Þjóðviljinn - 02.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.04.1955, Blaðsíða 1
 Laugardagur 2. apríl 1955 — 20. árgangur — 77. tölublað Þátttakendur í verkfallinu eru beðnir að hafa sam- band við verkfallsskrif- stofuna í Alþýðuhúsinu. Sjóferðapróí vegna strands Jóns Baldvinssonar hófust í gær Skyggni var ágætt og þoku- laust er togarinn strandaði SkipiS sigldi á fullri ferS inn undir Hrafn- kelsstaSaberg - Dýptarmœlar i lagi SjóferÖapróf vegna strands togarans Jóns Baldvinssonar aðfaranótt fimmtudagsins hófust fyrir sjódómi Reykja- víkur í gær. Voru þá meðal annars teknar skýrslur af skip- stjóranum og fyrsta stýrimanni, sem var á verði, þegar togarinn tók niðri. Sjóprófin hófust kl. 10 í gær- morgun og gengu greiðlega; voru skýrslur teknar af 7 skipverj- anna. Skýrsla skipstjórans. Fyrstur kom fyrir dóminn skipstjórinn, Þórður Hjörleifsson, 52 ára að aldri. Staðfesti hann skýrslu, sem hann gaf bæjarút- gerðinni í fyrradag, og er svo- hljóðandi: ,,Fimmtudagur 31. marz 1955. Togað á Vesturbanka. Kl. 0,45 trollið tekið inn og stefna sett fyrir Reykjanes. SV andvari, ágætt'skyggni. Fararstaður um Lambafellið, dýpi 78 fm. Stýrt NTV % V. Vegm. 82.0. Klukkan urh 3.40 vakti stýrimaður, sem var á verði, mig og sagði að við værum farnir að nálgast Reykjanes, fór síðan upp í brú aftur, en rétt í því tók skipið niðri. Sent út neyðarkall, sem Reykjavíkurstöðin tók á móti. Ennfremur skotið flugeldum og gufunni hleypt af katlinum, þar sem strax kom sjór í vélarúm. Skömmu seinna sást til manna- ferða í landi. Var þá skotið línu í land, en þetta reyndist vera aðeins einn maður og gat því ekki aðhafst annað en festa lín- unni. Kl. um 6,45 kom björg- unarsveitin í Grindavík á stað- inn og var þá hafist handa um björgun, sem gekk vel og kom- ust allir heilir í land.“ / Ágætt skyggni. Sikpstjóri tók það fram, að um kl. 0.45, er haldið var af stað, hafi hann verið á stjórn- palli og ákveðið hvaða stefnu skyldi sigla, en síðan hafi hann farið inn til sín. Á verði hafi verið Indriði Sigurðsson, 1. stýrimaður. Skipstjóri kvað skyggni hafa verið ágætt og hann hafi sagt við stýrimanninn að Reykjanes- viti myndi sjást í 15 mílna fjar- lægð og fcann ætti að láta sig vita, er þeir nálguðust Reykja- nesið. Stýrimaður hafi vakið sig um kl. 3,40 en strandið hafi orð- ið áður en liann komst upp. Hafi hann samstundis farið upp á stjórnpall en skipið þá staðið fast undir Hrafnkelsstaðabergi, rétt austan við litla vitann á Skarfasetri. Hann hafi hringt á háifa ferð aftur á en skipið ekki hreyfzt. Dýptarmælir í lagi — rat- sjá biluð. Skipstjórinn skýrði frá því, að í skipinu hefðu verið tveir bergmálsdýptarmælar og vissi haim ekki betur en þeir hefðu verið í lagi. Hinsvegar hafi ratsjáin verið biluð. Þá gat skipstjóri þess, að hann hafi spurt fyrsta stýrimann, er hann kom niður, hvort hann hefði séð vitann og hafi stýri- maður þá sagst hafa séð hann góða stund. ) Þokulaust, er strandið varð. Sikpstjóri tók það fram að er hann hafi komið upp eftir strandið hafi hann ekki getað séð að nokkur þoka væri á þess- um slóðum: Þannig hafi hann t. d. séð til ferða mótorbáts nokk- uð undan að fara fyrir Reykja- nesið og bergið hafi hann séð strax og hann vandist birtunni en myrkur var á. Á meðan björg- un stóð hafi hinsvegar alltaf dregið öðru hvoru þoku í berg- brúnina. * Loks gat skipstjóri þess, að dýptarmælir skipsins hafi ver- ið í gangi, þegar skipið strandaði, og hafi hann sýnt um 55 faðma dýpi á að gizka finim síðustu minúturnar fyr- ir strandið en síðan hafi allt í einu snögggrynnt. Frásögn 1. stýrimanns. Indriði Sigurðsson, 1. stýrimað- ur, 33 ára, kom næst fyrir dóm- inn, en þetta var önnur ferð hans á Jóni Baldvinssyni sem 1. stýri- maður; áður hafði hann verið 2. stýrimaður á skipinu um nokk- urn tíma. Stýrimaður skýrði svo frá að hann hefði komið á vakt um kl. 24 umrædda nótt og rétt á eftir hafi varpan verið tekin inn og haldið af stað. Hann kvaðst ekki hafa vitað um stað skipsins þá, veður hafi verið gott svo og skyggni en ekkert hafi hann at- hugað landmið. 