Þjóðviljinn - 15.05.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.05.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudaguc 15. maí 1955 Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga veró'ur haldinn aö Bifröst í Borgarfirði dagana 22. og 23. júní n.k. og hefst miövikudaginn 22. júní kl. 9 árdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum Sarnbandsins. i Reykjavík, 13. maí 1955 Stjómin I ■ »»■•■■•■■•■■■■••■■■■■■■■■•■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■"■■■■■■ ■ ■ Aðeilfundur ■ ■ m Vinnumálasambands Samvinnufélaganna veröur haldinn aö Bifröst í Borgarfirði fimmtudaginn 23. júní, strax að loknum aöalfundi Sambandsins s Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Reykjavík, 13. maí 1955 Stjórnin Aðalfundur ■ : : Samvinnutiygginga g.t. verður haldinn aö Bifröst | 1 Borgarfiröi föstudaginn 24. júní og hefst kl. 10 ^rdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum i tryggingarstofnunarinnar s | Reykjavík, 13. maí 1955 : •: : Stjórnin : ■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Aðalfundur ■ ■ ■ ■ : : : Liftryggingafélagsins Andvaka g.t. verður haldinn ■ aö Bifröst í Borgarfiröi föstudaginn 24. júní, strax að loknum aðalfundi Samvinnutrygginga. ■ ■ m • Dagskrá samkvœmt samþykktum félagsins. m ■ ■ ■ ■ ■ Reykjavík, 13. maí 1955 Stjórnin m : ■ ■ : •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■' | Aðalfundur i ■ i Fasteignalánafélags Samvinnumanna verður haldinn | að Bifröst í Borgarfiröi föstudaginn 24. júní, strax að ] loknum aðalfundi Líftryggingafélagsins Andvaka. m « Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Reykjavík, 13. maí 1955 Stjórnin !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* j ÞjóðvjljaRD vantár nngling ■ til blaðburðar í SKJOLIN Talio við afgreiðsluna. Sími 7500. Þegar íallbyssurnar stííluðust af kúlum — Hershöfð- ingjar borða á Heitt & kalt — Athugasemd til L.R. MÖNNUM er það enn í fersku minni þegar floti Atlanzhafs- bandalagsins ætlaði að fara að skjóta hér úti fyrir Vest- f jörðum haustið 1953. Þá skall á þvílíkt ofsaveður að kúlurn- ar komust ekki út úr fall- byssunum nema þeim væri snúið undan veðri, snjókoman varð svo þétt að ratsjárnar urðu blindar, og öldurnar urðu svo risavaxnar að bylgj- um sem hófust við Siglunes og Hornbjarg laust saman á Húnaflóa, og varð af þvílíkt bomsaraboms að heyrðist um allt Island — þrátt fyrir stormgnýinn. Tóku verndarar vorir það til ráðs að slaga undan vindi með stíflaðar fall- byssur, og hlupu kúlurnar ekki úr fyrr en komið var suður undir Spán, enda er það frægt land fyrir blíðviðri, en byssurnar látnar snúa upp í vindinn. Er talið að floti Atlanzhafsbandalagsins muni ekki freista þess fram- ar að skjóta við ísland. ★ NÚ VORU einhverjir fuglar úr stríðsbandalagi þessu á ferð hér á landi, og komu loftleið- is. En það er sjaldan ein bár- an stök, eins og kerlingin sagði; og enn blása hvassir vindar og kaldir á íslandi. Var það haft í flimtingum á Lækjartorgi í gær að er gestir þessir hugðust stíga út úr bílum sínum við stjórnarráðið hefði hattur eins þeirra fokið út í veður og vind, bílhurð hefði skollið á fingur annars, í einni stormhviðunni hefði kolamokari skollið á hinum þriðja — og er seint að telja allt það tjón sem Atlanz- hafsbandalagið