Þjóðviljinn - 12.05.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.05.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (ð % ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl FRtMANN HELGASON Um byrjendakennslu í sundi og keppnisþj áliun sundmanna ViSfal viS Jón Pálsson sundkennara Á s.l. sumri kom hingað til lands bandarískur sundþjálfari Kyputs að nafni. Mun hann hafa átt að gefa ráðleggingar um sund og sundþjálfun og sund- kennslu yfirleitt. Hafði hann námskeið með sundmönnum og kennurum og umræðufundi. I tilefni af þessu og vegna sund- mála almennt sneri íþróttasíðan sér til Jóns Pálss. yfirsundkenn- ara í Sundhöll Reykjavíkur og bað hann að skýra lesendum íþróttasíðunnar frá heimsókn Kyputs og öðru er sundmál snerta og varð Jón fúslega við þeim tilmælum. Hvað Iærðu sundþjálfarar og kennarar af Kyputs? Það væri helzt það að byggja upp þjálfun á keppnisfólki, und- irbúningsþjálfun. Er hún fyrst og fremst fólgin í sérstakri leikfimi sem fer mjög mikið fram liggjandi. Ennfremur lét hann sundmennina nota bönd, er þeir skyldu toga í, og veittu þau nokkuð viðnám þar sem í þeim héngu létt lóð. Var það gert til að styrkja vissa vöðva sem mest reynir á við að koma sér áfram í vatninu. Sá misskilningur hefur ríkt bæði hér og víðar að ekki eigi að kenna sundfólki annað en mýkt. Sundmaður þarf að vera sterkur. Þetta reyndi ég þegar ég var að æfa mig 1930. Þá notaði ég lítil lóð um ound að þyngd í hvorri hendi. Fólk hafði þá ekki trú á þessu, hafði aldrei séð það í bókum. Notaði þessar æfingar í byrjun hiá Ægi. Þess- ar æfingar eru miklu fyllri. Kyput sagði að óhætt væri að æfa fólkið miklu meira en almennt var haldið. Ég tel því að sundfólkið hafi lært mjög mikið á þessu því við vitum að útilokað er að standa sig á heimsmælikvarða nema æfa sig geysilega mikið. Og þó þyrði ég ekki að taka hvern sem er nema að undan- genginni nákvæmri rannsókn, og síðan verður þjálfarinn að fylgjast með því hvernig fólkið lifir til þess að víta hve erfiða þjálfun má leggja á það. Sú gífurlega þiálfun sem nú þarf til að ná ton^árangri getur eyði- lagt heilsuna ef menn stunda vökur og slark. Þó er ekki hættulegra að æfa íþróttir svefnlaus, en stunda erfiða vinnu. Fólkið verður að fórna til að ná árangri. Hvaða álit hafði Kyput á sundinu hér yfirleitt? „íslendingar synda mjög vel, hafa fallegan sundstíl. Japanir sem ég tel bezt sundfæra á bringusundinu synda ekki bet- ur, og skriðsundið er líka á- gætt“. Um sundstíl Ara Guð- mundssonar sagði hann: „Betri sundstíl sjáið þið ekki hvar sem þið farið um í heiminum“. „Það er auðséð að sundfólkið æfir sig alltof lítið“, bætti hann við. Mitt álit er, segir Jón, að það sé ekki að öllu leyti sund- fólkinu að kenna, því tími sá sem keppnisfólkið hefur er 2 tímar og 15 mínútur alla vik- ana og með því að keppnis- fólkið fær afnot af barnatím- um félaganna kemst æfinga- tími þess í 3—4 tíma á viku, en Kyput taldi að keppnisfólk yrði að æfa sig 2 tíma á dag 6 daga vikunnar. Hvað sagði hann um kennslu- aðferðir hér fyrir byrjendur? Kyput horfði á byrjendanám- skeið hjá 10 ára börnum og líkaði það mjög vel og liafði orð á því hve góð áhöld við • hefðum til að kenna með og I átti þar sérstaklega við kúta i og kork sem notað er við kennsl una. Þótt Bandaríkjamenn geri lítið að því að nota áhöld við byrjendur, þá var Kyput og fé- lögum hans engin launung á því að áhaldakennsla væri miklu betri. Ég vil geta þess hér að eftir að Jónas Halldórsson kynntist byrjunarkennslu í !Bandaríkjunum, er hann var þar við sundnám gat hann þess að byrjendakennslan væri miklu lengra komin hér en þar vestra, og mér er ekki grunlaust um að þessir tveir menn hafi álitið það sama. Þess ber þó að gæta að þar eru allt aðrar kröfur gerðar til byrjendakennslu en hér. Þar er ! byrjandinn talinn vera kominn ' á flot ef hann getur komizt ! 10—15 m. á skriðsundi, en skriðsund er auðveldara að kenna áhaldalaust en bringu- sund. Þó tók Moriatti það fram við mig að í því sundi væri líka betra að nota áhöld. Áleit hann það mikilsvirði að farið væri að framleiða áhöld í stórum stíl íslandsglíman háð 22. maí Islandsglíman 1955 verður háð í Reykjavík sunnudaginn 22. maí n.k. Öllum meðlimum innan Í.S.