Þjóðviljinn - 02.04.1955, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.04.1955, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 2. apríl 1955 Fimmtugur í dag: Bogi Jóbmesson, sntarameistarí 1 dag á vinsæll iðnaðarmaður hér í bæ, Bogi Jóhannesson, sút- arameistari, fimmtugsafmæli. 1 því tilefni leyfi ég mér hér með að rita eftirfarandi Hnur um þann heiðursmann. Ungur hóf Bogi Jóhannesson iðnnám hjá hinum þekkta sútara, Bergi Einarssyni, og lauk sveins- prófi í sútun 30. maí 1924, og var þá fyrsti sveinninn sem útskrif- aðist í iðninni. * Aðeins rúmu ári síðar, eða 1. okt. 1925, þá aðeins 20. ára gamall, hóf Bogi sinn eigin atvinnurekst- ur og hefur nú rekið fyi-irtækið fast að 30 árum. En það mun þá hafa verið annað fyrirtækið sinn- ar tegundar hér í bæ. (Fyrirtæki Jóns Brynjólfssonar mun einnig hafa verið stofnsett um likt leyti). 1 þau hartnær 30 ár sem Bogi hefur rekið fyrirtækið mun rekst- ur , sútunarverkstæðis ekki ávallt hafa verið leikur einn, og kreppur tímans skilað sjóhnútum sínum á kinnunginn, en góður stýrimaður stýrir í gegnum brim og boða og skilár öllu heilu á húfi í höfn, því Bogi hefur höfuðkosti sins kynstofns, „þéttur á velli og þétt- Ur í lund, þrautgóður á rauna- stund". Þess vegna er fyrirtækið í dag eitt vinsælasta sinnar teg- undar. Og vilji ungir iðnaðarmenn verja iðnaðarmannsheiður sinn fyrir áföilum væri þeim hollt að hugsa til Boga Jóhannessonar; hjá honum hefur vandvirknin og heiður iðnað.ar hans ávallt skipa.ð fyrsta sæti. (Gott dæmi um vin- sældir hans sem yfirmanns er það að einn af starfsmönnum hans hefur starfað hjá honum samf'eytt í 28 ár). Gott dæmi er eftirfar- andi; Aðgætinn bankastjóri hér í bæ sagði eitt sinn eftir vanga- veltur um kaup á víxli: Mér er eiginlega ómögulegt annað eh kaupa vixil með nafni Boga Jó- hannessonar því ég kynntist hon- um ungum sem afburða dugnaðar- og heiðursmanni. Bogi er fæddur 2. apríl 1905; Foreldrar hans voru heiðurshjónin frú Guðriður Helgadóttir og séra Jóhannes L. Lýnge Jóhannes- son, landsfrægur kenni- og mál- vísindamaður. Giftur er Bogi Guðríði Jónsdóttir Jóns dýralækn- is frá GuUberastöðum í Borgar- firði, er hefur búið honum fagurt heimjji. Um leið og ég óska afmælis- barninu og konu hans til ham- ingju með þennan merkisdag í lífi þeirra beggja óska ég honum | einnig farsældar og lífshamingju á komandi árum. Og ég er þesS fullviss að vinir hans munu ekki , súta það“ að gera gestkvæmt á heimili hans í dag og njóta þar eins og að venju óvenjulegrar gestrisni. Þorsteinn I.öve. □ 1 dag er laugardagurlnn 2. apríl. Theodosius. — 92. dagur árs- ins. — Hefst 24. vika vetrar. — Ttmgl í hásuðri klukkan 21,15. — Árdegisháflæði klukkan 1.34. Síð- degisháflæði klukkan 14.10. Gátan Hver er sú kona, kennd við hljóðfæri, er árlega kemur í orlof sitt hingað? Syni þrjátíu af sér hún fæðir, einnig líka eins margar dætur, balstýrug reynast börn hennar stundum, fagna þó ailir fýrrnefndu vífi. Háðning siðustu gátu: — BANDIRJÚPA. lyfjabúðib Holts Apðtek | Kvöldvarzla tll rjy | ki. 8 alla daga Apðtek Austur- | nema laugar- bæjar daga til kl. 4. Gen"isskráning: íaupgengi 1 sterlingspund ..... 40,56 ki 1 Bandarikjadollar .. 16,28 — 1 Kanadadollar ...... 16,26 — 100 danakar krónur .... 236.60 - 100 norBkar krónur .... 227,76 — 100 sænskar krónur .... 