Þjóðviljinn - 12.05.1955, Blaðsíða 1
KR og Valur 2:2
Þriðji leikur Reykjavíkur-
mótsins i knattspyrnu fór fram
á íþróttavellinum í gærkvöld,
KR og Valur léku og varð
jafntefli 2:2. Leikurinn var
mjög jafn og skemmtilegur.
Nítfu&tu hneyksli einokunurhrinysins S í F
Valið úr saltíiskframleiðsln íslend-
inga handa Norðmönnum
Samband íslenzkra fiskframleiSenda borgar itölskum fiski-
kaupmönnum hátt á aSra milljón króna i ,,skaSabœtur"
í útvarpsræöu sinni í fyrrakvöld tók Karl Guöjónsson
tvö dæmi um framkvæmd einokunarhringsins SÍF á salt-
fisksölunni, og hafa þau vakiö mikla athygli. Hvorki ráö-
herrarnir né þeir þingmenn stjórnarflokkanna, sem töluðu
á eftir Karli, treystu sér til aö svara þessum atriðum
í ræðu hans.
Fer hér á eftir örstuttur kafli'
úr ræðu Karls, þar sem hann
minnist á þessi nýjustu hneyksli
einokunarhringsins.
Það er eitt dæmi um vinnu-
brögð Sambanðs íslenzkra fisk-
framleiðenda eða SÍF, svo nefn-
ist einokunarhringur sá, sem rík-
isstjórnin hefur falið saltfisksöl-
una, að á yfirstandandi ári greiðir
hann ítölskum fiskkaupmönnum
37.000£ = 1,7 millj kr. skaðabæt-
ur fyrir að hafa látið þeim falan
meiri fisk en til reyndist í land-
inu á síðastliðnu ári, og telja
stjórnendur SÍF þetta borga sig
betur en að láta fisk af þessa
árs framleiðslu upp í það sem á
samning vantaði í fyrra, svo
mikla verðhækkun telja þeir á
saltfiski í ár.
•fr En á sama tima og verið er
að greiða þessar skaðabætur til
þess að komast hjá að selja ítöl-
um nema takmarkað fiskmagn
þá liggur SÍF svo mikið á að láta
velja stærsta og bezta fiskinn j
úr saltfiskframleiðslu s.l. marz-,
mánaðar handa Norðmönnum,
að í aflahrotunni í siðasta mán-1
uði var unnið að þvi dag og nótt
á tímabili að pakka hinum ís-
lenzka úrvals-saitfiski, sem nú
var seldur til Noregs, þar sem
Norðmenn fullverka hann og
bæta sína framieiðslu með hon-
um, flytja hann siðan út sem
norskan fisk og keppa þannig við
íslendinga um saltfiskmarkaðina.
Ekki hefur annars orðið vart
en að rikisstjórnin láti sér þessi
vinnubrögð vel lika. En sú stjórn
er hefur þessar staðreyndir fyrir
augum og horfir auk þess upp
á það, að mestur hluti íslenzkrar
útgerðar skilar reikningum, sem j okunarhring koma til mála sem
sýna mikinn taprekstur, og hefst ’ aðila að saltfiskútflutningi, hún
samt ekkert að — meira að segja j hefur ekki mikinn hug á að efla
telur enga aðra en nefndan ein- [ framleiðslu íslenzkra verðmæta.
Ráðherrar fjórveldanna munu
hittast í Vín á laugardaginn
Búizt við að þeir ræði um íund æðstu
manna
Molotoff utanríkisráðherra Sovétríkjanna hefur þegiö
boö utanríkisráÖheiTa Vesturveldanna um aö hitta þá í
Vínarborg á laugardaginn.
Ekki fylgdi það fréttinni, um
hvað ætti að ræða í Vínarborg,
en fréttamenn ganga að því
sem vísu að auk þess að leggja
síðustu hönd á friðarsamning-
inn við Austurríki og undirrita
hann muni utanríkisráðherrarn-
ir ræða óformlega um tillögu
Vesturveldanna um fund æðstu
manna fjórveldanna.
Tillagan var borin fram í bréf-
Framhald á 5. síðu.
| ÆFR er í kvöld
Aðalfundur ÆFR verður
haldinn í kvöld, eins og greint
hefur verið frá. Hann hefst
kl. 8.30 og verður í Þingholts-
stræti 27. Auk venjulegra að-
alfundarstarfa munu þeir Ein-
ar Olgeirsson og Jónas Hall-
grimsson ræða um nýlokið
verkfall, lærdóma þess og
verkefnin sem bíða.
