Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN_ (7
Um vamir gegn geislaverk-
un segir Peterson:
>rÞað er ekki nóg að koma
fólkinu út fyrir borgirnar, það
ber brýna nauðsyn til þess að
sjá því fyrir vörn gegn geisla-
verkuninni, sem stafar frá
sprengjunni og berst um allt
landið með vindum. Vetnis-
sprengja rótar upn milljónum
tonna af mold og ryki, sem
vindar bera hátt á loft og
feykja víða og auðvitað verður
allt er upp fer að koma niður
fyrr eða síðar. Þyngstu brot-
in falla fljótt til jarðar en
hinn mikli dustmökkur fer
víða á vængjum loftsins og
hann er geislavirkur eins og
allt það er sprengjan rótaði
upp. Reykjarmökkurinn sem
sprengjan varpar upp í
loftið missir geislaverkun
sína eftir ákveðinn tíma,
einn til tvo tíma eða í mesta
lagi einn til tvo daga. Loft-
vamarbyrgi hlífa fólki við
skaðsemdarahrifum geisla-
verkunar. Það hefur verið
stungið upp á því að við létum
gera einföld loftvarnarbyrgi á
margra mílna svæði meðfram
öilum þjóðvegum. Loftvarnar-
byrgi úr sementsskurn með 3
feta lagi af mold ofan á er
talin nægileg vöm gegn hætt-
unni er stafar af geislun. Þetta
væri tilvalin aðferð, en hún
væri of dýr í framkvæmd
Eg hefi verið að leitast við
að finna aðferð sem væri í senn
ódýr og gagnleg. Eg hefi með-
al annars hugleitt það að láta
leggja holrör meðfram vegun-
um á margra mílna svæði, og
hylja þau með moldarlagi.
Fólk er væri statt á vegum úti
er loftvamarmerki væm gef-
in gæti _ svo skriðið inn í þau
og hafzt þar við, þangað til
hættan af geislaverkun er af-
staðin. Það myndi að sjálf-
sögðu ekki fara vel um það inni
í römnum en óþægindi em ó-
hjákvæmilegt fylgifyrir-
brigði kjamorkualdarinnar,
að minnsta kosti kjarnorku-
stríðs. Það eina sem máli skipt-
ir er að bjarga mannslifum.
Önnur aðferð sem væri í fram-
kvæmanleg væri sú að láta
grafa gryfjur meðfram öllum
vegum 5-6 fet á dýpt sem veg-
farendur gætu svo skriðið nið-
ur í. Þær hefðu sér það til á-
Þóiður Valdimaisson, þjóðréttarfræðingur:
VARNARMÁL
séð af sjónarhóli vinstri-
sinnaðs Framsóknarmanns
Kr. Val Peterson, vamarmálastjóri
Bandaríkjanna, segir að 70 millj-
ónir íbúa 95 stærstu borga Banda-
ríkjanna verði fluttir írá þeim
strax í stjTjaldarbyrjun, annars
séu þeir dauðans matur.
Hann telur brottflutning fólks úr
hinum dauðadæmdu borgum
hættusvæðanna einu vömina fyrir
borgarana í kjarnorkustríði og
fullyrðir að enginn ábyrgur mað-
ur innan hers og stjómar Banda-
ríkjanna láti sér til htigar koma
að loftherinn geti varið þær. lhug-
að er að koma upp geislaheldum
loftvarnabyrgjum á margra mílna
svæði meðfram öllum þjóðvegum.
Álit vamarmálastjóra Bandaríkj-
anna og undirbúningur sá er nú
fer fram vestra til að verja líf
borgaranna í stríði á ekkert skylt
við það sem kallað er „vernd" hér
á ísiandi. Hin nýja varnaraðferð,
sem hyggist á brottílutningi fólks
frá borgunum, verður reynd sam-
tímis I 50 borgum í júní næstkom-
andi. — Orð Petersons varnar-
málastjóra Bandaríkjanna og inni-
hald nýútkomimiar „Hvítrar rit-
gerðar" brezka hermálaráðuneyt-
isins flettir ofan af blekkjngum
talsmanns íslenzkra hemiangara,
Eysteins Jónssonar.
gætis að þær útilokuðu um 90
prósent af geislaverkuninni,
því gryfjan myndi verja ein-
staklinginn frá geislun að neð-
an og frá öllum hliðum. Hætt-
an væri þá aðeins ofanfrá, og
ef tími ynnist til mætti úti-
loka hana líka með því að setja
fjalir yfir gröfina og moka
mold á þær. Það mundi líka
vera nokkur vöm í því að setja
tjörupappa yfir þær. Hann
veitti vörn við rykinu og svo
mætti feykja þvi af tjörupapp-
anum með því að slá við og
við í hann innan frá.
