Þjóðviljinn - 20.04.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.04.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 20. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Breytingartillögur Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins við husnæðisfrumvarp stjórnarinnar Lásisfé aukið, lágmarksupphæð á íbsað hækkuð verkamanna fái 12 milljénir árlega, heilsuspillandi ibiiðim if> rymt, Landsbankanum verði falin úthlutun lánanna Fulltrúar SósíalistafloJcksins og Alþýðuflokksins í fjár- hagsnefnd neðrideildar, Karl Guðjónsson og Gylfi Þ. Gísla- son, birtu sameiginlegt nefndarálit um húsnœðisfrumvarp ríkisstjómarinnar. Flutti Gylfi ýtarlega framsöguræðu við 2. umrœðu málsins á fundi neðrideildar í fyrrakvöld, og töluðu auk hans Lúðvík Jósefsson, Karl Guðjónsson og Einar Olgeirsson. Umrœðan hélt áfram á fundi deild- arinnar í gær og lauk þá. Fer hér á eftir nefndarálit þeirra Gylfa og Karls, og er m.a. lýst helztu breytingartillögum þeirra og þær skýrðar. Alvarlegasta félagslega vandamálið Húsnæðismálin eru tvimæla- laust alvarlegasta vandamálið, sem nú er við að etja á Islandi. Þótt síðastliðinn hálfur annar áratugur hafi verið mestu góð- æri, sem um getur í sögu þjóð- arinnar, er hér nú engu að síð- ur mikið húsnæðisböl. Þúsundir manna, kvenna og barna búa í húsnæði, sem með engu móti verður talið viðunandi. Frumvarp þetta er niðurstaða af langvarandi samningum nú- verandi stjórnarflokka um lausn þessa mikla vandamáls. Það hefur nokkra kosti. í þvi er gerð tilraun til þess að skipu- leggja lánamarkaðinn á nýjan tíátt og vilyrði gefin fyrir því, að nokkur aukning verði á lánsfé til íbúðabygginga. Gert er ráð fyrir útgáfu vísitölu- bundinna verðbréfa, og er þar um nýjung að ræða, sem vert virðist að reyna. Enn fremur á að koma á fót leiðbeiningar- starfsemi fyrir húsbyggjendur og efla tæknirannsóknir í því skyni að lækka byggingarkostn- að. Er hvorttveggja gagnlegt. Svikizt um útrým- ingu heilsuspill- andi húsnæðis rausn er hér á ferð, má benda á, að tekjur ríkissjóðs fóru tvö síðastliðin ár 188 millj. kr. fram úr áætlun. Upphæð sú, sem ríkissjóður ætlár að leggja fram árlega til þess að bægja frá dyrum þjóðarinnar mesta böli, sem nú þjáir hana, á að nema sem svarar rúmlega hálf- um af hundraði af ríkistekjun- um. að mikill meirihluti húsbyggj- enda hefur ekki yfir svo miklu eigin fé að ráða, að hann geti greitt með því meira en helm- ing byggingarkostnaðarins, hvað þá næstum þrjá fjórðu hluta hans. Verða þeir, sem þannig er ástatt fyrir, því að leita fyrir sér um viðbótarláns- fé, sem yrði þá væntanlega með enn þá óhagstæðari kjörum en gert er ráð fyrir á veðlánunum í frv., svo að peningaokrið á lánamarkaðinum héldi áfram. Að svo miklu leyti sem ekki tækist að afla viðbótarlána eða hlutaðeigandi treysti sér ekki til þess að greiða vexti þá, sem krafizt yrði, mundu byggingar- framkvæmdirnar verða þeim mun rninni og húsnæðisbölið haldast. séð, að slík húsaleiga er ekki við alþýðu hæfi. Vart mun hugsanlegt, að hægt sé að koma upp sómasamlegri fjölskylduí- búð fyrir minna en 200.000 kr. Sé miðað við sömu forsendur áðan, yrði mánaðarleg og Lánsféð algerlega onogt Hið nýja lánsfé, sem ríkis- 1 800 kr. í húsnæði á mánuði Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að vextir af hinum nýju greiðsla af henni 1424,91 