Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Landbúnaðarkreppa þjakar bændastéft Bandaríkjanna Tekjur hœnda hafa rýrnaS um þriSjung á tveim árum, smábœndur flosna upp Síharðnandi landbúnað’arkreppa þjarmar æ meira aö bandarískum bændum og landbúnaöarhagfræöingar spá hruni ef ekki er aö gert. Undanfarin þrjú ár hafa tekjur bænda rýrnaö ár frá ári og fyrirsjáanlegt er að þær munu skerðast enn frekar í ár. Frá þessu er skýrt í stórblað- inu Nevv York Times í grein eftir landbúnaðarfréttaritara þess, J. H. Carmical. Lýsir hann í stórum dráttum þróun- inni í bandarískum landbúnaði síðustu árin. if$p; Óseljanlegar birgðir hrúgast upp Striðsárin og fyrstu árin eft- ir stríð voru mikill uppgangs- tími fyrir bandaríska bændur, vegna þess að markaðir erlend- is voru nær ótakmarkaðir með- an ríkisstjórnin varði stórfé til að sjá bandamönnum Banda- ríkjanna fyrir matvælum. Nú dragast erlendu markaðirnir saman jafnt og þétt og óselj- anlegar landbúnaðarvörur hrúg- ast upp í Bandaríkjunum. Rík- isstjórnin hefur vari£i mörgum milljörðum dollara til að halda verði landbúnaðarafurða uppi og reyna að koma þeim í verð erlendis. Jafnframt hefur land- búnaðarráðuneytið skipað bændum að skerða framleiðsl- una verulega. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir var verðið sem bændur fengu fyrir afurðir sín- ar á síðasta ári að meðaltali f jórðungi lægra en árið 1951 og offramleiðslubirgðir halda á- fram að vaxa. Hveitiakrar skertir. Hagur bænda er auðvitað misjafn eftir því hvaða afurðir þeir framleiða. Verst eru þeir leiknir sem rækta hveiti, baðm- ull og tóbak. í fyrra voru til dæmis tekj- ur hveitiræktarbænda 10% lægri en árið 1953. Nú hefur landbúnaðarráðuneytið bannað bændum að sá hveiti í meira land en 23 milljónir hektara, þrem milljónum hektara minna en i fyrra. Jafnframt hefur lág- marksverð sem bændum er tryggt fyrir uppskeruna verið lækkað. Talið er að þetta tvennt verði til að tekjur hveitiræktarbænda lækki enn um 20%. Tekjur baðmullarbænda hrapa. Þeir bændur sem rækta baðm- ull eru enn verr leiknir en hveitibændurnir. Árið 1953 var bændum frjálst að rækta eins mikið og þeir gátu og nam uppskeran þá 16.465.000 sekkj- um sem bændur fengu um 3 000 milljónir dollara fyrir. í MíésBasaí í sæiska íkdMslMámm® Það hefur vitnazt, að vélvirki nokkur í Gautaborg, sem fékk skilorðsbundinn dóm fyrir njósnir fyrir skömmu, er félagi í sænska íhaldsflokknum. Hann er sá þriðji af hinum ákærðu í ,,hinu mikla njósnamáli“ í Sviþjóð, sem reynist vera í- haldsmaður. fyrra setti iandbúnaðarráðu- neytið strangar hömlur á baðm- ullarræktina, uppskeran fór niður í 13.569.000 sekki og verðið sem bændur fengu var 2 500 milljónir dollara eða 17% minna en áríð áður. Á yfir- standandi ári hafa. svo baðm- ullarakramir enn verið skertir með valdboði. Ef vaxtarskilyrði verða í meðallagi er búizt við 11.000.000 sekkja uppskeru og tekjur baðmullarbænda munu nema um 2000 milljónum doll- ara. Þær hafa þá Iækkað um fullan þriðjung á aðeins tveim árum. Stórbúin græða, smábændur verða gjaldþrota Fréttaritari New York Times bendir á að kreppan kemur mjög misjafnlega við bændur eftir þvi hver