Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. maí 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Helnisþmg mæira í sixmesr fll baráttu gegn nýrrl styrjöld 56,6 þúsund gestir sóttu Si ómannastof una sl. ár 1 tilefni mæðradagsins liafa 'Menningar- og friðarsamtök is- lenzkra kvenna sent blöðum og útvarpi eftirfarandi frétt og ávarp: Að tilhlutan Alþjóðasambands lýð'ræöissinnaöra kvenna verður haldiö heimsþing mæöra í byrjun júlí n.k. Emi höfum viö ekki fengið aö vita hvar þingiö veröur haldiö, en það mun veröa auglýst undir eins og við vitum þaö. Frá alda öðli hafa konur í heiminum gert sér ljósar hinar hryllilegu afleiðingar styrjalda og reynt af fremsta megni að vinna gegn þeim, en það er í fyrsta sinni nú að sá heims- sögulegi viðburður gerist að konur hvaðanæva úr heiminum hafa ákveðið að taka höndum saman og koma saman á þing og ræða þau mál hvernig styrjaldarliættunni verði bægt frá dyrum komandi kynslóða og hvernig bezt verði trygð hamingjusöm framtíð þeim til handa. Vitneskjan um þing þetta á ekki hvað sízt erindi til okkar, islenzkra kvenna, því að nú stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd í fyrsta sinni í sögu okkar, að ef ný heims- styrjöld brýzt út verður land okkar algerlega lagt í rúst og allar líkur benda til að hér mundi ekki verða lífvænlegt nokkurri veru næstu manns- aldrana eftir slíkan hildarleik. fslenzkar konur, lesið ávarp mæðraþingsins og reynið að sækja það og kynna ykkur þau mál er það f jallar um. r Avarp fyrír heimsþing mæðra orkuvopn. Engum í heiminum má leyfast að beita þeim. Mæður í öllum löndum! Þótt hættan sé mikil tríium við því ekki, að styrjöld sé. óumflýjanleg. Við liöfum mátt til að koma t veg fyrir hana. Sérliver okkar verður að gera sér Ijóst, að hún getur ekki staðið hjá hlutlaus á meðan verið er að undirbúa styrjöld; ef luin gerir það, bregzt liún skyldunni við börn sín. ■■.. . Konur og mæður, við erum hundruð milljóna og krefjumst friðar. Þeir sem undirbúa styrjöld, spyrja ekki iræður um álit þeirra. Við verðum að bera fram kröfur okkar. Við viljum ekki styrjöld. Við viljum að vinátta ríkí milli allra þjóða og krefjumst- afvopnunar. Við krefjumst þess að það afl sem nú er notað til styrjaldarundirbúnings, verði helgað friðsamlegum störfum. Það er innileg ósk okkar að kjarnorkan, mesta uppfinning aldarinnar, verði einungis not- uð mannkyninu til heilla og framfara. Konur og mæður í öllum löndum! Til að bjarga börnum okkar, skorum \ið á ykkur að' sam- einast. Við skorum á ykkur að taka þátt í Heimsþingi mæðra, sem lialdið verður í júlí 1955. Þar mæla mæður sér mót: — mæður, sem ekki geta gleymt hörmungum styrj- aldar. — mæður, sem hafa upplifað skelfingar loftárása. — mæður þeirra dánu, þeirra, sem líflátnir hafa verið og þeirra, sem liafa setið í stríðsfangabúðum. — mæður, sem eiga á hættu að synir þeirra verði. kvaddir í styrjöld. — mæður, sein eiga börn er skortir mat, heiinili og skóla. — tilvonandi mæður. — mæður, sem vilja halda liamingju heimila sinna- — mæður allra þjóða, allra stétta, allra kynflokka, allra trúarskoðana og á öllum aldri. Við munum berjast fyrir því í sameiningu að vernda lífið gegn dauðanum, vináttu gegn hatri, frið gegn styrjöld. Ekk- ert getur stöð\að okkur i bar- áttu okkar fyrir hamingju og öruggri framtíð barna okkar. Hóf lánastarfsemi Framhald af 2. síðu. flokki listamannalauna, við hlið Elínborgar Lárusdóttur, og að- eins einu þrepi neðar en sjálf- ur Guðmundur Hagalín. í sumar Við erum mæður og í nafni móðurástarinnar beinum við máli okkar til allra mæðra. Við, sem þekkjum þá gleði að eiga börn, þekkjum einnig þá sorg að missa þau. Það er skylda okkar að vernda þau fyrir þeiin illu ör- lögum, sem ógna þeim, — Iiungri, kulda, sjúkdómum og styrjöld, sem hefur í för með sér allar þessar liörmungar. Allt of margar mæður hafa þungbæra reynslu af styrjöld. Hún hefur e.vðilagt mörg heim- ili, gert svo marga að munaðar- leysingjum, eytt svo mörgum mannslífum. Og nú er enn liætta á styrj- öld! Stríðsæsingarmenn reyna að stofna öryggi þjóðanna í hættu með því að hervæðast af kappi, með því að ala á ósamlyndi Asíuþjóðanna, og ineð endur- vopnun Vestur-Þýzkalands, eins og ætlunin er með Parísarsamn- ingunum. Sú ákvörðun forráða- manna Norður-Atlanzliafs- bandalagsins um að beita kjarnorkuvopnum, ef til styrj- aldar keinur, leggur þessi ægi- legu vopn í hendur