814,45 — 100 finnsk mörk ...... 000 fransklr frankar .. 46,48 — 100 belgískir frankar .. 32,65 — 100 avissneskir frankar . 873,30 — 100 gyllini ......... 429,70 - 100 tékkneskar krónur . 226,72 — 100 vestur-þýzk mörk .. 387,40 — 000 lírur ............. 26,04 - Gengisskráning (sölugengi) l sterlingspund ........... I bandarískur dollar .... t Kanada-dollar ........ 100 danskar krónur ......... 100 norskar krónur ........ 100 sænskar krónur ........ 100 finnsk mörk ........... 1000 franskir frankar...... } 100 belgísklr frankar .... 100 svlssneskir frankar .. 45.70 16.32 16.90 236.30 228.50 315.50 7.09 46.63 32.75 374.50 Félagar f 23. ágóst — vináttutengslum Islands og Rúm- eníu og aðrir áhugamenn um menningarmál: Athugið að í Bóka búð KRON og Bókabúð Máls og menningar fást nú blöð, timárit og bæklingar á ensku um rúm- ensk máléfni. Nefnum'þar meðal annars litmyndatímaritið People’s Rumania og ;þókmenntatímaritið Rumanian Review’s. Tímaritið Birtingur fæst hjá útgefendum, en þeir eru: Einar Bragi, Smiðjústíg 5; Geir Kristjánssön, Þingholtsstræti 8; Hannes Sigfússon, Garðastræti 16; Hörður Ágústsson, Laugavegi 135; Jón Óskar, Blönduhlíð 4; Thor Vilhjálmsson, Klapparstíg 26. 1— Andersens-hátíð í kvöld í sambandi við H. C. Andersens- hátíðina í Sjálfstæðishúsinu i kvö'.d skal þess getið að aðgöngu- miðar eru seldir hjá Eymundsson til klukkan 1, en frá klukkan 2 í Sjálfstæðishúsinu. Næturvarzla er í Ingólfsapóteki, sími 1330. Kvenfélag Bústaðasóknar hefur kaffisölu í Breiðfirðingabúð á morgun. 1 dag verða gefin saman í hjóna- band í Danmork ungfrú Jórrbjörg Gísladóttir, lyfja- fræðingur frá Hafnarfirði, og Erik Larsen, lyfja- fræðingur. Heimili brúðhjónanna verðut- að Kammerádensvej 23, Hörsholm. í dag verða gefin saman i hjóna- band ungfrú Ragnhildur Þor- björnsdóttir, Drápuhlíð 21, og Bragi Geirdal, rafvirki. Krossgáta nr. 618 Lárétt: 1 líkamspartur 3 nafn 7 mjólkurmat 9 fleytu 10 végg 11 skst 13 kyrrð 15 töluorð 17 dýrs 19 skst 20 bleyta 21 tónn. Lóðrétt: 1 botnvörpungar 2 kven- nafn 4 fyrstir 5 gangur 6 taka niðri 9 kristni 12 trjátegund 14 kalla 16 fljót í Egyptalandi 18 keyr. Lausn á nr. 617 Lárétt: 1 Baldvin 6 lóa 7 of 9 ek 10 tak 11 eik 12 nr. 14 rr 15 ópa 17 rakstur. Lóðrétt: 1 brotnar 2 11 3 dós 4 VA 5 nokkrir 8 far 9 eir 13 óps 15 ók 16 at. Messur á morgun Hallgrímskirkja Messa kl. 11 árdegis. Lítanía sung- in. Séra Jakob Jónsspn. Barna- guðsþjónusta klukkan 1.30 e.h. Sr. Jakob Jónsson. Siðdegismessa kl. 5. Séra -Sigurjón Þ. Árnagon. Háteigsprestakall Messa í hátíðasal Sjómannaskól- ans kl. 2. Barnasamkoma kl. 10.30 árdegis. Séra Jón Þorvarðsson. Nesprestakall Messa í Kapellu Háskólans kl. 11 árdegis. Séra Jón Thorarensen. Laugarneskirkja Messa kl. 2 eftir hádegi. (Tekið á móti gjöfum til kristniboðs). Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 árdeg- is. Séra Garðar Svavarsson. pómkirkjan Messa kl. 11 árdegis. Séra Óskar J. Þorláksson. Siðdegismessa kl. 5. Séra Jón Auðutis. Barnamessa kl. 2. Séra Jón Auðuns. Bústaðaprestakall Barnasamkoma í Háagerðisskóla kl. 10.30 árdegis á pálmasunnu- dag. Séra Gunnar Árnason. Heimilisritið hefur borizt, apríl-hefti árgangsins. — Á forsíðu flytur< rit- ið mynd af hínum kunnu Öskubusk- urn, síðan smásöguna Tryggða- steinninn, eftir Val Vestan. Siðan koma nokkrar þýddar sögur og sagnir. 