Þjóðviljinn - 02.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.04.1955, Blaðsíða 6
<a#>) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagnr 2. apríl 1955 « þlÓOVILIINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósiallstaflokkurlim. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Gruðmundsson (áb.) Préttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7600 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landlnu. — Lausasöluverð 1 kr. óintakið. Prentsmlðja Þjóðviljans h.f. Hagsmunum Reykjavíkur fórnað á altari atvinnurekendaklíkunnar Venjulega fær íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjórn Reykjavíkur að fremja skemmdarstörf sín og óþokkaverk gegn hagsmunum al- þýðunnar i bænum upp á hanabjálkanum í Eimskipafélagshús- inu við Pósthússtræti án þess að áheyrendur séu vitni að verkn- aðinum. Húsakynni bæjarstjórnarinnar og aðbúnaður allur er með þeim hætti síðan íhaldið flúði með bæjarstjórnarfundina úr Góðtemplarahúsinu eftir hinn sögulega fund 9. nóv. 1932 að fáir rúmast á áheyrendabekkjum, og séu fundimir sóttir að ein- hverju ráði verður fljótlega ólíft af völdum hitasvækju og loft- leysis á hanabjálkalofti bæjarstjómarinnar. Af þessum ástæðum má það teljast til tíðinda að fundir bæjar- stjómar séu sóttir af almenningi, hvað þá að fundarsalurinn fyllist út úr dymm og rúmi ekki þá sem vilja fylgjast með um- ræðum. Þetta gerðist á aukafundi bæjarstjórnar í fyrradag, þar sem afstaða bæjarins og stofnana hans til sérsamninga við verkalýðsfélögin í yfirstandandi vinnudeilu var til umræðu fyrir fmmkvæði minnihlutaflokkanna. Það var verkafólkið í bænum, fólkið sem á í harðvítugri deilu um káup sitt og kjör við harð- vítuga og ósvífna atvinnurekendaklíku, sem var komið á fund foæjarstjórnar sinnar til að fylgjast með umræðum og afgreiðslu þess mikilsverða máls hvort hagsmunum þess og bæjarfélags- ins yrði fórnað áfram á altari auðmannaklíkunnar sem neitar að semja við stéttarfélög þess, eða hvort bæjarstjórnin tæki þá sjálf- sögðu ákvörðun að semja strax á sama gmndvelli og bæjarstjórn Hafnarf jarðar og ýmsir aðrir atvinnurekendur í Hafnarfirði hafa gert. Fulltrúar Sósialistaflokksins, Alþýðuflokksins og Þjóðvarnar- flokksins lögðu til að Reykjavík færi að dæmi Hafnarfjarðar, gerði bráðabirgðasamning við verkalýðsfélögin, þar sem gengið yrði að öllum kröfum þeirra meðan á verkfalli stendur, er breytt- ist síðar til samræmis við það sem endanlega yrði samið um við at- vinnurekendur. Með þessari stefnu væri unnt að hindra fyrirsjáan- lega stöðvun allra bæjartogaranna, koma vélbátaflotanum á veið- ar að nýju með því að Bæjarútgerðin keypti aflann, og halda áfram óhindrað allri þjónustu og framkvæmdum bæjarins, m.a. að undirbúningi nýrra byggingarsvæða sem er í hinu mesta •ofremdarástandi. Þá sýndu bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna fram á það með óvéfengjanlegum rökum hve fráleitt það er að láta bæjarfélagið sjálft standa í stríði við verkafólkið í bænum, aðeins til að þóknast fámennri en harðvítugri klíku atvinnurekenda og stór- gróðamanna. Hagur bæjarins og hagsæld almennings byggist á því að verkafólk og launþegar almennt hafi gott kaup og beri sem mest úr býtum. Allt mælir því með því að bærinn semji við verkafólkið og hætti þjónustunni við atvinnurekendavaldið. Þeir voru fáorðir, lágkúrulegir og skömmustulegir fulltrúar ihaldsins á bæjarstjórnarfundinum. En þeir neyttu síns meiri- hlutavalds til þess að hindra samninga við verkalýðsfélögin. Hver og einn einasti þeirra, allt frá kjötkaupmanninum í Borg til frúarinnar í forsetasætinu, greiddu