Þjóðviljinn - 20.04.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. apríl 1955
fi k te ð tt d r í f «
■^r Morgunblaðið og
kaííið.
Morgunblaðið notar hvert
tækifæri til að agnúast við verk
fallsmenn og þarf stundum
ekki stórt tilefni. Fyrir skömmu
réðist blaðið á verkamenn fyr-
ir að stöðva ekki einhverja
smásendingu af kaffi til Kaup-
félags Reykjavíkur og ná-
grennis (KRON) og skýrði frá
því af mikilli vandlætingu að
verzlanir félagsins hefðu getað
gert húsmæðrum smáúrlausn í
kaffileysinu.
Að sjálfsögðu var Morgun-
blaðið ekkert að hafa fyrir því
að skýra frá að K R O N
hefði samið við samninganefnd
verkalýðsfélaganna, fyrir hönd
efnagerðar sinnar, í upphafi
verkfallsins og gengið að öll-
um kröfum Iðju meðan á deil-
unni stendur. Það er nefnilega
hvergi háttur verkalýðsfélaga
að stöðva vinnu eða afgreiðslu
hjá fyrirtækjum sem semja,
enda væru þá samningar til-
gangslausir.
Þetta dæmi er eitt af mörg-
um um heiðarleikann í mál-
flutningi Morgunblaðsins.
Áhyggjueíni auð-
stéttarinnar.
Auðvaklsblöðin og þá ekki
sízt heildsalablaðið Vísir hafa
f jargviðrast heilmikið út af því
að póstur fáist ekki afgreiddur
vegna verkfallsins og tala í því
sambandi mikið um tillitsleysi
verkamanna. ÖIl eru skrifin um
þetta þó ósköp máttlaus og
skortir alla sannfæringu í mál-
flutningi. Benda mætti Vísi og
öðrum auðvaldsblöðum á, að ó-
bugsandi er að koma í veg
fyrir ýmis óþægindi í langvar-
a,ndi vinnustöðvun. Fyrir mest-
úm óþægindum verða þó með-
Jímir verklýðsfélaganna sjálfra,
sem auðmannaklíkan og á-
1 hangendur hennar neyða til
Jángvarandi verkfalls með ó-
bilgirni sinni og algjöru tillits-
leysi. Á heimilum verkamanna
er „pósturinn“ eliki höfuðvanda
naál eins og nú standa sakir.
Öðru miáli gegnir auðvitað með
auðstéttina sem hefur nóg að
Wta og brenna og þráir það
eitt að sem minnst truflun verði
á „bissness“ hennar og „spek-
ú!asjónum.“
Nýir siðir með nýjum
herrum.
Ýmsir íhaldsmenn af gamla
skólanum eru undrandi yfir
Ivrifningu Morgunblaðsins og
velþóknun íhaldsforsprakkanna
á afrekum Guðmundar „sólar-
hrings“ og Heimdallarskrílsins.
Segja þeir sem svo að tæplega
hefði Jón gamli Þorláksson og
samhorjar hans lagt biessun
sína yfir skipulagningu of-
beldisherferða á þjóðvegum,
eggja- og grjótkast á hús and-
ætæðinganna, rúðubrot, íkveikju
tilraunir að næturþeli og aðsúg
að lögreglunni. Þessir góðu
íiienn gleyma því að nýir siðir
koma með nýjum herrum.
Helzti forsprakld auðklíkunnar
sem nú ræður Sjálfstæðis-
flokknum, Bjarni Benediktsson,
stundaði nám í Þýzkalandi á
ve’.mektardögum Hitlers og naz-
ísmans. Þar þótti góð latina að
beita verkalýðshreyfinguua
livers konar ofbeldi, senda for-
ustumenn hennar formálalaust
inn í eilífðina og láta logana
bera við himin. Bjarni Bene-
diktsson reyndist námfús á
starfsaðferðir nazismans og
þótti þær til mikillar fyrir-
myndar. Fyrir atbeina Bjarna
og manna með svipuðu liugar-
fari er nú verulegur hluti Sjálf-
stæðisflokksins gegnsýrður af
hugsunarhætti nazistaofbeld-
isins, enda kennsla í þeim starfs-
aðferðum aðalnámsgrein yfir-
stéttarunglinganna í Heimdalli,
sem sendir eru undir forustu
manna af tegund Guðmundar
„sólarhrings“ gegn verkamönn-
um.
ir Ömerkilegir vasa-
peningar.
Mörgum verður það eðlilega
umhugsunarefni hve fátt auð-
stéttin lætur sér finnast um þótt
atvinnuvegirnir stöðvist vikum
saman og öll framleiðslustarf-
semi leggist í dá. Almenningur
minnist þess að þrátt fyrir ó-
bilgirni atvinnurekenda í gamla
daga og tregðu þeirra til að við-
urkenna réttlætiskröfur verka-
fólks höfðu þeir jafnan áliuga
fyrir að vinnustöðvanir yrðu
sem skemmstar og tjónið af
þeim sem minnst. Þessi afstaða
lá í því að hagsmunir atvinnu-
rekendastéttarinnar voru tengd-
ir framleiðslunni og gengi lienn-
ar. Nú er þessu öfugt farið.