háttur er á bú- rekstri þeírra. Stórjarðeigend- ur, sem reka bú sín eins og hvert annað stórfyrirtæki, rækta hveiti eða baðmull á þúsundum hektara og láta vinna öll störf með vélum, standa næstum jafnréttir eftir þessa tekjuskerðingu. „Oft eru helztu afleiðingarnar þær að tekjuskattur stórjarðeigandans lækkar,“ segir Carmical. „Á- hrifin á lífskjör hans eru lítil eða engin. Alít öðru máli gegnir um einyrkjante, sem ræktar. landið með lijálp fjöiskyldu sinnar einnar. Þegar bóndi úr þeim hópi fær ektó lengur að sá í 20 til 30% af hveitiökrum sínum getur það þýtt að hann komist í strand. Oft fær hann ekki að rækta svo stóra landspildu að hann liafi full not fyrir vinnu- afl sitt, hvað þá heldur að hann geti staðið í skilum með afborganir af vélakosti sínum og öðru.“ Fara á vonarvöl „Eíns er með baðmullar- bændurna, smábændurnir verða verst úti. í baðmullarbeltinu, aðal- lega austan Mississippifljóts, eru «m 210.00 baðmullar- bændur sem í ár mega ekki rækta baðmull á meira en 2 hekturum hver eða minna. Þessi hópur getur ekki með neinu móti ræktað það mikið að hann komist af. Svo er líka mál með vexti að marg- ir þeirra munu ektó rækta nokkurn skapaðan hlut. Sum- ir flosna upp af búum sínum og leita atvinnu annarstaðar. Aðrir hafa sagt sig til sveit- ar. Ymsir tóbaksbændur eru í sama vanda. Mörgum er bannað að rækta tóbak á meira en 0,4 hekturum. Flestir þeir sem þannig er ástatt um verða að jdirgefa bú sín nauðugir viljugir," Öllu atvinnulífinu hætta búin Meginorsök þess að offram- leiðslubirgðir af hveiti, baðm- ull og tóbaki hafa hlaðist upp síðustu ár er að útflutningur á þessum afurðum hefur minnk- að um 30% síðustu þrjú árin. Carmical bendir á það í grein sinni, að kreppan í land- búnaðinum lilýtur fyrr eða síð- ar að hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir allt atvinnulíf Bandaríkjanna ef ekki er að gert. Minnkandi kaupgeta bænda bitnar á iðnaðinum, þeg- ar til lengdar lætur. Undanfari kreppunnar miklu 1929 var nokkurra ára landbúnaðar- kreppa. Áður en herlið Sjangs Kajséks fór frá Taséneyjum, eyði- lagði pað öll mannvirki á eyjunum og flutti íbúana nauðuga til Taivans. Nokkrum þeirra tókst þó að fela sig og þeir gáfu sig fyrst fram, þegar hermenn alþýðuhersins stigu á land. Kínverski Rauði krossinn kom ibúunum þeg- ar til hjálpar og myndin sýnir starfsmenn hans fœra hinu nau&stadda fólki matvæli og fatnað. v eiffr Herriot verBlaun Svikmynðasnillingar. tónskáld og nær- mgarhæðinguE fengu einnig friðar- verðlaun Franska stjórnmálaskörungnum Edouard Herriot hafa veriö veitt friöarverölaun HeimsfriÖarhreyfingarinnar. Sömu verðlaun hafa einnig verið veitt brasiliska næringar- fræðingnum Josue de Castro, hollenzka kvikmyndastjóranum Joris Ivens og ítalska kvik- myndahöfundinum Cesare Zav- attini. Einnig ákvað dómnefnd Edouard Herriot Alþjóða friðarverðlaunanna að heiðra minningu ungverska tón- skáldsins Bela Bartok. Edouard Herriot er kominn á níræðisaldur. Hann hefur tekið þátt í frönskum stjórnmálum í fimm ár.atugi og tvisvar verið forsætisráðherra. Hann hefur jafnan unnið kappsamlega að því að leysa alþjóðleg deilumál við samuingaborðið og