Þjóðviljinn - 19.04.1955, Síða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1955, Síða 4
'4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. apríl 1955 Marteinn írá Vogatungu: Um búskftp Fyrri grein l Eg sting ekki niður penna af því að mér finnist áramóta- grein formanns Framsóknar- flokksins þess virði að hún sé rædd, til þess hafa hugleið- ingar þessa manns verið um of á reiki til ýmsra átta, hin síð- ustu ár. Aftur á móti langar mig til að ræða við bændur stefnuleysi Framsóknarflokks- ins í landbúnaðarmálum á lfðnum árum, vegna þess hve áðurnefnd áramótagrein hef- ur vakið miklar vonir í brjóst- um margra umbótasinnaðra bænda sem fylgt hafa Fram- sóknarflokknum að málum til þessa. En hugarfari þessara manna er þannig farið nú til Uags að þeir telja þá stund ■þegar upp runna að mynduð verðí umbótasinnuð vinstri- stjórn. Vafalaust má telja vona- vakningu sem þessa mjög svo eðlilegt fyrirbæri, því fáir skilja betur en umbótasinnað- ir bændur hve brýn nauðsyn ber til þess að hafizt sé handa um nýsköpun landbúnaðar, en til þess hefur Framsóknar- flokkurinn reynzt getulaus vegna skilningsleysis á vanda- málunum og treysta þeir því flokki sósíalista bezt til þess að knýja flokk þeirra til raun- hæfrar umbótastefnu. Nú standa bændur frammi fyrir þeim vanda að verða í mjög náinni framtíð að selja nokkurn hluta framleiðslu sinnar á erlendum markaði, og ! standast þar samkeppni um verð og vörugæði, er því eðli- legt að margur bóndi beri ugg í brjósti vegna afkomu sinnar. Islenzkir bændur hafa sýnt það svo ekki verður um deilt, að þeir eru mjög fljótir að til- einka sér nýungar á sviði landbúnaðar, en vegna óhæfrar forustu hafa margar þessar nýungar aðeins reynzt þeim fjötur um fót í baráttu þeirra fyrir bættum búnaðarháttum, en sú barátta er afar eðlileg því fáir sætta sig til lengdar við það að hafa með höndum þá framleiðslugrein sem ekki getur staðizt samkeppni við aðrar atvinnugreinar þjóðar- innar, vegna þess að hún er rekin með löngu úreltum fram- leiðsluaðferðum, og eftir því sem tækni eykst og viðhorf breytast kemur þetta æ skýr- ar í ljós. Hinn mikli áróður og upp- lýsingar frá hendi hins opin- bera í sambandi við landbún- að, hafa aldrei beinzt að skipu- lagsmálum búvöruframleiðsl- unnar, heldur einungis að fjöl- breytni, og án þess þó að fyr- ir henni væru aðstæður sem skapað gætu nýrri búgreina- framleiðslu arðbæran grund- völl. En sem allir vita er betra að reka aðeins eina búgrein með ágóða, en margar ef þær eru reknar með tapi. I þessu efni er margt upp að telja. Við minnumst þess að sjálfsögðu þegar hið opin- bera hófst handa um innflutn- ing karakúlfjárins, sem yfir íslenzkan landbúað leiddi þá verstu plágu sem um getur í sögu hans. Þó er það ekki plág- an sem einkennir hið stefnu- lausa fálm sem átt hefur sér stað, heldur hitt að þarna áttu bændur að hefja framleiðslu nýrrar búvörutegundar, án at- hugunar á því hvort fyrir hendi væru skilyrði til þeirrar framleiðslu, nema þá á kostn- að annarrar. Og einnig munum við það þegar hafinn var inn- flutningur loðdýra, sem sömu sögu má um segja. í sam- bandi við þá búgrein lögðu -bændur af litlum efnum í mikla