Þjóðviljinn - 17.04.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 17. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Agnar Gunnlaugsson frá Kolugili
Gróðrarþankar
Sú kemur fcíð, að sárin foldar
gróa,
sveitirnar fyllast akrar hylja
móa,
brauð veitir sonum móður-
moldin frjóa
menningin vex í lundum
nýrra skóga.
Þannig kveður Hannes Haf-
stein í sína fræga aldamóta-
kvæði. Og margt sem hann
mælti til þjóðar sinnar í kvæði
þessu er þegar orðið að veru-
leika. En því miður hefur þró-
unin í þá átt, sem hann drep-
ur á í erindi þessu, orðið
næsta hægfara, og mun vera
hægt að rekja orsök þess til
þeirrar miklu þjóðlífsbreyting-
ar sem orðið hefur hjá þjóð
okkar á þeim áratugum síðan
þetta kvæði var kveðið. Er
þá fyrst og fremst að geta
hinna miklu fólksflutninga úr
sveitum landsins að sjávarsíð-
unni, og svo hins, að landbún-
aðurinn, sem áður var okkar
aðalatvinnuvegur, á nú mjög
erfitt uppdráttar vegna fólks-
fæðar, sem stafar af því
hversu fáir af hinni yngri
kynslóð hafa viljað leggja
hönd á plóginn og hjálpa til
að láta „sárin foldar gróa“.
Og þó að sumir leggi unga
fólkinu þetta til lasts og kenni
því um ræktarleysi við æsku-
stöovarnar í sveitunum, og
að það meti meira glaum og
gleði borgarlífsins og bæj-
anna, þá finnst mér vel vera
hægt að skilja afstöðu ungu
kynslóðarinnar í landi okkar
til þessara mála, ef litið er á
allar aðstæður.
Á þessu tímabili eða. þeim
54 árum sem liðin eru síðan
Hannes orti kvæði sitt hafa
orðið tvær heimsstyrjaldir,
sem komið hafa á mjög miklu
róti í atvinnu- og fjármálalífi
þjóðar okkar. Og kringum
1920 fer sjávarútvegurinn að
eflast, og er hann nú orðinn
aðalatvinnuvegur landsins. —
Þetta allt og margt fleira hef-
ur orsakað straum fólksins
úr sveitunum til bæjarins. En
hvað er nú hægt að gera' til
þess að fá fólkið til að vera
kyrrt í sveitunum og til þess
að fá það til að flytja þang-
að aftur, svo að forða megi
hinum blómlegu sveitahéruð-
um lands okkar frá því að
leggjast í eyði vegna skorts
á hinum vinnandi höndum,
sem vilja yrkja móður jörð.
Það sem vantar í sveitum
þessa lands af þeim nútíma-
þægindum sem fólkið óskar
eftir og þarf að fá til að geta
lifað mannsæmandi lífi er
margt.
Það sem ég tel að hefði
mesta þýðingu til úrbóta fyrir
hinar dreifðu byggðir lands
okkar er:
1. Rafmagn inn á hvert
heimili á landi voru.
2. Samfærsla byggðanna,
byggðahverfi.
3. Aukin ræktun, svo að öfl-
un alls heyafla geti farið
fram á ræktuðu landi.
4. Aukinn vélakostur til
landbúnaðarins, bæði til jarð-
ræktar, heyöflunar, grænmet-
isframléiðslu og heimilisnotk-
unar.
Margt mætti fleira telja,
og það sem ég tel að mundi
m.a. hafa mjög mikla þýðingu
fyrir uppbyggingu sveitanna
og veita þeim, sem þar búa,
auðugra og fyllra líf að fjöl-
breytileik og náttúrufegurð,
er trjárækt og skrúðgarðar í
kringum sveitabýlin, og það
ætla ég að gera að umtalsefni
í þessari grein minni, og gefa
um leið smáleiðbeiningar í
þeim efnum. En í stuttri grein
er að sjálfsögðu ekki hægt að
gera þessu máli þau skil sem
það verðskuldar, en ef þétta
rabb mitt mætti verða til að
vekja áhuga fólks fyrir þessu
máli, þá er tilgangi þessa
greinarkorns náð.
Tvjúrwhi
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, hversu farið hefur
um skóga lands okkar. Á
landnámsöld er talið, að land
okkar hafi verið vaxið skógi
milli fjalls og fjöru. Éki
fljotlega eyddust skógamir.
Þeir voru höggnir til eldiviðar
og eyddust af þrotlausum á-
gangi búf jár, því að fátt eyði-
leggur skóglendin meira en
sauðfjárbeitin, sem orsakast
af því, að sauðféð eyðileggur
nýgræðinginn.
