Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.04.1955, Blaðsíða 6
W3) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 19. apríl 1955 þlÓOVIUINN Ottrefandl: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Rltstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðusti* 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; lcr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. K_______________________________________________J Flokkur arðræningjanna hefur kastað grímunni I verkfallsbaráttunni sem nú hefur verið háð á 5. viku hefur það komið skýrt í ljós hver raunveruleg afstaða íhaldsins er þeg- ar alþýðan berst fyrir því að rétta hlut sinn og á í stríði við harðsvírað og ósvífið atvinnurekendavald. I þessu verkfalli eigast við 7300 vinnandi karlar og konur annarsvegar og tiltölulega fámennur hópur auðmanna og at- vinnurekenda hins vegar. Láta mun nærri að um 25-30 þúsund manns séu á einn eða annan hátt á framfæri verkfallsmanna og e^gi því sameiginlega hagsmuni með þeim. Til viðbótar koma svo þúsundir annarra launþega og verkamanna sem ekki eru enn beinir þátttakendur í yfirstandandi vinnudeilu en munu siðar fá kjör sín bætt í samræmi við niðurstöður hennar. Það er því sízt of mælt að hér eigi öll verkalýðsstétt og allir launþegar á íslandi raunverulega í höggi við fámenna en valda- mikla og auðuga atvinnurekendastétt, sem neitar verkafólki um rétt sinn til bættra lífskjara. Þessi fámenna auðklíka telur sig þess umkomna að skipa verkafólki í landinu og launþegum öllum að búa áfram við óbreytt kjör eða versandi á sama tíma og hún sjálf safnar meirí gróða en nokkru sinni fyrr og lifir í þvílíku bílífi að annað eins er óþekkt meðal auðmannastétta í nálægum þjóðlöndum. Tfl þess að koma þessari hugsjón sinni í framkvæmd hefur arð- ræningjaklíkan stöðvað mest allt atvinnulíf Reykjavíkur á 5. viku og sóað á annað hundrað milljónum króna í herkostnað gégn venkalýðnum. Þessi hrokafulla klíka atvinnurekenda og arðráns- afla þjóðfélagsins nýtur fyllsta stuðnings íhaldsins. Hræsnis- flokkur auðvaldsins sem við hátíðleg tækifæri titlar sjálfan sig sem „flokk allra stétta“ hefur í þessu langa og harða verkfalli kastað svo rækilega grímunni að enginn á að þurfa að villast á raunverulegu innræti hans. Til þess að reyna að hindra kauphækkun til verkafólks sem ekki hefur nema 2000-3000 krónur á mánuði, eins og Iðju-fólk og Dagsbrúnarverkamenn verða að búa við, hefur íhaldið látið ríkisstjóm sína veita atvinnurekendum fyllsta stuðning, ýmist með blekkjandi skýrslugerðum sem eru orðnar að almennu at- hlægi og enginn tekur mark á eða með því að gera. sáttanefnd og sáttasemjara ókleift að gegna hlutverki sínu. Á alþingi hefur íhaldið notað Bjama Benediktsson til þess að beita verkafólk ögrunum og hótunum í svo ríkum mæli að slíks eru fá eða engin dæmi. Hefur þessi íhaldsráðherra talað þar í hlakkandi tón um fjárhagsvandræði verkamannaheimilanna og gefið í skyn að verkamenn yrðu fljótlega sveltir til uppgjafar. f bæjarstjórn Reykjavíkur hafa brúðuhendur íhaldsfulltrúanna hindrað að bærinn semji við verkamenn á sama hátt og Hafnar- fjarðarbær gerði að tilhlutan verkalýðsflokkanna. Bæjarstjómar- íhaldið tekur þannig sinn fulla þátt í ofsóknum atvinnurekenda- klíkunnar gegn verkamönnum og beitir bæjarfélaginu á hinn ó- svífnasta hátt fyrir stríðsvagn auðmannaklíkunnar. Loks skipuleggur svo íhaldið óróa- og slagsmálalið Heimdall- ar gegn verkfallsvörðum verkalýðsfélaganna, sendir það út á þjóðvegina undir forustu margdæmdra glæpamanna, í því skyni að efna til uppþota og meiðinga á friðsömum verkamönnum sem gegna skyldustörfum og gæta réttar samtakanna. Hér í bænum er þetta sama lið látið standa fyrir rúðubrotum, innbrotum í hús og íkveikjum og