Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 1
VILIIN Suimudagur 22. maí 1955 — 20. árgangur — 114. tölublað GlundroSi og ósijórn ihaldsmeirihluians: Algjör stöðvun á úthlutun lóða tíl íbúðabygginga Um 4000 umsóknir um lóðir liggja óafgreiddar og engin byggingasvæði undirbúin,—Bæjarstjórnaríhaldið hefur nú tekið við því hlutverki Fjárhagsráðs að koma í veg fyrir íbúðabyggingar í Reykjavík Um þessar mundir munu liggja óaíreiddar hjá bæj- aryfirvöldunum í Reykjavík um eða yfir 4000 um- sóknir um lóðir undir íbúðabyggingar. Eru umsókn- ’ir þessar ýmisf um lóðir fyrir einbýlishús, tveggja hæða hús með risi og kjallara, 3—4 hæða fjölbýlis- hús eða svokölluð „raðhús”. Ýmsar þessara um- sókna hafa legið óafgreiddar í nokkur ár en lang- mestur fjöldi umsóknanna hefur borizt síðan bygg- inabannið var brotið á bak aftur. og Fjárhagsráð lagt niður. Ástandið varðandi skipulagninu og undirbúning nýrra byggingasvæða og úthlutun og aíhendingu lóða er hins vegar þannig að um algjöra stöðvun er að ræða. Heíur nú bærinn svo til engar lóðir tii úthlut- unar í vor eða sumar undir íbúðarhús, hvorhi smærri hús eða samhyggingar. í þessu efni tekur því óstjórn för með sér að aldrei er nægjan- og fyrirhyggjuleysi íhaldsmeiri- hlutans í bæjarstjórn við því hlutverki sem byggingabannið og höft Fjárhagsráðs gegndu áður: að koma í veg fyrir íbúðabygg- ingar í Reykjavík. \ Ostjórn og glundroði höfuðorsökin Til þessa ófremdarástands liggja margvísiegar orsakir. Ó- stjórnin og glundroðinn í stjórn bæjarmálanna undir forustu Sjálfstæðisflokksins er þó höf- uðorsökin. Fé bæjarsjóðs er í sífellt vaxandi mæli sóað í skrif- finnskubákn íhaldsins, bílaakstur og hverskonar ónauðsynlega eyðslu. Skipulagsleysi, glundroði og spilling eru einkenni íhalds- stjórnarinnar á Reykjavík. Hinn gegndarlausi fjáraustur i skrifstofubáknið hefur það í legt fjármagn handbært til bráð- nauðsynlegra framkvæmda, eins og nýrra gatna og holræsagerðar í sambandi við ný bygginga- svæði. Hefur íhaldið þá ófrá- vikjanlegu reglu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ár hvert að kolfella allar tillögur minnihluta- flokkanna sem míða að sparnaði í skrifstofuhaldinu og bitlinga- kerfinu en auknum framlögum til hinna aðkallandi verklegu framkvæmda, Neitað að semja við verkfræðingana En öngþveitið sem nú hefur skapast ó sér enn fleiri ástæður. í fyrrasumar neitaði íhaldið að ganga til samninga við. verk- fræðinga bæjarins sem höfðu sett fram kröfur um nokkrar launabætur og svifti bæinn starfskröftum þeirra blómann úr sumrinu. Við það féllu niður und irbúningsstörf er vinna þurfti í sambandi við undirbúning ný- bygginga. Kom þessi afstaða bæjarstjórnarmeirihlutans hart niður á mörgum sem við bygg- ingar fengust í fyrra en aðalaf- leiðingarnar segja þó til sín í ár. Stöðvaði bæjarvinnu í sex vikur Ofan á verkfræðingadeiluna í fyrra varð svo sex vikna stöðv- un á vinnu verkamanna í bæj- arvinnunni, er íhaldið neitaði að semja við Dagsbrún í vor og skipaði bæjarfélaginu algjörlega við hlið stóratvinnurekenda. Framhald á 12. síðu. inæðradaginn I dag verða mæðrablómin seld á götum Reykjavíkur. Heimili mæðrastyrksnefndar er nú x smíðum uppi í Mosfellssveit. —• Vilt þú leggja fram lítinn skerf til að tryggja illa stöddum mæðr- um og börnum þeirra nokkra hvíld og sumardvöl í sveit? Þú svarar því í dag þegar þér vcrð- ur boðið mæðrablómið. Þsgja urn Ingimar Morgunblaðið, Tíininn, Vísir — og Alþýðubiaðið — stein- Jægja öll um fjársvikamál séra Ingimars Jónssonar — eitt stórfelldasta hneykslismál sem upp hefur komizt hérlendis. — Þótt þessi blöð Iáti aldrei á sér standa að birta stórfregnir um smáþjófa, gengur Jxeim oft erf- iðlega að birta J>ó ekki séu nema smáfregnir um stórþjófa. Miðstjóra Sésíalistaflokksi^s: Undirritið ávarp heims- irioarraðsms Miðstjórn Sameiningarflokks_ alþýðu — Sósíal- istaflokksins lýsir eindregnum stuðningi við á- varp heimsfriðarráðsins, sem gefið