Þjóðviljinn - 30.03.1955, Side 7

Þjóðviljinn - 30.03.1955, Side 7
Miðvikudagur 30. marz 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (? Það er vHlukerming og vitleysa að gengi íslenzkrar krónu þurfi að lækka þó kaupgjald hækki Þegar ráðamenn Sjálístæðisílokksins og Framsóknar íiamkvæma gengislækkun og hóta nýjum gengislækkunum eí verkamenn á íslandi hækka kaup sitt, eru þeir að fram- kvæma þá stefnu í efnahagsmálum, sem hin- ir bandarísku húsbændur þeirra. flokka hafa fyrirskipað. ★ í þingræðukafla þeim, sem hér er birt- ur, sýnir Einar Olgeirsson að kenningarnar um gengislækkun sem afleiðingu af kaup- hækkun, eru ekki á rökum reistar. Hann legg- ur áherzlu á, hvernig mikil útflutningsfram- íeiðsla. og skynsamleg stjórn innflutnings og fjárfestingar leggur traustan grunn að gengi gjaldeyrisins, en einmitt bandaríska stefnan í efnahagsmálum, stefnan sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsókn hafa fylgt og fylgja, veikir þennan grundvöll. -<s> Eitt mál kemur hvað eftir eftir annað inn í umræðurnar um kaupgjaldsmálin. Það er mál sem hæstv. forsætisráð- ráðherra alveg sérstaklega hefur komið með hvað eftir annað. Það er vandamálið um gjaldeyrinn og gengi íslenzku krónunnar. Það fyrsta, sem við eigum að rannsaka í þeim efnum, er: Hlýtur gengi íslenzku krón- unnar að falla, ef laun verka- manna eru hækkuð ? Við verð- um að reyna að kryfja það til mergjar í þessu sambandi, á hverju íslenzkur gjaldeyrir byggist og gengi hans og hvemig verður hann bezt tryggður? Hótanir um gengis- lækkun Það hefur verið talað mik- ið um hótanir ,_í þessu efni. Um hótanir, m.a. frá hæstv. forsætisráðherra, og sagt að hann hafi verið með hótanir um að lækka gengið, ef kaup yrði hækkað. Slík hótun er ekki upphaflega frá hæstv. forsætisráðherra. Slík hótun er upprunalega fram komin frá allt öðrum og jafnvel vold- ugri aðilum. Hún kom fram í frv. til laga um gengis- skráningu, launabreytingar, stóreignaskatt, framleiðslu- gjöld ofl. sem lagt var fyrir Alþ. 1950. I annarri gr. þess frv. eins og það var lagt fyrir, var svohljóðandi ákvæði (í fyrstu greininni er það ákveð- ið hvernig-gengið skuli vera.) Þar stendur, í síðari máls- greininni: „Landsbanka Is- lands er skylt að taka sér- staklega til athugunar geng- isskráningu íslenzkrar krónu, þegar almenn breyting verð- ur á kaupgjaldi, önnur en sú, sem kveðið er á um í þessum lögum. Skal bankinn, svo fljótt sem kostur er, gera ríkis- stjórninnni grein fyrir niður- stöðum sínum“. Þarna kom fyrsta hótunin fram um að tengja gengi ís- lenzks gjaldeyrir við launa- breytingar innan lands. Þetta frv. var samið af amerískum sérfræðingi. Það var sent til þáverandi rikisstjórnar frá Ameríku með dr. Benjamíni Eiríkssyni, og þessi grein sýndi vilja Alþjóðabankans, (Efnahagsstofnunarinnar og þeirra aðilja, sem um þetta höfðu fjallað. Hún sýndi vilja þeirra til að tengja gengi ís- lenzks gjaldeyris við laun verkamanna á íslandi. Þarna var hótunin beint sett fram. Þarna átti að taka valdið af Alþingi að ákveða gengið, flytja það yfir í Landsbankann og fyrirskipa Landsbankastjórninnni að taka það til endurskoðunar í hvert skipti, sem launabreyt- ing yrði hér heima. Bandarísk íyrirskipun Með öðrum orðum: Am- eríska auðvaldið, sem á bak við þetta stóð, gerði kröfu til þess, að svo framarlega sem íslenzkir verkamenn hækkuðu kaup sitt, þá skyldi gengi ís- lenzkrar krónu verða Iækkað. Og þetta ameriska auðvald, sem gerði þessa kröfu í þessu frv. þá, það var það sama auðvald, sem var að búa sig undir að verða stærsti at- vinnurekandi hér á íslandi. Það sama auðvald, sem var þá orðið, og er enn, stærsti viðskiptaaðili íslands. Þessi aðili hafði annars vegar sem komandi atvinnurekandi