Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
ÍÞRÓTTIR
RtTSTJÓRJ FRtMANN HELGASON
Úr fréttabréfi írá Stokkhólmi U. maí 1955
Ungverjaland — Svíþjóð 7:3
Þeir knattspyrnuimnendur em lánsamir sem eiga þess kost að sjá
hina ungversku snillinga
Eins og vant er, fór fólk að
koma um tveim tímum fyrir
leiksbyrjun, og klukkan 6.30
var leikvangurinn þéttskipaður.
Rétt áður en liðin komu inn á
völlinn var skotið upp tveim
kúlum, þegar þær sprungu,
komu í ljós ungversku og
sænsku fánarnir, þeir smá svifu
svo til jarðar í fallhlífum eftir
að hafa sveimað um stund yfir
leikvanginum. Það má geta
þess að þegar sænski fáninn
fór að blakta í golunni, rifnaði
hann næstum í tvennt. Tákn-
rænt á vissan hátt, fyrir úrslit
leiksins. Síðan komu liðin inn
á leikvanginn, þjóðsöngvarnir
Voru leiknir og því næst hófst
leikurinn.
Ungverjarnir taka þegar for-
ustuna með sínum snjalla og
góða leik. Svíar eiga þó af og
til allgóð upphlaup, sem auð-
sjáanlega er ætlað að koma
hinni mjög svo framsækjandi
vörn Ungverja á óvart. Langar
spyrnur inn á eyðurnar. Hvor-
Ugt markið kemst þó í verulega
hættu þessar fyrstu mínútur.
En smám saman eykst sóknar-
þungi Ungverjanna, þeir leika
hraðan samleik ýmist með stutt-
um eða löngum spyrnum. Allt
liðið er á lireyfingu og ávallt
2-3 menn reiðubúnir að taka
við knettinum. Og auðvitað er
það Puskas, sem stjórnar og
leiðbeinir samherjum sínum. Á
16. mín. skorar svo Koscis.
Svíar svara með sókn, en ekk-
ert skeður og það eru eftir
sem áður Ungverjar sem að
mestu ráða leiknum. Á 21. mín.
skorar Puskas úr vítaspyrnu.
Svíar herða róðurinn og eiga
Uokkur góð áhlaup, en það eru
þó Ungverjar sem skora á 29.
mín. Hidegkuti sendir heldur
lausa spyrnu að marki, en fyr-
ir mistök markmannsins, renn-
ur knötturinn í netið. Og mín-
útu síðar skorar svo Koseis.
En nú finnst Svíum nóg kom-
ið og halda þeir uppi sterkri
sókn, sem lýkur loks með því
að Löfgren skorar á 39. mín.
Sókn Svía byggist mikið á löng-
um spyrnum. Þó eiga þeir nokk-
ur virkilega góð áhlaup, með
mörgum stuttum og vel miðuð-
um sendingum. Hinn ungi mið-
framherji þeirra Isgren, sem
leikur nú sinn fyrsta landsleik,
er mjög athafnasamur og hrað-
ur leikmaður, sem mikils má
vænta af. Á 45. mínútu skorar
Svenson annað mark Svía úr
vítaspyrnu.
Seinni hálfleikur er jafnari.
Svíar eiga möx-g góð áhlaup,
eru af og til inni í vitateig
andstæðinganna en skortir ná-
kvæmni í sendingum þegar
plássið þrengist, og þeim hættir
einnig til að skjóta úr vonlaus-
um stöðum. Ungverjar aftur
á móti eru yfirleitt hárná-
kvæmir í sendingum sínum og
leikni þeirra að taka við knett-
inum hvernig sem hann kemur
er aðdáunarverð. Það er Czor-
das sem skorar fyrir Ungverja,
aðdáanlega fallegt mark, þegar
á 48. mínútu. Leikurinn er hrað
ur, upphlaupin skiptast á og
á 71. mínútu skorar svo Isgren
fyrir Svía eftir að hafa leikið
gegnum vöm Ungverja. Ung-
verjar svara með sterkri sókn
og á 76. mínútu skorar Puskas.
Á 79. mínútu skorar svo Koscis
sitt 3ja mark og leikurinn
stendur nú 7:3 fyi’ir Ungverja.
Það sem eftir er leiksins er
mjög hratt leikið, og það eru
kannski Svíar sem eiga fleiri
tækifæri, en ekkert skeður og
UngveTjar hljóta stóran og
verðskuldaðan sigur.
Leikni og knattmeðferð Ung-
verja er aðdáunarverð. Sóknar-
leikur þeirra er hraður, skipu-
lagður og nákvæmur. En í
sóknarþunga sínum verður vörn
þeirra af og til opin, þannig
að langar sendingar til fljótra
leikmanna geta verið árangurs-
ríkar fyrir mótherjann, og það
notfærðu Svíar sér talsvert
mikið.
Sænska liðið lék yfirleitt vel,
en í leikni í að stöðva knöttinn
og nákvæmni sendinga standa
þeir Ungverjum ansi langt að
baki. Áð endingu vil ég svo
geta þess að ég álít þá knatt-
spyrnuunnendur lánsama, sem
eiga þess kost að sjá hina ung-
versku snillinga.
13. fundur Sambands-
ráðs ÍSl
Fundur var haldinn í sam-
bandsráði íþróttasambands ís-
lands laugardaginn 14. maí ’55
í félagsheimili Knattspyrnufé-
lagsins Fram í Reykjavík.