þeir atkvæði gegn því að semja við verkalýðsfélögin og ákváðu að hér eftir sem hingað til skyldi Reykjavíkurbær og stofnanir hans standa fast við hlið stóratvinnurekenda, alveg án tillits til þess mikla tjóns sem það foakar bæjarfélaginu. Verkfallsmennirnir sem voru vitni að þessari þjónustusemi ihaldsins við forríka auðmannastétt og ósvífna atvinnurekenda- klíku, svo og önnur alþýða Reykjavíkur sem í vinnudeilunni á, hafa fengið ótvíræða yfirlýsingu um stéttareðli íhaldsins. Það lætur sig hvorki skipta hagsmuni alþýðu né bæjarfélagsins. i>jónustan við atvinnurekendur er boðorð þess, og hún skal rækt á kostnað alþýðunnar og bæjarfélagsins í heild. Slík framkoma sem þessi mun verða alþýðunni lærdómsrík og að því kemur að reikningarnir verða gerðir upp við íhaldið. Það verður gert þegar alþýðan öll stendur saman, ekki aðeins í stétt- arsamtökum sínum og um kjarabaráttuna heldur einnig á hinum þýðingarmikla vettvangi stjómmálastarfsins. Og alþýðunni mun fyrr en íhaldið og auðstéttaröflin nú grunar skiljast að hlutur hennar og réttur verður ekki örugglega tryggður fyrr en fulltrú- ar hennar sjálfrar halda um stjómvöl bæjarfélaganna og lands- iiis alls. Orslit Bevansmálsins nístandi ósigur hægrí manna i Verkamannaflokknum Þeim tóksf hvorki að fá foringja vinstri armsins rekinn né mýldan Urslitin í máli Aneurins Be- vans marka þáttaskil í sögu Verkamannaflokksins brezka. I fyrsta skipti hafa hægri mennirnir i flokksstjórn- inni beðið algeran ósigur í við- ureign sem þeir lögðu allt kapp á að vinna. Þegar Morrison, Gaitskell, Deakin og aðrir hin- ir harðsvíruðustu hægrimenn ákváðu að beita sér fyrir því að gera Bevan flokksrækan fyrir fullt og allt, datt þeim ekki annað í hug en að málið væri útkljáð um leið og þeir höfðu tekið ákvörðun sina. Hversu mjóu sem oft hefur munað á flokksþingum að þeir yrðu undir í atkvæðagreiðslum, þóttust þeir, og það ekki að á- stæðulausu, öruggir um að yf- irgnæfandi meirihluti i þing- flokki og miðstjórn myndi fylgja forsögn þeirra í þessu máli sem öðrum. Reyndin varð sú að síðastliðinn miðvikudag ákvað miðstjórnin endanlega að hafna kröfu hægrimann- anna um brottrekstur Bevans úr flokknum, Af 28 miðstjórn- armönnum voru 16 á móti brottrekstri, 10 með en -tveir sátu hjá. I IT'ftir að hægri mönnunum hafði tekizt a'ð fá Bevan vik- ið úr þingflokknum, að vísu með helmingi minni atkvæðamun en þeir höfðu búizt við, komu þeir Morrison fyrrverandi ut- anríkisráðherra og staðgengill Attlees, Gaitskell fyrrverandi fjármálaráðherra og gjaldkeri flokksins, Morgan Phillips framkvæmdastjóri flokksins, Arthur Deakin framkvæmda- stjóri Flutningaverkamanna- sambandsins, stærsta verka- lýðssambands Bretlands, og fleiri foringjar hægri manna utan og innan miðstjórnarinn- ar saman í hótelinu St. Er- win’s í Westminster. Þar var samin tillaga um brottrekstur Bevans, sem borin var fram á fundi miðstjómarinnar tveim dögum síðar. En þá gerðist það sem hægri mennina hafði sízt grunað. Flokksforinginn Attlee stakk við fótum. Hægri mennirnir voru staðráðnir í að hafa að engu mótmæli flokks- deilda og verkalýðssambanda gegn brottrekstri. En Attlee neitaði að fylgja þeim í því. Hann lagði mesta- áherzlu á að forða klofningi Verka- mannaflokksins og bar fram málamiðlunartillögu um að nefnd yrði kjörin til að ræða við Bevan áður en mál hans væri afgreitt. Þessi tillaga var samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Á miðstjórnarfund- inum sló i harða brýnu milli Attlees og Gaitskells, þess manns sem hægri armurinn teflir fram gegn Bevan að taka við flokksforustunni af Attlee, sem