Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 8. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Marla BEMARQUE:
f--------------
Að eíska...
»..o§ deigfa
121. dagur
Þér hljótiö aö hafa fariö þar í gegn.“
„Nei, ég sá hana ekki.“
„Nei?“
„Nei, herra,“ sagöi Gráber.
„Hún er svo sera fjörutíu kílómetra héðan.“
„Við hljótum að hafa farið í gegn aö nóttu til. Ég
svaf mikiö á leiðinni.“
„Þaö er sennilegt." Rahe leit rannsakandi á Gráber
eins og hann langaöi til aö spyrja hann nánar. Svo sagöi
hann. „Lautinantinn ykkar er fallinn, Miiller. Nú er
lautinant Mass yfir ykkur.“
„Já, herra.“
Rahe stakk göngustafnum sínum niöur í aurinn. „Meö-
an forin er í algleymingi er erfitt fyi'ir Rússana að flytja
til skriðdreka og fallbyss.ur. Á meðan getum viö styrkt
liðsafla okkar. Allt hefur sínar svörtu og björtu hliðar.
Þaö er gott þér eruð kominn, Gráber. Viö þurfum reynda
menn til aö vera nýliðunum til aöstoöar." Hann hélt á-
fram að pota stafnum niður í forina. „Hvemig var
heima?“
„Svipað og hér. Mikiö um loftárásir."
„Jæja. Var þaö svo slæmt?“
„Ég veit ekki hve slæmt þaö var í samanburöi viö aör-
ai' borgir. En aö jafnaöi var aö minnsta kosti ein loftárás
annan hvern dag.“
Rahe horfði á hann eins og hann byggist viö að hann
segði fleira. En Gráber sagði ekki fleira.
Hinir komu til baka um hádegi. „Leyfispilturinn! “
sagði Immermann. „Hamingjan góða, hvað ertu aö vilja
aftur í þetta óþverrabæli? Hvers vegna flýðiröu ekki úr
landi?“
„Hvert?“ spurði Gráber.
Immermann klóraði sér í höfðinu. „Til Sviss,“ sagði
1 svo. «>
„Mér datt það ekki í hug, spekingur. Og þó fara sér-
stakar lúxuslestir méö liðhlaupa til Sviss á hverjum degi.
Ofaná þær em máláðir rauöir krossar til varnar gegn
árásum. Og meðfram öllum svissnesku landamærunum
em sigurbogar meö áletruninni: Velkominn. Vissiröu
þetta ekki? Og hvenær fékkstu hugrekki til aö tala
svona?“
„Ég hef alltaf haft hugrekki til þess. Þú ert bara búinn
aö gleyma því í hvíslingunum heima. Auk þess erum
við á undanhaldi. Næstum á flótta. Samræöurnar veröa
því frjálslegii sem viö hörfum lengra til baka“.
Immermann fór aö hi’einsa leirinn af búningi sínum.
„Muller er dauður“, sagöi hann. „Meinecke og Schröder
em á spítala. Mticke fékk skot í magann. Þeir segja að
hann hafi hrokkið upp af í Varsjá. Hverjir voru hérna
enn þegar þú fórst? Já, það er rétt, Berning — missti
hægri fótinn. Honum blæddi út“.
„Hirschland“, sagöi Gráber.
„Hirschland? Hvaö um hann?“
„Hann er líka dáinn“.
„Þvættingur. Hann situr þarna“.
Gi-áber leit viö. Þetta var satt. Hirschland sat á gamalli
tunnu og var aö hreinsa vatnsílátiö sitt. Fari það kolaö
sem ég skil þetta, hugsaöi hann. ,,Móðir hans fékk fregn
um þaö að hann væri fallinn. Ég verð aö spyrja hann“.
Hann gekk til Hirschlands. „Ég heimsótti móöur þína“,
sagði hann.
„Gerðurðu það? Gleymdiröu því ekki? Mér datt aldrei
1 hug aö þú geröir þaö“.
„Hvers vegna ekki?“
„Ég er ekki vanur því aö mér séu gerðir greiöar“.
Gráber minntist þess að hann haföi næstum gleymt
því.
„Hvernig líöur henni? Hvaö er aö frétta af henni?“
spuröi Hirschland. „Sagöiröu henni ekki að mér liði á-
gætlega?“
„Hirschláhd, móöir þín heldur aö þú sért dáinn. Hún
fékk frétt frá herstjórninni“.
„Hvaö segiröu? Þaö er óhugsandi".
Hirschland staröi á Gráber. „En ég skrifa henni næst-
um daglega".
„Hún heldur aö það séu gömul bréf. Hefuröu nokkra
hugmynd um hvernig á þessu getur staöið? Hér em
ekki tveir meö þessu nafni“.
„Nei. Einhver hlýtur aö hafa gert þetta viljandi“.
„Þetta gerir enginn viljandi“.
„Ekki þaö? Ekki einu sinni Steinbrenner?“
„Er hann enn á lífi?“
„Auðvitaö. Og hann var settur á skrifstofuna í tvo
daga eftir aö sergentinn féll. Skrifstofumaðurinn var
veikur á meöan“.
„En þaö væri svíviröileg fölsun“.
„Já“.
„Rahe á að undirrita þessi bréf“.