Fundinn setti og stjórnaði
forseti ÍSl Ben. G. Waage og í
upphafi fundarins minntist
hann tveggja íþróttafrömuða er
látizt hafa síðan síðasti fund-
ur sambandsráðs var haldinn,
þeirra Sigurjóns Péturssonar,
Álafossi og Georgs Gíslasonar,
Vestmannaeyjum.
títhlutun á kennslustyrk til
íþróttagreinanna,
íþróttafulltrúi, Þorsteinn Ein-
arsson, lagði fram mjög ýtar-
lega skýrslu er hann hafði unn-
ið úr framkomnum kennslu-
skýrslum íþróttaþandalaga og
Frá leik Akurnesinga og Reykvíkinga s.l. sunnudag.
héraðssambandanna. Var sam-
þykkt svohljóðandi tillaga:
Sambandsi'áðsfundur ÍSÍ 14.
maí 1955 felur framkvæmda-
stjóra ÍSl að úthluta þeim 110
þúsund krónum, sem íþrótta-
riefnd ríkisins veitir ISÍ til
kennslustyrkja 1954, þannig
með hliðsjón af skýrslu þeirri,
ér fyrir fundinum liggur, að
samanlagt framlag ISÍ og Umf.
I. nemi sem næst verður kom-
ist, 75% til héraðssambanda
utan kaupstaða og 50% í kaup-
stöðum, af þeim 62,5% af heild-
artekjukostnaði (kr. 239.876.
51), sem hinn veitti kennslu-
styrkur hrekkur til að greiða.
Ákvörðun um hvar íþrótíaþing
1955 verði haldið.
Rætt var um tvo staði fyrir
næsta íþróttaþing, Akureyri og
Hlégarð í Mosfellssveit. Var
síðarnefndi staðurinn sam-
þykktur og vei'ður Iþróttaþing
ISl haldið laugardaginn 23.
júlí og sunnudaginn 24. júlí
n. k.
Albert Guðmundssyni veitt
áhu gamannar éttindi.
Fyrir fundinum lá erindi um
að Albert Guðmundssyni yrði
veitt áhugamannaréttindi og
mælti stjórn Knattspyrnusam-
bands Islands með því einróma
að það yrði gert.'
Framkvæmdastjórn ÍSÍ lagði
fram eftirfarandi tillögu, sem
samþykkt var:
Fundur í sambandsráði ÍSÍ,
haldinn 14. mai 1955, samþykk-
ir með tilvísun til meðmæla
Knattspyrnusambands íslánds,
að veita Albert Guðmundssyni
áhugamannaréttindi nú þegar.
Gunnar M. Magnúss: t
Börnin frá Víðigerði
„Við verðum víst að hýrast þar í nótt“, sagðí
hann. Og það var fyrsta ólundarorðið, sem hann
sagði í Ameríku. En Guðmundur var ekki farinn
að segja neitt ljótt ennþá.
XIV.
Til grænu skóganna.
Loksins var fjölskyldan með öllu dótinu komin
undir húsþak 1 nýja landinu.
Og það þurfti að taka upp áhöld og ílát, tína
sitt af hverju matarkyns saman, því munnarnir
og magarnir heimtuðu sitt. Börnin ætluðu að
spyrja fullorðna fólkið um rauðmennin og hætt-
urnar í grænu skógunum, en það varþaggað niður
í þeim, fullorðna fólkið hafði um annað að tala,
því í býtið morguninn eftir átti að leggja af stað
á stórum vögnum með stórum hestum fyrir,
langar, langar leiðir til grænu skóganna, þar sem
jörðin gat látið vaxa hveiti og hafra, bygg og rúg
og þar sem fólkið mátti sjálft’ eiga stóru trén í
skógunum til þe$s að byggja hús.
Það var svo sem ekki að marka þennan stað,
sem þau voru á þessa nóttina. Það fór að dimma
snögglega og loftið var fúlt og kalt, rétt eins og á
íslandi. Karlmennirnir fóru í rökkrinu aðtakaupp
stóru viðaraxirnar, sem þeir höfðu keypt. Þeir
gátu ekki látið glampa á spegilfagrar stálkinn-
arnar, en í stað þess þreifuðu þeir um egg og
skalla og dáðust að því, hvað þetta væru göfug'
verkfæri — breið fyrir eggina og biturleg — eig-
inlega væri allt hægt að gera með svona verk-
færum.
Hijémsveit Svavars Gests
Sigurður Ólafsson syngur meö hljómsveitinni.
Aðgöngumiðar seldir klukkan 6 til 7
Nýja hljémsveitin leikur frá kl. 3.30—5
Þýzki samkórinn
SINGGEMEINSCHAFT DES ST&DTISCHEN
GYMNASIUMS BERGISCH GLADBACH
Samsöngur
í Austwbœjarbíói í dag klukkan 3 e.h.
Aðgöngumiðar seldir í Austurbæjarbíói frá kl. 1. •
•■■■■■■■■■••■■•■■•■■■■■■■■■■■•■■•••••■•■■■■■■■»*••■■■■••■■•■■••■••■■■••■■■•■•■■••■■•■•■■■■•■
AðalfwMtur
Starfsstúlknafélagsins Sóknar
verður haldinn þriöjudaginn 24. maí kl. 8.30 e.h.
í AÖalstræti 12.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Samningarnir
Önnur mál.
Kaffi.
FÉLAGSKONUR mæti vel og stundvíslega.
1 Stjórnin
•#•*»»•»»»•■»■■•■■•■■■■•■■■«■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■•••■■•■■■■■■•••*■■•■■■■■■■■•■••■■■■■■■■■»»■■■
i