Stærstu atvinnurekendurnir
leggja sig alla fram til að hindra
samninga við verkafólk og horfa
ekki í þótt framleiðslan og þjóð-
arbúið verði fyrir tugmilljóna
tjóni. Skýringin er auðsæ. Auð-
mannastéttin hefur eignast nýja
mjólkurkú sem reynist henni
dropasæl. Helztu forsprakkar
hennar eru önnum kafnir her-
mangarar, hluthafar í hernáms-
framkvæmdum bandaríska inn-
rásarliðsins og fá þaðan stór-
felldan gróða. 1 samanburði við
þessa gróðalind líta auðmenn-
irnir á tekjur sínar af íslenzkum
atvinnurekstri sem ómerkilega
vasapeninga.
Hlýða Sjálístæðis-
menn „kommúnist-
um"?
Heildsalablaðið Vísir tekur í
gær undir söng Morgunblaðsins
um að verkfallið sé pólitískt af
hálfu verkalýðsfélaganna.
Þetta er auðsæ blekking, lúns
vegar er ríkisstjórnin og flokk-
ar hennar að gera verkfallið
pólitískt með stífni sinni í garð
verkamanna og stuðningi sínum
við atvinnurekendur.
Vísir hyggst sanna fullyrð-
ingu sína með því, að vondir
„kommúnistar“ liafi ákveðið á
Alþýðusambandsþingi í haust
„að láta til skarar skríða gegn
ríkisstjórninni“. Getur lieild-
salahlaðið varla átt við annað
en einróma ákvörðun Alþýðu-
sambandsþings um uppsögn
samninga verkalýðsfélaganna
og nýja kjarabaráttu til þess að
rétta hlut verkafólks. Um þetta
voru allir fulltrúar verkalýðs-
félaganna á Islandi sammála,
einnig þeir Sjálfstæðismenn sem
sátu sambandsþingið. Enginn á-
greiningur kom fram á þinginu,
ekki ein einásta rödd seni' 'ekki
taldi sjálfsagt og óhjákvæmi-
legt að segja upp samningum og
berjast fyrir bættum kjörum.
Glamur Vísis og Morgun-
blaðsins er því með öllu mark-
laust. Ásakanir þessara íhalds-
blaða hitta jafnt Sjálfstæðis-
menn sem aðra fulitrúa á AI-
þýðusambandsþingi. Þannig er
stuðningurinn við verkalýðinn í
reynd frá „flokki allra stétta“.
Eða vilja blöðin halda því fram
að afstaða Sjálfstæðismanna
hafi mótast af hlýðni við
„kommúnista“ eða fjandskap
við ríkisstjórnina ?
Hvað meinar Vísir?
Vísir segir í gær að vérkalýðs-
félögin liafi stillt kröfum sínum
svo hátt að engir samningar
geti tekizt af þeirri ástæðu!
Þetta þykir almenningi heldur t
léleg röksemdafærsla meðan sú
staðreynd er óbreytt að atvinnu-
rekendaklíkan gerir verkafólki
ekkert tilboð um kauphækkun
nema 7% ,,kjarabæturnar“
frægu.
En með leyfi að spyr ja: Hver j
ar telur Vísir að kröfurnar
hefðu átt að vera til þess að at-
vinnureltendur gætu gengið að
þeim? Eða er Vísir ineð eitt-
hvert tilboð á hendinni frá þess-
um skjólstæðinguin sínum?
Þjóðleikhúsið 5 ára í dag
í dag' eru 5 ár >liðin síðan
Þjóðleikhúsið var opnað. Á
þessu timabili hefur það flutt
64 verkefni sem rösklega hálf
milljón manna hefur sótt; þar
höfum við vafalaust slegið eitt
hinna margfrægu heimsmeta
okkar, „að tiltölu við fólks-
fjölda“. Mörg góð leikrit, forn
og ný, hafa verið flutt; við höf-
um kynnzt hugmyndum, per-
sónum og höfundum er við
hefðum farið á mis við án
milligöngu Þjóðleikhússins —
og er það sjálfsagt mál. Þá hef-
ur leikhúsið flutt okkur nokkr-
ar óperur, hinar fyrstu á ís-
landi; og hefur flutningur
þeirra í vaxandi mæli orðið
verkefni innlendra listamanna.
Allmargir ágætir listamenn er-
lendir hafa sýnt okkur list sína
af fjölum leikhússins, og er
skemmst að minnast japönsku
heimsóknarinnar um daginn.
Þjóðleikhúsið hefur stofnað list-
dansskóla; er mjög mikil að-
sókn að honum — og sýndir
hafa verið listdansar um ís-
lenzk efni, stignir íslenzkum
listdönsurum. Fyrir starf Þjóð-
leikhússins er leiklistarlíf okk-
ar ekki aðeins auðugra en
nokkru sinni fyrr, heldur hefur
íslenzkt menningarlíf auðgazt
nýjum þáttum. Menntasinnuð-
um íslendingum eru íáar stofn-
anir hugstæðari.