Siyrjandi — Ef mér hefur
skilizt rétt þá grundvallast
varnarmálastarfsemi yðar á
burtflutningi fólks úr öllum
stærri borgum?
— Já, það er rétt.
Peterson segir ennfremur að
ef burtflutningur fólks færi
ekki eftir áætlun og hefði ekki
verið æfður fyrirfram, mætti
við því búast að algert öng-
þveiti kæmist á ef til árásar
kæmi og flótti fólksins yrði of
felmstursfullur til að hann
gæti borið tilætlaðan árangur.
Hann getur þess ennfremur að
tilraun með brottflutning
fólks frá 50 borgum samtím-
is verði gerð í júnímánuði
næstkomandi. Ef skynsamleg-
ur undirbúningur undir burt-
flutning fólks úr borgunum
hefði ekki verið gerður
myndu milljónir manna láta
lífið að ástæðulausu, segir Pet-
erson ennfremur og eru það
óneitanlega fróðlegar upplýs-
ingar fyrir okkur Reykvíkinga,
sem búum í þeirri borg sem ef
til vill er hættulegast sett allra
borga í heimi ef til styrjaldar
SíCari hluti
BsjSSa
kemur, ekki hvað sízt vegna
þess að það hefur verið látið
undir höfuð leggjast að gera
nokkrar gagnlegar varnarráð-
stafanir. Sú eina vörn sem
Bandaríkin hafa séð okkur fyr-
ir er að koma upp kjarnorku-
sprengjuflugvélahreiðri rétt
fyrir utan höfuðborg vora og
láta svo ógert að gera nokkrar
af þeim ráðstöfunum sem gerð-
ar eru um gjörvöll Bandaríkin
til að hlífa borgurunum við að
þurfa að láta lífið í komandi
styrjöld. Hvort það aðgerðar-
leysi verndaranna stafar af því
að þeir vilji hegna þjóðinni
fyrir hið ískalda viðmót sem
þeir þykjast hafa orðið varir
við, læt ég ósagt um. En mest
ábyrgð hvílir auðvitað á þeim
aðilum sem fara með varnar-
mál fyrir þjóð vora, utanríkis-
ráðherranum og aðstoðar-
mönnum hans, sem bersýni-
lega bera ekkert skyn á neitt
sem viðkemur vörnum borgara
i kjarnorkustríði og hugsa um
það eitt að auðga sig og verk-
takafélög þau er starfrækt
eru undir verndarvæng dr.
Kristins.
Peterson hvetur til fólks-
flutningaæfinga að næturlagi,
engu síður en að degi til, því
ómögulegt sé að vita hvenær
hættuna beri að garði. Fólk
megi ekki vera að horfa í það
þótt vinna stöðvist á meðan
á æfingum standi, og það missi
af tekjum sínum sem snöggv-
ast. Eg segi að lifið liggi við
þvi, að fólk leggi peninga-
spursmálin á hilluna og hugsi
um það sem er meira virði —
og samt kann ég allra manna
bezt að meta peninga, segir
hann.
Síðar í þessu sama blaðavið-
tali segir Petei’son varnarmála
stjóri Bandaríkjaima ennfrem-
ur að það þurfi ekki annað en
líta á landabréf til að koma
auga á þá staðreynd að
Bandaríkin og bandamemi
þeirra hafa slegið hring um
Ráðstjórnarríkin með flug-
bækistöðvum sínum. Ef Rúss-
ar gripu til þess ráðs að velja
meginland Bandaríkjanna sem
þungamiðju loftárása sinna, en
ekki flugvélabækistöðvar
Bandaríkjanna erlendis, eins
ráð er fyrir gert, þá segir hann
að sprengjuflugvélar Banda-
rikjamanna staðsettar á þess-
um flugbækistöðvum, muni
gera kjarnorkuárásir á Rúss-
land. Hann gerir einna helzt
ráð fyrir því að Rússa mundu
gera samtímis árás á flug-
bækistöðvar Bandaríkjanna
erlendis og helztu borgir þeirra
og iðjuver heimafyrir.
