Þjóðviljinn - 20.04.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.04.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 20. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 V k ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRlMANN HELGASON r Skíðamót Islands Eins og áður hefur verið frá skýrt fór Skíðamót Islands f ram á Akureyri um páskana. íþróttasíðan hefur hitt að máli reykvíska skíðamenn og láta þeir mjög vel yfir móti þessu. Hjálpaðist þar að gott veður og góð stjórn á mótinu. — Þingeyingar sýndu enn sem svo oft áður að þeir hafa yfir- burði í göngunni. Kemur það bezt fram í boðgöngunni, þar sem þeir áttu bæði fyrstu og aðra sveit í kepphihn^'” eífiP fremur í 15 km göngunni, þar sem þeir áttu 5 af 6 fyrstu mönnum. Það var Oddur Pét- ursson frá Isafirði sem var í öðru sæti. Jón Kristjánsson varð 3 mín. á undan Oddi í mark. 30 km gangan varð jafnari milli þeirra. Þar sigraði Oddur Pétursson frá ísafirði, síðan kom Þingeyingur, þá Ísfirðingur og gekk svo til skiptis, þar til allir 7 sem luku keppni voru komnir í mark. Hinsvegar var það almæli að Þingeyingar hafi verið óheppnir með skíðaáburð en Isfirðingar ekki. Þingeying- ar áttu líka fyrsta mann í göngu drengja 17-19 ára. CíKSLIT 15. km. ganga Jón Kristjánsson Þ. 66,06 mín. Oddur Pétursson í. 69,05 mín. Matthías Kristjánsson Þ 70.55 min. Helgi V. Helgason Þ. 71,38 mín. Getrannaspá Arsenal-Manch. Utd 1 (x) Burnley-Sunderland 1 (2) Cardiff-Portsmouth 2 Chelsea-Sheff.Wedn 1 Everton-Charlton 1 Leicester-Tottenham x Manch.City-Blackpool 1 Newcastle-Bolton 1 Preston-Aston Villa (1) x Sheff. Utd-Wolves (x) 2 W.B.A.-Huddersfield 1 Líncoln-Derby 1 (2) Kerfi 32 raðir. Enska deildakeppnin I. deild: Chelsea 40 19 12 9 77-55 50 Wolves 39 18 10 11 85-62 46 Portsmouth 38 17 10 11 74-53 44 Manch.City 39 17 10 12 79-61 44 Sunderiand 40 13 18 9 60-54 44 Manch.Utd 38 18 6 14 78-68 42 Arsenal 39 17 8 14 65-57 42 Burnley 40 16 9 15 49-47 41 Everton 38 16 8 14 58-60 40 Aston Villa 38 17 6 15 64-71 40 Charlton 38 15 8 15 72-67 38 W. B. A. 39 15 8 16 73-88 38 Huddersfield 38 12 13 13 57-64 37 Preston 39 15 7 17 76-60 37 Newcastle 36 15 6 15 f9-75 36 Bolton 38 12 12 14 61-64 36 Sheff. Utd. 38 15 6 17 61-80 36 Blackpool 39 13 9 17 52-60 35 Tottenham 38 13 '8 17 66-68 34 Cardiff 38 12 10 16 58-68 34 Leicester 38 10 10 18 65-81 30 Sheff.Wedn. 39 9 6 24 64-83 24 II. deild: Blackburn 40 22 5 13 113-76 49 Leeds Utd. 40 21 7 12 65-53 49 Ipswioh 38 10 4 24 52-88 24 Derby County 40 6 0 25 50-79 21 30 km ganga Oddur Pétursson I. 2.06,44 Helgi V. Helgason Þ. 2.08,31 Gunnar Pétursson í. 2.10,00 Jón Kristjánsson Þ. 2.10,55 Eysteinn Þórðarson 4X10 km boðganga A-sveit Þingeyinga 2.34,20 B-sveit Þingeyinga 2.42,58 Sveit Isfirðinga 2.46,21 Beztu tíma náði ívar Stefánsson 36,39 mín, Jón Kristjánsson varð annar og náði beztum tíma í fyrri umferð. Þess má líka geta að Jón Kristjánss. hefur sigrað í 15 km göngu á 5 landsmótum, og hlotið mjög svo eftirsóttan grip: „Skíðabikar Is- lands“. Guðmundur Guðmunds- i son Akureyri hefur einnig unn- ið hann 5 sinnum í röð. Alpagreinarnar ■ Svigkeppnin var mjög! skemmtileg og í karlaflokkum mjög tvísýn og jöfn. Eysteinn Þórðarson varð þar lilutskarpastur og sýhdi mikið öryggi, svo hvergi skeikaði. Hef- ur Eysteinn sýnt alveg sérstak- lega góðan árangur í vetur í öll- um mótum sem hann hefur tek- ið þátt í. Haukur 0. Sigurðsson, Stefán Kristjánsson og Ásgeir Eyjólfsson sem voru næstir í röðinni duttu, og Stefán varð að hlaupa til baka. Einar Valur Kristjánsson frá ísafirði rann mjög örugglega. Brautin var 650 m með um 211 m falli. Var hún yfirleitt vel lögð, þótt segja megi að hún væri full ,,opin“ og gæfi ekki keppendum fullkomlega tæki- færi til að sýna leikni sína. í kvennaflokknum var Jak- obína Jakobsdóttir í sérflokki. Leikni hennar og mýkt er sér- stæð. Brunið vann hún líka með miklum yfirburðum og stórsvig- ið en þar munaði ekki miklu á henni