Þjóðviljinn - 15.05.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 15. maí 1955
tUÓOVIUINN ]
Otgefand); Samelnmgarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlim
Rltstjórar MagnÚ9 Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri; Jón Bjamason.
Blaðamenn; Æsmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson. Guð-
mundur Vlgfússon, Tvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson
A.uglýslngastjóri Jónsteinn Haraldsson
Rltstlórn. afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: SkólavörSustig
19 Hímt 7500 (3 línur)
Áskrlftarverð kr. 20 é mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr 17
annarr staðar á landinu. — Bausasöluverð 1 kr. eintakið
Prenfimiðja Þjóðviljanp hf
Fordæmi Austurríkis
Það er dansað og sungið á götum Vínar og um gervallt
Austurríki. Hernámi landsins hefur verið aflétt, og það er svo
írá gengið að þjóðin verður hlutlaus í stórveldaátökum,, óháð og
frjáls. Austurríkismönnum finnst þeira hafa eignazt nýjan
himin og nýja jörð, allt lífið hefur breytt um svip.
En hvenær verður dansað og sungið á götunum í Reykjavík
af fögnuði yfir því að erlendu hernámi hafi verið aflétt og ís-
lendingar búi aftur einir og frjálsir í landi sínu, óháðir stór-
veldaátökum? Þótt Islendingar hafi meira taumhald á tilfinn-
ingum sínum en suðrænni þjóðir, verður ekki minni fögnuður hér •
en í Vín þegar sú stund rennur að síðasti erlendi hermaðurinn
yfirgefur þetta land — því hernámið hvilir sem smán á hverjum
heiðarlegum rrtanni. En hvenær rennur þessi stund?
Engin rök mæla gegn því að íslendingar fylgi fordæmi Austur-
ríkismanna. Jafnvel falsröksemdimar sem boðaðar voru I upp-
hafi hernámsins eru fallnar um sjálfar sig. Ef friður helzt —
eins og allir heiðarlegir menn vona — er hemámið gersamlega
tilgangslaust. Ef styrjöld skellur á er hemámið ekki til neinnar
„verndar“ heldur býður það hættunni heim: hér verður þá banda-
rísk árásarstöð sem kallar yfir okkur gagnárásir. Svona óbrotn-
ar eru þær staðreyndir sem máli skipta — og þessar staðreyndir
eru aldrei ræddar í hernámsblöðunum.
Heiður Islands og sjálf tilvera þjóðarinnar em í húfi: En fram-
tíð íslendinga er í höndum þeirra sjálfra. Það er einhuga þjóð
sem fagnar frelsi sínu í Austurríki, og ef íslendihgar þjappa sér
faman geta þeir aftur náð fullum yfirráðum yfir landi sínu.
Aðstæður em þannig í heiminum að Bandaríkjamenn geta ekki
neítað að hverfa héðan ef þjóðin skipar þeim burt. á sama hátt
og þeir neyðist nú til að fallast á hlutleysi Austurríkis og flytja
hér sinn brott nauðugir.
Búum okkur undir það, Islendingar, að verða næsta Evrópu-
þjóðin sem losnar undan oki hemáms og styrjaldamndirbúnings.
íhald o? Frfmsókn ?e?sn endurnýjun
togaraflotans
Hvað eftir annað hafa þingmenn Sósíalistaflokksins vakið
máls á nauðsyn þess að efla og endumýja togaraflota lands-
manna. Fyrir Alþingi hafa legið þing eftir þing tillögur um
athafnir á því sviði, en afturhald beggja stjóraarflokkanna hef-
ur lagzt á þær tillögur og svæft þær.
Nú tvö þing í röð fluttu þingmenn sósíalista fmmvarp um
smíði togara innanlands og aukningu togaraflotans. Var fmm-
varpið flutt snemma á því þingi sem nýlokið er, en íhaldsþing-
menn og Framsóknarþingmenn lögðust á málið í f járhagsnefnd
neðri deildar, og skutu sér undan því að afgreiða það frá nefnd-
inni.
