Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 22. maí 1955 Varnarmálin og Framsókn Framhald af 7. síðu. að firra heiminn nýrri styrj- öld. Tap Rússa felst í því að þeir hafa neyðzt til að nota mikið af þeirri orku til her- væðingar sem annars hefði getað farið til að skapa rúss- nesku þjóðinni enn lífvænlegri lífsskilyrði en hún býr nú við. Bandaríski almúginn tapar einnig á stríðsundirbúningn- um, því að peningarnir sem fara til hins tryllta vígbúnað- arkapphlaups eru aðallega teknir úr vasa fjöldans. Tap bandarísku þjóðarinnar felst líka í þeim miklu og hryllilegu hörmungum sem yfir hana mundu dynja ef stóriðjuhöld- ar þeir er ráða ríkjum í Bandarikjunum um þessar mundir, álpuðust út í styrjöld sem loku er skotið fyrir að þeir gætu unnið. Það er því ekki bandaríska þjóðin sem á sök á ástandinu. Sökin hvílir á þeim sem græða ógrynni fjár á hverri kjamorku- sprengju sem búin er til. og hverri vítisvél sem framleidd er, hverrar tegundar sem hún er. Hún hvílir á valdamönnum Bandaríkjanna sem eru þæg verkfæri í höndum stóriðju- hölda og auðjöfra sem með taumlausum áróðri æstu upp í þjóð sinni blint hatur á Rúss- um, til að geta notað ímynd- aða Rússahættu sem afsökun til að ná til sín hundruðum biljóna af almannafé. Það eru auðmenn Bandaríkjanna sem græddu og græða enn á mesta glæp aldarinnar, vígbúnaðar- kapphlaupinu. Bezta vörnin sem bandaríska þjóðin á völ á, er að gera þann hóp manna sem græðir beint og óbeint á framleiðslu stríðsvéla óskað- legan áður en hann hrindir mannkyninu út í styrjöld. Verk stríðsgróðamannahna og glæpaferill þeirra ber það með sér að þeir eru verstu óvinir mannkynsins, ekki aðeins ann- arra þjóða heldur og sinnar eigin. Árið 1954 tókst Rússum og Bandaríkjamönnum samtímis að uppgötva aðferð til að fram- leiða vetnissprengjur með ó- dýrum og einföldum hætti. Þar méð varð hægt að gera þær í f jöldaframleiðslu, og þar með urðu aldahvörf í hernað- artækni. Áður var framleiðsla kjarnorkuvopna flókin og dýr. Sprengimáttur þeirra byggð- ist á splundrun kjarnans. Hin Gömul kyrmí Framhaid af 4. síðu. ofan af öllum hestunum, en datt á rassinn við hvern bagga um leið og hann lyftist upp af klakknum. Leiðir okkar Sveins skildu. Hann fluttist vestur í sýslu þar sem hann mun hafa náð sér í kot og hokrað nokkur ár við lítil efni. Hann hafði eytt beztu árum ævi sinnar í örðugum vistum og var orð- inn mjög lúinn þegar hann fór að eiga með sig sjálfur. Hon- um var líka þannig farið, að vinna öðrum betur en sjálf- um sér. Húsbóndahollusta var hon- um í blóð borin. Hann varð ekki gamall maður. B. M. nýja ódýra vítisvél sem ígild- ir 10 milljónum tonna af tundri fær hinsvegar mátt til að mala stórborgir mélinu smærra, þeg- ar kjarnar hennar renna saman (Fusion). Með tilkomu hinnar nýju framleiðsluaðferð- ar breyttust viðhorf þjóðanna til varnarmála í einni svipan. Það kemur glöggt fram í ný- útkominni „Hvítri greinar- gerð“ frá brezka hermálaráðu- neytinu. Þar er það tekið skýrt fram að vonlaust sé að keppa við Rússa í þeirri hernaðar- tækni er áður tíðkaðist. Það sé of ójafn leikur og vopnun Þjóðverja breyti engu veru- legu um styrkleikahlutföll. (Atlanzhafsbandalagið hefur sem sé tapað því hernaðar- kapphlaupi). Því sé það eina leiðin fyrir Breta og Atlanz- hafsbandalagið að setja allt sitt traust á kjarnorkuvopn. Jafnframt er viðurkennt að í styrjöld þar sem kjarnorku- vopn yrðu notuð væri vonlaust fyrir loftflota Breta að ætla sér að verja brezkar borgir. Það sé ógerningur eins og nú standa sakir. Því til áherzlu eru svo 70 milljón pund af fjárveitingu til hermála tekin til undirbúnings á því að