kr. Mánaðarlaun verkamanns eru nú 2976 kr., miðað við 8 stunda vinnu á dag alla virka daga ársins. Hann þyrfti því að greiða 48% mánaðartekna sinna til þess að geta búið í íbúð af algerri lágmarksstærð og eign- azt hapa á aldarfjórðungi. Þótt gengið yrði til fulls að þeim kaupkröfum, sem settar voru fram í upphafi verkfalls þess, sem nú stendur yfir, yrði þessi húsaleiga samt 37% mánaðar- teknanna. Til þess að geta eign- azt 350 rúmmetra íbúð og greitt fyrir hana 1000 kr. húsaleigu á mánuði, þarf eigandinn að hafa getað lagt fram 122.444 kr. af eigin fé, sem hann síðan reikn- ar sér enga vexti af, og er þá En þar með eru kostir þessa frumvarps upp taldir. Ágallar þess eru hins vegar miklir. Það verður að teljast höfuðeinkenni þess, að í því er ekkert stór- átak gert til þess að útrýma heiisuspillandi húsnæði. í grein- argerð frumvarpsins er þó skýrt frá því, að herskálaíbúðir í Reykjavík séu enn 542, og mik- ið af öðru húsnæði verður og áð ielja heilsuspillandi. Efna- hagur fólksins, sem í þessu hús- næði býr, er yfirleitt þannig, að þessu húsnæði verður ekki útrýmt nema með myndarlegu átaki af hálfu ríkis og bæjar- félaga. Til þess þarf rausnarleg fjárframlög af hálfu þessara aðila. En stórhugur og umbóta- vilji stjórnarflokkanna er á þessu sviði ekki meiri en svo, iað ríkissjóði er ætlað að leggja fram allt að 3 millj. kr. á ári í 5 ár í þessu skyni, ef sveitar- félög leggja jafnháa upphæð á móti. Framlög ríkissjóðs eiga því að nema 15 millj. kr. alls. Til þess að ljóst verði, hvílík ,JKona með þrjú óvita börn sín í skála 25 í Selby skálahverfi missti aleigu sína í gærdag, er íbúð hennar gjöreyðilagðist í eldi og allt það sem þar var inni. Við lá að manntjón yrði í brunanum". Þannig segir Morgunblaðið frá í gær í frétt af nýjasta braggabrunan- um í Reykjavík, hinum 5. eða 6. á þessum vetri. Nú eru í Reykjavík 542 braggaíbúðir, en það er einkenni þeirra íbúða að þær eru alitaf kaldar nema meðan þær eru að brenna. Rildsstjómin þykist hafa borið fram stórkostlegt frumvarp til lausnar liúsnæðisvandræð- unum í höfuðborginni og víðar; hún ætlar sem sé að leggja fram 15 milljónir á 5 árum til að „útrýma“ bröggum og öðru óhæfu húsnæði! stjómin hyggst útvega með ráð- stöfunum sínum, verður að telj- ast ónógt til þess að leysa vanda þeirra, sem þurfa á nýju húsnæði að halda. í greinargerð frumvarpsins er gert ráð fyrir því, að þörf sé á 900 íbúðum árlega. Ef gert er ráð fyrir, að meðalstærð þeirra yrði 350 rúmmetrar og byggingarkostn- aður 750 kr. á rúmmetra, yrði kostnaðarverð þessara nýju í- búða 236 millj. kr. f frumvarp- inu er gert ráð fyrir því, að á næstu tveim árum verði útlán til bygginga 100.5 millj. kr., en það nemur 42% af heildarbygg- ingarkostnaðinum. Virðist ja£n- vel ástæða til að skilja ákvæði frumvarpsins svo sem lánsupp- hæð verði yfirleitt ekki hærri en 70 þús. kr. á íbúð, en það er 27% af kostnaðarverði 350 rúmmetra íbúðar. Augljóst er, veðlánum verði yfirleitt 71/4% auk 1% lántökugjalds og að þau verði til 25 ára. Lánin eiga að vera jafngreiðslulán. Mánað- argreiðsla af 70 þús. kr. láni yrði 495,62 kr. Samkvæmt því sem fyrr var sagt, má búast við því, að raunverulegir vextir af viðbótarlánum yrðu allmiklu hærri. Hinsvegar er eðlilegt að gera ráð fyrir, að húsbyggjand- inn geti lagt fram nokkurt eigið fé, sem hann reiknaði sér