35 mílur að vitanum. Stýrimaður sagði að skipstjóri hefði gefið upp stefnu þá, er stýra skyldi NTV % V. Hafi hann litið á vegmælinn rétt eft- ir að skipstjóri fór niður og hafi hann þá sýnt tæpar 83 mílur. Þegar skipstjóri gaf honum stefnuna hafi þeir litið á sjó- kort en ekki merkt staðinn á Framhald á 10. síðu. Formaður í 32. sinn - Skjaldborg geí- ur verkfaUsmönnum fimm þús. kr. Félagið Skjaldborg hélt aöalfund í gærkvöldi. Helgi Þorkelsson var endurkosinn formaður félagsins í þrítug- asta og annaö sinn. — Félagið samþykkti að styrkja verkfallsmenn með 5 þús. kr. með 5 þús. kr. framlagi. Einnig var samþykkt að hækka fram- lag til Söngfélags verkalýðs- samtakanna úr kr. 300 í kr. 500. Formaður félagsins og aðrir í stjórn voru sjálfkjörnir. Vara- formaður var kosinn Haraldur Guðmundsson, Halldóra Sigfús- dóttir ritari, Margrét Sigurðar- dóttir gjaldkeri og Ólöf Valdi- I Iðju-félagar2 marsdóttir meðstjórnandi. Fundurinn samþykkti ein- Iðja, félag verksmiðju- róma að styrkja verkfallsmenn I fólks biður karlmenn inn- an félagsins að gefa sig nú þegar fram í skrifstofu þess í Alþýðuhúsinu, til verkfallsvörzlu. Ókyrrð í Alsír Ókyrrð er enn í Alsír og ótt- ast franska stjórnin að bardag- ar muni aftur blossa upp i land- inu. Hún hefur þvi farið fram á við þingið að það veiti henni heimild til að lýsa yfir hernaðar- ástandi í landinu og samþykkti neðri deildin þá heimild í fyrra- dag, en utanríkismálanefnd efri deildarinnar mælti með henni. Mesti jarðskjáliti hér í 20 ár Lauslrglr hlutir féUu. grjót hrundi og sprungur komu í hús í Hveragerði í gær varð hér snarpasti jarðskjálftakippur sem komið hefur í 20 ár. Jarðskjálfti þessi mun hafa átt upptök sín í grennd við Hveragerði, enda féllu þar lauslegir hlutir í húsum inni og steinveggir munu hafa sprungið, og grjót féll úr Reykjafjalli. Fréttaritari Þjóðviljans i Hveragerði símaði í gær það sem að framan er sagt. Kvað hann bækur hafa fallið niður úr hillum í tveggja hæða húsi. 1 gærmorgun hefðu allmargir vaknað við stærsta kippinn, en síðdegis hefðu verið margir smákippir, auk tveggja stórra. Fréttaritarinn á Selfossi kvað Upplag Þjóðviljans hefur auk- izt um 5oo síðan um áramót 7 marzmánuði bœttist Þjóðviljanum 81 nýr á- sicrifandi, en síðan um áramót hafa hátt á ann- að hundrað nýir áskrif- endur bætzt í hópinn. Á sama tíma hefur lausasala aukizt mjög mikið og er upplag blaðs- ins nú 500 eintökum hœrra en um áramót. Fyrir skömmu tilkynnti Sósíalistafélag Reykja- víkur að ný áskrifenda- söfnun vœri hafin, og hefur hún farið mjög vel af stað. Ættu stuðnings- menn blaðsins nú að herða pá sókn til mikilla muna; sérstök ástœða er til pess að benda peim sem kaiLpa blaðið í lausa- sölu á pað hvort ekki sé hentugra að fá pað sent heim. Áskriftasími ans er 7500. Þjóðvilj- mjög snarpan jarðskjálftakipp hafa fundizt þar. Kippur þessi fannst einnig hér í bænum. Mesti jarðskjálfti í 20 ár. Eysteinn Tryggvason, for- stöðumaður jarðskjálftadeildar Veðurstofunnar kvað þetta vera mesta jarðskjálftakipp hér á landi síðan haustið 1935, en sá jarðskjálfti mun hafa orðið mestur á Hjalla í Ölvesi. Árið áður voru jarðskjálftarnir á Dalvík, en þá skemmdust mörg hús. Fyrsti kippurinn í gær varð kl. 6.36 í gærmorgun, en tveir stórir kippir síðdegis, kl. 16.26 og 17.42 og var sá fyrri mestur. — í Hveragerði voru margir smákippir síðdegis. Jarðskjálftaár? Óvenjumikið liefur mælzt af jarðskjálftum það sem af er þessu ári, segir Eysteinn Tryggvason. Hafa þeir verið bæði norðanlands og sunnan. Á Norðurlandi í Axarfirði og hér syðra á Suðurnesjum, Suður- landsundirlendinu, Borgarnesi og Laugarvatni, auk jarð- skjálftakippanna í gær. Litli Kláus og stóri Kláus Síðan framhaldsmynda- sögunni okkar, Ugluspegli, lauk á gamlársdag hefur oft verið spurt hvenær næsta myndasaga kæmi. Nú hirtist svarið í verki: • hún kemur í dag'. Það er ævintýri H. C. Andersens, Litli Kláus og stóri Ivláus, sem nú hefur orðið danska teiknaranum Helge Kiihn-Nielsen að við- fangsefni, en það var ein- mitt hann sein teiknaði Skálkinn frá Búkliara og Ugluspegil. Blaðinu er það sérstakt ánægjuefni að geta hafið söguna í dag, á 150 ára afmæli höfundar ævin- týrsins; er þetta ævintýri eitt hið kunnasta er meist- arinn samdi. Steingrímur Tliorsteinsson skáld þýddi þetta ævintýri, ásamt mörgum fleiri, á sín- um tíina; og förum við hér eftir þýðingu lians. Þetta er stutt myndasaga, tekur um 30 daga. Þjóðvilj- inn vonar að lesendur hans njóti eins og til er stofnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.