Þjóðviljinn - 12.05.1955, Blaðsíða 6
6) — í>JÓÐVILJINN — 'Fimmtudagur 12. maí 1955
þlÓOVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíallstaflokkurlnn
Ritetjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
BlaSamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuO-
mundur Vigfússon, tvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson
Angiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Simi 7500 (3 línur)
Áekriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Hrentsmiðja Þjóðviljans h.f
samvBMiu
Eldhúsdagsumræðunum á Alþingi lauk í fyrrakvöld. Það sem
einkum setti svip sinn á þessar umræður nú eins og oft áður var
þung og rökstudd ádeila stjórnarandstöðunnar og þá fyrst og
fremst talsmanna Sósíalistaflokksins á það stjórnarfar sem ríkir
í landinu undir forustu afturhaldsstjórnar íhalds og Framsóknar.
Ræðumenn sósíalista sýndu fram á það með skýrum rökum að
núverandi stjórnarstefna miðast aðeins við hagsmuni fámennrar
auðstéttar og hringavalds hennar, að hún er fjandsamleg hags-
munum vinnustéttanna og framþróun íslenzks atvinnulífs. Ekk-
ert er betri sönnun um þetta en sú harða verkfallsbarátta sem
nú er nýafstaðin þar sem verkalýðurinn varð að standa í sex
vikna verkfalli til þess að fá hlut sinn réttan.
Ræðumenn Sósíalistaflokksins í eldhúsdagsumræðunum, Einar
Olgeirsson, Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósepsson lögðu þunga
áherzlu á þá staðreynd að ekkert væri þjóðinni nú nauðsynlegra
en að knýja fram algjöra stefnubreytingu af hálfu löggjafar- og
rík'svalds. Þeir sýndu fram á að verkalýðurinn hefði sannað það
með sigursælli baráttu í verkföllunum að hann væri sterkasta
af!ið í íslenzku þjóðlífi. Hins vegar væri það þjóðfélaginu of
kostnaðarsamt að verkalýðurinn í landinu yrði æ ofan í æ að
sækja rétt sinn með harðvítugum verkföllum og knýja jafnframt
fram með þeim hætti þá félagsmálalöggjöf sem sjálfsögð þykir
í hverju menningarþjóðfélagi en stjórnarflokkarnir hafa hindrað
að næði fram að ganga árum saman eins og t.d. atvinnuleysis-
tryggingarnar. Þessu yrði ekki breytt nema verkalýðurinn fengi
sjálfur þau áhrif á löggjafarstörf og stjórnarfar sem honum ber
samkvæmt fjölmenni og þjóðfélagslegri þýðingu. Voru ræður
þeirra allra öflug hvatning til íslenzkrar alþýðu um að efla ein-
ingu sína og samheldni jafnt á sviðum stjórnmálabaráttunnar
sem kjarabaráttunnar í þrengri merkingu. Jafnframt skoruðu
fulltrúar Sósíalistaflokksins á vinnandi fólk við sjó og í sveit
að taka höndum saman um að binda endi á núverandi ófremd-
arástand og skapa skilyrði fyrir þeirri vinstri samvinnu sem
ein er þess megnug að setja auðstéttina og íhaldið á réttan stað
í þjóðfélaginu en tryggja gjörbreytta stjómarstefnu sem miðist
við að hefja nýtt stórátak til framfara í atvinnulífinu og almennr-
ar hagsældar fólksins.
Það varð þessi málefnalega ádeila og áskorun fulltrúa Sós-
íalistaflokksins sem markaði eldhúsdagsumræðunum bás bæði
kvöldin. Formaður Framsóknarflokksins hefur sjaldan tekið skil-
merkilegar til orða um ógeð sitt á íhaldssamvinnu Framsóknar,
þótt nokkru kunni að ráða óttinn við fyrirsjáanlegt fylgishrun
fari svo fram sem nú horfir. Gils Guðmundsson sór nú og sárt
Viö lagði að aldrei skyldi það henda flokk sinn að gerast hjálpar-
hækja íhaldsins þótt að því þrengdi og aðstoðar væri þörf.
Jafnvel fulltrúi hægri krata, Haraldur Guðmundsson, sá sér
ekki annað fært en tjá sig fylgjandi „frjálslyndri umbótastjórn"
þar sem íhaldið yrði útilokað. Að öðm leyti virtust hugmyndir
Haralds óraunhæfar og gamaldags, þar sem hann gerði ráð fyrir
að það yrði á færi Framsóknar og hægri krata einna að mynda
nýja ríkisstjórn og atbeini alþýðusamtakanna væri óþarfur með
öllu!