gera tilraunir til að trufla frið á fundum verka- lýðssamtakanna. Framkoma íhaldsins í þessari deilu er með slíkum endemum að lengi mun munað af verkafólki Reykjavíkur og allri alþýðu. Auðstéttarflokkurinn hefur sýnt hið rétta innræti sitt, sannað hatur sitt á alþýðunni og samtökum hennar, en sýnt auðmjúka þjónustu við atvinnurekendaklíkuna. Fyrir þetta mun allur al- menningur draga íhaldið til ábyrgðar á sínum tíma og launa því að verðleikum. Að því mun unnið einhuga af allri stéttvísri og heilskyggnri alþýðu að einangra íhaldið og gera það áhrifalaust á gang íslenzkra þjóðmála. Slík einangrun og stórfellt fylgishrun íhaldsins eru ávextirnir sem það hefur unnið til að uppskera með fjandskap sínum við verkafólk í núverandi vinnudeilu þess við atvinnurekendur. Leikritið á páskadaginn, „Helgur maður og ræningi", eftir Heinrich Böll, var mjög gott, hákristilegt efni í nú- timastíl, og féll blær leiksins prýðilega við páskadag krist- innar kirkju. Barnatíminn á 2. í páskum annaðist 11 ára bekkur í Hafnarfirði að miklu leyti, og leystu börnin sum at- riðin vel af hendi, meðal ann- ars var spurningaþættinum „Já eða nei“ prýðilega stjórn- að. f lok timans var flutt ævi- ágrip Abrahams Lincolns við unglingahæfi. Fréttaaukar voru hver öðrum betri liðna viku: Bólusetning gegn mænusótt á þriðjudaginn, á miðvikudaginn um ráðstefnu Asíu- og Afríkuríkjanna og á föstudaginn voru fréttirnar af félagi jöklamanna nokkurs kon- ar fréttaauki, þótt þær væru fléttaðar inn í almennu frétt- irnar. Fréttaaukinn um ráð- stefnuna í Bandung, er bezti fréttapistill, sem komið hefur á vegum Fréttastofunnar. Hann var með öllu ólitaður af áróðri, og má fullyrða, að efni hans hafi ekki fyrst og fremst verið fengið hjá Lundúnaútvarpinu. Annars hefur fréttaflutningur útvarpsins verið miklu hófsam- ari í öllu því, sem miður fer, nú síðustu vikurnar, og mætti svo fara með frekari þróun í þá átt, að þetta yrði sæmileg fréttastofnun, áður en langt um líður. Atvik höguðu því svo, að maður missti af kvöldvöku fimmtudagsins, en ýmsir hafa látið mjög vel af henni. Af samtíningi laugardagskvöldsins missti maður líka, og verður því ekki neinn dómur á hann lagður. — En nokkur erindi vikunnar eru sérlega minnis- stæð. Ber þar fyrst að nefna erindi Lúðvíks Kristjánssonar um Jón Sigurðsson og Magnús Einarsson bónda í Hvilft. Lúð- vík er einn af okkar ágæt- ustu fræðimönnum um sögu fyrri hluta síðustu aldar, eink- um að því er snertir þátt Vest- firðinga í menningarbaráttu þeirra tíma, og meðhöndlar fræði sín af frábærum skiln- ingi á samskiptum einstaklinga við samtíð sína. Erindi hans var ein skýr sönnun þess, hve yfirlitssagnfræðinni getur sézt yfir merkilega þætti í ekki ó- merkilegra starfi en baráttu Jóns Sigurðssonar fyrir sjálf- stæði fslands og hve tilviljana- kennt það getur verið, hvaða nöfn það eru, sem í gleymsku falla, þeirra er standa við hlið foringjans. Gefur erindi þetta fyrirheit um það, að eigi muni hið síðara bindi Vestlendinga standa að baki hinu fyrra, og er þá gefið mikið fyrirheit. Þá var sérlega gott erindi síáiislu VÍkilj það, sem Sig. Björnsson sál- fræðingur flutti á þriðjudaginn um unglingafræðslu. >að er mikil menningarnauðsyn, að sem oftast sé rætt um þessi mál í Útvarpið af fræðimönn- um á því sviði. Undirstöðuat- riði þeirra mála verða ekki skilin að fullu af öllum almenn- ingi, nema endurtekið sé hið sama sífelldlega frá nýjum og nýjum sjónarmiðum, en meðan almenningur hefur ekki áttað sig á hinum breyttu viðhorfum í uppeldismálunum í sambandi við hraðstíga þjóðfélagsþróun, þá vaða uppi hverskonar hleypidómar, og fleiri og færri verða fyrir áhrifum þeirra afla, sem markvisst vinna gegn hverskonar sókn á menningar- sviði. — Jón Sigurðsson borg- arlæknir