Rétt fyrir þinglokin birtu fulltrúar verkalýðsflokkanna í f jár-
hagsnefnd, Karl Guðjónsson og Gylfi Þ. Gíslason sameiginlegt
nefndarálit og lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt. En efni
frumvarpsins var, eins og áður hefur verið rakið hér í blaðinu,
að hafin yrði smíði 10 togara á vegum ríkissjóðs, er síðan seldi
þá einstaklingum, félögum eða bæjum. Af skipum þessum yrðu
tvö smíðuð hérlendis og síðan verði smíði tveggja togara á ári
fast verkefni innlendra skipasmiða til viðhalds og endumýjunar
togaraflotans.
[ Bentu þeir á, Karl og Gylfi, að tveir íslenzku togaranna fómst
f vetur, og Islendingar eigi engin skip í smíðum, sem fyllt geti
\ skörðin, það líði því fyrirsjáanlega á annað ár þannig að fram-
jieiðslutap þjóðarinnar af missi skipanna verði óbætt. Atburðir
sem þessir sanni, að ráðstafanir til stöðugra skipasmíða til við-
halds flotanum þoli ekki bið.
En gegn þeirri þjóðamauðsyn daufheyrast þingmenn íhalds og
Framsóknar. Og þeir misnota traust fólksins sem sendi þá á þing
er þeir leggjast á slík nauðsynjamál þjóðarinnar allrar. Skiln-
ingssljóir á meginrök efnahagslegs sjálfstæðis Islendinga sópa
þeir vinnuaflinu suður á Reykjanes til hemámsstarfa, burt frá
heilbrigðum framleiðslustörfum. Þetta er hin bandaríska lepp-
stefna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í framkvæmd. Gegn
henni hlýtur þjóðin að rísa, eigi hún ekki að bíða varanlegt tjón.
I
Józi „klofstiitgur" kemur upp um
hlutverk sitt í verkfallinu
Hvafti atvinnurekendur til hörku og óbil-
girni meSan á verkfallinu sfóS og jbylur nú
harmatölur i AlþýSubL ut af ósigri sínum
Meðan verkföllin miklu stóðu
sem hæst urðu oft um það
harðar deilur milli atvinnu-
rekenda innbyrðis hvort rétt
væri að mæta kröfum verka-
fólks af þeirri ósvífnu hörku
sem raun varð á. Ýmsir í hópi
atvinnurekenda andmæltu
slíkri framkomu, og héldu því
lengi vel fram að samtök
verkafólks yrðu aldrei brotin
á bak aftur eða verkafólkið
svelt til uppgjafar. Þess vegna
bæri að semja fljótt í stað þess
að stöðva allt um langan tíma
og sóa verðmætum í tilgangs-
lausa styrjöld við verkalýðs-
félögin.
Helztu forkólfar stóratvinnu-
rekenda með Kjartan Thors i
fararbroddi andmæltu þessari
kenningu mjög harðlega í hvert
skipti sem talsmenn hennar
létu til sín heyra. Og það sem
réði raunverulega úrslitum um
lokaafstöðu atvinnurekenda
voru þau skilaboð frá einum
kunnasta forustumanni hægri
aflanna í verkalýðshreyfing-
unni, Jóni Sigurðssyni, fyrrv.
framkvæmdastjóra Alþýðusam-
bands íslands, að það væri að-
eins undir atvinnurekendum
sjálfum komið hvernig deilunni
lyktaði. Sýndu þeir nóga sam-
heldni og stæðu óhagganleg-
ir gegn kröfum verkamanna
„myndi allt giiðna í höndum
kommúnista og Hannibals og
verkfallið renna út í sandinn".
Þessi skiiboð urðu atvinnurek-
endum mikil uppörvun og á
grundvelli þeirra var sú
afstaða tekin að láta sverfa
til stáls við verkalýðshreyf-
inguna og leitast við að brjóta
hana á bak aftur.
