Þjóðviljinn - 22.05.1955, Page 11

Þjóðviljinn - 22.05.1955, Page 11
Sunnudagur 22. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirk: ILLURFENGUR 2. dagur — En getum við lokið veiidnu í tæka tíð? spurði Trilling. — Við verðum að vinna í vöktum og megum ekki missa nokkra stund, sagði Grejs Klitgaard. En það er líka eina vonin fyrir okkur. Við verðum aö fara strax með boð til fólks, svo aö við getum byrjað í dögun á morgun. Og Grejs skýrði þeim frá hvernig hægt væri að ljúka þessu ef allt væri vandlega skipulagt. Hinir hlustuðu hugsi. Öðru hverju litu þeir hvor á annan. Þeir dáðust ..Presturinn brá ékki svip. — Teljið pið sjálfa ykkur heilaga menn?, spurði hann“. að hinum duglega mági sínum, en hann var ekki heilag- ur, og þeir gátu ekki fellt sig við allar ráðagerðir hans. Og nú kom þaö: — Við verðum líka neyddir til að vinna á sunnudög- um, sagði Grejs Klitgaard. Þeir svöruðu honum ekki en störðu alvarlegir út yfir sléttan sjóinn. Þeir voru fátækir menn og ef verkinu yrði ekki lokiö í tíma væri úti umþá. En skrifaö stendur: Haida skaltu hvíldardaginn heilagan. Sagt er aö sunnu- dagurinn sé heilagur og á þeim degi megi ekkert líkam- legt verk vinna. Þeir höfðu sjálfir tekið þátt í að byggja nýtt mjólkurbú, þar sem ekki var unnið úr mjólkinni á sunnudögum. Sunnudagsvinna var viðurstyggö í aug- um Herrans. — Ætli það sé ekki hægt að komast hjá því? spurði Jens Sand loks. En Grejs útskýrði með öruggum rökum að þetta væri nauðsynlegt. Þeir mættu engan tíma missa ef þetta ætti að takast. — Ég er ekkert sólginn í það heldur að vinna á sunnu- dögum, sagði hann loks. Það hneykslar sjálfsagt marga og ég veit hvernig þið lítið á málið. En mig langar enn minna til að tapa öllu. — Engan okkar langar til þess, sagði Lars Trilling. En þó er ýmislegt þýðingarmeira en peningar. — Nú skuluð þið hugsa ykkur um, sagði Grejs Klit- gaaxd. Við þurfum ekki aö táka ákvöröun fyrr en eftir nokkra daga. Strax næsta morgun var Grejs Klitgaard búinn að koma verkinu af stað. En Jens Sand og Lars Trilling höfðu orðið sammála um að þéir mættu til að tala við prestinn. Þeim var vísað inn í skrifstofu hans og boöið sæti. Og nú skýrði Lars Triliing frá því hvemig högum þeirra væri komið ef byggirígu brimbrjótanna yrði ekki lokið í tíríia. Kom til mála að þeir tækju þátt 1 sunnudags- vinnunni? Presturinn stóö viö gluggann og horföi út í vindskekinn garðinn með kræklóttum trjám og van- nærðum runnum meðan Lárs Trilling talaði. — Þetta getur hæglega sett okkur á höfuöið, lauk Lars TriHing máli sínu. Og nú- komum við til yöar til áð heyra hvað þér hafið aö ráðleggja okkúr. Presturinn brá ekki svip. Hánn stóð enn nokkra sturíd Tiö gluggann, svo sneri harín sér við' ög gekk til mann- ftnna tveggja. — Teljið þið sjálfa ykkm* heilaga menn? spúföí hann. — Við viljum gjaman reyna að vera það, sagði Lars Trilling. — Þá vitið þið líka hvert svarið er, því að það er í hjörtum ykkar sjálfra. Herrann hefur bannað okkur að vinna á sunnudögum. Heyrið þið það, bannað, segi ég. Hann hefur ekki sagt: undir þessum eöa þessum kringumstæöum þegar það er sjálfum þér í hag hefur þú að sjálfsögðu leyfi til aö traðka á orði mínu. Hann krefst þess skilyröislaust aö við hlyðum boði hans og banni. Og ef þið eruð heilagir, vitið þið það alveg eins vel og ég. — Já, sagöi Lars Trilling lágróma. En ef til vill þurfum við aö yfirgefa heimili okkar. — Þaö er líka á valdi Hen-ans. Ekki fellur spörfugl til jarðar án vilja hans. En þótt jarðnesk velmegun ykkar sé í húfi — hvaða máli skiptir þaö þegar velferö sálar- innar er annars vegar. Líf okkar hér er svo stutt en eilífðin er löng og skelfilegast af öllu er að baka sér reiði hins himneska drottins vors. Ef til vill missið þið búgarða ykkar, en tíuþúsund sinnum verra væri að missa náð Herrans. — Því höfum við ekki gleymt, sagði Lars Trilling. Og verði guðs vilji. Þeii- gengu á fund Grejs Klitgaard á ströndinni og sögðu honum frá samtalinu við prestinn. Grejs hrukkaði ennið reiöilega og varö rjóður í andliti. — Hann er gróflega fróður um vilja guðs, sagöi hann. Og hann getur trútt um talaö, því aö ekki er það hann sem glatar húsi og heimili eftir nokkra mánuði ef