Þjóðviljinn - 17.04.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.04.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagrur 17. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Erich Maria REMARQUE: Að eisha m. . ... og deifjja 104. dagur ,,Ekki nóg rúm?“ Katrínarkirkjan var stór bygging. „Nei. Kirkjan sjálf er ekki notuð sem skýli. Aöeins kjallarahvelfingarnar og hliöargöngin“. „Hvar sefur fólkið sem kemur seint?“ „í þeim súlnagöngum sem enn standa uppi. Margir sofa líka úti í garðinum“. „Eru hvelfingarnar undir kirkjunni sprengjuheldar?" Kirkjuvöröurinn leit á Gráber með mildum svip. „Þeg- ar kirkjan var byggö hafði engum dottið slíkt í hug. Það var á hinum myrku öldum“. Rauðnef jaða- andlitiö var alveg sviplaust. Þaö vottaði hvergi fyrir brosi. Viö höfum náö fullkomnun á ýmsum sviðum, hugsaöi Gráber. Næstum allir eru snillingar á sína vísu. Hann gekk yfir garðinn og út gegnum súlnagöngin. Kirkjan hafði oröiö fyrir miklum skemmdum; arinar turninn haföi hruniö og sólin skein miskunnarlaust á eyðilegginguna. Fjöldi glugga hafði einnig brotnaö. Kvakandi spörfuglar sátu 1 þeim. Skólinn hafði hrunið til grunna. Rétt hjá honum var loftvarnaskýlið. Gráber gekk inn í þaö. Það var styrkur, ævagamall vínkjallari, sem áður fyrr haföi verið í eigu kirkjunnar. Tunnugrind- j urnar stóðu þar enn. LoftiÖ var rakt, svalt og ilmandi. j Ilmur af aldagömlu víni virtist yfirsterkari þef af ótta , og sprengjum. Aftast í byrginu sá Gráber allmargaj þunga járnhringi sem festir voru upp í ferhyrnda loft-1 steina. Hann minntist þess aö áður en þetta varð vín- kjallari hafði þaö veriö pyndingarklefi fyrir galdrakvendi og trúleysingja. Þau höfðu veriö hengd upp á höndun- um með járnklumpa bundna við fæturna og þau höföu verið klipin meö glóandi töngum þar til þau játuöu af- brot sín. Þá höfð'u þau veriö tekin af lífi í nafni guös og kristilegs mannkærleika. Lítiö hefur breytzt, hugsaöi hann. Kvalararnir í fangabúöunum hafa ágætar fyrir- myndir. Og sonur trésmiösins í Nasaret á kynlega fylgis- menn. Hann var á gangi eftir Adlerstræti. Klukkan var sex að kvöldi. Hann haföi leitaö allan daginn aö' herbergi og ekki fundið neitt. Þreyttur og vonsvikinn ákvað' hann aö hætta leitinni. Hverfiö var mjög illa farið. Alls staðar voru rústir á nistir ofan. Hann gekk -meðal þeirra dapur í bragði. Svo sá hann allt í einu sjón sem hann gat vaiia áttaö sig á. f miöri eyöileggingunni stóö lítiö tvílyft hús. Þaö var gamalt og dálítið undiö en alveg óskemmt. Um- hverfis þaö var garður með nokkrum trjám, blómstrandi runnum og allt var óskert. Þetta var vin í eyðimörk rústanna. Blómstrandi runnar lágu fram á rimlagirö- inguna og ekki einn einasti rimill var brotinn. Sitt hvorum megin var auön og rústahrúgur; en þessi litli, gamli garöur og þetta litla, gamla hús höfðu komizt hjá eyðileggingu fyrir eitt af þessum kraftaverkum, sem stundum vilja til. Witte Greiðasálan stóö letraö yfir útidyrunum. Garðshliöiö var opiö. Hann gekk inn. Hann varö ekkert undrandi þótt allar gluggarúöur væru heilar. Þaö hlaut næstum aö vera. Kraftaverkiö leynist ævinlega skammt frá örvæntingunni. Brúnflekkóttur veiðihundur lá og svaf við dyrnar. í nokkrum blómabeðum blómstruöu páskaliljur, fjólur og túlípanar. Honum fannst sem hann hefði séð' þetta allt einhvern tíma áöur. Hann vissi ekki hvenær; honum fannst vera langt síðan. En ef til vill haföi hann aðeins dreymt þaö. Hann gekk inn um dyrnar. Veitingasalurinn var tómur. f hillunum stóðu aöeins nokkur glös; engar flöskur. Ölkraninn var gljáfægður en geymirinn undir honum var þurr. Þrjú borö meö stól- um umhverfis stóöu meðfram veggnum. Mynd hékk yfir miðborðinu. Það var landslag frá Týról. Þaö var stúlka aö leika á sítar og veiöimaöur laut yfir hana. Engin mynd var af Hitler, og Gráber haföi ekki átt þess von. Miðaldra kona kom inn. Hún var í upplitaöri blárri blússu með rykktum ermum. Hún sagöi ekki „Hæl Hitler“. Hún sagöi „Gott--kvöld“ og í oröunum var raun- verulega ósk um gott kvöld aö loknum góðum degi. Svona var til hér áður, hugsaði hann. Hann hafði aðeins ætlaö aö fá sér eitthvaö að drekka; rústaiykiö haföi gert hann þyrstan, en nú far.nst honum allt í einu mikilvægt aö mega dveljast hér kvöldstund með Elísabetu. Hann sá fram á aö það yrði gott kvöld, fjarri hinni skugga- legu auðn sem leyndist öllum megin við þennan töfra- garð. „Er hægt aö fá keyptan kvöldverð hér?