„Móöir mín veit ekkert um þaö. Allar undii'skriftir
em jafngóöar í hennar augum“.
Gráber fannst þetta allt í einu trúlegra en í fyrstu.
„Hvílíkt óþokkabragö“, sagöi hann. „Þaö er erfitt aö
trúa þessu. í hvaða tilgangi hefði óþokkinn átt aö gera
þetta?“
„Sér til gamans. Til aö ala mig upp. Ég er nú einu
sinni meö gyöingablóö í æöum. Hvaö sagöi móöir mín?“
„Hún var róleg. Þú veröur að skrifa henni samstundis.
Segöu henni hvað ég sagöi þér. Hún man áreiöanlega
eftir komu minni“.
„Þaö líður á löngu áður en hún fær það bréf“.
Gráber sá aö varir Hirschlands skulfu. „Viö förum á
skrifstofuna“, sagöi hann. „Viö látum leiörétta þetta
þar. Þeir veröa aö senda skeyti. AÖ öörum kosti förum
viö til Rahe“.
„Það getum við ekki“.
„Því ekki það? Viö getum gert meira. Við getum kært
Steinbrenner”.
„Ekki ég. Ég get það ekki. Ég get ekki sannaö neitt.
Og endaþótt — Nei — ég get ekki kvartaö. Ekki ég. Skil-
uröu þaö ekki?“
„Jú, Hirschland", sagöi Gráber svipþungur. „En þaö
stendur ekki til eilífðar“.
Hann hitti Steinbrenner eftir kvöldverö. Steinbrenner
var útitekinn og fjörlegur. Hann leit út eins og sólbrennd-
ur, gotneskur engill.
„Hvernig er hljóðiö í fólkinu heima?“ spuröi hann.
Gráber lagöi frá sér nestiskassann. „Þegar viö komum
aö landamærunum“, sagöi hann. „kallaöi S.S. foringi
okkur saman og sagði að enginn okkar mætti segja orö
um ástandiö heima, aö öðrum kosti hlytum viö' þyngstu
refsingu“.
Vorskór fró Sovétríkjunum
Tími vorskófatnaðarins e:r að
renna upp og hér eru tvær
Munið að sótthreinsa trjá-
klippur og sagir eftir að lokið
er klippingu á sjúku tré.
Nemið burtu trjágreinar, er
vaxa iityfir gangstéttar, ef
þær valda gangandi fólki óþæg-
indum.
■■»*» ■■anBBiiaiMBaBa «■■■»■■«*■■•■*■»»
T I L
myndir af vorskóm frá Sovét-
ríkjunum. Hvítu skórnir eru
umfram allt sumarskór, þeir
eru lokaðir og þægilegir og
mjög hentugir. Svipur þeirra
er léttur og snotur, en samt
eru þeir nógu sterkbyggðir til
að nota megi þá sem hversdags
skó. Þeir eru með allþykkum
sólum og meðalháum fleyghæl.
Takið eftir hvernig yfirleðrið
er tengt hælunum í hliðunum,
svo að þar myndast dálítið op.
Svörtu lakkskórnir eru aftur á
móti ilskór, þeir eru háhælaðir
og reimarnar mjóar og margar
og því eru þeir einkum ætlaðir
sem sjaldhafnarskór. En þá er
hægt að nota allt árið, sem
götuskó á sumrin og spariskó
LIGGUR LEIÐIN
á veturna. Þetta eru þægilegir
skór eins og velflestir ilskór.
Iþróttir
Framhald af 8. siðu
sparka í fætur manna og gera
þá halta og óleikfæra. (Það er
óhapp, slys, ef fóturinn fer í
sundur). Ef þessi regla kæmi
og FIFA fyrirskipaði fram-
kvæmd hennar, skulum við
standa saman um það að vinna
að því að leggja knattspyrnuna
niður vegna þess að reglan
brýtur í bága við fegurðarsmekk
siðgæði og anda sannra iþrótta,
og hnefaleika ,auðvitað líka.
* ■
■Renault 4ra manna í góðu :
■ lagi til sölu og sýnis við i
Leifsstyttuna í dag
kl. 2—5 e.h.
i
Röndótt taska.
Stórröndótt tautaska fer vel
við einlita kápu. Hér er ný út-
gáfa af tautösku, sem hefur þann
kost að auðvelt er að sauma
hana sjálfur. Margar röndóttar
töskur eru saumaðar úr mjög
stinnu efni, svo að í þær þarf
hvorki millifóður né fóður.
Skjalatöskusnið er algengast á
þessar töskur, enda einfaldast
og fyrirhafnarminnst að eiga við
það.
Staður fyrir pönnurnar.
Oft er erfitt að koma fyrir
steikarapönnum og vöfflujárnum
þannig að lítið fari fyrir þeim.
Sköftin eru svo fyrirferðamikil.
Hér er tillaga til úrbóta. Pönn-
urnar eru settar í grind eins og
grammófónplötur. Myndin sýnir
slíka grind — hún er norsk,
gerð úr málmi með zinkhúð.
Sjálfsagt væri líka hægt að hafa
á henni plasthúð. En grind af
þessu tagi þarf að vera allsterk,
því að pönnur eru yfirleitt þung-
ar.
*.