fjárfestingu, sem aðeins varð þeim vel flestum auka erfiði og útgjöld. Eg veit ekki hvort þörf er að rekja þessi afskipti hinna ráðandi manna, þau eru alþjóð kunn. Þó er nauðsynlegt að benda á að þessi stefna er enn við lýði, og jafnvel nú í mest- um blóma. Eða höfum við ekki heyrt áróðurinn. Við eigum að taka upp framleiðslu á holda- nautum, fóðurkorni, fóðurróf- um og fóðurkáli, nýjum fram- leiðslugreinum í viðbót við þær sem fyrir eru. Stöldrum nú við og athug- um búnaðarhætti einyrkjans í dag, og við getum gjarnan tekið eitthvert það bú sem rekið er sem fyrirmynd eftir tilsögn hinna ábyrgu ráðandi manna. Bútegundirnar eru þá sem hér segir. Hross, sauðfé, tvær tegundir nautpenings til mjólkur og holda, svín, ali- fuglar, loðdýr þrjár tegundir, það er, refir, minkar, kanínur. Siðan kemur svo ræktun mat og fóðurjurta, sem munu vera eitthvað þrjátíu tegundir. Og þó eru hér aðeins nefndar hin- ar helztu og venjulegustu greinar landbúnaðarframleiðsl unnar, sem taldar eru hverjum bónda nauðsyn tii þess að geta- rekið arð.vænlegan búskap. Á því sem nú hefur verið upptalið hljóta menn að sjá hvert stefnir í íslenzkum landbúnaði. Næst ættum við svo að hug leiða hvað svona búrekstur leiðir af sér í fjárfestingar- málunum. Húsbyggingar yfir tíu tegundir búpenings á- samt geymslum yfir hinar ýmsu fóður- og matarfram- leiðsluvörur, og svo síðast en ekki sízt vélasamstæðurnar sem tilheyra hverri fram- leiðslugrein, ásamt húsum yf- ir þær. Allt kostar þetta svo gífurlega fjárfestingu að hver skyniborinn maður hlýtur að sjá að stefna sú sem nú ræð- ur í landbúnaði okkar er full- komlega vonlaus. Eg veit ekki hvort ástæða er til að nefna nokkrar tölur í þessu sambandi, þetta er svo augljós vitfirring. En geta má þess að lán þau sem landbún- aðurinn nýtur eru veitt til þrjátíu eða fjörutíu ára, en f járfesting meðalbús mun vera nærri átta hundruð þúsund. Kæmi þá í hlut hvers árs greiðsla sem næmi röskum tuttugu þúsundum auk vaxta sem nema að sjálfsögðu hálfri þeirri upphæð, þó miðað sé eingöngu við hin hagstæðu landbúnaðarlán. Næst ber svo að ræða starf einyrkjans við svona búnaðar- hætti. . Viðleitni bóndans til nýsköp- unar í landbúnaði má í mörgu líkja við fjörbrot manns sem er að drukkna, hann grípur hvert hálmstrá sem fyrir hendi verður til þess að halda sér uppi, svo er og með bóndann, liann grípur fegins hugar við öllum ráðleggingum hinna ráð- andi manna um fjölbreytni í búvöruframleiðslu, því hann veit að eitthvað verður að gera svo íslenzkur landbúnaður leggist ekki að fullu niður, ekki sízt þegar bjargráð hinna vísu manna eru prýdd styrkj- um úr ríkissjóði ásamt vaxta lágum lánum, sem þó nema aldrei hærri upphæð en til greiðslu á efni til þeirra framkvæmda, sem hin fálm- kennda fjölbreytni krefst. Nú vita allir að laun bónd- ans voru lægri en annarra stétta þjóðarinnar, þar til þeir fengu samninga við neytendur eða verkalýðssamtökin um verðlag framleiðslu sinnar, sem tryggði þeim sömu laun og verkamönnum, og var það bændum mikil bót. Síðan hef- ur svo Framsóknarflokkurinn rofið þetta samkomulag, svo nú eru laun bænda miklu lægri en annara vinnu-stétta. Af þessu sést að bændur