Verkamönnum bárust fljótt
fregnir af þessu „drengilega“
framlagi J. S. í harðvítugustu
átökum sem þeir hafa árum
saman átt í við atvinnurekend-
ur. Þeir sem þekktu Jón bezt
voru ekki í vafa um að at-
vinnurekendur skýrðu rétt írá
skilaboðum hans. Aðrir sem
þekktu manninn minna drógu í
efa að þetta gæti átt sér stað,
þótt honum væri til margs trú-
andi. Gat það verið að maður,
sem trúað hafði verið fyrir
framkvæmdastjórn heildarsam-
takanna árum saman léti særða
metnaðargirnd og minnimáttar-
kennd reka sig til svo skepnu-
legrar þjónustu við stéttarand-
stæðinginn á mikilli úrslita-
stund í hagsmunabaráttunni?
Þeir sem efuðust um fram-
takssemi J. S. hafa nú fengið
svarið frá fyrstu hendi. J. S.
hefur birt tvær rógsgreinar um
verkfallið og verkalýðsfélögin
í Alþýðublaðinu nýlega. Síðari
greinin birtist í gær og skulu
hér tekin nokkur sýnishom af
málflutningi hans. Eru lesend-
urnir beðnir að bera hann
saman við skrif og áróðtir í-
haldsins og atvinnurekenda
Framhald á 11. síöu.
Fyrstu skákirnar frá Lyon
Noregnr — tsland
Gravseth — Guðm. Pálmason
1 Kgl—f3 Bg6—f6 2 g2—gS c7—
c5 3 c2—c4 Bb8—c6 4 Bfl—g2
d”—d5 5 cAxdB Bf6xd5 6 0—0
e7—e5 7 BbX—c3 Bd5—c7 8
d?—d3 Bf3—e7 9 b2—b3 0—0
10 Bcl—b2 f7—f6 11 Hal—cl
i Ha8—b8 12 Ddl—d2 Bc«—g4 13
! Bf3—el Dd8—d7
| Hvítur hefur teflt byrjunina ó-
virkt og- etendur nú þegar ver
að vígf. Hann verður fyrr eða
síðar að leika cl2—d3 og' þá er
d peðið orðlð veikt. Menn hans
vantar alla fótfestu á miðborð-
inu.
I 14 e2—eS Hf8—d8 15 Bc3—a4
b7—b6 16 f2—f3 Bg4—e6 17 f3—
f4 e5xf4 18 Hflxf4.
g3xf4 kom frekar til greina.
18 — — Bc6—b4 19 Hcl—dlT
Bc7—d5
Guðmundur er ekkert að teygja
sig eftir peðinu á a2, þótt það
komi vei til greina (Rxa2 Bxf6
Bxf6 Dxa2 Db5).
20 Bg2xd5
Hvítur tekur kaupunum, þótt
þau veikí kóngsstöðu hans; ef .til
vill er hann að hugsa um a-peð-
ið, sem 'gæti fa'iið bótalaust eiía
(Hf2, IRxa2 — Bxf6 Bxf6 Ðxa2
strandar þá á Rxe3).
20-----Bb4xd5 21 Hf4—Í2 Be6
—g4 22 Hdl—al (vesalinga hrók-
ur!) Rd5—b4 23 d3—d4 b6—b5!
24 Ba4—c8 c5xd4 25 e3xd4 Bb4
—c6 26 Belc2.
d4—d5 er þvi miður ekki að-
gengilegt (Bc5).
26 — Kc6xd4 27 Bc2xd4 Dd7xd4
28 Dd2xd4 Hd8xd4 29 Hc3xd6
Hd4—dS
Hótar bæði Hxb5 og Bcð. Hvítur
sprikiar eins og bann getur, en
allt kemur fyrir ekki.