1 þættinum Fræðsluefni er birt niðurlag bókarinnar Illir andar, lyf og læknar; í þættinum Ýmislegt eru svo danslagatextar, bridgeþáttur, krossgáta og fleira Athugasemd I nokkrum dagblöðum bæjar- ins hefur mín verið lítilsháttar getið í sambandi við stutta ræðu sem ég hélt á foreldra- fundi Laugarnesskólans nú ný- verið. Efnislega er rétt skýrt frá ummælum minum, en hins- vegar gengið framhjá þeirri lausn vandamálanna í skóla- málum úthverfanna er ég hélt þarna fram. ;En það er: fjölg- un skóla , í úthverfunum. Það mál má telja svo aðkallandi að ekki verði hjá því komizt að bæta aðstöðu barnanna og heimilanna í því mikla menn- ingarmáli sem barnafræðslan er. Þar sem þessarar ræðu var getið í blöðum, en gengið fram- hjá þessari sjálfsögðu úrlausn, þykir mér rétt að tillögur mín- ar komi opinberlega fram, enda lagði ég á þetta megináherzlu og beindi því til fræðslumála- stjóra og annarra skólamanna er þarna voru staddir. Reykjavík 1. apríl 1955. Kristján Hjaltason. ' / \i varp. ir’ Hádegisút- varp. 12.50 Óska- H \ lög sjúklinga (Ingi j \ \ björg Þorbergs).— 13.45 Heimilisþáttur (Frú Elsa Guðjónsson). 15.30 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið éfni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: Ennþá gerast ævintýri eftir Óskar Aðalstein; I. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Úr hljómleikasalnum pl.: a) La Pro- cession Nocturne op. 6 eftir Henri Rabaud (Fílharmoniska hljómsv. 5 Néw York leikur; D. Mitropoulos stjórnar), b) Jussi Björling og Ro- bert Merrill syngja dúetta úr ó- þerúm. c) Mantovani og hljómsv. hans leika vinsæj klassísk lög. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Dagskrá til minningar um 150 ára afmæli ævintýraskáldsins H. C. Andfersens: á) Erindi (Dr. theol. Bjarni Jónsson). b) Ein- söngur (Þuríður Pálsdótitr). c) Upp’estur (Lárus Pálsson leikari). d) Tónlist samin um verk ská'ds- ins, — o. fi. 22.00 Fréttir og veð- urfregnir — 22.10 Passíusálmur (44). 22.20 Danslög pl. — 24.00 Dagskrárlok. Flokkurinii 1. ársfjórðungur féll í gjald- dag@ 1. janúar. Greiðið flokks- gjöld ykkar skilvíslega í skrif- stofu flokksins. skAkin ABCDEFGH Botvinnik — Smisloff 8. Bo4—e2. Þetta er betra en Bd3, því þá kæmi c7—c5, dxc5, Rb8—-d7 og svartur hótar að vinna mann. 8. . . . Rb8—dl 9. a2—a4 b5—M ABCDEFGH litli Kláus og stóri Kláus Ævintýri eftir H. C. ANDERSEN Teikningar eftir Helge Kuhn-Nielsen 1 • Einu sinni bjuggu í þorpi nokkru tveir menn samnefndir. Báðir hétu Kláus, en annar þeirra átti fjóra hesta og hinn ekki nema einn. Til þess nú að greina þá sundur, kölluðu menn þann, sem fjóra hestana átti, stóra Rláus, en hinn lítla Kláús, sfem átti ekki nema einn he3tinn, Nú skulum við heyra, hvernig þeim farnaðist báðum, því þetta er sönn saga, s—. Liðlanga vikuna varð litli Kláus að plægja fyrir stóra Kláus og íána honum eina heslinn, 'S6m' hann átti; þar kom í móti, áð stóri Kláus hjálpaði hön- um með öllum sinura fjórum, en það var ekki neraa þinu sinni í viku +-. á;gunnudögutn. Það kynni nú að vera, að iiann litli kláus léti keyrið smella duglega yfir öliurn fiúim heStunum; það gat svo heitið, að þetta væru faans hestar á þeim eina degi. ■ .....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.