Viðbrögð íhaldsins og Eysteins Jónssonar urðu með þeim hætti
sem vænta mátti. Nagandi ótti og kvíði við samstöðu alþýðunn-
ar og hugsanlega vinstri samvinnu í landinu gekk eins og „rauður
þráður“ gegnum allar ræður Eysteins og íhaldsins. Það fór ekki
fram hjá neinum, sem á umræðurnar hlýddi, að fulltrúar auð-
Stéttarinnar í Sjálfstæðisflokknum og foringi afturhaldsins í
Framsókn telja þá hættu nálgast óðfluga að alþýðan á íslandi
hætti að standa sundruð og máttvana á stjórnmálasviðinu. Þessir
aðilar vita vel að kröfurnar um vinstri samvinnu rísa hærra með
hverjum degi og verða ekki kveðnar niður. Þvert á móti er
sóknin hafin og henni verður ekki linnt fyrr en íhaldið er svift
áhrifum sínum og völdum og íslenzkri alþýðu tekst að setja svip-
mót stefnu sinnar og markmiða á stjórnarfarið í landinu.
Sósíalistaflokkurinn hefur hingað til beitt öllu afli sínu og á-
hrifum til að flýta fyrir þessari þróun. Hann mun halda því starfi
Ötrauður áfram og hvergi draga af sér. En hér þarf samstöðu og
Samtök allra einlægra vinstri manna hvar sem þeir standa í flokki
eða fylkingu. Alveg sérstaklega þarf verkalýðurinn að efla póli-
tíska einingu sína og verkalýðsflokkamir að hefja náið samstarf.
í>að er öruggasta leiðin til að tryggja sigur vinstri samvinnu yfir
ílialdi og auðdrottnun og framkvæmd raunhæfrar vinstri stefnu
í stjórnmálum. , .
“t il a
Boð um fund æðstu manna stórveld-
anna fjöður í kosninphat
Bandarikjasfjórn ótfast að afsvar yrSi
vafn á myllu Verkamannaflokksins
Nikolai Búlganín
forsætisráðherra Sovétríkjanna
Um jónsmessuleytið í sumar
munu forsætisráðherrar
Bretlands, Frakklands og Sov-
étrikjanna og forseti Banda-
ríkjanna hittast, ef engin
óvænt hindrun kemur til sög-
unnar, og ræðast við í nokkra
daga um þau deilumál sem efst
eru á baugi í Evrópu og ef til
vill um afvopnunarmálin. Þetta
var afráðið í fyrradag, þegar
Eisenhower forseti lét loks und-
an þrábeiðni bandamanna
Bandaríkjanna í Evrópu og
féllst á að sækja stórvelda-
fund. Gangi allt eftir áætlun
verður þessi fundur haldinn
réttum tíu árum eftir siðasta
stórveldafund, þegar' æðstu
menn Bandarikjanna, Bret-
lands og Sovétríkjanna hittust
í Potsdam að unnum sigri yfir
herveldi Hitlers. Síðan hefur
margt breytzt, samvinna banda-
manna úr stríðinu hefur snúiztj
upp í kalt stríð, í stað þess aðl
framkvæma ákvarðanir Pots-
í ðdragandi þess fundar sem
i*- nú er á döfinni má rekja
til baráttu Heimsfriðarhreyfing-
arinnar nokkru eftir að Kóreu-
stríðið hófst fyrir því að koma
á fundi æðstu manna stórveld-
anna ef verða mætti að þeir
gætu orðið ásáttir um ein-
hverjar ráðstafanir sem rniðuðu
að því að draga úr væringum
í heiminum. Þá og lengi síðan
strandaði hugmyndin um stór-
veldafund á því að stjórnendur
Bandaríkjanna neituðu að setj-
ast við sama borð og stjórn-
endur Sovétríkjanna eins og
þeir hafa fram í síðasta mánuð
þverneitað að ræða við fulltrúa
Kínastjórnar hvað þá æðstu
E r 1 e n d
tíðindi
Anthony Eden
forsætisráðherra Bretlands
damfundarins um að uppræta
þýzka hernaðarstefnu hafa
Vesturveldin ákveðið að
hervæða Vestur-Þýzkaland og'
tóku það formlega í hernaðar-
bandalag sitt fyrir fjórum dög-
um. í gær hófst svo í Varsjá
ráðstefna Austur-Evrópuríkja,
þar sem drög verða lögð að.því
að svara hervæðingu Vestur-
Þýzkalands með stofnun hers
í austurhluta landsins og aðild
hans að væntanlegu Austur-
bandalagi. ■>íí ^ .
iu.á ■.■n ^þiet3gu4;.:'í ®i)*t igitpftjiHi
menn hennar. En almenningi í
öllum löndum gazt vel að hug-
myndinni um fund æðstu
manna stórveldanna og hún
hefur því alltaf legið í loftinu.
