Þjóðviljinn - 08.05.1955, Side 10

Þjóðviljinn - 08.05.1955, Side 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. maí 1955 KVEDJA TIL PRAG Framhald af 7. síðu. vart að aka þarna um í fyrsta ekipti. Inni í sjálfum gamla bænum er hið forna gyðingahverfi sem þjóðsagnir herma að hafi í upphafi verið byggt hinum fyrstu flóttamönnum frá Jer- úsalem eftir eyðingu þeirrar borgar. Hér eru nokkur sam- kunduhús Gyðinga og sáum við í svip hið elzta þeirra, Staranova synagoga, bygg- ing í gotneskum stíl frá þrettándu öld, og á að vera hið elzta varðveitta sam- kunduhús Gyðinga í Evrópu ef rétt er hermt að sam- kunduhúsið í ■Worms, sem var að nokkru leyti frá 12. öld, sé nú rústir einar. I nágrenni er afar forn grafreitur Gyð- inga sem var notaður langt fram á 19. öld. Óvíða munu dæmi til að grafreitir hafi verið betur nýttir, því að sagt er að grafirnar hafi verið not- aðar allt að 30 sinnum hver; sem geta má nærri var óhægt að stækka grafreit í þéttbýlu bæjarhverfi inni í miðri borg, en utan síns bæjarhverfis eða borgar var Gyðingum öldum saman hvergi fritt dauðum né lifandi. í grafreitnum eru þúsundir mosagróinna leg- steina með hebreskum áletr- unum, sumar hverjar mjög fornar, — í vasakver mitt hef ég skrifað svo háan aldur á elztu áletruninni að ég þori ekki að hafa það eftir, — tel líklegt að um misskilning sé að ræða af minni liálfu. Hér skal að lokum aðeins getið Loreto-kirkju á Hrad- cany, sem áður er nefnd, þótt ýmsar aðrar séu miklu merki- , legri mannvirki. Ástæðan er sú að þessi kirkja er fádæma auðug að margvíslegum kirkju- dýrgripum og eru þeir geymd- ir í sérstöku húsi við hlið kirkjunnar. Hér mátti sjá fjölda gull- og silfurkaleika og róðukrossa og bakstur- buðka, allt sett demöntum og öðrum dýrum steinum, auk margra annarra hluta sem seinlegt yrði upp að telja. Gegnir furðu hvílík kynstur hafa safnazt að þessari einu kirkju, sem er reyndar alls ekki mjög gömul, og hlýtur maður enn einu sinni að undr- ast, hvað Bæheimur hefur verið ríkt land og arðsamt höfðingjum, veraldlegrar stétt- ar sem andlegrar, þrátt fyrir ógnarlegar styrjaldir og und- irokun. ‘í............................. Þetta voru ekki nema fá- einar skyndimyndir frá þess- ari fögru og sögufrægu borg. Því er ekki að leyna að heild- arsvipur borgarinnar hefur látið allmjög ásjá á síðustu og verstu tímum peninga- valdsins, þrátt fyrir nokkur mismerk stórhýsi frá þeim tíma. Skipulagi borgarinnar hefur verið spillt mjög með byggingum án þess að tekið væri tillit til nokkurs annars en gróðamöguleika einstakra manna og fyrirtækja. Borgin hefur ekki aðeins verið þanin í allar áttir með ljótum verk- smiðjuhverfum og ömurlegum verkamannahreysum, heldur hafa verið byggð verzlunar- hús, verkstæði, birgðaskemm- ur, bílskúrar o. fl. innan um og uppvið fornfræg mannvirki inni í miðri borginni, oft til stór tjóns fyrir hin gömlu listaverk auk þess sem um- hverfi þeirra hefur verið gjör- spillt og samgöngur og um- ferð torvelduð að miklum mun. Bundinn hefur verið endir á þessa þróun fyrir fullt óg allt, og unnið er af kappi að því að eyða þessum ljótu minjum braskaráaldarinnar, og samtímis því að verið er að framkvæma bráðabirgðá- áætlun um byggingu mann- sæmandi íbúðarhúsa — sem gagnstætt ýmsum svonefnd- um nýtízkulegum íbúðarhúsa- smíðum víða á Norðurlöndum eru miðaðar við að fullnægja þeirri frumþörf manna að at- hafna sig án þess að rekast á veggi eða hver á annan —, auk skóla, dagheimila barna, sjúkrahúsa, menningarstöðva, leikvalla og fleira, er unnið að því að semja stór- fellda heildaráætlun sem á að samræma skipulag borgarinn- ar eftir þörfum hins nýja þjóðfélags jafnframt því sem hinum fomfrægu, listrænu mannvirkjum er veitt hin ná- kvæmasta umhyggja. Þess má geta að það er engan veginn ætlunin að gjöra allar hinar fornu byggingar að lista- eða þjóðminjasöfnum, — það á að fylla þær nýju lífi. Þeir sem séð hafa hina iðjusömu, bjartsýnu og glöðu íbúa Pragar og hafa veitt þvi athygli hvað þeir eru stoltir af borg sinni og hvað þeim i er annt um hinar sögulegu minjar hennar, eru ekki í efa um að þessi skartgripur með- al höfuðborga heimsins er að byrja nýtt og glæsilegt skeið í sögu sinni. Líftryggingarbónus- útborgun Líftryggingarbónusútborgim verður dagana 9.