mesta hagsmuni af þvi, að halda niðri kaupgjaldi íslenzkra verkamanna og lækka gengi íslenzku krónunnar, og var um leið sá aðili, sem selur mikið til íslands, og hafði því mestu hagsmuni af þvi, að íslenzka krónan væri sem lægst, en dollarinn sem hæst- ur. Þarna koma í fyrsta skipti fram þessar hótanir, sem síð- an er oft verið að tala um. Bandarískir hagsmunir Þá var verið að taka upp þá efnahagspólitík á íslandi, sem efnahagssamvinnan svo- kallaða, Marshallsamvinnan, hefur byggzt á. Þá var verið að byrja á að framkvæma þá stefnu, en einkenni hennar voru: Burt með allar hömlur á auðsöfnun einkaaðilanna! Burt með allar hömlur á aúð- söfnun auðmannanna, frjálsa braut fyrir gróðaþorstann. En um leið, engar kauphækkanir hjá verkamönnum. Og svo framarlega, sem átti að verða kauphækkun hjá verkamönn- um, þá átti að svara með gengislækkun. Þessi grein, sem Ameríkan- arnir höfðu sett inn í gengis- lækkunarfrv. komst ekki í gegn hér á Alþingi. — Al- þingi vildi ekki algjörlega missa valdið yfir gengisskrán- ingunni. En er þessi forsenda, sem þama var byggt á, og sem nú kemur stundum fram enn, rétt? Er það rétt að gengi ís- lenzku krónunnar verði að falla, ef kaupgjaldið hækkar? Á hverju byggist gengið? Þetta er rangt. — Á hverju byggist gengi íslenzks gjald- eyris? Það byggist á því, að afköst framleiðslunnar séu mikil. Alveg sérstaklega fram- leiðslunnar fyrir útflutning- inn. Það byggist á því, hve mikið við framleiðum til ,,út- flutnings og hvaða verð við fáum fyrir þær afurðir sem við flytjum út. Og það bygg- ist á því, hvaða hóf og hvaða hagsýni þau máttarvöld, sem stjórna innflutningnum til landsins, sýna í innkaupum sínum fyrir þjóðina. Með öðrum orðum: Hér á okkar landi eru þess vegna aukin afköst í sjávarútvegin- um, það er margir togarar og fleiri togarar, margir vélbát- ar og fleiri vélbátar, hrað- frystihús og fleiri hraðfrysti- hús, höfuðundirstaðan undir öruggum gjaldeyri og undir velmegun almennings. Hitt spursmálið, hvernig verkamenn og auðmenn eða aðrir aðilar innanlands skipta andvirði hinnar seldu vöru á milli sín, það er algert inn- anlandsmál sem hefur engin bein áhrif á gengi krónunn- ar. Þetta er hlutur, sem við verðum að gera okkur ljósan, og þetta er hlutur, sem mér finnst satt að segja liggja alveg hreint í augum uppi. Þótt við rækjum allan okkar útflutning án þess að hafa t.d. nokkra auðmenn í land- inu, að verkamenn ættu allt saman sjálfir og rækju það með samvinnusniði, þjóðnýt- ingu eða hvernig sem þeir vildu, það væri vel mögulegt. Það væri líka mögulegt fyrir auðmennina, ef þeir væru sterkir, að halda niðri kaupi verkalýðsins og hafa það mjög lágt, þó verðið á út- flutningsafurðunum, magnið sem flutt er út og annað slíkt, það væri hið sama, allt eftir því, hvers konar efna- hagspólitík væri rekin. Skipting arðsins innan- landsmál Það, hvernig verkamenn og auðmenn skipta á milli sín af- rakstrinum af vinnunni, það er innanlandsmál. Það er mál, sem við gerum upp hér okkar á milli. En gjaldeyrisframleiðsla og gengi krónu byggist á því, að við aukum útflutning okkar nógu mikið, að við einbeitum okkur að því að geta fram- leitt til útflutnings, að við höfum afköstin þar sem mest, að við högum okkur skyn- samlega í innflutningnum og að við getum um leið sem allra skynsamlegast hvað vinnuafl snertir og tæki fram- leitt hér innanlands það sem eðlilegast er að hér sé fram- leitt. Eðlilegast frá sjónarmiði þjóðarbúskaparins, ekki endi- lega alltaf gróðavænlegast frá sjónarmiði eins einstaklings. Þegar við tölum um að und- irbyggja gengi íslenzku krón- unnar, þá hefur það mikla þýðingu fyrir okkur, hvort við hindrum t.d. að verði verk- fall eða verkbann í heilan mánuð. Við vitum að