hafa aldrei haft fjárhagslega getu til greiðslu vinnulauna við hin- ar fjárfreku framkvæmdir, og réði því mestu þegar til fram- kvæmda kom hve frænda og vin margir þeir voru til þess að geta fengið fólk til þegn- skylduvinnu. Og cr ég þá kom- inn að því atriði sem örlaga- ríkast hefur orðið íslenzkum landbúnaði. Nú er svo málum komið að íslenzk æska neitar að eyða sínum beztu árum í þegnskylduþrælkun horfandi á útslitna foreldra fyrir aldur, útslitna af tilgangslausu striti. Hún flýr burt, flýr þann stað þar sem ekkert fékkst annað en strit og aftur strit, og lái henni þeir sem til þess hafa skap, bændur gera það áreiðanlega ekki, þeir þekkja svo vel hvernig farið hefur um mikið af því fé sem veitt hefur verið til aðstoðar landbúnað- inum. Bera ekki eyðibýlin um allar sveitir þess ljósan vott, eyðibýli þau sem bændur hafa yfirgefið eftir að til þeirra hafa verið veittar tugþúsundir í styrkjum og lánum, ásamt margra ára striti fólksins, sem fórnað hefur þar starfsorku sinni, en gefizt svo upp og yf- irgefið allt sitt, svo víða ligg- ur heilum sveitum við auðn. Á stundum getur leynzt þar ær- in harmsaga að baki. Einnig hljóta allir að skilja að bóndi sem hefur með hönd- um margþætta búvörufram- leiðslu, hefur ekki tíma til að standa í bygginga- og ræktun- arvinnu. Þó er raunin sú að bændur stunda búreksturinn sem íhlaupavinnu, og gefur því engin framleiðslugreinin þann arð, sem hún hefur hæfni til, væri skynsamlega að unnið og fyrir hendi -sú aðstaða að bændur gætu ótruflaðir gefið sig að einni búgrein. Á þessu sést einnig hve gíf- urlega gjaldeyrissóun slíkt stefnuleysi í búvöruframleiðsl- unni skapar, aulc þess starfs sem þar er kastað á. glæ. Þess utan er svo sá véla- kostur sem svona búskapar- hættir útheimta ekki nýttur nema að örlitlum hluta, en ryðgar gjarnan þess í stað nið- ur og eyðileggst miklu fyrr en ef rétt væri á málum haldið, enda hefur því verið óspart haldið fram af hinum vísu bú- frömuðum okkar, að skortur á umgengnismenningu geri mjög vart við sig meðal bænda, og er þá oft tilfært hve sóðalegt sé kringum bústaði sveitanna, að bændur kunni ekki meðferð véla, láti þær liggja út um engjar og tún og drafna þar niður í hirðuleysi, smyrji þær ekki, o.fl. o.fl. Þeir eigi gjarn- an að taka sér viku til fegr- unar eins og Reykvikingar, þeir eigi að byggja hús yfir vélar sínar, smyrja þær vel og aka þeim uppá kubba svo hjólbarðar fúni ekki, og annað álíka, þetta borgi sig segja þeir, og ýmislegt fleira ágæti kvað fylgja hirðusemi. — Það er sem þessir menn haldi að bændur séu haldnir einhverri óart, einhverri molbúanáttúru sem verði að berja úr þeim með illu eða góðu. En að ástæðn- anna sé leitað í göllum hinna aldagömlu búnaðarhátta sem enn er við haldið af þeim sem málum ráða' virðist órafjarri skilningi þeirra. Nú hin síðari ár virðist sem bændur séu almennt farnir að láta hinn geistlega áróður Framhald á 11. síðu. ¥erkaniaður spyr Mor gunblaðið „Kjarni þessa máls er sá að almenningur í landinu krefst talarlausra samninga og vinnufriðar á þeim grundvelli að reynt verði að koma til móts við óskir laegst launaða verkafólksins án þess að stefna rekstri atvinnutækjanna í hættu eða leiða nýja gengis- lækkun yfir þjóðina.