarp gegn undirbúningi kjarnorkustyrialdar Ákveðnar ríldsstjórnir búast nú til að hleypa af stað kjarnorkustyrjöld. Þær leitast við að sannfæra almenning um að liún sé óhjákvæmileg. Beiting kjarnorkuvopna mundi leiða af sér allsherj- ar eyðingu í styrjöld. Vér lýsum yfir því, að liver sú ríkisstjórn, sem byrjar kjarnorkustríð, lilýtur að fyrirgera trausti þjóðar sinnar og kalla yfir sig fordæmingu allra annarra þjóða. Vér munum nú og framvegis standa í gegn þeim sem undirbúa kjarnorkustríð. V7ér kref jumst þess að birgðir kjarnorkuvopna í öllum löndum verði eyðilagðar og framleiðsla þeirra nú þeg- ar stöðvuð. Vín 19. jan. 1955.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.