30 HÍ2—f4 h7—h5 31 Rb3—cS
‘tíniúi: 7£rtÖ£«3í?ií'
Be7—cöý 32 Kgl—fl Hb8—e8
7 Bfl—c4 Bf8—g7 8 Bgl—e2
c5xd4 9 c3xd4 Bb8—c6 10 Bcl—e3
0—0 U 0—0 a7—a0 12 Hal—cl
Bc8—d7
Svartur gugnar á að leika b5—
ekkl vegna Bxb5, sem hann þarf
ekki að óttast, heldur vegna
Bd5. En þetta er ekki góður
staður fyrir blskupinn, þessvegna
(hótar máti) 33 Hf4—«4 He8xe4
34 Bc3xe4 Bg4—h3f ; C :
Gefst upp, því riddarinn er tap-
aður.
★
Sveinn Kristinsson — Bie
1 d2—d4 Rg8—f6 2 c2—c4 g7—g6
3 Bbl—c3 d7—dfi 4 c4xdfi Bfðxdfi
5 e2—e4 Kdðxc3 6 b2xc3 c7—cfi
kom sterklega til greina að
leika e7—e6 eða Ra5.
13 Ddl—d2 b7—bfi 14 Bc4-d5 Ha8
Alþýðublaðið er mjög
hneykslað yfir því í gær að
Morgunblaðið skuli bendla
Alþýðuflokksmenn við komm-
únistai Nefnir það mörg dæmi
hversu fráleitur slíkur áróður
sé og segir m.a. sármóðgað:
„Hannibal Valdimarsson er og
látlaust stimplaður kommún-
isti eða handbendi þeirra. Sök
hans er sú að sitja ásamt sex
öðrum Alþýðuflokksmönnum
í stjórn Aiþýðusambandsins."
Tveim dögum áður birtist í
Alþýðublaðinu grein eftir Jón
Sigurðsson þar sem segir orð-
rétt að „kommúnistar væru
komnir til valda i haildarsam-
(>.S 'f’
—c8 15 Be3—gð!
Nú er svartur í klípu, Db6
strandar á Bxc6 Bxc6 d5 og
Bxe7.
16------Dd8—e8 16 Hcl—c2 e7
—«6 17 Bd5—b3 a6—afi 18 d4—dó
e6xd5 19 e4xd5 BcjB—e5 20
Hc2xc8 Bd7xc8 21 d5—d6
Rýmir fyrir biskupnum og hótar
jafnframt Be7. Um þetta hættu-
lega fripeð snýst skákin það sem
eftir er.
21------a5—a4 22 Bb3—(15 Dd8
—d7 23 Dd2—b4 HÍ8—c8 24 Be>2
—g3 Be5—(13 25 Db4—a3 H«8—e5
26 Da3xd3 HefixgS 27. Hfl—cl
Bg7 —f8 28 Rg3—e4 Hgfi—15
Bdö—c6 Dd7—d8 90 Bc6xb5
_Bc8—b7 uÍ3Íi.rn ut ' öííðiv
Lokpins kemst biskupinh á sinn
óskareit, en>það er of seint, or-
ustan er töpuð.
31 Bb5—c6 Bb7xc6 32 Hclxc6
Hfú—c5 33 d6—d7 f7—Í5 34 Hc6-
c8 Dd8— aS 35 Hc8xf8f Kg8xf8
36 d7—d8 Df Gefst upp.
tökunum — hefðu stjórn Al-
þýðusambandsins algerlega
með höndum, eins og nú er
raun á orðin.“ Ennfremur
kallar Jón Hannibal Valdi-
marsson „bandamann ..... eða
réttara sagt bandingja“
kommúnista. Þessum skrifum
sínum heldur Jón svo enn á-
fram í gær.
Má ekki vænta þess að Al-
þýðublaðið birti í dag hneyksl-
unarfulla forustugrein um
íhaldsþjónustu Jóns Sigurðs-
sonar? Eða bar að skilja leið-
arann í gær sem dulbúna árá$
á málílutning Jóns?
Hvort er rétt?