tryggja frið og samvinnu allra ríkja. Á ár- unum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina reyndi Herriot, sem þá þeg- ar var kominn í hóp áhrifamestu stjórnmálamanna í Frakklandi, að stuðla eftir megni að því að draga úr hörmulegum afleiðing- um hennar með milliríkjasamn- ingum. Herriot hefur jafnan varað við endurhervæðingu Þýzkalands og hann hefur frá upphafi stjórnmálaferils síns lagt á það megináherzlu, að samvinna Sovétríkjanna og Frakklands sé bezta tryggingin fyrir friði í Evrópu. Josue de Castro er Brasiiiu- | maður og .einn kunnasti næring- 1 arfræðingur heimsins. Hann er forseti Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóð- anna (FAO). Fyrir nokkrum ár- um gaf hann út mikið yerk, sem hann kallaði Landafræði bung- ursins. Þar sýndi hann fram á, að hægt væri að útrýma sultin- um úr heiminum ef matvæla- ! framleiðslan væri skipulögð á j heilbrigðan hátt. Sú bók vakti , miklar vonir þess stóra hluta ; mannkyns, sem býr við stöðugt hungur, en de Castrc fór ekki leynt með, að hungrinu yrði því aðeins útrýmt að þjóðir heims semdu með sér varanlegan frið og beindu öllu starfi sínu að ræktun jarðar í stað þess að eyða fjársjóðum sínum í fram- leiðslu tortímingarvopna. Joris Ivens hefur um langt skeið verið talinn einn allra- fremsti höfundur fræðslukvik- mynda í heiminum. Allar kvik- myndir hans hylla sköpunarsniiii mannsins, þolinmæði hans og sjálfsafneitun í ibaráttunni gegn öllum tálmum, sem á vegi hans verða. Ást hans á manninum og öllum þjóðum heims skín í gegn- um myndir hans og samúð hans með baráttu þeirra fyrir frelsi, brauði og friði er hinn rauði þráður þeirra. Cesare Zavattini er fremsta kvikmyndaskáld ítala og sumír segja heimsins. Þeir sem séð hafa kvikmyndirnar „Sciuscia14. „Reiðhjólaþjófurinn", „Undrið í Mílanó", „Umberto D“ geta bor- ið vitni um það. Höfuðeinkenni kvikmynda hans er raunsæi þeirra; hann tekur fyrir þau vandamál sem mestu máli skipta í dag og lýsir stríðandi mann- kyni af samúð og ást: .atvinnu- leysingjum, húsnæðisleysingjum, fátæklingum, munaðarleysingj- um. Bela Bartok er eitt mesta tón- skáld tuttugustu aldarinnar. Hann fæddist í Ungverjalandi járið 1881 og dó New York rið 1945. Hann :arði miklum íma og fyrir- öfn í að safna jóðlögum í ætt- andinu Ung- '/erjalandi og 'J viðar um heim, í Slóvakíu, Moldavíu, Serbíu, Rúmeníu, Tyrktandi og Norður- Afrík-m .Hann sagði eitt sinn; ,',’Þjóðimar verða að jafna allar deilur og ágreining, mönnunum verður að skiljast að þeir séu. allir bræður. Eg ætla tónverkura, mínum að þjóna hugsjóninni um bróðerni allra þjóða.“ IitdverJ^pr. 1 sí§ skiljia Þing Indlands er nýbúið aS samþykkja með miklum meir'i- hiuta frumvarp sem leyfir hjónaskilnaði. Er það í fyrsta, skipti sem hjónaskiLnaður er heimilaður þar í landi. 1 um» ræðunum skýrði Nehru foj> sætisráðherra frá þvl að í fylk- inu Shaurastra einu saman, þaP sem fjórar milljónir manna, búa, hefðu 375 eiginkonur1 framið sjálfsmorð síðastliðið ár til að losna úr óþolandi hjóna- böndum. Strangtrúaðir brama- trúarmenn börðust af öllu afll gegn því að leyfa hjónaskilnað«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.