“ Hvar halda menn að þessi ummæli hafi staðið? Þrautin er eflaust fullþung, en þau stóðu í forustugrein Morgun- blaðsins í fyrradag, í málgagni thorsaranna og Bjarna Bene- diktssonar undir fyrirsögninni „Kommúnistar spilla fyrir sátt- um“. Ummælin sýna mætavel hversu hrætt íhaldið er orðið við afleiðingar verka sinna. En lesendur spyrja að» von- um: Ef þetta er kjarni málsins hvers vegna er þá ekki gengið til tafarlausra samninga? Hvernig stendur á því að enn er ekki komið til móts við ósk- ir verkafólksins? Hvaða sættir eru það sem atvinnurekendablöðin eru allt- af að segja að „kommúnistar“ hafi spillt? Verkamaður. Fermingar og íjárútlát — Kyrtlarnir mikil bót Hátíð barnsins en ekki aðstandenda — Ögn um Skálholtskirkju UM ÞETTA leyti árs fara fram fermingar í stórum stíl og víða er mikið tilstand. Undanfarin ár hafa fermingar barna verið svo mikið fyrirtæki að við liggur að fátækt fólk setji sig á höfuðið, því að það reynir að gera sem bezt til barn- anna og þessa heiðursdags þeirra. Það er þó mikil bót að með tilkomu fermingarkyrtl- anna sem kirkjurnar leggja til dregur talsvert úr f járútlátum fólks. Það er ekki lengur neytt til að eyða stórfé í flíkur sem notaðar eru einu sinni eða tvisvar, svo sem hvíta hæla- síða kjólinn telpunnar og svörtu eða dökkbláu fötin drengsins. Samt sem áður er þetta ekki útgjaldalaust fyrir- tæki. Fermingargjafir og fermingarveizlur eru víða lióf- lausar og fólk reynir að halda fast við þessa siði, þótt fjár- hagur þess leyfi það alls ekki. Auðvitað reyna kaupmenn allt sem þeir geta til að viðhalda fermingargjafasiðnum, því að hann er mikið vatn á gróða- myllu þeirra, og auglýsingar um „hentugar fermingargjaf- ir“ óma í eyrum okkar í út- varpinu dag eftir dag. Eg minnist þess að í Danmörk var fyrir nokkrum árum farin her- ferð gegn fermingarveizlum og gjöfum og reynt að koma því á að eitthvað viturlegra væri gert fyrir börnin en eyða stórfé í veizlur sem þau hafa mjög takmarkaða skemmtun af, heldur eru miðaðar við ætt- ingja og vini. Barizt var fyrir því með oddi og egg að því fé sem annars væri sóað í veizluhöld væri varið til ferða- lags fyrir barnið, sem gæti orðið því til skemmtunar og þroska. Og þetta bar talsverð- an árangur. Skipulagðar voru ferðir fyrir fermingarbörn til útlanda, mislangar og misdýr- ar eftir efnum og ástæðum hvers og eins, og þótti þetta gefast mjög vel. SVO KEMUR stutt bréf um Skálholtskirkju og útlit henn- ar. — Brandur skrifar: —- „Ekki var ég sammála skrif- um þínum, Bæjarpóstur góður,. um Skálholtskirkju. Eg held: yfirleitt að flestir hafi sagt eitthvað sem svo þegar myndl af líkaninu birtist í blöðunum: Þetta er miklu betra- en við bjuggumst við. Og svo mikið er víst að kirkjan virðist lát- laus og laus við allt flúr. Eg* hef ekkert vit á byggingarstíl og mín vegna getur þetta heit- ið rómanskur, gotneskur eða jafnvel funkisstíll, en hvað svo sem þeir sem vit hafa á kjósa að kalla þessa stílgerð eða stílgerðir, þá fellur bygg- ingin mér vel í geð og ég .veit að svo er um fleiri. — Vinsam- legast — Brandur".

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.