viö stöndum okkur ekki. Mér finnst þaö nú kristilegra aö reyna að standa viö skuldbindingar sínar. — Þú veizt hvernig við lítum á þetta og við biðjum þig innilega um aö hugsa ekki meira um vinnu á sunnu- dögum, sagði Jens Sand. — Þá ljúkum við verkinu með engu móti, hversu hart sem við leggjum aö okkur, sagði Grejs. Ég vil ógjarnan særa ykkur, en ef þiö viljið ekki taka þátt í því, verö ég aö sjá um þetta einn. Þeir vissu aö Grejs var þrjózkur náungi og hann var vanur að standa viö það sem hann hafði sagt. Hann hafði tekið ákvörðun um að unnið skyldi á sunnudögum og þá yrði unniö á sunnudögum hvað sem fólk segöi. AÖ vísu var heilagt fólk úr sókninni meðal verkamanna og það segði nei, en það yrði hægöarleikur aö fá fólk í stað- inn. Brimbrjótasmíöi var vel borguö og lausakarlarnir komu langar leiöir aö til að fá vinnu við hana. — Þá er ekki um annaö að ræöa en þú takir allt verk- iö að þér, sagöi Lars Trilling. Það er leitt til þess að vita Vettlingarnir renna ehki niður Oft vilja barnavettlingar renna niður úlnliðinn, svo að bert verður á milli vettlings og ermi og það er ónotalegt að vera kalt um úlnliðinn — kuldann leggur upp allan hand- legg og fyrr en varir fer að renna líka úr litla nefinu. Áður fyrr voru notaðir laus- ir laskar til að vernda úlnlið- inn en slíkir ,,lausagripir“ eru ekki mjög hentugir lianda börnum sem hættir til að týna öllu því sem hægt er að týna. Þá er betra að hafa háan laská á vettlingnum sjálfum. Maður tekur lykkjurnar of- aná vettlingunum, sem til eru, upp á fjóra prjóna og prjónar 12—15 sm langan laska með 1 réttri og. 1 rangri. Ef of margar lykkjur vérða á prjón- inum til þess að laskinn falli þétt að tekur maður úr eftir fyrstu umferð, prjónar 2-3 lykkjur og tekur 2 saman allan hringinn. Maður prjónar nokkr- ar umferðir með þessum lykkju- fjölda, en eykur síðan út aftur. Sauma má hexasting yfir mörk- in milli vettlings og laska.. Ef barnið er búið að týna vettlingunum sínum, væri ekki úr vegi að prjóna handa því nýja vettlinga með háum laska, sauma síðan bendil milli vett- linganna sem stungið er gegn- um ermina, og þá er víst að hvorki týnir barnið vettlingun- um né verður því kalt um úln- liðinn. efmilfsþssttiar Smáatriðin sem máli skipta Það er ekki alltaf nauðsyn- legt að fá sér eitthvað dýrt og stórkostlegt til þess að hafa það á tilfinningunni að föt. síður veno uppiugandi. Ný viðbót eða smáskraut geta breytt svipnum á gamalli dragt eða snjáðri kápu. Nýtizku samstæð- ur, þ. e. a. s. húfur og háls- klútar úr sama efni eru til- valdar til að leiða athyglina frá gömlu dragtinni. Röndótta samstæðan, þar sem húfan er með alpahúfulagi og hálsklút- urinn langur trefill með hand- gerðum dúskum, er skemmti- leg og hægðarleikur að útbúa liana sjálfur. Hana má gera úr hvaða ullarefni sem er, einkum væri hún falleg úr röndóttum eða stórköflóttum efnum. Litina verður að velja í sam- ræmi við dragtina. Grá dragt þarf ef til vill eitthvað upp- lífgandi og tilvalið væri að nota ! græna, rauða og hvíta liti. Dökkgræn eða dökkrauð dragt þolir ekki eins sterka liti, en við þær má nota svart og hvít- mynstraðar samstæður. Nýtizku hálsklútar eru til- valdir til að gera kápur eða dragtir hlýrri. Jakkar eða káp- ur sem ekki er hægt að hneppa upp í háls verða nógu hlý ef þykkur * hálsklútur er notaður við þau. Klútana þarf að sauma úr þykkum, voðfelldum efnum og það borgar sig ekki að kaupa of þunn efni þótt mynstrin freisti manns. Þunnur hálsklútur vill blakta til í roki og er því einkum til skrauts en ekki hlýinda. Ef mann langar til að lífga upp á gamla kápu er líka alltaf hægt að halla sér að skinni. Það þarf ekki að verða mjög dýrt, oft er hægt að nota af- ganga og skinneftirlíkingar eru ekki mjög dýrar. Dílóttu skinn- in eru enn mest í tízku, enda eru þau skrautleg og upplífg- andi á einlitum efnum. Hægt er að brydda hatt eða tösku með skinni og sauma lítinn hálsklút úr skinni. Á myndinni er allt þetta notað við sömu kápuna og það er ef til vill fullmikið. Nóg er að hafa klút- inn og brydda hattinn, • en ef maður á mikið skinn er að sjálfsögðu hægt að sauma tösku til viðbótar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.