Um það verður þó ekki deilt
að þeir, sem í upphafi væntu
sér stærstra afreka af Þjóðíéík-
húsíinU, hafa orðið fyrir noxkr-
um vonbrigðum með starf þess
um 5 ára skeið. Allir virða það
sem vel hefur verið gert; og.þó
leikhúsið hafi sýnt nokkur leik-
rit sem ekki geta aukið hróður
neins leikhúss, eru rök von-
brigðanna ekki fólgin bar. Or-
sökin til ónógrar reisnar Þjóð-
leikhússins er einkum sú að
íslenzk leikritagerð í heiid er
ekki hlutgeng. En þjóðleikhús
rís ekki í fulla hæð án stór-
brotinnar innlendrar drama-
tísku. Þetta er mál sem vert
væri að ræða náið. í dag er
það einlæg ósk að Þióðleikhúsi
íslendinga berist i framtiðinni
gnægð íslenzkra leikrita er
svari draumum okkar um hlut-
verk þess í íslenzkri menn-
ingarþróun og andlegu lííi
þjóðarinnar. B.B.
Kveðin Skálholtsdrápa — Gömul steí og graískriítir
til skreytingar — Komið í veg íyrir óþaría andríki
S.B.E. HEFUR sent bæjar-
póstinum fróðlegt bréf um til-
orðningu drápu þeirrar er
Skálholtsdrápa nefnist og fer
bréf hans hér á eftir. — S.B.E.
skrifar:
LJÓÐAMEISTARI ríkisins
hefur nýlega lokið við Skál-
holtsdrápu, sem Skálholts-
drápunefnd, biskup og stjórn-
arvöldin hafa samþykkt. —
iSkálholtsdrápunefnd ræddi
við blaðamenn í gær, en for-
maður hennar er bankastjóri
Bændabankans og með honum
í nefndinni einn guðfræði-
prófessor og einn prestur aust-
an úr sýslum. Fórust banka-
stjóranum m.a. orð á þessa
leið:
SÚ DRÁPA er ljóðameistari
ríkisins hefur nú ort ber í að-
alatriðum einkenni rómansks
kristniljóðastíls. Til þess
hníga söguleg rök. Fyrir 1200
var sá stíll einráður í trúar-
kveðskap. Ætla má að drápa
mikil sem kveðin var að boði
Klængs hafi verið í öllum höf-
uðatriðum mótuð af þeim stíl.
Hvað þá hin eldri trúarljóð.
Með því að leggja stílgerð þá
til grundvallar eru komin sýni-
leg tengsl við hinar fyrstu
aldir kristninnar hérlendis.
Þar að auki sker sú stílgerð
sig ekki um of úr ljóðagerð
nútímans. Þessi nýja drápa er
látlaus og hrein, og leyfir af-
brigði, þannig að listaverkið
lýsir um leið aðferð og við-
horfi nútímans og verður ekki
dauð eftirlíking Klængsdrápu.
Hins vegar stuðlar hún að
nokkurri íhaldssemi við lausn
verkefnisins, sem ætti sumpart
að vera skilyrði gagnvart
Skálholtsstað, sem á sér langa
og merkilega sögu, og á enn
nokkur stef varðveitt úr eldri
drápum. Þeim má auðvitað
ekki fleygja, heldur verður að
skjóta þeim inn í hina ný-
kveðnu drápu ljóðameistara
ríkisins. Ennfremur eru forn-
ar grafskriftir sem nota má
sem millifyrirsagnir í Skál-
holtsdrápu hinni nýju og
verða þær þá um leið merkileg
skreyting, sem leiðir hugann
aftur til fortíðarinnar.
HIN NÝJA drápa vísar með
kaflafjölda sínum aftur tii for-
tíðarinnar. Og eins og hinar
fomu drápur vom í þremur
köflum allt frá dögum Klængs,
er hin nýja í þremur köflum.
— Til þess að komast hjá
staðarlýsingu í sjálfri dráp-
unni hefur ljóðameistari lýst
staðnum í 36 runhendum.
Sérstakar staðarlýsingar run-
hendar vom algengar hér á
landi til forna eins og þær eru
enn í öðrum löndum. I Blön-
dælu má t.d. finna staðarlýs-
ingu frá Þunnabæ.
BANKASTJÓRINN lét þess
að endingu getið, að Skál-
holtsdrápa væri í öllum höfuð-
atriðum kveðin eftir fyrirmæl-
um drápunenfdar og væri því
tilgangslaust að þvarga við
Ijóðameistara ríkisins um
skáldskapinn og þess háttar.
Hann minntist einnig á tillög-
ur sem fram hefðu komið um
að efna til samkenpni um
drápur, en kvað drápunefnd
hafa verið á einu máli um, að
þessi háttur væri einfaldari og
einna handhægastur til að
koma í veg fyrir óþarfa and-
ríki. Hefðu stjómarvöldin ver-
ið sömu skoðunar. Loks gat
bankastjórinn þess sérstak-
lega, að ljóðameistari ríkisins
ætti engan hlut að greinagerð
þessari, því að hann þyrfti
sízf að afsaka verk sitt og enn
síður gæti a'ð honum hvarflað
að miklast af því. — S.B.E.“