—17. maí n.k., kl. 2—5 daglega, á skrifstofu voití Lækjargötu 2. Reykjavík. Þeir tryggingarþegar, er fengið hafa tilkynn- mgar, og óska eftir aö fá bónusinn útborgaðan eru vinsamiegast beðnii’ að snúa sér til skrifstofu voit- ar, og hafa með sér kvittunarreitinn ásamt líf- tiyggingarskírteininu. Þan lá ríkisborgararétt Framhald af 3. síðu. 46. Lorenzen, Lorenz, bústjóri í Skálatúni í Mosfellssveit, fædd- ur 18. des. 1919 í Þýzkalandi. 47. Louis Kristinn Ottósson, vélfræðingur í Grímsby, fæddur 20. júní 1925 í Englandi. 48. Machnitsky, Berta Emma, ráðskona að Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, fædd 8. ágúst 1904 í Þýzkalandi. 49. May, Hans Wolfgang, járn- smiður í Reykjavík, fæddur 17. marz 1928 í Þýzkalandi. 50. van der Meer, Josefa Jacoba Maria, karmelnunna í Hafnarfirði, fædd 27. janúar 1912 í Hollandi. 51. Mikkelsen, Niels Erik, landbúnaðarverkamaður á Syðri- Reykjum í Biskupstungum, fædd ur 5. apríl 1928 í Danmörku. 52. Mikson, Evald, íþr-ótta- kennari í Rvík, fæddur 12. júli 1911 í Eistlandi. 53. Moravek, Johann Franz Josef, hljómlistarmaður í Kópa- vogshreppi, fæddur 2. maí 1912 í Austurríki. 54. Múnch, Alfred Louis Jo- hannes, matreiðslumaður í Rvík, fæddur 17. júní 1899 í Þýzkal. 55. Niclasen, Lydia Oluffa, húsmóðir í Reykjavík, fædd 7. janúar 1918 í Færeyjum. 56. Nielsen, Niels Sofus Georg, verkamaður í Borgarfjarðar- hreppi, fæddur 16. febrúar 1926 í Færeyjum. 57. Petersen, Adolf Björn, verkamaður í Reykjavík, fæddur 26. nóv. 1894 á íslandi. 58. Petersen, Arne Ivar, hljóð- færasmiður í Rvík, fæddur 5. nóvember 1915 í Danmörku. 59. Petty, Walter Raymond, verzlunarmaður í Rvík, fæddur 6. marz 1919 í Englandi. 60. Poulsen, Olaf Martin Aar- skog, iðnnemi í Rvík, fæddur 19. sept. 1916 í Bandar. N.-Am. 61. Ransyn, Maria Magdalena. Catharina, Petronella, karmel- nunna í Hafnarfirði fædd 24. janúar 1906 í Hollandi. 62. Spitzer, Erika Maria Luise, húsmóðir í Reykjavik, fædd 3. apríl 1911 í Þýzkalandi. 63. Tavsen, Peter Andreas^ sjómaður, Iiofsósi, fæddur 20. september 1919 í Færeyjúm. 64. Thorberg, Flemming, sjó- maður, Rvík, fæddur 29. jan. 1933 í Danmörku. 65. Ward, Herbert Patrick, verkamaður í Rvik, fæddur 10. júlí 1922 á írlandi. 66. Wesseling, Miriam Wil- helmina Maria, karmelnunna í Hafnarfirði, fædd 22. okt. 1913 í Hollandi. 67. Wind, Ame Kristian Mari- us, landbúnaðarverkamaður að Suður-Reykjum í Mosfellssveit, fæddur 19. nóv. 1921 í Danm. 68. Wind, Else Ketty, húsmóð- ir, Suður-Reykjum í Mosfells- sveit, fædd 24. janúar 1915 í Danmörku. 69. Zeeuw, Margaretha de, karmelnunna í Hafnarfirði, fædd 31. janúar 1927 i Hoilandi. Önnur grein frumvarpsins er þannig: Þeir, sem heita erlendum nöfnum, skulu þó ekki öðlast ís- lenzkan ríkisborgararétt með iögum þessum, fyrr en þeir hafa fengið íslenzk nöfn samkvæmt lögum nr. 54 27. júní 1925, um mannanöfn. Lömunarveiki Framhald af 5. síðu. séu gerðar og í langflestum til- fellum án þess að vita af að þeir hafa tekið veikina. Einsog er geta menn ekki vit- að hvort þeir eru ónæmir eða ekki, en með auknum rannsókn- um standa vonir til þess að maðurinn leggi þennan óvin að velli. í Tómasarhaga 20, opin daglega kl. 1 til 10 e.h. Aðgangur ókeypis SlgsavnrDa- vikfiii Björgunarsýning við Nauthólsvík og á Reykjavíkuriiugvelli sunnudaginn 8. maí 1955 * Fjölmennið og sjáið hin full- komnustu björgunartæki og njótið sólar og smnars út við sjóinn hjá Nauthólsvík. Sýningin hefst kl. 16 Allsherjarbjörgunarsýning með þátttöku björgunarsveita SVFÍ í Reykjavik og Grindavík, flug- björgunarsveitanna í Reykja- vík og Keflavíkurflugvelli og björgunarskips á Skerjafirði. Hin fræga hljómsveit ameríska flughersins leikur. Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar h.f. Lœkjargötu 2, Reykjavík Sími 3171 Sýningarnefndin P.S. Þeir, sem óska eftir að fara sióleiðina, geta fengið skipsferð úr Reykjavík kl. 14:00

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.