Þjóðviljinn - 17.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.04.1955, Blaðsíða 1
Huðmannaklíka íhaldsins gengur í ber- högg við hagsmuni allrar þjóðarinnar Ölafur Thors sagði 1920: „Þetta er kaupið og fyrir það verðið þið að vinna sem menn“ — Hann segir það sama nú Sósíalistar í Haínaríirði Félagsfundur kl. 9,30 síð- degir á morgun, mánudag, að Strandgötu 41. Föpuðnr í Vín Mikill fögnuður ríkir enn í Vínarborg yfir hinum mikla ár- angri sem náðist á fundum full- trúa stjórna Austurrríkis og Sov- étrikjanna í Moskva nú í vik- unni. Figl utanríkisráðherra áttí langa viðræðu við sendiherra Vesturveldanna i Vín í gær um fundina í Moskva. Raab forsætis- Styrjöld íhaldsins við verkalýðssamtökin er nú orðin að allsherjarstyrjöld auðmannaklíkunnar í Reykjavík við alla þjóðina til sjávar og sveita. Her- kostnaður auðmannastéttarinnar er kominn hátt á annað hundrað milljóna aí almannafé og fer stig- hækkandi með hverjum degi. Vegna þess að farskip- in eru stöðvuð eru frystihús víða að fyllast svo að til vandræða horfir. Af sömu ástæðu eru bændur að komast í alvarlegustu vandræði vegna skorts á fóð- urbæti og áburði. Haldi milljónaklíka íhaldsins á- fram enn um sinn styrjöld sinni leiðir hún yfir þjóð- ina tjón sem ekki verður bætt árum saman. Það er fyrir löngu orðið aug- Ijóst mál að styrjöld auðmanna- klíkunnar er ekki háð vegna á- greinings um kaup og kjör verkafólks; atvinnurekendum er alveg sama hvort þeir greiða verkafólki nokkrum krónunum meira eða minna í tímakaup — enda eru þeir að sóa verðmæt- um sem hrökkva til að uppfylla allar kröfur verkafólks árum saman. Þessi styrjöld er ör- væntingarfull tilraun auð- mannanna til að brjóta sjálf alþýðusamtökin á bak aftur, mola sjálft baráttutæki alþýð- unnar, það afl sem fært hefur þjóðinni allri sívaxandi velmeg- un á undanförnum áratugum. Atvinnurekendur hafa sett upp það dæmi að til þess sé fórn- andi hundruðum milljóna að brjóta á bak aftur verkalýðs- lireyfinguna — og nú telja þeir sig hafa mikið tækifæri með bandarískt fjármagn að bak- hjalli. ^ Alltaf á móti öllum kjarabótum. Þessi tilraun auðmannastétt- arinnar er ekkert nýmæli, þótt hún hafi aldrei verið eins stór í sniðum og nú. Allt frá fyrstu tíð verkalýðshreyfingar hefur auðvaldið ýmist reynt að lama alþýðusamtökin innanfrá eða brjóta þau niður með valdi, og mega þær stórorustur sem háð- ar hafa verið vera öllum minn- isstæðar. Afstaða forsprakka íhaldsins hefur allt frá upphafi verið hin sama; þeir hafa allt- „Fjárhalds- maður f|öld- 3I1BS af barizt á móti öllum réttar- bótum almennings, hverri einni og einustu — ef þeir hefðu ráð- ið væru kjör verkafólks ná- kvæmlega þau sömu og þau voru í upphafi verkalýðshreyf- ingar á Islandi. Afstaðan birt- ist einkar glöggt í ummælum sem Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, birti í Morgunblaðinu 21. júlí 1920, i hliðstæðri baráttu og nú er háð. Ólafur sagði: Trúarjátning Thorsarans. ,,Eigi aö spenna bogann of hátt hér, þá getur enginn hannað vinnuveitendum að bjóða hingað atvinnulausum útlendingum, og sagt við þá: Þetta er kaupið og fyrir þaö verðið þið að vinna sem menn, því við erum orðnir þreyttir á því, að því meira sem við greiðum í vinnulaun, því minna fáum við unnið. Til þess að minnka dýrtíðina eru kaupkröfur á kröfur of- an ekki vegurinn. Vegurinn er sá að þjóðin lœri að spara ... Hvernig sem öllu er velt og umturnað, þá verður þó niðurstaðan sú, aö við ein- staka menn loða peningar, en við allan fjöldann ekki. Þegar þeir menn sem kunna að grœða, verja fé sínu til ýmsra fyrirtœkja, sem tryggir öðrum atvinnu, þá virðist svo sem þeir séu máttarstoðir þjóðfélagsins. Flestir okkar geta unnið Ólaíur Thors, formaður ihaldslns, er enn sama sinnis og 1920 þegar hann hótaði að flytja inn erlent verkafólk til þess aS berja niður kjarabaráttu íslenzkra verka- manna. Upplag Þjóðviljans hefur auk- izt um 1200 frá áramótum Lagði vinning sinn óskertan í verk- fallssjóðinn Daglega sýnir