og Mörtu Guðmundsdótt- ur Is. Þær Marta og Arnheiður Árnadóttir sýndu mikla leikni. Stórsvigið vann Eysteinn Þórðarson og var 3,5 ' selc á undan næsta manni. I bruni karla varð Haukur Ó. Sigurðsson fyrstur og tryggði sér einnig sigur í tvíkeppni á alpagreinunum, en þar varð Stefán Kristjánsson annar, og Eysteinn þriðji. Eins og árang- ur í hinum ýmsu keppnisgrein- um ber með sér er munur ekki mikill á efstu mönnum og oft- ast nær sömu menn sem eru 6-8 efstu sætum. I alpagreinum eru það ísfirðingar og Reykvík- ingar sem hafa jafnbezta menn þótt góðir einstaklingar séu bæði á Siglufirði og Akureyri. ísfirðingarnir bera það með sér að þeir eru í betri æfingu, eru öruggari í brautum en Reykvík- ingar ráða yfir meiri leikni. CBS LIT Svig kvenna Jakobína Jakobsdóttir I. 66.7 Marta B. Guðmundsd. I. 68.4 Arhheiður Árnadóttir R. 70.3 Karolína Guðmundsd. R. 78.4 Brun kvenna Jakobína Jakobsdóttir I. 61.9 Arnheiður Árnadóttir A 67.2 Marta Guðmundsd. I. 68.7 (Sama röð í alpatvíkeppni). Svig karla Eysteinn Þórðarson R. 1.24,8 Haukur Ó. Sigurðsson I. 1.28,8 Stefán Kristjánsson R 1.33.1 Ásgeir Eyjólfsson R 1.35,1 Stórsvig Karla Eysteinn Þórðarson R 68.6 Magnús Guðmundsson R 72.1 Steinþór Jakobsson I. 72,8 Hjálmar Stefánsson S. 74.7 Jakobína Jakobsdóttir Brun karla Haukur Ó. Sigurðsson I. 1.29,7 Stefán Kristjánsson R. 1.30,3 Steinþór Jakobsson I. 1.31,3 Ásgeir Eyjólfsson R 1.35,4 Alpatvíkeppnin Haukur Ó. Sigurðsson I. 2,3 st. Stefán Kristjánsson R 4,66 st. Eysteinn Þórðarson R 7,46 st. Ásgeir Eyjólfsson R 11,44 st. Gunnar M. Magnúss: j Börnm frá Víðigerði ir þiljur. Farangrinum hafði ægt saman um allf þilfarið og karlmennirnir unnið af kappi, sveitt- ir og þreyttir við að koma sínu á góðan stað. Og kvenfólkið hafði verið uppi á þilfarinu með- an vært var. Krakkarnir vildu norpa og norpa fram í rauðan dauðann, þó að sólarlag væri kom- ið og svalur kaldinn af hafinu léki um skipið. Þau höfðu margt að athuga. Þarna var fólk saman komið að norðan, austan, sunnan og vestan og voru allir með hóp af krökkum með trefla, prjón- húfur, íslenzka skó, græna og hvítbrydda, og belgvettlinga með tveimur þumlum og röndum á. Fólkið leit hvert á annað eins og jafningja sína, því að þetta var flest fátækt fólk, sem aldrei hafði átt marga peninga í einu og var í svip- uðum sparifötum. Sumir voru reyndar í hvers- dagsfötunum sínum og sögðust’ekki vilja krumpa og útskíta sparifötin á þessari sjóferð. Það væri þokkalegra, að hafa einhverja flík hreina, ’til þess að fara í til kirkju í Ameríku eða á önnur mannamót, og til þess að verða ekki þjóð sinni til skammar í sólskininu á götunum í stóru borg- unum. En það voru ekki allir, sem hugsuðu svona langt fram í tímann. Og margir höfðu kámað og óhreinkað fötin sín, slitið af sér tölur eða rifið út úr hnappa- götunum af því að bisa og bjástra við allt skranið. Það er erfitt fyrir húsbændurna að sjá um svona ferðalag. Og það er ekki léttara fyrir kon- urnar með krakkahópinn kringum sig. Því að þessi fátæku börn, sem nú eru að flytja úr kaldanum á íslandi, eru mörg föl og kuldaleg og kirtlaveik. En þau þrjózkast samt við að fara undir þiljur og verða ennþá fölari með kvöldinu. Þau eru orðin úrvinda af syfju og sum eru búin að fá nasakvef. Meimingartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna i heldur fund í Gamla bíó kl. 9 n.k. föstudagskvöld í tilefni af 85 ára afmæli Leníns. Dagskrá: 1. Þórbergur Þórðarson ritli. flytur ávarp. 2. Brynjólfur Bjarnason alþm. flytur erindi. 3. Ógleymanlega árið 1919 (ný kvikm. í agfalitum) Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu MlR Þing- holtsstræti 27 kl. 5—7 föstudag og við innganginn, ef eitthvað verður óselt. Stjórn MÍR Matvöruverzlun | á góöum staö óskast til kaups. Má gjarnan vera í úthverfi bæjarins. Tilboö merkt „Sk. L.“ sendist í pósthólf 361 fyrir 27. þ.m. i i ....................■■■■■....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.