Þjóðviljinn - 19.04.1955, Side 11

Þjóðviljinn - 19.04.1955, Side 11
Þijiðjudagur 19. apríl 1955 — ÞJÖÐVIÍJINN — (11 Brich Maria EEMARQUE: Að elsha ... ... og deyja v._ 105. dagur „í garðinum. Það verður nógu bjart til þess. Megum við koma lun áttaleytið?“ „Tími skiptir ekki miklu máli þegar baunasúpa er annarsvegar. Komið begar þið viljið“. Bréfi hafði verið stungið undir þröskuldinn á húsi foreldra hans. Það var frá móður hans. Þeir höfðu end- ursent það frá vígstóðvunum. Hann reif þaö upp. Bréfið var stutt. Móðir hans skrifaði að foreldrar hans færu únborginni næsta ,dag, naeð flutningalest. Hún vissi ekki enn hvert ferðinni væri heitið. Hann skyldi engar áhyggj- ur hafa. Þetta var aðeins öryggisráðstöfun. Hann leit á dagsetninguna. Bréfið hafði verið skrifað viku áður en hann fékk leyfið. í því var ekki minnzt á loftáfás; en móðir hans hafði alltaf varkár verið. Hún var hrædd við ritskoðunina. Ósennilegt var aö húsið hefði verið sprengt upp nóttina eftir. Þaö hlaut aö hafa gerzt fyrr; annars hefðu þau ekki veriö send burt úr borginni. Hann braut bréfið saman með hægð og stakk því í vasann. Svo aö foreldrar hans voru þá lifandi! Hann var sannfæröur um það! Hann leit í kringum sig. Það var eins og glerveggur væri að brotna niöur fyrir fram- an hann. Allt í einu leit Hakenstræti út eins og allar aðr- ar eyðilagðar götur. Skelfingin og kvölin sem einkennt höfðu húsiö númer átján höfðu allt í einu horfið. Nú var þarna aðeins rústahrúga eins og alls staðar ann- ars staðar. Hann dró andann djúpt. Hann fann ekki til gleði, að- eins til mikils léttist. Byrði sem hafði þrúgað hann allt- af og alls staöar hafði allt í einu verið tekin af herðum hans. Hann hafði ekki áhyggjur af því að hann sæi for- eldra sína sennilega ekki meðan á leyfi hans stæði; hin langa óvissa hafði löngu grafið þá von. Þau voru lifandi; það var honum nóg. Þau voru á lífi; vissan um þaö batt enda á eitthvaö og hann var frjáls. Gatan hafði oröið fyrir nokkrum sprengjum í nýaf- stöðnum árásum. Húsið sem ekki var annað en fram- 0 hlið stóð ekki lengur uppi. Hurðin meö bréfunum stóö nú upp við steina nokkru neðar í götunni. Gráber var aö velta því fyrir sér, hvaö oröið hefði um brjálaöa vörðinn, þegar hann sá hann koma gangandi yfir götuna. „Hermaðurinn,“ sagði vörðurinn. „Ennþá hérna!“ „Já. Og þú líka sýnist mér.“ „Fannstu bréfið þitt?“ „Já.“ „Það kom í gær. Megum við taka skilaboðin þín af, dyrunum núna? Viö erum 1 vandræðum. Fimm manns eru með orðsendingar sem ekki komast fyrir.“ „Ekki strax,“ sagöi Gráber. „Eftir nokkra daga.“ „Það er ekki vonum fyrr,“ sagði vörðurinn, strángur og alvarlegur á svip eins og kennari sem ávítar óhlýöinri nemanda. „Við höfum sýnt þér mikla þolinmæði.“ „Ert þú ritstjóri þessa blaðs?“ „Loftvarnavöröur er allt. Hann heldur uppi reglu. Það er ekkja hérna, sem ekki hefur getaö fundið börnin sín þrjú eftir síðustu árás. Við þurfum staö til að tilkynna það.“ „Taktu þá minn stað. Ég fæ víst póstinn minn í i*úst- irnar þarna hvort sem er.“ Vöröurinn tók niður skilaboö Grábers og fékk honum. Gráber var aö því kominn aö rífa miðann, þegar vörö- urinn greip um hönd hans. „Ertu brjálaður, hermaöur? Svona miða má aldrei rífa. Þú rífur sundur hamingju þína um leiö. Heppnin mun fylgja þér meðan þú geymir þennan miða. Þaö leynir sér ekki að þú er byrjandi. „Já,“ sagði Gráber, braut saman miðann og stakk hon- um í vasann. „Og það vil ég vera eins lengi og ég get. Hvar býröu núna?“ „Ég varð að flytja. Ég fann sæmilegt kjallaraskot. Bý þar núna sem leigjandi hjá músafjölskyldu. Mjög skemmtilegt.“ Gráber horfði á manninn. TekiÖ andlit lians sýndi engin svipbrigöi. „Ég hef í hyggju aö stofna félag;“ sagði hánn, „fyrir fólk sem á ættingja sína undir rúst- unum. Við veröum aö standa saman, annars verður ekkert gert. AÖ minnsta kosti verður prestur að blessa alla þá stáði sem geyma lík, svo að það vei'ði helgireitir. Skilurðu þaö?“ „Já. Ég skil þaö.“ „Gott. Sumum finnst það heimskulegt. Þú hefur auð- vitaö enga ástæðu núna til aö verða félagi. Þú ert búinn að fá þetta bölvaða bréf þitt! “ Þáð var eins og tekið andlit mannsins leystist allt í einu sundur. Ofsalegur þjáninga- og reiðisvipur færðist yfir það. Maðurinn snerist snögglega á hæli og gekk burt. Gráber horfði á eftir honum. Svo hélt hann áfram. Hann ákvað aö segja Elísabetu ekki að foreldrar hans væm enn á lífi. Hún kom alein yfir torgið fyrir framan verksmiðjuna. Hún sýndist mjög lítil og mjög einmana. Húmið geröi torgið stærra en venjulega og lágar byggingarnar í bak- sýn berari og ógnþrungnari. „Ég fæ leyfi,“ sagöi hún með öndina í hálsinum. „Aftur.