komst inn á svið þessara mála í fræðsluþætti sínum um heilbrigðismál, og ennfremur vék frú Elsa Guð- jónsson að hinu sama í heim- ilisþætti sinum.' Eiga allir þess- ir aðilar beztu þakkir skilið er um þetta mál fjalla af þekk- ingu og skilningi og ábyrgðar- tilfinningu. Þá má geta erindis Ragnars Jónssonar um tónlist. Ást hans á listinni leyndi sér ekki, en ekki laust við, að stöku sinn- um yrðu ástarjátningar hans hástemmdar um of frá listrænu sjónarmiði. Sérstök ástæða er til að þakka honum nokkur vel valin fordæmingarorð yfir ó- merkilegustu söngva- og laga- flutningi Útvarpsins. Vonar maður, að Útvarpsráð taki slík- ar aðfinnslur til yfirvegunar, ef nokkur leið væri til breytingar, án þess að ganga þyrfti allt of mikið í berhögg við einhvern töluverðan fjölda yngri kyn- slóðarinnar. — Frú Margrét Jónsdóttir las úr dagbók Sam- úels Pepys. Frúin hefur einn hinn ágætasta málróm og fram- burð, sem að hljóðnemanum kemur, og mætti bar oft.ir koma en hún gerir. Ekki vöktu dagbókarslitrin i.eina sérstaka eftirtekt. Komin er ný útvarpssaga, „Jómfrú Barbara“ eftir Aino Kallas, saga, sem gerist fyrr á öldum í Líflandi austur. Séra Sigurjón í Saurbæ flytur ;óg- una, og fellur lestur hans mjög vel við blæ hennar, sem er heilsteyptur blær rétttrúnaðar- kirkju fyrri alda. Sagan tekur aðeins þrjú kvöld, og v’erð- ur sennilega nánar getið þegar hún er öll. Frú Elsa Guðjónsson flutti á laugardaginn síðasta heimilis- þátt sinn. Hefur frúin annast þennan þátt með mikilli prýði í vetur, og verður væntanlega reynt a, semja við hana að nýju, þegar hausta tékur. I þáttum sínum hefur hún tekið fyrir hagnýt efni og venjulega fengið sérfræðinga hverju sinni. Sjálf semur frúin vel cg flytur skilmerkilega msð við- felldinni röddu. Kálfurinnvóg 47 kg Sá atburður skeði nýlega hjá bóndanum Jóhannesi Halldórs- syni að Gröf á Rauðasandi, að kýr sem er 13 vetra gömul fæddi kálf sem vóg 47 kíló. Skepnan þjáðist í fimm daga áður en kálfurinn náðist, og var hann þá dauður. Eftir það stóð kýrin ekki á fætur, og var henni lógað nokkrum dög- um. eftir burðinn. Sama kýr átti í fyrravetur tvo kálfa, báða af vanalegri stærð. Til saman burðar skal þess getið Bð Búnðarfélag Islands telur að nýfæddur kálfur geti orðið allt að 30 kg þungur. Gamall málsháttur segir: „Þá er búið fullgrætt ef kýr á kálfa tvo“. Sannast það hér að bóndinn í Gröf mun hætta búskap nú í vor. — r. Enn einn bragga- bruni i Reykjavik í gærmorgun varð enu. ein fjölskylda í Reykjavík fyrir miklu tjóni í braggabruna. Slökkviliðið fékk viðtneskju um að eldur væri í bragga nr. 24A í Selby-kamp í Sogamýri laust fyrir klukkan hálf ellefu í gærmorgun, en braggi þessi er tvískiptur og bjó sín fjölskyldan í hvorum enda. Þegar inn eftir kom var eystri hluti braggans al- elda og tókst ekki að bjarga neinu úr honum. Hinsvegar var hinn hluti skálans varinn fyrir eldi og urðu þar aðeins litlar skemmdir af völdum vatns og reyks. í þeim hluta braggans, sem brann, bjó kona með 2 eða 3 börn og misstu þau alla innan- stokksmuni sína. Ókunnugt er um eldsupptök. í gær var tekið að óttast um tvo smábáta. Báðir komu fram • skömmu eftir að Slysavamafé- • lagið hafði auglýst eftir þeim i útvarpi. Orðsending til iönmeistara 09 iðnfyrirtækja ! Að gefnu tilefni skal athygli iðnmeistara og iðn- [ fyrirtækja vakin á eftirfarandi ákvæðum í 22. gr. laga nr. 46/1949 um iðnfræðslu: „Nú stendur yfir verkfall eða verkbann á vinnustöð þeirri, er nem- [ andi stundar nám sitt á, og skal hann þá ekki taka þátt í framleiðslustörfum á meðan. Aftur á móti er nemanda skylt að mæta til æfinga og meöferðar véla og verkfæra á vinnustöö, þar sem því verður við komið“. Reykjavík, 18. apríl 1955 Iðnfræðsluráð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.