Þess er vænzt að Fylkingar-
félagar fjölsæki aðalfundinn
og mæti stundvíslega.
lag Austur-Evrópríkjanna gengur ár gifdi ef
mulag næst um öryggiskerfi fyrir alla Evrópu
Brýn nauSsyn aS gera röttœkar ráSstafanir til aS
draga úr viSsjám i alþjóSamálum, segir Búlganin
Hús- og veiðar-
færabmni
j
í gærmorgun brann stórt
geymsluhús í Stykkishólmi, þar
sem Sigurður Ágústsson gevmdi
mikið af veiðarfærum. Er tjón-
ið af brunanum mikið. Hús
þetta var eitt elzta timburhúsið;
í Stykkishólmi. Næstu hús;
tókst að verja fyrir eldinum. I
Nikolai Búlganín, forsætisráðherra Sovétríkjanna,
flutti aðalræöuna þegar ráðstefna átta Austur-Evrópu-
ríkja kom saman í Varsjá í gær. Kvaö hann fyrirhugaða
hervæðingu Vestur-Þýzkalands ógna friðnum í Evrópu
og því yröu Austur-Evrópuríkin að bindast traustum hem-
aöarsamtökum.
Nú er verið að fá hefndar-
þyrstum hernaðarsinmun í V-
Þýzkalandi vopn í hönd, sagði
Búlganín. Það gerir að verkum
að friðnum í Evrópu er stefnt
í voða. Þýzkaland verður aldrei
sameinað meðnn hervæðingar-
samningar Vesturveldanna og
Vestur-Þýzkalands eru í gildi,
en sovétstjórniij mun einskis
láta ófreistað til að koma því
til leiðar að upp risi sameinað
og friðsnmt Þýzkaland.
•
norfalané
Mjög halt er nú norðanlands. Kaldast var í gær á Grímsstöð-
um á Fjöllum 10 stiga frost. Voru snjóél sumstaðar á norðaust-
urlandi í gær.
I gærmorgnn var alhvítt nið-
ur í sjó á Siglufirði og Akur-
eyri og sagði fréttaritari Þjóð-
viljans á Akureyri að snjóinn
hefði fyrst tekið upp á lág-
lendinu upp úr hádeginu, en þó
var sólskin. Hefur frost verið
flestar nætur nyrðra nú undan-
farið.
Búizt var við vaxandi kulda
Öryggisbandalag
með aðild USA
Ráðið til að tryggja friðinn í
Evrópu er að framkvæmd sé
tillaga Sovétríkjanna um ör-
yggisbandalag allra Evrópu-
ríkja, sagði Búlganín. Sovét-
stjórnin hefur ekkert á móti
því að Bandaríkin séu aðili að
slíku bandalagi. Hinsvegar er
því ekki að leyna að samþykkt
samninganna um hervæðingu
V-Þýzkalands torveldar mjög
að komið verði upp allsherjar
öryggiskerfi í Evrópu. Sovét-
stjórnin stendur samt við til-
lögu sína.
í bandalagssáttmála Austur-
Evrópuríkjanna verður á-
kvæði urn að hann sé úr
gildi fallinn jafnskjótt og
komið hefur verið á öryggis-
kerfi fyrir alla Evrópu, sagði
Búlganín.
Hann kvað bandalagið verða
opið öllum ríkjum án tillits til
þess við hvaða stjómarfar eða
þjóðskipulag þau búa. Ríkin
sem að því standa munu skuld-
binda sig til að koma þegar í
stað til aðstoðar hverju því
bandalagsríki sem verður fyrir
árás.
Mun yfirvega boð um
fjórveldafund.
Búlganín lýsti þvi yfir, að
sovétstjórnin myndi taka boði
Vesturveldanna um fund æðstu
manna fjórveldanna til vand-
legrar athugunar. Það er ó-
haggandi undirstaða utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna að ríki
sem búa við mismunandi þjóð-
skipulag geti lifað saman í friði,
sagði Búlganín. Sovétstjórnin
fagnar því hverju skrefi sem
önnur riki stíga til að draga
úr viðsjám í heiminum. Nú er
svo komið, að þörf er skjótra
og róttækra aðgerða til að
jafna væringar og draga úr
viðsjám.
^ Gagnrýndi Búlganín síðan til-
raunir til að þröngva ríkjum í
vestanverðri Asíu til að ganga
í hernaðai’bandalög í tengslum
við A-bandalagið og fordæmdi
þá afstöðu Bandaríkjastjórnar
að efla Sjang Kaisék til að
halda uppi hemaði gegn Kína.
Af\opnuna rtillögurnar
BVtlganin vék að hinum nýju
tillögum sovétstjórnarinnar um
afvopnun. Kvað hann þar tek-
ið tillit til þeirrar staðreyndar
að umræður um eftirlit með
framkvæmd banns 'við kjarn-
orkuvopnum hefðu hingað til
verið að vissu leyti óraunhæfar.
Það væri staðreynd að hið
strangasta eftirlit gæti aldret
veitt fulla tryggingu fyrir þvl
að kjamorkusprengjur væru
ekki búnar til á laun, því að !
þær mætti nota sama hráefni
og notað væri til að framleiða
kjarnorku til friðsamlegra
þarfa. í tillögum Sovétríkjanna
væri sett undir þennan leka,
því að ekkert ríki gæti komið
öðm á kné með kjaraorku-
vopnum einum saman, til þess
þyrfti einnig herafla. Tillaga
sovétstjómarinnar um eftirlits-
sveitir í samgöngumiðstöðvum
og við flutningaleiðir girti fyrir
það að hægt væri að undirbúa
skyndiárás á laun.