“ spuröi hann. Konan hikaði. ,,Ég á skömmtunarseöla“, flýtti hann sér aö segja. „ÞaÖ væri dásamlegt að mega boröá hér. Jafnvel úti í garði. Leyfinu mínu er aö ljúka. Ég hef seöla fyrir mig og konuna mína. Ég get líka komið meö niöursuöuvörur 1 skiptum“. „ViÖ höfum bara baunasúpu. Eiginlega erum viö hætt aö framleiða mat“. „Baunasúpa er afbragö. Ég hef ekki bragöað hana lengi“. Konan brosti. Bros hennar var róandi og kom innan- frá. „Ef þiö eruö ánægð meö það, skuluö þiö koma. Þiö getiö líka setiö í ganginum, ef þiö viljið. Eöa hér inni ef kólnar úti“. DV eimillsþáttu]* *sv Býti- ur Býtiskápar og býtibúr voru al- geng í íbúðum hér áður fyrr og nú eru þau farin að tíðkast á ný, en í nýrri og hentugri út- gáfu. Það eru ekki stóru býti- skáparnir og borðin sem urri- fram allt voru, miðuð við veizl- ur og samkvæmi heldur litlir skápar til dag- legrar notkunar. Mjög gott er^ að hafa slíka skápa á mörkum eldhúss og borðstofu. Skápur- inn á myndinni er með hillu sem hægt er að draga fram og leggja frá sér ýmsa hluti á og ennfremur rúmar hann mikið af bökkum og borðbúnaði. Enn eitt afbrigði af rúmí og sófa Efri myndin sýnir rúmið til- búið til notkunar en á neðri myndinni er sýnt hvernig hægt er að breyta því á daginn. Madressan er fjórskipt og tveir hlutarnir eru settir upp sem bak en rúmgöflunum er smellt niður svo að þeir mynda lítið borð sitt hvorum megin. Hugmyndin er frönsk. Að vísu er ekki að vita hve- nær við getum farið að nota vordragtina fyrir alvöru, en það kemur ekki að sök þótt við förum að hugsa um dragtir. g*JÍ QiSaaBtfiíaa Gljóir v«l ' Drjúq 1 •f. Drengja- nærbuxur síðar. Verð frá kr. 16.50. — Bolir með ermum kr. 15.50. Toledo Fischersundi ^ M.s. Dronning Alexondrine Fer til Færeyja og Kau 'manna- hafnar fimmtudaginn 21. þ.m. Farseðlar óskast sóttir á morgun, mánudag. Skipaaf greiðsla I Jes Zimsen 1 Erlendur Pétursson Sumar- og vorkjólar í tvennu lagi Tvískiptu kjólarnir hafa náð miklum vinsældum og vor- og sumartízkan boðar kjóla af þessu tagi í stórum stíl, öllum til ánægju sem lítið eiga af fötum. Flegni sumarkjóllinn er saumaður úr efni sem ber sig vel og við hann notaður lokað- ur jakki sem gerir þennan búning að eins konar dragt. Ótal útgáfur eru væntanlegar af breytingakjólitm og ástæða er til að benda fólki á þessa lientugu tízku. Falleg Hér á myndinni er frönsk dragt sem hugsuð er sem vordragt og er einmitt hlýleg í hálsinn en ,þó hæfilega fyrirferðarlítil til þess að hægt er að nota hana undir kápur. 160 cm. breið á kr. 31.00 mtr. Cretonefni T20 cm. breið á kr. 14.85 mtr. Storesefni falleg og ódýr Khakiefni rautt — ljósblátt — dökkbrúnt. H. Toft Skólavörðustíg 8. Sími 1035 •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■••■■■■■■■■■» Blómarabb Hvítir blettir á blómapottum hverfa ef þeir eru núnir með stálull. Ef þið viljið halda grænu blöðunum gljáandi getið þið strokið af þeim með blöndu af mjólk og vatni til he’minga. Salatolía og vaselín stífla æð- arnar og verða plöntunni til ó- gagns þegar til lengdar lætur. Blómapottar úr leir út- heimta mun meira vatn en blómapottar úr þéttara efni, svo sem plasti eða postulíni. En leirpottar eru betri fyrir plöntuna vegna þess hve gljúp- ur leirinn er. Græðlingar haldast sem nýir í nokkra daga ef þeim er stungið niður í hráa kartöflu. Ef maður blamlar ögn af baðsa’.ti í vatnsskálarnar á ofnunum verð- ur hressandi og þægilegur ilmur i stofunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.