almenningur stuðning sinn við verkfallsmenn og hlýhug til heimila þeirra sem eðlilega hafa úr litlu að spila eftir meir en fjögurra vikna verkfall. Eitt nýjasta dæmið er af stúlku, Gróu Sigmundsdóttur, Lönguhlið 23, er vann 500 króna vinning síðast þegar dregið var Eins og Þjóðviljinn hefur áður skýrt frá hefur út- breiðsla blaðsins auki/.t mjög ört það sein af er þessu ári. Er upplag blaðsins nú orðið 1200 eintökum hærra en það var um áramót; liefur orðið að auka það jafnt og þétt, og hefur oft komið fyrir að blaðið hafi seizt upp í lausasölu og ekki verið liægt að fullnægja eftir- spurn. Föstum áskrifendum í Rvík hefur fjölgað um næstum 200 á þessu tímabili, en aukningin í lausasölu hefur orðið marg- falt meiri. Er ástæða til að benda þeim sem kaupa nú blaðið í lausasölu á það að ó- dýrara er og þægilegra að fá það sent heim, og þá þurfa menn ekki að eiga á hættu að missa af blaðinu, þegar eftir- spurn er mikil. Áskriftasíini Þjóðviljans er 7500. í Happdrætti S. í. B. S. Lagði Gróa vinning sinn óskertan í verkfallssjóðinn. Dæmi eins og þetta, og ótal mörg önnur sem of langt yrði upp að telja, er órækt vitni um skilning almennings á mikilvægi þess að alþýðuheimilin geti hald- ið út, staðið af sér sveltitilraun atvinnurekendaklíkunnar og verkalýðsfélögin gengið með glæsilegan sigur af hólmi í bar- áttunni. eitthvað, en fæstir okkar eru efni í framkvœmcLamenn, og þeir peningamenn sem verja aurunum til ýmsra fyrir- tœkja eru af forsjóninni sett- ir sem fjárhaldsmenn f jöld- anns. Svoleiðis hefur það verið og þannig verður það.“ Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Frá þessari trúarjátningu sinni hefur Ólafur Thors aldrei horfið og hún er hin raunveru- lega stefnuskrá Sjálfstæðis- Framhald á 3. síðu. ráðherra mun skýra rikisstjórn- inni frá viðræðunum á þriðju- daginn, en þingheimi 27. apríl n.k. Blaðaverkfallið heldur enn áfrant Fundur vélvirkja og raf- virkja í prentsmiðjum Lundúna- blaðanna samþykkti einróma í gær, að halda hinu þriggja vikna langa verkfalli áfram, þar til vinnuveitendur hafa fall- izt á að taka upp beinar samn- ingaviðræður við fulltrúa þeirra. Hernámsflokkarnir reyna a3 láfa þögnina skýla sér 1. umræðu um frumvarp sósíalista um uppsögn hernámssamningsins lokið Á fundi neðri deildar Alþingis í fyrrakvöld lauk 1. um- rœðu um frumvarp sósíalistaþingmannanna um iippsögn hernámssamningsins. Lauk Gunnar M. Magnúss þá hinni ýtarlegu rœöu sinni, er frestað var þegar fundi lauk daginn áður Var rœöa hans þung ádeila á hernámsflokkana, en þeir treystust ekki til aö mæta þeirri ádeilu nema með skömmustulegri þögn. Atkvœðagreiðslu var frestað og fer hún fram á morgun. Söfnunin 376 þus. kr, / gœr bœttust 14 þúsund krónur í verkfallssöfn- unina.. Bakarasveinafélag íslands lagði fram kr. 2000,00 til viðbótar áður skiluðu framlagi. Prent— arar skiluðu viðbótarsöfnun kr. 8.465,00 og bók- bindarar viðbótarsöfnun kr. 1253,00. Auk þessa skiluðu ýmsir einstaklingar af listum sínum. Enn verðum við að herða söfnunina. Munum kjörorðið: ALLIR FYRIR EINN OG EINN FYRIR ALLA. Fimdur í Kópavogi um framtíð byggðarlagsins í dag, klukkan Framfarafélagið Kópavog- ur heldur almennan fund í Barnaskólanum kl. 2.30 í dag. Til umræðu verður framtíð byggðarlagsins, hvort það verður sameinað Reykjavík, eða hvort stofnaður verður sérstakur kaupstaður. Fram- sögumaður verður Egill Bjarnason. Eins og kunnugt er liggur fyrir Alþingi frumvarp uin að gera hreppinn að kaupstað nú þegar, án þess að spyrja um .30, í Barnaskólanum vilja íbúanna. Hinsvegar hefur hrepps—. nefndin auglýst almenna at- kvæðagreiðslu sunnud. 24. apríl, þar sem Ieitað verður álits kjósenda í lireppnum á þeirri Ieið, og ennfremur hvort leita beri samninga um sameiningu hreppsins við Reykjavík. Kópavogsbúar munu því fjölmenna á fund Framfara- félagsins og ræða þessi mikil- vægu mál. Heykvíkingar! Leggið aliir fram fé til aðstoðar rerkfaltsmönnum!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.