Þjóðviljinn - 20.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.04.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagur 20. apríl 1955 þlÓOVIUINN Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SigurSur Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, GuB- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðusti* 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. óintakið. Prantsmlðja Þjóðviljans h.f. ' Verkf al Isbrjétar Þegar verkalýöshreyfingin hófst á íslandi þurfti fyrst að heyja baráttu við fólkið sjálft. Það varð að vekja al- þýðuna og kenna henni undirstöðuatriðin í þjóðfélags- háttum og stéttabaráttu, sýna henni fram á að allt þurfti ekki að hjakka í sama farinu, það var hægt að breyta samfélaginu með félagsskap og samheldni og baráttu. Til þessa þurfti mikið starf og þrautseigt og forustumennirnir áttu oft í vök að verjast; lengi létu alþýðumenn hafa sig til þess að hlýðnast kalli atvinnurekenda og snúast gegn félögum sínum þegar háð var barátta í þágu verkalýðs- samtakanna. Þessi viðhorf breyttust samt jafnt og þétt og þar kom að hugsjónir verkalýðssamtakanna sigruðu að fullu; alþýðan öll starfáði undir kjörorðinu einn fyrir alla og allir fyrir einn; verkfallsbrjótur varð eitt ömurlegasta smánaryrði tungunnar. Það er því eins og að kynnast afturgöngum frá liðinni tíð þegar nokkrir menn úr verkalýðssamtökunum hafa vaðiö uppi að undanförnu, reynt æ ofan í æ að fremja verkfallsbrot og hafa ekki vílað fyrir sér að reyna að beita of'beldi til framdráttar óþokkabrögðum sínum. Þessir nýju .Verkfallsbrjótar eru raunar miklu illkynjaðri og ógeðs- Íegri tegund en hinir fyrri; afstaðan áður stafaði oftast af skilningsskorti og rótgróinni tregðu en því er ekki til að dreifa nú. Hinir nýju verkfallsbrjótar eru vísvitandi svik- arar við samtök sín. ' Manntegund þessi er sem kunnugt er botnfall úr einni atvinnustétt, bílstjórastéttinni sem er aðili að Alþýðusam- bandi íslands meö fullum réttindum og skyldum. Þeir eru síður en svo nokkur ímynd stéttarinnar, því margir úr henni hafa unnið með prýði að framkv. verkfallsvörzl- unnar. Engu að síður hafa verkfallsbrjótarnir sett smán- arlalett á félag sitt og samtökin í heild. Á sama hátt og verkfallsbrot þessara manna hafa verið hindruð með festu þarf að koma þeim í fullan skilning um það að þeir menn sem ekki vilja hlíta skyldum alþýðusamtakanna geta að sjálfsögðu ekki heldur notið réttinda þeirra. Sök bítur sekan Daglega auglýsa atvinnurekendablöðin hversu vonlaus Kiálstaður þeirra er. Þau hafa aldrei dirfzt að taka upp neinar umræður um kröfur verkamanna, þau hafa aldrei þorað að véfengja að þær væru fullkomlega réttlátar, þau bafa meira að segja stundum lýst yfir því í fátinu að það væri sjálfsagt og óhjákvæmilegt að koma til móts við þær. Engu að síður hafa þessi blöð varið þau einstæðu skemmd- arverk atvinnurekenda að stöðva heldur framleiðsluna á annan mánuð en að koma til móts við þær. Og síðan hef- 'ur verið kveöið og sungið að allt strandi á kommúnistum, kommúnistar komi í veg fyrir sættir, kommúnistar vilji enga lausn. Ef ekki væri fyrir kommúnista væri búið að semja fyrir löngu. Þessi blöð hafa oft verið spurð þeirrar spurningar hvaða iausn þaö sé sem „kommúnistar“ hafi spillt. Hvað hefur strandað á „kommúnistum"? Hvar er sú lausn sem „kommúnistar" vilja ekki? Hvaða samningar eru það sem búið væri aö gera fyrir löngu ef „kommúnistar“ hefðu ekki komið til? Þessu hafa atvinnurekendablöðin ekki getað svai'að, og það af eðlilegum ástæðum. Það er óvéfengjanleg og lær- dómsrík staðreynd að vinnuveitendasambandið hefur ekki enn boðið fram nokkurn skapaðan hlut sem hrekkur til iausnar vinnudeilunum, og eru þó liðnir tveir mánuðir síðan kröfur verkalýðsfélaganna voru birtar. Það er þannig ekki neitt