t.d. á vertíðinni, þá framleiðum við a.m.k. fyrir 3 millj. kr. á dag eða meira. Á heilum mánuði getum við tapað 90-100 millj. kr., ef við stöndum í allsherj- ar verkföllum og verkbönn- um. En þó að við hækkuðum kaupgjaldið innanlands um 100 millj. kr. til verkamanna, án þess að nokkur verkföll yrðu, þá gæti þjóðin staðið síg við það, en hitt væri beint tjóri fyrir hana. Ef framleiðsl- an fellur niður hjá okkur, ef atvinnutækin stöðvast um lengri tíma, við skulum segja eins og var núna í Vestmanna- eyjum í vetur, rýrir það gjald- eyri okkar, þá falla burtu kannski 25, kannski 30 millj. kr., sem við gátum framleitt í útlendum gjaldeyri, það veikir islenzku krónuna. Hitt ekki, þótt þessar 25-30 millj. kr. hefðu farið til íslenzkra verkamanna sem aukið kaup- gjald. Kaupið, gengið og út- ílutningsframleiðslan Ef við ræðum þetta.af ein- hverju viti og sanngirni, þá hljótum við að geta komið okkur niður á þetta, og þá kemur það í ljós, að það er hrein villukenning og vitleysa, að kaupgjaíd íslenzkra verka- manna og gengi íslenzku krón- unnar þurfi að breytast sam- an eða fara saman. Við verðum að geta gert okkur grein fyrir því hver er grundvöllurinn, sem við byggj- um okkar íslenzka gjaldeyri Á. Til þess að vernda gjald- eyrinn, til þess, eins og hæstv. forsætisráðherra komst að orði, að slá skjaldborg um ís- lenzku krónuna og tryggja um leið hagsmuni íslenzks al- mennings, þá þurfum við að efla útgerðina, auka sjávarút- veginn, fjölga togurunum og vélbátunum, samtímis því sem við eflum aðrar heilbrigðar atvinnugreinar, og þetta hlýt- ur að vera verkefni hverrar góðrar ríkisstj. að tryggja, að fjármunir þjóðarinnar séu fyrst og fremst festir í því, sem þjóðarþarfir heimta. Rik- isstjórn sem ætlar að undir- byggja jafnt gengi krónunn- ar og velferð landsmanna, húra hlýtur þess vegna að haga efnahagsmálum þjóðarinnar þannig, að menn hafi áliuga og helzt líka hag af því að leggja fé í togara, í vélbáta,, í hraðfrystihús og annað, sem þjóðinni er nauðsyn á, en síður í annað, sem henni er ekki eins mikil þörf á. Hvernig hafa nú þær ríkis- stjórnir sem setið hafa að völdum á síðustu árum rækt þessa skyldu hverrar góðrar ríkisst jórnar ? Hæstv. f jármálaráðherra og hæstvirtur dómsmálaráðherra sögðu báðir, að aldrei lrefði meiri fjárfesting farið fram en nú á þessum síðustu árum, sem sérstaklega hafa mark- azt af þeirra samvinnu og þeirra sameiginlegu áhrifum í íslenzkri pólitík. Eíling sjávarútvegsins En það er ekki sama í hverju fjárfestingin fer fram,. Það er ekki nóg, að það sé mikil fjárfesting. Það er ekki sama hvort fest er fé í millj- ónabirgðum af óseljanlegum gæjabindum eða einhverjum tízkuvörum eða hvort það er fest í togurum. Það er ekki sama, hvort fé er fest í þvl að útbúa fína bara hérna í í Reykjavík, sem kostar e.t.v. i/2 millj. kr. að innrétta eða slíkt, eða hvort það er fest í vélbátum. Það er ekki sama hvort fé er fest í lúxusbílum eða hvort það er fest í hrað- frystihúsum. Vitlaus fjárfestingar- pólitík Síðustu 6-7 árin, þá hefur það verið pólitík þeirra rík- isstjórna, sem hafa setið að völdum á íslandi að gefa hamslausri gróðalöngun ein- stakra manna lausan taum- inn á efnahagssviðinu, og láta þessa gróðalöngun ráða fjár- festingunni að mestu leyti, en þjóðfélagslegu viti og fyr- irhyggju um þjóðarþarfir hef- ur ekki verið leyft að komast að nema í hverfandi litlum mæli. í þessi 6-7 ár hefur efna- hagslíf okkar og alveg sér- staklega útflutningurinn þess vegna byggzt á þeim fram- leiðslutækjum, togurum, vél- bátum, hraðbrystihúsum og öðru slíku, sem keypt .vorm á árunum 1944-48, og af þeim máttarvöldum verzlunarauð- Framhald á 10. síða.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.