orðínn er 71 árs. A ð afstöðnum þessum mið- stjórnarfundi i fyrri viku voru hægri mennimir enn sig- Aneurin Bevan urvissir. Þeir ákváðu að bua svo um hnútana að sáttanefnd- in setti Bevan svo ströng og auðmýkjandi skilyrði fyrir framhaldandi vist í Verka- mannaflokknum að hann gæti með engu móti gengið að þeim. Ætlun hægri mannanna var að E r 1 e n d tlðindl krefjast þess að Bevan héti því að opna ekki sinn munn utan þings eða innan til að gagn- rýna afstöðu hægri armsins í nokkru máli. Þeir hugðust fyr- irmuna honum að halda skoð- unum sínum fram í ræðu eða riti ef þær brytu hið minnsta í bág við afstöðu flokksfor- ustunnar. Innan sáttanefndar- innar barðist Gaitskell fyrir því að Bevan yrðu settir þess- ir óaðgengilegu kostir en hon- um varð ekkert ágengt. Fyrir miðstjórnarfundinn á miðviku- daginn ræddust þeir nokkrum Clement Attlee sinnum við undir fjögur augu Attlee og Bevan. Ávöxtur þeirra viðræðna var skjal sem Bevan undirritaði og lagt var fram á miðstjórnarfundinum. ¥^ar er enginn uppgjafartónn og ekki um neitt knéfall fyrir almættx hægri armsins að ræða. Bevan lýsir skorinort yfir rétti sérhvers flokksmanns tíl að setja frþm sín sjónarmið enda þótt þau stangist við skoðanir flokksforustunnar. Jafnframt lýsir hann yfir, að hann muni að sjálfsögðu hlíta flokksaga til jafns við aðra flokksmenn. Hvað snertir sjálft tilefni brottvikningarinnar úr þingflokknum, spurningarnar á þingi til Attlees um afstöðu flokksins til beitingar kjarn- orkuvopna að fyrra bragði af hálfu Vesturveldanna, tekur Bevan ekki einn stafkrók aft- ur. Hann lætur sér nægja að biðja Attlee persónulega af- sökunar á því, ef hægt hafi verið að skilja orð sín svo að verið væri að bjóða hon- um byrginn og torvelda hon- um að veita flokknum forystu. i TTægri mennirnir voru æfir ■*•■*• og heimtuðu brottrekstur en fengu ekki að gert. Sam- þykkt var með 16 atkvæðum gegn atkvæðum 10 æstustu hægrimannanna að taka yfir- lýsingu Bevans til greina og vísa tillögunni um brottrekst- ur frá fyrir fullt og allt. Be- van er því áfram í Verka- mannaflokknum og vérður vafalaust tekinn í þingflokkinn aftur að nokkrum vikum liðn- um. Honum er jafn frjálst og áður að gagnrýna hervæðingu Vestur-Þýzkalands, fýlgispekt- ina við Bandaríkin og önnur þau mál, þar sem hann hefur orðið hægri mönnum þyngstur í skauti. Morrison, Deakin og hinir hægriforingjarnir foafa hinsvegar beðið eftirminnileg- an ósigur. Brottrekstrartilraun- in, sem er ekkert annað en rök- rétt hámark margra ára lát- lausrar herferðar þeirra gegn Bevan, hefur síður en svo fært þeim endanlegan sigur í átök- unum um Verkamannaflokkinn eins og ætlunin var. Þvert á móti er aðstaða hægri armsins veikari nú en nokkru sinni fyrr. Það hefur sýnt sig þegar í odda skarst að Attlee og aðrir sem mesta áherzlu leggja á að bera klæði á vopnin í flokksdeilunum taka meira til- lit til vilja fjöldans, hinna ó- breyttu flokksmanna sem fylgja Bevan að málum, en hægri mannanna sem byggja aðstöðu sína á skriffinnsku- valdi yfir fjárreiðufn flokksins og ólýðræðislegum stjórnar- háttum í stærstu verkalýðs- samböndunum. 17’kki er hægt að skiljast við ■*-J mál Bevans án þess að geta að nokkru hins kynlega fréttaflutnings nokkurra ís- lenzkra blaða af iyktum þess. Eins og fyrri daginn ber Morg- unblaðið Reuter fyrir hreinum fjarstæðum, sem bera það með sér að þær eru heimatilbúnar í ritstjómarskrifstofunum við Austurstræti. Biaðið segir að miðstjórnin hafi ákveðið að „heimila Aneurin Bevan enn setu í flokknum um skeið“ eftir að hann hafi beðist af- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.