sem hefur strandað, það hefur engin lausn verið fooöin — því varla eru atvinnurekendablöðin að halda því fram að verkalýðsfélögin væru fyrir löngu búin að semja um óbreytt kjör eða jafnvel kauplækkun ef „kornmúnist- ar“ hefðu ekki komið til! 1 Þessi fjarstæðufulli málflutningur atvinnurekendablað- anna sýnir glöggt að sök bítur sekan og bítur fastar með foverjum degi sem líður. Og senn mun bitið hrífa. Einar Gunnar Einarsson, héraðsdómslögmaður: Verkíallsvarzla H lög í þjóðfélagi sem okkar bera menn ákveðnar skyld- ur og eiga sömuleiðis ákveð- in réttindi. Þetta er á laga- máli nefnt rétthæfi þ.e hæfi til að vera réttaraðili. Rétt- hæfi er ekki einungis skil- yrði fyrir því að maður geti öðlazt réttindi og tekið á sig skyldur. Því er samfara réttur til að krefjast og njóta opinberrar hagsmunavemdar samkvæmt því, sem réttar- skipun þjóðfélagsins mælir fyrir um á hverjum tíma. Sérhver maður getur því leitað aðstoðar þjóðfélagsins til verndar réttindum sínum, ef þörf krefur. Samkv. lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938 eru sett lagaákvæði varðandi stofnun stéttarfélaga í því sambandi að vinna að hags- munamálum verkalýðsstéttar- innar og launtaka yfirleitt (I. kafli lagannaj. n. kafli nefndra laga fjallar um verkföll og verkbönn, þar sem stéttarfélögum er heimil- að að gera verkföll í þeim til- gangi að vinna að framgangi krafna í vinnudeilum og til verndar rétti sínum að lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru í lögum. Þá eru og nánari fyrirmæli um lögmæti vinnustöðvunar, en þau munu ekki rakin hér frekar. Verkfall það, sem nú stend- ur yfir er löglega boðað og á allan hátt löglegt, og tel ég ekki ástæðu til að f jölyrða um lögmæti þess, enda munu allir sammála mér að svo sé. í 18. gr. nefndra laga eru eftirfarandi ákvæði: „Þegar vinnustöðvun hefur verið lög- lega hafin, er þeim, sem hún að einhverju leyti beinist gegn óheimilt að stuðla að því að afstýra henni með aðstoð ein- stakra meðlima þeirra félaga eða sambanda, sem að vinnu- stöðvuninni standa.“ Ekki verður því neitað, að fljótt á litið er grein þessi nokkuð óljós og tekur ekki af skarið um það hvað sé leyfi- legt til þess að koma í veg fyrir verkfallsbrot, en nefnd grein er eina ákvæðið, sem um þau fjallar utan þeirra dóma, sem félagsdómur hefur kveðið’ upp og þeirrar venju, sem skapazt hefur í undanfar- andi verkföllum um þetta efni. Það er tvímælalaust verk- fallsbrot, ef einhver byrjar eða tekur að sér að vinna starf þess manns, sem er í verkfalli þótt sá maður (verk- fallsbrjóturinn) sé ekki í neinu stéttarfélagi. Þetta ligg- ur í augum uppi ■ þar sem stéttarfélögum er heimilað að gera verkfall til að koma fram lögmætum kröfum sín- um en lögin yrðu tilgangslaus og réttur verkfallsmannsins eintóm blekking, ef löglegt væri að láta aðra ganga inní starf hans. Skýringu þessa leiði ég af eðli laganna og framangreindri lagagrein. I yfirstandandi verkfalli hafa m. a. benzínafgreiðslu- og flutningsmenn lagt niður vinnu. Til þess að gæta réttar þeirra hefur verið sett varzla á þá aðalvegi, sem til verk- fallssvæðisins liggja, þar sem haft er eftirlit með því að aðrir menn gangi ekki inn í vinnu verkfallsmanna t.d. með því að flytja inn benzín ólög- iega. Hér tala ég um réttindi verkfallsmanna. Eg hefi áður skýrt það, hvað sé átt við með réttindum og skyldum manna í þessu þjóðfélagi og tekið fram, að sérhver mað- ur getur leitað aðstoðar þjóð- félagsins til verndar réttind- Binar Gunnar Elnarsson um sínum, ef þörf krefur. Sá aðili hjá okkur, sem veitir slíka vernd er í fyrsta lagi lögreglustjórnin þ. e. í þessu tilfelli lögreglan í Rvík. Geti maður ekki náð til lög- reglunnar til að vernda lög- lega hagsmuni sína, hefur maður fullan og lagalegan rétt til að verja réttindi, sem mað- ur