var út í Vínar- borg 19. jan. 1955. Jafnframt skorar miðstjórnin á alla flokksmenn að styðja í orði og verki þá undirskriftasöfnun að þessu ávarpi sem samtök íslenzkra friðarsinna gangast nú fyrir hér á hmdi. Miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins Hél isfláxicistarfsemi til þess að koma skáldverkum síxtum í verð Riihöfundur finnur upp frumlega nýjung i úigáfusiarfsemi á Islandi Efnilegur lærisveinn dýrtíðarólanna: Hækkaði verðið um 40% Hugvitssemi milliliða, prangara sem skreyta sig stund- um með nafninu verzlunarmenn eða jafnvel atvinnu- rekendur, er furðulega mikil, þegar um það er að ræða að féfletta náungann. Þjóðviljanum hefur verið sagt af einum slíkum „verzl- unarmanni" og „atvinnurekenda“ er hækkaði verð á til- teknum hlut um 40% að afloknu verkfallinu. Vinnan sem „atvinnurekandi'1 þessi lætur framkvæma við hlut- inn er unninn í ákvæðisvinnu, svo þar er ekki um kaup- hækkun að ræða. Engu að síður mun „atvinnurekand- inn“ hafa það svar ólanna tveggja, Thors og BSRB- formannsins, á reiðum höndum að þetta stafi af 10% kauphækkun verkamanna! Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um okur, enda hefur það veriö mjög ríkur þáttur í fjármálastarf- semi peningamanna hér í höfuöborginni um alllahgt skeiö. Hefur þaö birzt í ýmsum myndum og verið rekið á hug- vitssamlegasta hátt; en þó mun enginn hafa verið jafn frumlegur og snjall og rithöfundur einn sem tók upp út- lánastarfsemi til þess að koma skáldritum sínum í verð! Rithöfundur þessi gerðist allmikilvirkur fyrir nokkrum árum, en hafði þá ekki sent frá sér neina bók í eina tvo áratugi. Gaf hann út bók á ári og virtist jafnvígur á allar greinar skáldskapar. Allar bæk- urnar gaf hann út á eigin kostnað, enda munu útgefendur hafa verið tregir til að greiða fyrir þær hæfilegt verð. Ekki nutu bækurnar almenningshylli, þótt hlaðið væri á þær miklu lofi í flokksblaði rithöfundar- ins, Alþýðublaðinu, og þótt starfsbræður hans í Hagalíns- félaginu hlypu undir bagga á sama hátt í öðrum blöðum. Engu að síður hélt hann á- fram útgáfu sinni og upplögin virtust hverfa, þótt þau væru sjaldnast rétt yfir búðarborð, og rithöfundurinn kvaðst hafa ágætar tekjur af bókmennta- starfsemi sinni. 3A í peningum, V4 í bókum Skýringin er sú að rithöf- undurinn hafði uppgötvað mikla nýjung í bókmenntastarf- semi á Islandi. Samhliða bóka- útgáfu sinni fór hann að lána út fé. Var þeim útlánum þann- ig háttað að lánþiggjendur fengu % hluta upphæðarinnar í peningum en Vi í hinum ó- seldu bókum höfundarins. Lán- ið var til skamms tíma og varð auðvitað að greiðast upp að fullu í peningum, en tækist það ekki leikur grunur á að okurvextir hafi hætzt við. Oft mun það hafa komið fyrir að lántakendur báðust undan því að hirða bækurnar og vildu aðeins taka peningaskammtinn, en ekki var nærri því komandi. Mun rithöfundurinn hafa talið að hann héldi sig innan tak- marka landslaga með því móti — enginn bannar lesendum að taka bækur að láni af listræn- um áhuga og sízt er hægt að sakfella höfunda fyrir að vilja fullnægja ánægjulegri fýsn! í næsteísta ílokki. Eins og áður er sagt hlaut rithöfundurinn hina lofsamleg- ustu dóma í flokksblaði sinu og meðal sumra starfsbræðra sinna fyrir listræn afrek, og þóttu dómarnir í furðu litlu samræmi við gildi verkanna. Hafa sumir haldið því fram að ritdómarar þessir muni sjálfir hafa fengið hin sér- kennilegu lán lijá rithöfundin- um og eignazt þannig myndar- lega bókahlaða sem þurfti að koma í verð með því að skapa eftirspurn hjá almenningi. Hitt er þó sennilegra að ritdómar- arnir hafi kunnið að meta að verðleikum þessa athyglisverðu uppfinningu í íslenzkri bókaút- gáfu og viljað láta höfundinn njóta hennar. Og þar er ef- laust einnig fundin skýringiti á því að þessi mikilvirki rit- höfundur og athafnasami lán- veitandi hefur nú um tveggja ára skeið haft sess í næstefsta Framhald á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.