Þjóðviljinn - 03.04.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 03.04.1955, Qupperneq 6
IIIUUUUU «) — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 3. april 1955 Euóoviuinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýfiu — Sósíallstaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuB- múndur Vigrfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skóiavörðustí* 19. — Sími 7500 (3 línur). Aakrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; Itr. 17 annars staðar á landinu. — Ijausasöluverð 1 kr. éintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Alltaf að tapa Það er ekki ótítt að íhaldsblöðin hagi málflutningi sínum á Jiann veg að ætla mætti að íhaldið væri fyrir eigin verðleika vold- ugur flokkur og vaxandi sem ætti síauknu gengi að fagna með þjóðinni. Þessu er þó á allt annan veg farið. Staðreyndir hverra kosn- inga sýna að íhaldið er minnkandi flokkur sem sífellt smærri hundraðshluti kjósenda ljær fylgi sitt. En það sem veitt hefur íhaldinu styrk og möguleika til að gera vilja sinn verulega gildandi í þjóðfélaginu er sú staðreynd að andstæðingar þess hafa staðið sundraðir. Á því hefur íhaldspúk- inn fitnað á fjósbitanum og fært eigendum sinum, auðstétt og okrurum drjúgan árangur. Á þessu er nú að verða mikil breyting. Enda þótt Framsóknar- forkólfarnir verndi enn íhaldið fyrir algjörri einangrun og fyrir- litningu er ljóst hvert stefnir í því efni. Andstæðingar þess eru að nálgast sjónarmið hvers annars, kröfur fólksins um vinstri samfylkingu ná orðið langt inn í raðir allra andstöðuflokka þess. Jafnvel foringjar Framsóknar þora ekki annað en lýsa yfir hvað eftir annað að á samvinnuna við^haldið líti þeir sem algjört neyðarúrræði sem hverfa beri frá hið allra fyrsta. Þannig er íhaldið að einangrast og fyrirlitning alls heiðarlegs almennings á þessum hugsjónasnauða braskaraflokki fer dag- va'xandi. Stórt og varanlegt áfall beið þessi óþjóðlegi auðmanna- flokkur á s.l. hausti þegar samvinna verkalýðsfulltrúanna á þingi Alþýðusambandsins bar þann mikilvæga árangur að sendimenn íhaldsins voru gerðir útlægir úr öllum trúnaðarstörfum innan heildarsamtakanna, en þangað hafði þeim verið þrengt til óbæt- anlegs tjóns fyrir alla alþýðu af skammsýnum foringjum Al- þýðuflokksins. Þessi þróun öll og þau áföll sem íhaldið hefur orðið fyrir er aðeins upphaf þess sem koma verður í íslenzkum verkalýðsmálum og stjórnmálum: samfylking alþýðunnar til sjávar og sveita um þjóðholla framfarastefnu, þar sem allt miðast við að bæta hag og lífskjör hins vinnandi fólks en einangra auðstéttina og flokk hennar og gera hann áhrifalausan með öllu. Ihaldið er alltaf að tapa. Samfylking andstæðinga þess er ráð- ið til að svifta það öllum möguleikum til að vinna skemmdar- verkin gegn hagsmunum alþýðunnar og þjóðarheiidarinnar. í þúsundatali glæsilegt úrval, verð við allra hæíi. Jaíía Appelsínur — Kalterer Böhmer Epli Jaíía Grapealdin, Sítrónur, Plaza Yínber Bara hringja, svo kemur það. Söngfélag verklýðssamtakanna