að- eins sparisjóðsvexti af. Sé þetta tvennt talið jafnast, þannig að meðalvextr af því fé, sem fæst ekki frá veðlánakerfinu, séu taldir jafnháir og þeir vextir, sem þangað eru greiddir, verð- ur mánaðarleg greiðsla af 350 rúmmetra íbúð, sem kostar 262.500 kr„ 1871,69 kr„ og er þá að vísu miðað við, að eigandinn eignist hana á 25 árum. Er auð- Fríðindi jafnt handa ríkum og fátækum •aí Það er ein af meginreglum þessa frumvarps, að húsbyggj- endur skulu yfirleitt sæta sömu kjörum við lánveitingar. Þar er m. ö. o. sniðgengin að mestu sú staðreynd, að efnahagur þeirra getur verið svo misjafn, að á- stæða sé til þess, að hið opin- bera létti undir með þeim, sem standa höllum fæti. Hinir ríku skulu settir við sama borð og hinir fátæku, þegar um ^að er að ræða, að ríkisvaldið veiti eftirsótta fyrirgreiðslu. í grein- argerð frumvarpsins kemur að vísu fram, að Byggingarsjóði sveitanna muni fyrirhugaðar 12 milljónir " kr. af væntanlegu lánsfé. Þeim mun furðulegra verður að teljast, að hvergi skuli á það drepið, að Bygging- arsjóði verkamanna eigi að tryggja nokkuð af fé þessu, en á vegum hans hafa undanfarið verið byggðar einar ódýr.ustu og hentugustu almenningsíbúð- ir, sem reistar hafa verið í landinu. Að honum er ekki vikið á annan hátt en þann í frumvarpinu, að heimilað er að lána honum af fé veðdeildar- innar. Kjör opinberra starfsmanna rýrð í þessu sambandi ber og að geta þess, að með samþykkt frumvarps þessa yrði þrengt verulega kosti allstórs hóps launamanna að því er snertir skilyrði til útvegunar hag- kvæmra byggingarlána. Opin- berir starfsmenn hafa átt kost að fá lán úr lífeyrissjóði sínum til 40 ára, til skamms tíma með 5%% vöxtum, en nú með 6% vöxtum. Stefna frv. virðist ;sú að breyta þessum lánum í 7% lán til 25 ára, og er það veru- leg skerðing á aðstöðu þessara launamanna. meira að segja miðað við, að hann fái allt lánsféð með sömu vöxtum og gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, en til þess verða því miður engar líkur taldar. Til þess að geta eignast íbúð, sem kostar aðeins 200.000 kr„ þarf hann að geta lagt fram 59.000 kr. vaxtalaust eigin fé, ef húsaleigan á ekki að fara fram úr 1000 kr. á mánuði. Þessar staðreyndir hljóta að teljast taka af allan. vafa um það, að húsnæðisvandamál lág- launafólks verður ekki leyst eft- ir þeim meginreglum, sem þetta frumvarp byggist á, heldur verður að koma til myndarlegt framlag af hálfu hins opinbera, þangað til sárustu neyðinni á þessu sviði hefur verið af létt og meira jafnvægi hefur komizt á í tekjuskiptingu og fram- kvæmdum en nú á sér stað. Spillingarbákn st j órnarflokkanna Sem síðasta aðalatriði frum- varpsins, en þó engan veginn það, sem sízt má finna því ■ til foráttu, ber að nefna, að sérstök nefnd þriggja manna, svokölluð húsnæðismálastjórn, á að út- hluta um helmingi þess láns- fjár, sem gert er ráð fyrir að handbært verði næstu tvö ár. Af greinargerð má ráða, að einn nefndarmanna muni verða tilnefndur af Landsbankanum, án þess þó að hann eigi að hafa atkvæðisrétt um lánveit- ingar. Hinir verða þá væntan- lega fulltrúar hvor síns stjórn- arflokks. Er hér um að ræða framhald þeirrar skipunar, sem tekin var upp við úthlutun smáíbúðalánanna og stjórnar- flokkarnir telja væntarilega að hafi gefizt sér vel. Þegar höfð Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.