verður fyrir hér á landi. Svo ætlaði utan- ríkisráðherrann að halda gest- um sínum veizlu í ráðherra- bústaðnum við Tjamargötu, en þá var vatnsæðin biluð í götunni; þessvegna var sVo kalt í húsinu að ekki var talið fært að halda veizluna þar. Varð það að lokum úr að ráð- herrann bauð gestum sínum inn á Heitt og kalt í Hafnar- stræti, og fengu þeir þar volga kássu að borða. Þeir flugu á- leiðis til Ameríku í nótt, og munu ekki koma aftur. Er ekki annað sýnna en veður- guðimir ætli að gera út af við bandalag þetta; og er það þá ekki fyrsta sinni í íslands- sögunni sem ómildi náttúmnn- ar leikur okkur grátt hér á þessum hólma. ★ ADDA Bára Sigfúsdóttir kom að máli við Bæjarpóstinn út af bréfi því frá stjórn Leikfélags Reykjavíkur sem birtist hér í Póstinum í gær, þar sem segir að Gunnar Hansen hafi „ráð- izt til kennslustarfa hjá Kvöld- skóla alþýðu“ í vetur; og mátti skilja af bréfinu að þetta m.a. hefði komið í veg fyrir að hann starfaði meira hjá L.R. en raun var á. Ádda Bára sagði að Gunnar Hansen hefði sýnt skólanum þá velvild að kenna í honum 2 tíma á viku, kl. 5—7 á föstudögum, og hefði forráðamönnum skólans ekki komið til hugar að slíkt gæti komið í veg fyrir að hann annaðist leikstjórn hjá L.R. Væri skólinn Gunnari mjög þakklátur fyrir kennslu hans — en leitt er til þess að vita ef tveggja tíma starf á viku hefur af manni öll önnur störf, eins og L.R. virðist helzt gefa í skyn. Og svo er líklega út- rætt um þetta mál að sinni. Myndarlegt rit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyium Blik, ársrit Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, hefur borizt blaðinu. Er það samtals 120 bls., og hiff myndarlegasta aff allri gerff, Ritið hefst á Hugvelcju, eftir skólastjórann: Þorsteinn Þ. Víg- lundsson. Sigurður Finnsson kennari skrifar greinina: Tíma- mót í merku starfi. Þorsteinn Jónsson í Laufási skrifar: Tvenn- ir tímar. Þá er ýmislegt efni eft- ir nokk'ra nemendur skólans í vetur. Björn Sigfússon háskóla- bókavörður skrifar um Vest- mannaeyjaklaustur. Þá er hug- leiðing eftir Árna úr Eyjum: Gult, grænt og blátt. Sigfús J. Johnsen kennari skrifar Vor- þanka. Þá eru birtar skólaskýrsl- ur, skrá um kennara og nemend- ur, og margt fleira er í heftinu. Nokkrir nemendur önnuðust ritstjórn Bliks, en það er prentað í Prentsmiðju Þjóðviljans, á. vandaðan pappír, ogjylgja marg- ar myndir frá skólanum og öði'- um stöðum í Vestmannaeyjum. I Söngfólk vantar í kórinn sem fer til Varsjá í sumar. Upplýsingar að Þingholts- stræti 27, II. hæð, kl. 3-5 í dag. Alþjóðasamvinnunefnd ísl. æsku. Hafið þér lesið greinina 99Kominginii vantar ...?f í síðasta hefti af SATT Grein þessi var gerð upptæk i Reykjavík á sínum tíma, en varð þó landfræg. SATT f æst á öllum blaðsölustöðum og kostar kr. 10/— ■•—■■—■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■—•■■■■■■■■■■■»«■■■■■■■■■■■■■■■■■■• ■■•■■■■■•■I lifreíiaeigendur í GÆR rann út greiðslufrestur á iðgjaldi fyrir hinar lög- ^boðnu ábyrgðartryggingar (skyldutryggingar) bifreiða. Eru því þeir bifreiðaeigendur, sem eigi hafa greitt iðgjöld sín, alvarlega áminntir um að greiða þau nú þegar. Bifreiðatryggingafélögin. MIHUHIHIIIIIUHIIIHimiaiilHHIUIHIIHIHinillUIIHIIIIUIIIIMNiaHIBIIHUII

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.