vísar veginn í menningarbaráttu alþýðunnar Mér hefur nokkrum sinnum gefist kostur á að hlýða á söng Söngfélags verkalýðssamtak- anna síðan ég flutti hingað suður, í hvert skipti hefur það verið mér óblandin áhægja. Á- stæðan er ekki sú, að aðrir kórar, sem ég hef hlustað á, hafi ekki sungið af einsmikilli list. — Um þá hlið málsins brestur mig getu að ræða. — Heldur er ástæðan sú, að söng- ur Söngfélagsins ber það með sér, að söngfólkið á erindi við þá sem hlusta. Það eru alveg ákveðnir hlutir, sem það er að segja áheyrendum. Það er á- kveðið hlutverk, sem kórinn hefur tekið að sér og þetta hlutverk er að túlka Llist mál- stað alþýðunnar og ættjarðar- innar, að syngja málstað frels- is og réttlætis inn í hugi og hjörtu fólksins. Drottnandi stéttir þjóðfélags- ins hafa ávallt leitast við að einoka menninguna, þ. e. að kaupa sér einokunaraðstöðu til að móta menningarstarf og lífs- viðhorf fólksins. Og í krafti yfirráða sinna tekst þeim eðli- lega að láta lífsviðhorf sín setja svip sinn á menningarlífið meira og minna, En það tekst misjafnlega og aldrei alveg. Undirokuðu stéttirnar eiga sér jafnan sína eigin menningu, sem er ólík eins og þjóðfélags- aðstaðan er ólík. Hver sú undirokuð stétt, sem ætlar sér og á fyrir sér að brjótast til vegs og valda, verð- ur að þroska og rækta sína sjálfstæðu menningu. Á meðan hún elur með sér lífsviðhorf annarrar stéttar hlýtur hún um leið að vera ánauðug henni. fslenzk verkalýðsstétt á þarna mikið verkefni, eitt hið allra brýnasta. En hún hefur miklu á að byggja, þar sem er hin rótgróna, auðuga íslenzka alþýðumenning. Þar er arfur, sem verður því stærri sem meira er af honum er tekið. Þessi alþýðumenning þarf að ganga í endurnýjungu í lífi og menningarviðleitni nútíma verkalýðshreyfingar og frjóvg- ast í snertingu við lífsviðhorf framsæknustu þjóðfélagsafla á líðandi stund. Einmitt þarna vísar starfsemi Söngfélags verkalýðssamtak- anna veginn. í þeim boðskap, Framhald á 11. síðu. SKAK Ritstjórii Guðmundur Arnlaugsson Gáróff og göróff Nú er skákþingi Reykjavíkur lokið. Inga R. tókst að verða Reykjavikurmeistari í skák í annað sinn í röð og. er vel af sér vikið af 17 ára pilti. Eins og vænta mátti var samkeppn- in harðari nú en í fyrra, og úrslitin tvísýn fram á síðustu stund, en Ingi var vel að sigr- inum kominn. Á hverju skákmóti segja höpp og óhöpp sína sögu; stundum er einsog striðslukk- an leggist alveg á sveif með einum aðila, en oftar jafnast áhrifin þó, svo að tap og gróði af völdum yfirsjóna vegast nokkurn veginn á — tilviljunin er jafnaðarmaður. Á þessu móti bar margt ó- vænt til tíðinda. Þeir munu ekki gleyma þvi fyrst um sinn, sem sáu Inga leika sig beint í mát í skák sem hann var Páskavörur Aspas Pickles Gr. baunir Gulrœtur Sandwich Spread Bl. grænmeti Súpur í pk. Súpur í ds. Sósur fl. tegundir Búðingar Custard Sveppir Saladolía Perur Ferskjur Apríkósur Jarðarber Plómur Marmelaði Hunang Olívur Þurrkaðir ávextir Ávaxtasafi Sultutau Kakómált. -________________j kominn