Í. er heimil þátttaka Tilkynningar um þátttöku skulu sendar til Hjartar Elíassonar, Camp Knox C 21, Reykjavík fyrir 17. þ.m. Glimufélagið Ár- mann sér um keppnina. Ungverjaland Svíþjóð 7:3 Svíar og Ungverjar háðu landsleik í knattspyrnu i gær. Ungverjar sigruðu með 7 mörk- um gegn 3 (í hálfleik stóðu leik ar 4:1). Leikurinn fór fram á Rásundaleikvanginum í Stokk- hólmi. í Bandaríkjunum fyrir byrj- endakennslu. Hér vil ég þó benda á að þrátt fyrir allt má aldrei gleyma því að áhöldin geta verið tvíeggj- uð. Áhöldin eru til þess að auð- velda kennsluna, þannig að nemandinn geti einbeitt sér að því að læra rétt sundtök, en þurfi ekki að óttast það að hann sökkvi. Sé nemandanum aftur á móti lofað að leika sér með áhöld á baki er það greið leið til að eyðileggja það sem kennt hefur verið, því nem- andinn flýtur hvernig sem tök- in eru gerð. Hverjar eru höfuðaðferðir þínar við kennslu byrjenda? Höfuðaðferðirnar eru fyrst og fremst þær að kenna nem- andanum að finna sig á vatn- inu, og er það gamalkunnugt. Hann þarf að þola að vera með andlitið niðri í vatninu með op- in augu, læra að fljóta án allra áhalda og kunna að fóta sig í vatninu. Þessi undirstaða eyð- ir öllum ótta við vatnið. Eftir það veitist auðveldara en ella að læra sundtökip. • Þegar byrj- endur eru farnir að geta synt, er það misskilningur að láta þá anda ofan í vatnið, það rugl- ar þá. I fyrstu á að láta menn synda með höfuðið kyrrt uppúr vatn- inu þangað til nemandinn hefur náð fullkomnu valdi yfir sund- tökunum í heild. Þá fyrst má bæta höfuðhreyfingunni við og láta nemandann anda niður í vatnið. Ég vil taka það fram að þetta eru reglur sem ég hef aðhyllzt gegnum árin, og reýnzt vel. Er rétt að þú \iljir láta telja öðruvísi við sundkennslu en gert er erlendis? Já, og hef ég gert grein fyrir því í Sundbókinni, en í stuttu piáli sagt, þá fannst mér lengri talningin fyrir sundtökunum vera röng. Áður töldu menn þannig að syndur maður gat ekki synt eftir þeirri talningu sem byrjendum var ætluð. Breytingin varð sú að talið er strax fyrir byrjendur eins og þegar syndir menn synda. Gunnar M. Magnúss: , Börnin frá Víðigerði Og þegar dótið var komið í land, söfnuðust fjölskyldurnar saman í kringum það. Margir set’tust á farangurinn með hendurnar spenntar í kjöltu sinni og horfðu kurteisir, með samanbitn- ar varir á það, sem framhjá fór, bæði stóra hesta, vagna, karlmenn með stórar pípur í munninum og feita menn með stráhatta, því að flestir voru með því lofsverða hugarfari, að vera til heiðurs fyrir gamla landið, það gat líka verið betra að byrja ekki á neinni frekju í Ameríku. Og bændurnir fóru að telja bögglana og fólk- ið, því að nú var komið að þeim að vera fyrir- mannlegir og stjórna með kurteisum bendingum, en engum hávaða eða rifrildi, því síður með snoppungum. Nú hét fólkið innflytjendur og átti að ferðast langar leiðir í vögnum með stórum hestum fyrir. Langt, langt í burtu voru grænu skógarnir, þar átti fólkið að byggja hús og rækta jörðina og stofna nýlendur, sem kallað var. Og þegar þangað var komið, mátti kalla fólkið land- nema. Svo stóðu bændurnir fyrir framan fólkið sitf og biðu eftir því, að maður kæmi með blýant og blað og skrifaði nafnið þeirra á blaðið og spyrði það að nokkrum spurningum. Þe'tta var Amer- íkani, sem hafði þýðanda með sér, svo að greið- legar gengi. En einstaka bóndi, sem ekki var vanur að standa mikið frainan í ókunnugum, svaraði í hálfgerðu fáti, lét konuna standa við hlið sér og segja hvað krakkarnir væru margir. Bifreiðaeigendur Gjaldfrestur á iðgjöldum fyrir liinar lögboðnu ábyrgð- artryggingar (skyldutryggingar) bifreiða er útrunninn 14. þ.m., og eru bifreiðaeigendur alvarlega áminntir um að greiða iðgjöldln nú þegar. Þeir, sem sögðu upp ábyrgðartryggingum fyrir bifreið- ir sínar 1. þ.m., en hafa eigi tekið tryggingu á ný, eiga á hættu, að þeir verði gerðir ábyrgir fyrir þeim tjónum, er þeir kunna að valda. Bifreiðatryggingafélögin Getraunaspá Valur — Þróttur 1 Frakkland — England (x) 2 Hammarby —; Gais 1 AIK —- Halmstad 1 x Degerfors — Kalmar 1 Götaborg — Sandviken 1 Malmö — Djurgárden (1) 2 Norrköping — Hálsingborg x 2 Fram — Sparta 1 Brann — Lilleström (1) x Fredrikstad — Odd 1 Válerengen — Viking 1 Kerfi 32 raðir. í Tómasarhaga 20, opin daglega kl. 4 til 10 e.h. Aðgangur ókeypis

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.