varð- veita líf borgaranna í stríði. Þeirri upphæð verður aðallega varið til að koma upp matvæla- og eldsneytisbirgðastöðum upp til sveita þar sem flóttafólk frá borgunum getur haft not af þeim í neyð. Hvíta greinargerðin getur þess einnig að eina stríðið sem Atlanzhafsbandalaginu verði fært að heyja í framtíðinni sé kjamorkustríð, því allur stríðs undirbúningur þess verði mið- aður við það eitt. Það sé því nauðsynlegt að sinna því að gera undirbúning undir að firra almenning ósköpunum og því er eitt pund á móts við hver 22 sem fara til lofthers- ins látið renna til almennings- varna (Matvælabirgðastöðva burtflutningsundirbúnings). Fjárveiting til brezka flotans nemur 347 milljónum punda en það er aðeins fimm sinnum hærri upphæð en sú sem tek- in er til almenningsvarna. En sem kunnugt er fer ekki eyrir af þeirri fjárveitingu sem Bandarikjaþing veitir til svo- kallaðra varna íslands til al- menningsvarna. í þeim efnum lætur vamarmáladeild og varnarmálaráðherra fljóta sof- andi að feigðar ósi, enginn undirbúningur undir burtflutn- ing Reykvíkinga í styrjaldar- byrjun, engin fræðsla eða styrkir til bænda til að full- komna skýli sem veita vörn við geislavirku ryki, engir pen- ingar teknir til að koma upp matvælabirgðastöðvum utan versta hættusvæðisins eins og gert er í Bretlandi. Og þetta vítaverða aðgerðarleysi, sem er einsdæmi í heiminum, er kallað stjórn á varnarmálum. Svo mjög hefur glampinn frá gulli Ameríkumanna blindað þessa háu herra að þeir koma ekki einu sinni auga á auðsæj- ustu staðreyndir hernaðarvís- inda síðustu og verstu tíma. AUGLYSIÐ I ÞJÖÐVILJANUM K.S.Í. K.S.Í. Refk javíkurmótið HELDUR ÁFRAM í DAG KLUKKAN 2 Á íÞRÓTTAVELLINUM. Þá keppa FRAM - ÞRÓTTUR Dómari: Þorlákur Þórðarson. Á MORGUN, MÁNUDAG klukkan 20.30 keppa VALUR — VlKINGUR Dómari: Halldór Sigurðsson. MÓTANEFNDIN. Skemmtigarður Rekvikinga - Távoli - opnar á dag kl. 2 Fjölbreyttustu skemmtiatriði sem vöi er á. m.a.: Bílabraut Rakettubraut Flugvélahringekja Jeppahringekja Parísarhjól Hestahringekja Bátarólur Vatnabátar **TIV0LI* * Draugaliús Speglasalur Rifflaskotbakki Skammbyssuskotbakki Gæfuhjólið (nýtt spil) Automatar (nýir kassar) Myndataka, grín og alvara Hraðteiknari Spákona Allskonar ný spil og þrautir Bogaskotbakki. Skemmtiatriði á leiksviðinu: Hjálmar Gíslason, gamanvísur. — Baldur Georgs, töfrabrögð og búktal. — Klemenz Jónsson, leikari. — Fimleikaflokkur karla Í.R., stjórnandi Davíð Sig- urðsson. __ Fimleikaflokkur kvenna Í.R., stjórnandi Sigríður Valgeirsdóttir. — íslenzk glíma, stjórnandi Lárus Salómonsson. ÓKEYPIS fyrir yngstu börnin; sölt, rólur, rennibraut og sandkassi. VEITINGAR verða fjölbreyttar: Kaffi í nýjum kaffibar, ís, sælgæti, pylsur, mjólk, gos- drykkir og hið vinsæla Candy-Floss. FERÐIR: Strætisvagnar Reykjavíkur annast ferðir að Tívoli og verður farið frá Búnaðar- félagshúsinu. AÐGANGSEYRIR að garðinum og tækjunum er hinn sami og í fyrra. VERÐLAUN: Glæsileg verðlaun verða veitt í hinum ýmsu spilum og leikjum. TtVOLI °/r isv^ XimmG€U0 siÉiUKmcuirGK^on Miimingar- kortin eru til sölu í skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Þórsgötu 1; afgr. Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustig 21 og í Bókaverzlun Þor- valdar Bjarnasonar í Hafn- árfirði Holrúm ófyllt.ven/ul innanelnangrun.. fullnmgir ísl.reglum um einangrun húso Holrúm fyllt vihri Einangrun veggja eyhst Örugg samloðun múr- hútar og veggs. sem eru úr samshonar efni i 20-40%. Wi ínnincjarðpiö Veggur úr sandsteinum. Alls konar byggingasteinar STEINSTÓLPAR H.F. Höfðatúni 4 — Sími 7848.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.