“ „Ilvgö langt?“ „í þrjá daga. SíÖustu;þrjá daganá.“ Hún þágnáði. Augu hennar breyttust. Þau voru allt í eiriú tárvöt. „Éf sagöi þeim hvers vegna,“ sagöi hún. „Þeir gáfu mér þrjá daga þegar í staö. Ef til vill verö ég aö vinna þá af mér seinna, en þaö gerir ekkert til. Á eft- ir gildir einu um það. Þá er betra áð hafa sem mest að gera.“ Gráber svaráði engu. Umhugsuninni um aö þau yrðu von bráðar aö skilja laust niöur í huga hans. Hann hafði vitað það allan tímann á sama hátt og maður veit svo margt — án þess að hugsa um það eða skilja það til fulls. Það hafði alltaf verið í svo mörgu að snúast. Nú var stað- reyndin þarna, stór og ógnþrungin, stafaði frá sér köld- um dauðageislum — sem skinu gegnum gleði og töfra lífsins og sýndu aðeins nakta beinagrind raunveruleik- ans. Þau horfði hvort á annað. Bæði hugsuöu hið sama. Þau stóðu á mannauðu torginu og horfði hvort á annað og hvort um sig vissi um þjáningar hins. Þeim fannst eins og vindhviöa skylli á þeim, en þau hreyföu sig ekki. Örvæntingin sem þau höfðu getað foraðaö sér undan eimillsþáttnr Maður ma segja „æw Sársauki hefur mjög mis- munandi áhrif á fólk, sagði sænskur tannlæknir nýlega í útvarpsfyrirlestri. Sumt fólk finnur í rauninni meira til en annað þegar það situr í tann- læknisstól, þótt eitt barn gráti þegar annað stillir sig við sams konar meiðsli, þarf það ekki að tákna að annað barnið sé kveif en hitt ,,hart“. Ef appelsínur sem nota á í ávaxtasalat eru látnar niður í sjóðandi vatn í fimm mínútur losnar börkurinn og hvíta hýð- ið fyrr. Nuddið tvinnan með vaxi þegar þið þurfið að sauma leð- ur eða skinn. Þráðurinn gengur betur gegnum skinnið og götin sem myndast verða vatnsþétt. Plastpokar Gætið þess að fleygja ekki plastpokum sem nú er farið að selja í ýmsar vörur, fatnað, snyrtivörur og fleira — þeir eru tilvaldir til að geyma í handavinnu og ennfremur nest- ispakka til þess að komast hjá fitublettum á það sem næst pakkanum liggúr. Svona plast- Allt lyrir kjotverzlanir. Smi 8UM-Þýrðm H. Teitsson ■ Cretlgjttr I Gólfteppi með góðUm greiðsluskilmálum Toledo Fischersundi Alumíníum- bátur ■ ■ í óskilum. Réttur eigandi get- j ur vitjað hans til undirrit- • aðs. • ■ ■ ■ A » Magrtús Knsfijáasson, j Nökkvavog 4 Vorhatturinn Nýju hattarnir eru með af- brigðum látlausir. Fjaðrir og blóm eru því nær alveg úr sög- unni sem skraut, nýju hattarn- ir láta lagið og línurnar tala. Hattbörðin eru aftur komin í tízku en tröllaukin börð sjást því nær eingöngu á lúxushött- um. Hversdagshattar ‘éru með börð í líkingu við hattinn á myndinni. Börðin ná yfirleitt niður á hálsinn að aftan og flestir hattarnir liggja þétt að höfðinu og börðin vita niður. pokar eru mjög þarfir og hægt að nota þá til ótrúlega margs. Framhald af 9. síðu hinna ábyrgu búfrömuða hafa takmörkuð áhrif á búnaðar- framkvæmdir sínar, má í því sambandi benda á að hinn þrotlausi áróður um það að bændur tækju upp fóðurkorn- rækt hefur lítinn árangur bor- ið, en sem allir vita útheimtir sú búgrein dýrar vélasamstæð- ur ásamt húsbyggingum yfir þær og framleiðsluvörurnar. Á því sem að framan getur sést ljóslega að stefna sú sem ráðið hefur í landbúnaðarmál- um okkar er ekki umbóta- stefna, heldur er hér um að ræða stefnu þá sem ríkjandi hefur verið frá fyrstu tíð, þar sem gamla orðtakið ríkti, að hollur er heima fenginn baggi, og hver einstakur bóndi kapp- kostaði að vera sjálfum sér nógur. Það er ekki hægt að telja það stefnubreytingu þó nú á síðari tímum hafi land- búnaði verið úthlutað styrkj- um og vaxta lágum lánum, þar er aðeins um að ræða pólitískt brask tveggja flokka sem keppast við að yfirbjóða hvor annan, og nota til þess sparifé þjóðarinnar, ef með því gætu þeir keypt atkvæði bænda sjálfum sér til framdráttar. En bændum er fullkomlega ljóst að vaxtalág lán og styrkir úr ríkissjóði leysa í engu þeirra vandamál til fram- búðar, heldur aðeins breyttir búnaðarhættir til samræmis við' aukna tækni og bi'eytt við- horf. Marteinn í Vogatungu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.