á að lögum, unz lögreglan kemur á vettvang og aðstoðar mann. Sama gildir, ef lögregl- an einhverra hluta vegna neit- ar manni um lögvernd eða telur sig ekki geta látið hana í té. Það er grundvallarregla, að mönnum er fullkomlega heimilt að verja réttindi sín, ef annarrar lögvemdar nýtur ekki við. Við skulum taka dæmi: Sé ráðist inn í hús þitt og þú verð það með þeim ráðum, sem telja verður nauð- synleg til að vemda friðhelgi heimilis þíns, þá ert þú sjálf- ur að vernda þín réttindi og nýtur ekki aðstoðar þjóðfé- lagsins, þar sem þú hefur ekki tækifæri til að kalla á aðstoð þess. Sama er þér heimilt að gera, ef lögreglan neitar þér um aðstoð. Verkfallsbrot era lögbrot. Lögreglunni ber að koma í veg fyrir lögbrot, ef kostur er eða þá að afstýra frekari lögbrotum séu þau hafin. Lög- reglan í Reykjavík hefur neit- að verkfallsmönnum um að- stoð gegn verkfallsbrotum eða hefur haft þá venju að láta slík lögbrot afskiptalaus. Þótt þessi sé afstaða lögregl- unnar er ekki þar með sagt að réttindi verkfallsmanna falli niður, heldur neyðir lög- reglan verkfallsmenn til að gæta réttinda sinna sjálfir. Verkfallsvarzla þeirra, sem nú hafa lagt niður vinnu er því lögleg varzla á þeim réttind- um, sem lög heimila Ef tekin er til athugunar varzla sú, sem fram fer á þjóðvegum í þessu verkfalli og 1952 komumst við að þeirri niðurstöðu, að hún er full- komlega lögleg. Þegar bifreið ber að vörðum þeim, sem ann- ast vörzlu flutninga á bann- vöru til verkfallssvæðisins, biðja þeir kurteislega um að fá að fylgjast með því, hvort bifreiðin hafi innanborðs ein- hverja þá vöru, sem þeir, sem í verkfalli eru, framleiða eða annast flutning á á verkfalls- svæðinu. Sé þessu neitað, sem sjaldan kemur fyrir, er við- komanda tilkynnt að hann geti ekki farið áfram, fyrr en úr því sé skorið, að hann sé ekki með neinn þann flutning, sem bann er á. Þetta kann fólki að sýnast að sé þvingun, en hjá þessari ,,þvingun“ verð- ur ekki komizt, ef verkfallið á að hafa einhver áhrif. Heim- ild til verkfalla og verkfalls- vörzlu væri þá orðin tóm, ef ekki leyfðist, að verkfallsmenn gættu réttinda sinna. Eg vil taka hér fram að farangursgeymslur bifreiða hafa aldrei verið brotnar upp og aldrei leitað í bifreiðum nema með leyfi umráðamanna þeirra. Áróður atvinnurekendablað- anna um það, að verkfalls- menn brjóti lög með verkfalls- vörzlu sinni á ekki við nein rök að styðjast og tilgangur hans er einungis að reyna að fá vegfarendur til að gera verkfallsvörzluna erfiðari og skapa árekstra milli verlcfalls- manna og vegfarenda, og hafa skrif þessi óbeinlínis orðið til þess, að fantar hafa gert ít- rekaðar tilraunir til að aka á verkfallsverði. Á meðan á verkfalli stend- ur hlýtur að skapast ákveðið ástand, ástand sém raskar mjög eignarréttinum. Það verður árekstur milli verkfallsréttarins og eigna- réttarins, en í flestum tilfell- um er þessi sameiginlegi réttur, verkfallsrétturinn, meiri en eignarétturinn, þegar þeim lendir saman. Það verður ekki komizt hjá því að eignaréttur manna raskist, a. m. k. takmarkast mjög umráðaréttur yfir við- komandi eignum; t. d. verk- smiðjueigandi getur ekki hald- ið áfram rekstri verksmiðju sinnar, þegar verksmiðjufólk- ið, sem í verksmiðjunni vinn- ur hefur lagt niður vinnu. Þarna er verkfallsrétturinn æðri eignarréttinum. Tökum annað dæmi. Eigandi olíu- verzlunar verður, ef hann vill fá til afnota sitt eigið benzín á bifreið sína, að sækja um undanþágu til verkfallsstjóm- ar, um að fá á bifreiðina sitt benzín. Þetta dæmi sýnir ljós- lega hvar mörkin eru milli eignarréttar og verkfallsrétt- ar. Ef verkfallsverðir taka af vegfarendum einhverja bann- vöru er ekki um rán að ræða heldur löglega athöfn, sem verkfallsrétturinn heimilar. Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.