Nú á síðari árum hefur á-
hugi fólks fyrir trjárækt farið
ört vaxandi, og er það vel að
svo er, því að land okkar er
fremur fátækt af gróðurfars-
legu skrauti, en einn stærsti
liðúrinn í að græða og klæða
landið er trjárækt og skóg-
rækt, en sú skilgreining, sem
þar er á milli, er, að trjá-
rækt köllum við það þegar
fleiri eða færri tré eru gróður-
sett í kringum bæi og hús,
skógrækt þegar stór svæði
eru tekin til trjáræktar, ann-
aðhvort með því að sá trjá-
fræi eða með því að gróður-
setja trjáplöntur.
Ég ætla nú einkum að. ræða
um trjáræktina kringum bæi
og hús. Af fenginni reynslu
má nú fullyrða, að tré og
runnar geta þrifizt um land
allt, og því skulum við hefj-
ast handa og kappkosta að
koma upp trjálundum við sem
flest býli og hús á landi voru,
og í sveitunum þarf að vakna
meiri áhugi en nú er fyrir
því máli að koma upp trjá-
garði á hverju sveitabýli
landsins, en eins og nú er eru
þau sveitabýli færri sem nokk-
ur trjárækt er í kringum. Bæ-
imir hafa orðið langt á und-
an sveitunum á þessu sviði,
t.d. Reykjavík og Akureyri.
Þar em yfirleitt orðin færri
þau íbúðarhús á báðum þess-
um stöðum sem ekki einhver
visir að trjágarði er í kring-
um, og viða mjög fagrir og
skipulegir garðar.
Þegar gróðursetja skal tré
og runna í kringum hús og
bæi ber fyrst að athuga stað-
inn sem gróðursetja á trén í.
Bezt er að staðurinn liggi
móti suðri, þó sem minnst
hallandi, en í sem beztu skjóli,
og helzt ekki þar sem mjög
mikil snjóþyngsli eru að vetr-
inum. Jarðvegurinn þarf að
vera hæfilega rakur og sam-
blánd moldar og sands og sem
frjóefnaríkastur, en sé það
ekki þarf að flytja- að þær
jarðvegstegundir sem vöntun
er á. Trjábeðin þarf að grafa
niður allt að 80 cm, en það
fer að nokkm leyti eftir því,
hvort jarðvegurinn er laus
eða ekki. Sé jarðvegurinn
laus, gerist ekki þörf að grafa
svo djúpt. Sé jarðvegurinn
ófrjór, þarf að bera vel hús-
dýraáburð í beðin og blanda
hann moldinni.
Þegar gróðursett er verða
holurnar fyrir trjáplöntumar
að vera það stórar og djúpar,
að rætur plantnanna geti
lagzt eðlilega í jarðveginn.
Þjappa skal moldinni að rót-
um plantnanna og jafnframt
að taka plöntuna, varlega þó,
og lyfta henni upp til þess
að moldin falli sem jafnast
að rótinni. Rétt er að skilja
eftir smálægð í jarðveginum
í kringum plöntuna, svo að
vatnið sem plantan er vökvuð
með, renni ekki burt.
í sveitunum, þar sem víð-
ast er hægt að hafa garðana
stóra, eða eftir vilja hvers
eins vegna landrýmis, og í
stórum lóðum eða görðum,
er sjálfsagt að hafa skjól-
beltin eins breið og rúm leyf-
ir, og breiðust fyrir hornin á
grasfletinum, og gróðursetja
þar allt að þrjár til fjórar
raðir af trjám, en fallegast er
að gróðursetja að minnsta
kosti tvær raðir af trjám og
runnum utan með grasfletin-
um.
Þær trjátegundir, sem hér á
landi eru algengastar og geta
þrifizt um land allt, eru björk
og reyniviður. Þegar björk er
gróðursett þarf millibilið milli
plantnanna að vera 1 metri,
en milli raða 2 til 2y2 metri.
Við gróðursetningu reyniviðar
þarf að vera 1,25 metrar milli
plantnanna og 3 metrar milli
raða.
Ýmsar fleiri trjátegundir
má rækta hér á landi, t.d.
elri. Hann líkist að nokkru
björkinni. Þá er heggur, af
honum er og dálítið til, og
hlynur, stór og falleg trjá-
tegund.