vel á veg með að vinna. Guðjón M., sem þar naut góðs af, kvittaði svo fyr- ir kvöldið eftir, þegar hann tapaði fyrir Arinbirni. Þar var Ingi R. Jóhannsson að vísu ekki fingurbrjót til að dreifa, skákin var ágætlega tefld; ósigur Guðjóns átti rót sína að rekja til þess að hann tefldi um of til sóknar; sú sókn komst aldrei á verulegan rekspöl, til þess var vörn Ar- inbjarnar of örugg, og þegar atlögunni var hrundið stóðu skörðin opin í fylkingu sókn- » arhersins. En eitt hið ótrú- legasta er fyrir kom á mótinu var þó þessi byrjun í einni af « siðari umferðunum: 1. e2-e4 e7-e5 2. Rgl-f3 Rg8-f6 3. * Rf3xc5 d7-d6 4. Re5-f3 Rf6xe4 „ 5. e2-e3 Hingað til hefur allt verið með felldu, en síðasti N leikur hvíts er óvenjulegur. H 5. ... Bf8-e7?? 6. Ddl-a4f og 7. Da4xe4. Samkvæmt framhald inu liggur næst að líta á 5. c3 sem gildru, er svartur flanar beint i. í taflbyrjunum er aragrúi af leikjum, sem eru sannnefndar giidrur, leikir sem miðast við það eitt að lokka andstæðinginn á brautir sem eru óheppilegar fyrir hann, en hafa lítið sér til á- gætis, ef hann lætur ekki glepjast. Hér kemur ein af því tagi, heldur ómerkileg, en mér er hún samt minnisstæð, því að hún var ein af þeim fyrstu sem ég lærði, og mér tókst að vinna skák á henni nýlærður í Menntaskól- anum. Hún er svona: 1. e2-e4 e7-e5 2. Rgl-f3 Rb8-c6 3. Bfl-b5 Rg8-f6 4. d2-d3 Rc6- e7 Þessi óeðlilegi leikur er dæmigerð gildra: allt veltur á því að hvítur láti lokkast. 5. Rf3xe5? c7-c6 Fari biskup- inn nú til a4 eða c4' kemur Dd8-a5f xe5. Hvítur getur reynt 6. Re5-c4 með máthótun, en manninum bjargar hann ekki: 6. ... Re7-g6 7. Bb5-a4 b7-b5 eða 7. e4-e5 c6xb5. Ein furðulegasta gildra í taflbyrjunum er þessi: 1. e2-e4 e7-e5 2. Rgl-f3 Rb8-c6 3. Bfl- c4 Rc6-d4! Þessi leikur virð- ist þvert brot á öllum lögmál- um skákarinnar, hvítur tekur peðið með ofsalegum hótunum. 4. Rf3xe5 Dd8-g5! 5. Re5xf7 Dg5xg2 6. Hhl-fl Dg2xe4ý 7. Bc4-e2 Rd4-f3 mát! Arinbjörn Guðmundsson — Guðjón M. Sigurðsson 21. marz 1955. 1. Rgl-f3 Rg8-f6 2. g2-g3 g7-g6 3. Bfl-g2 Bf8-g7 4. 0-0 0-0 5. d2-d3 d7-d6 6. Rbl-d2 e7-e5 7. e2-e4 Rf6-g4 8. Rd2-c4 f7-f5 9. e4xf5 g6xf5 10. d3-d4 e5-e4 11. Rf3-el d6-d5 12. Rc4-e3 Rb8-c6 13. c2-c3 Rc6-e7 14. Bg2-eh3 h7-li5 15. Rel-g2 Re7-g6 16. Í2-Í3 Rg4xe3 17. Bclxe3 h5-h4 18. f3xe4 h4xg3 19. e4xf5 g3xh2t 20. Kgl-hl Rg6-h4 21. Ddl-li5 Rh4xg2 22. Bh3xg2 c7-c6 23. Be3-g5 ABCDEFGH Svartur á afar örðugt tafl. Dd6 strandar á f6, Bxf6, Dg6ý og vinnur. Bf6 lítur einna bezt út en dugar heldur ekki: 24. Bh6 Hf7 25. Dg6ý Bg7 26. f6, eða 24. — He8 25. Hf4, eða 24. -Bg7 25. Bxg7 Kxg7 26. Dg6f Kh8 27. f6 Dc7 28. Hf4 Dh7 29. Hh4 og vinnur. Leikur Guðjóns er því skiljanlegur. 23. ... Dd8-e8 24. DhðxeS Hf8xe8 25. f5-f6 He8-e2 (hvít- ur hótaði f7ý) 26. f6xg7 Kg8xg7 27. Hal-dl He2xb2 28. Hdl-d2 Hb2xd2 29. Bg5xd2 b7-b5 30. Hfl-el Kg7-e7 31. Bg2-f3 Bc8-e6 32. Khlxh2 a7-a5 33. a2-a3 Ha8-c8 34. Helxe6 og svartur gafst upp, því að Hh8f strandar á Hh6.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.