þeirra, sem báru ábyrgð á fjöldamorðun- um í Lidice, Maidcnek og Aus- chwitz. Hiroshima, Nagasaki og Bik- ini sýna hverri móður ljóslega skelfingu kjarnorkuvopna. Við getum ekki leyft, að slík vopn verði nokkru sinni not- uð aftur. Ásamt friðaröflum alls heimsins munum við koma í veg fyrir að þeir, sem ógna Hfi barna okkar, noti kjarn- Nýkomið sérlega fjölbreytt úrval varahluta í flestar tegundir bifreiða Lítið inn til okkar, eflaust höfum við það, sem yður vantar fyrir bílinn. ALLT ■ íil endurnýjunar jeppans. Nýtt mikið úr- val af plast- nælon- og ullaráklæði — margar fallegar gerðir og litir. vallt fyrirliggjandi varahlutir í flestar bifreiða- tegundir — verð mjög hagkvæmt. — Nýkomið frá Thompson: Legur — ventiar — ventilgormar — vent- ilstýríngar. SAMA hvert þér leitið, úrvalið er ávallt fjöl- breyttast hjá Agli. — Pakkningasett — suðubætur og klemmur. TIMKEN legur. — CARTER blöndungar og benzíndælur. — RAMCO stimpilhringir (fjaðrarhringir). S^TT^^I^reyndin verður ávallt sú, að þér gerið beztu kaupin hjá okkur. Stimplar — Vatnshosur, mið- stöðvarhosur og liosuklemmur. — Viftureimar. — Bremsuborðar. — BílaljTtur, smáar og stórar. Einnig mikið úrval af WHIZ kemiskum vörum. — Útvegum varahluti í allar tegundir bifreiða. Sendum gegn póstkröfu hvert á Iand sem er. Hi. Egill Viihjálmsson Laugavegi 118 — Sími: 81812. Sjómannastofan hefur nú verið opin til starfrækslu í núverandi húsakynnum síðan 22. marz 1947. Aðsókn að Sjómannastofunni síðastliðið ár var mjög góð, minnst var þó aðsóknin meðan bátarnir voru við síldveiðar fyr- ir>. Norðurlandi. Strax og bát- arnir komu frá síldveiðunum norðanlands jókst aðsóknin og hélzt til ársloka. Árið 1954 hafa alls 56.600 gestir komið i Sjómannastof- una eða notið aðstoðar hennar og var mestur hluti gestanna innlendir sjómenn, einkum báta- sjómenn svo og erlendir sjó- menn, ennfremur verkamenn, útgerðarmenn og fleiri. Sjómannastofan var opin frá kl. 8 f.h. til kl. 10 e.h. rúm- helga daga, og á> sunnudögum frá kl. 1 til 10 e.h. dag spöruðu sjómenn sér mikla fyrirhöfn með símanum, hann var mjög mikið notaður til langlínuviðtala, þó aðbúð sé mjög ófullnægjandi. Blöð, bæklingar og tímarit voru send til Akureyrar og Siglufjarðar um síldveiði tím- ann og ennfremur til fleiri staða og komu beiðnir um meira af slíku. Blöð, bæklingar og tímarifc og bækur voru gefin í skip. Jólafagnaður var haldinn að* fangadag fyrir utanbæjarsjó- menn og erlenda, og skemmtu gestir sér við ræðuhöld og söng og að lokum fékk hver gestur jólapakka. ÖIl helztu blöð og tímarit landsins lágu frammi, svo og allmikið af útlendum blöðum. 2100 bréf Pappír og ritföng fengu gest- ir eftir þörfum endurgjalds- laust og notfærðu 1460 manns sér það og bréf þeirra send. Annast var um móttöku 2100 bréfa, póstsendinga og sim- skeyta, það auglýst í veitinga- sal ok komið til skila. Peningar, fatnaður og ýmsir munir voru teknir til geymslu og ávísunum skipt. Slasaðir og veikir sjómenn voru aðstoðaðir til læknis. Töflin mikið notuð. Töflin voru mjög mikið not- uð af gestum svo og aðrar aægradvalir, ennfremur orgel- ið, útvarpið var og jafnan í gangi á útvarpstíma. Síminn var mjög mikið not- aður og svo tugum skipti á Sjómenn hafa mikið látið í ljós þakklæti fyrir starfsemí Sjómannastofunnar og sýnt sér* stakan vinarhug og velvilja og kurteislega framkomu, og þar með stuðlað að því, að Sjó* mannastofan sé raunverulega griðastaður þeirra og annað heimifii. Leitazt hefur verið við að hafa alla framkomu og þjón- ustu sem hlýlegasta frá hendi starfsfólksins og reynt með því að laða að sjómenn í hlý húsa- kynni þar, sem ríkir öryggi og friður. í stjórnarnefnd Sjómanna- stofunnar eru séra Sigurbjörn Á. Gíslason, hr. vígslubiskup Bjarni Jónsson, hr. Þorsteinn Árnason, vélstjórafélagsfulltr., hr. Þorvarður Björnsson, yfir- hafnsögumaður og hr. Jónas Jónsson, skipstjóri, séra Óskar J. Þorláksson og séra Þorsteinm Björnsson. — Forstöðumaðui? er Axel Magnússon. Við eigum fyrirliggjandi; Ferðaritvélar á kr. 1490,00. Skrifstofuvélar frá kr. 2940,00. Rafmagnssamlagningarvélar m/kreditsaldo kr. 3900,00. : Reiknivélar m/ sjálfvirkri deilingu, hálf-sjálfvirkri margföldun og geymsluverki m.a. til keðjumargföldunar ' kr. 9100,00. Fáum eftir nokkra daga handknúnar samlagningavélar á kr. 2754,00. B0RGARFELL H.F. KLAPPARSTlG 26 — SÍMI: 1372.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.