I limgirðingar má nota víði,
rifs og sólber, og eru þær í
flestum tilfellum nauðsynleg-
ar til að veita slcjól hinum
viðkvæmari plöntum. Víðirinn
er sú trjátegund, sem mjög
auðvelt er að rækta, og er
mjög fljótvaxinn. Hann er
prýðilegur til skjólgirðingar,
og skal þá gróðursetja hann
mjög þétt, eða 50 cm milli-
bili. Víðinn má síðan klippa
til eftir vild. Rifs vex ágæt-
lega um allt land og er mjög
auðræktanlegt. Það ber í flest-
um árum fullþroskuð ber.
Sólbel eru runni, mjög lík-
ur rifsinu.
Varðandi hirðingu trjáa og
runna ber að gæta þess að
vökva þarf vel fyrst eftir
gróðursetninguna, ef þurrkar
eru og jarðvegurinn er þurr.
Til þess að auka vöxt hjá
trjám og runnum er gott að
gefa þeim áburð öðru hverju.
Bezt er að þynna út húsdýra-
áburð í vatni. Klippa skal
burt dauðar greinar og sprota.
Með því að klippa tré og
runna á réttan hátt má laga
vöxt þeirra, með því að fækka
aukastofnum á trjánum og
leitast við að gera þau ein-
stofna og beinvaxin. Sá tími
sem heppilegastur er til að
klippa tré og runna er að
haustinu í október eða nóv-
ember eða í febrúar og marz,
Shrúðgarðar
Eitt af því sem er mikils
virði við skrúðgarðana og gef-
ur þeim hvað mestan heild-
arsvip eru fagrir grasfletir,
og óvíða mun vera jafn auð-
velt að koma upp fögrum gras-
flötum og hér á landi. En til
þess þarf að vanda allan frá-
gang mjög vel, eins og reynd-
ar við alla ræktun. Eitt mik-
ilsverðasta atriðið er fram-
ræsla lóðarinnar, ef jarðvegur-
inn er rakur eða súr, því að
Framhald á 10. síðu.
Vilja þeir lifa af
Málgögn atvinnurekenda
hafa nú haldið þvi fram í heil-
an mánuð að atvinnuvegimir
þoli ekki að kaup verkamanna
hækki upp í 3864 kr. á mán-
uði — þá fari allt í rúst og
kaldakol. Gengislækkun sé ó-
hjákvæmileg ef menn hafi
meiri laun en 3.000 kr. á mán-
uði. En hvemig er háttað
launakjörum þeirra manna
sem neita verkafólki um rétt
sinn? Um það má fá nokkra
hugmynd af opinberum gjöld-
um þessara manna. Það dæmi
lítur þannig út ef tekin er
samninganefnd atvinnurek-
enda, en í henni eru sem
kunnugt er m.a. allmargir
minni spámenn ‘ og starfs-
menn Vinnuveitendasambands-
ins, þannig að dæmið er síð-
ur en svo óvilhallt atvinnu-
rekendum (Tölur Reykvíking-
anna eru teknar úr síðustu
útsvarsskránni sem birt hef-
ur verið, 1953):
Kjartan Thors 47.528 kr.
Sveinn Valfells 48.302 —
Guðm. V. Jósefsson 15.097 —
Ingólfur Flygenring 20.890 —
Björgrin Sigurðsson 22.785 —
Harry Fredriksen 20.108 —
Svelnn Guðmundss. 33.006 —
Benedikt Gröndal 59.742 —
Ingvar Vilhjálmss. 31.626 —
Sigurj. Guðmundss. 12.279 —
Guðm. Guðmundss. 23.869 —
Höskuldur Baldvins. 11.807 —
Jón Gíslason 109.249 —
Guðm. Vilhjálmsson 56.898 —
Samtals 518.087 —■
Þess ber að gæta að þetta
eru aðeins persónuleg gjöld
þessara manna, einskonar
3864?
skattur af vasapeningum
þeirra. Fyrirtæki þeirra borga
sérstaklega, og engir stela
eins stórkostlega undan og
þessir menn. Samt eru meðal-
gjöld þeirra, atvinnurekend-
anna og skrifstofumannanna,
kr. 37.006 eða sem svarar full-
um ársláunum Dagsbrúnar-
manns. Það eru þessir menn,
milljónararnir og þjónar
þeirra sem neita nú verka-
mönnum um að fá kr. 3864
í kaup á mánuði.
Væri þá ekki ráð að þessir
menn sýndu í verki trú sína
á greiðslugetuleysi atvinnu-
veganna og tækju að sér að
lifa sjálfir af þesSari upphæð
sem þeir neita verkamönnum
um — svo ekki sé lenga gegn-
ið? Þá væri hægt að táka full-
yrðingar þeirra alvarlega.
Frá trjágarðinum við Múlakot.