Almenningur verður að fá
að vita sannleikann, segir Pet-
erson.
með því að þroski fjöldans sé
svo mikill að hann geti horfzt
í augu við staðreyndimar og
gert það sem gera þarf, eftir
að honum hafa verið veittar
nauðsynlegar upplýsingar.
Peterson tekur það fram á
einum stað að Bandaríkin séu
afar berskjölduð í kjarnorku-
stríði. Það þyrfti ekki að gera
árásir á margar borgir til að
leggja i eyði öll hafnarmann-
virki, járnbrautamiðstöðvar,
vörubirgðastöðvar og iðjuver
í Bandaríkjunum, því allt sé
þetta samanþjappað á ótrúlega
litlu svæði. Hann telur að hægt
væri að leggja 50—60 prósent
af iðjuverum Bandaríkjanna í
rúst með einni árás á fáeinar
borgir. Peterson telur banda-
rískar borgir óverjandi eins og
nú háttar til í stríði og segir
rússneskar flugvélar geta gert
þar eins mikinn usla og þá
lysti ef stríð brytist út.
Enginn ábyrgur maður í her
eða stjóm Bandaríkjanna láti
sér koma til hugar að lofther- ,
inn sé þess umkominn að verja
bandarískar borgir, segir hann
á einum stað. Orð Petersons
gefa okkur góða hugmynd um
ástæðuna til þess að Banda-
ríkin hafa lagt svo mikið fé í
sölurnar til að koma hættunni
af sér yfir á aðrar þjóðir.
Það er hörmulegt að almenn-
ingur í Bandaríkjunum, sem
er gott og friðsælt fólk, skuli
ekki fyrir löngu hafa komið
auga á þá staðreynd að undir-
rót allrar stríðsbölvunarinnar
sem nú vofir yfir heiminum er
hið brjálaða og ástæðulausa
vígbúnaðarkapphlaup sem
gróðasjúkir stóriðjuhöldar í
þeirra eigin landi komu af
stað með taumlausum áróðri
og skipulögðu rússahatri og
hræðslu, sjálfum sér til stór-
gróða, en þjóð sinni og öllum
öðrum þjóðum til kóstnaðar,
hættu og hörmunga.
Við uppljóstranir glæpa er
það talin góð regla að svipast
um eftir sökudólgnum meðal
þeirra einstaklinga sem
græddu á því að glæpurinn
var framinn. Sama regla gild-
ir um uppljóstrun á mesta
glæp aldarinnar, vígbúnaðar-
æðinu og upphafsmÖnnum
þess.
Hver græðir á því ástandi
sem nú ríkir í heiminum ? Ekki
við Islendingar, svo mikið er
víst, að undanteknum örfáum
ólánsmönnum sem hafa ofur-
selt sig bölvöldum mannkyns-
ins. Það eina sem við höfum
upp úr því er nagandi ótti við
framtíðina og sú óþæginda-
kennd sem því hlýtur að vera
samfara að lifa með nakið
sverð kjarnorkuhörmunga yfir
höfði sér. Sama er að segja
um flestar aðrar þjóðir.
Rússar hafa tapað manna
mest á því ólánsástandi sem
skapa hernaðarlegan jöfnuð,
um, því að hinn tryllti vígbún-
aður Bandaríkjanna neyddi þá
til að gera gagnráðstafanir í
sjálfsvarnarskyni og til að
skapa hernaðarlegann jöfnuð,
í von um að hann dygði til
Framhald á 10. siðu.
Þegar vetnissprengjan var sprengd á Kyrrahafi, 1. marz í fyrravetur. Með slíkum vopn-
um œtla Bandaríkjamenn a& halda heiminum í undirgefni við sig.
Leiðréttmg
Sú hrapallega villa varð í upp-
— Eruð þér ekki hræddur haíi S™JÞÓrðar Valdimars-
v . v. sonar í blaðmu 1 gær að tyrsta
við að almennmgur verð! of Hnan fén niðurj en óskyld lína
óttasleginn við að heyra hann, birtist j hennar stað. Upphaíið
segir spyrjandinn. átti að hljóða svo: „Þegar
— Nei. í lýðfrjálsu landi Framsóknarflokkurinn tók við
ætti að vera hægt að reikna dabbinu“ osfrv.