Þegar hinar hatrömmu deilur
um hervæðingu Vestur-Þýzka-
lands komu upp þar í iandi,
í Frakklandi, Bretlandi og víð-
ar á síðasta ári, var það ein
aðaltillaga andstæðinga her-
væðingarinnar að fullgildingu
hervæðingarsamninganna yrði
að minnsta kosti skotið á frest
þangað til stjómendur stórveld-
anna hefðu komið saman og
reynt að semja með sér um
sameiningu Þýzkalands,
}
17ftir að franska þingið hafn-
aði í fyrrahaust samning-
unum um stofnun Evrópuhers
með þátttöku Vestur-Þýzka-
lands varð stjórnum Vestur-
veldanna loks Ijóst, að eitthvað
sérstakt varð að gera til að
lægja öldur andstöðunnar gegn
þýzkri hervæðingu. Þær höfðu
hafnað ítrekuðum tillögum sov-
étstjórnarinnar um nýjan fjór-
veldafund um Þýzkalandsmálin.
Nú varð að ráði að þær hétu
því að beita sér fyrir fjór-
veldafundi strax og samning-
arnir um hervæðingu Vestur-
Þýzkalands hefðu hlotið full-
gildingu. Var jafnframt látið
í það skína, einkum í Frakk-
landi, að markmiðið með full-
gildingu hervæðingarsamning-
anna væri ekki fyrst og fremst
að hervæða Vestur-Þýzkaland
innan A-bandalagsins heldur að
treysta samningaaðstöðu Vest-
urveldanna gagnvart Sovétríkj-
unum.
/
£*var sovétstjórnarinnar við
^ bollaleggingum stjórnmála-
manna Vesturveldanna um
fund að afstaðinni upptöku
Vestur-Þýzkalands í A-banda-
lagið var að hún væri jafn-
an fús til viðræðna, en fyrsta
mál á slíkum fundi hlyti að
verða afnám hervæðingarsamn-
inganna. Frá því á útmánUð-
Dwight Eisenhower
forseti Bandaríkjanna
um í vetur var þvi ljóst að
fjórveldafundur var fyrir dyr-
um. Enn var þó óráðið, með
hverjum hætti hann ýrði.
IBandaríkjastjórn og Eden, þá-
verandi utanríkisráðherra Bret-
lands, vildu að haldinn yrði
fundur utanríkisráðherra.
Franska stjórnin og Churchill,
sem þá var enn forsætisráð-
herra Bretlands, voru fylgjandi
fundi æðstu manna. Skoðana-
munur Churchills og Edens
kom óvenju greinilega í ljós
nokkrum dögum áður en hinn
síðarnefndi tók við forsætisráð-
herraembættinu af hinum fyrr-
nefnda. Svöruðu þeir fyrir-
spurnum á þingi sinn daginn
hvor. Eden sagðist vilja utan-
ríkisráðherrafund en Churchill
hélt fast við hugmynd sína
um fund æðstu manna.
TJftir að Eden varð forsætis-
ráðherra brá hinsvegar svo
við að . hann hvarf frá fyrri
Edgar Faure
forsætisráðherra Frakklands
afstöðu sinni og tók upp stefnu
fyrirrennara síns. Fréttamenn
segja að það sé fyrst og fremst
vegna eftirgangsmuna Edens
sem Bandaríkjastjórn hefur nú
loks fallizt á að haldinn verði
fundur æðstu manna stór-
veldanna. Ekki er neinn vafi
á að það eru í hönd farandi
þingkosningar í Bretlandi sem
valda sinnaskiptum Edens í-
málinu. Þótt skammt sé liðið
á kosningabaráttuna er það
ljóst að hún mun mótast af
friðarvilja brezks almennings.
í fyrstu útvarpsræðu sinni til
Framhaid á ll. áðu. ;