Þjóðviljinn - 22.05.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. maí 1955
þJÓeVILJINN
Otgafandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Rlt«tjórar- Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
S'réttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Benediktsson, Guð-
mundur Vigíússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Rltstlórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg
19 Sími 7600 (3 línur)
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu — Lausasöluverð 1 kr. elntakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Ný stjórnarstefna
Um fátt er nú meira rætt meðal alls almennings en nauðsyn
þess að mynduð verði vinstri stjóm í landinu í stað þeirrar aft-
urhaldssömu hermangarastjómar sem nú situr að völdum. Per
ekki milli mála hvað umræðunum veldur. Núverandi ríkisstjórn og
stefna hennar á raunverulega fáa formælendur þegar undan er
skilin fámenn yfirstétt einokunarherra og hergróðamanna sem
raka saman of fjár í skjóli stjómarstefnunnar en á kostnað al-
mennings og atvinnuveganna. Sá stuðningur sem ríkisstjórnin
nýtur þar fram yfir byggist eingöngu á fastheldni manna og
misskilinni tryggð við flokka sem fyrir löngu hafa varpað öllum
hugsjónum fylgjenda sinna fyrir borð og beita sér gegn almenn-
ingshagsmunum í hvívetna. Öll alþýða í landinu þráir gagngerða
breytingu á núverandi ástandi í stjórnmálum og efnahagsmálum
þ.ióðarinnar og þessar óskir ná langt inn í raðir sjálfra stjórnar-
flokkanna.
En það sem framar öllu öðm hefur gefið umtalinu um nýja
ríkisstjórn og gjörbreytta stjómarstefnu byr undir báða vængi
er sú sókn íslenzkrar alþýðu sem hófst með Alþýðusambands-
þinginu á s.l. hausti, þegar erindrekar afturhaldsins voru reknir
á dyr en einingarstjóm verkalýðsins tók við stjómartaumunum
í þessum voldugu fjöldasamtökum. Þessi sókn alþýðunnar hélt
áfram í verkföllunum miklu með þeim glæsilega árangri að verka-
lýðurinn gekk með sigur af hólmi í einum harðvítugustu stéttar-
átökum sem orðið hafa hér á landi milli vinnandi fólks og auð-
stéttarinnar með ríkisstjómina að bakhjarli. Sigur verkalýðsins
sannaði allri þjóðinni hvar það afl var að finna sem sterkast er
í landinu nú og eitt þess um komið að beygja það harðsvíraða
auðvald sem níðst hefur á fólkinu og gengið á mála hjá erlendu
hemaðarauðvaldi.
Sósíalistaflokkurinn getur sannarlega fagnað því, og verið
stoltur af, að barátta hans á undanfömum ámm fyrir einingu
verkalýðsins gegn alveldi einokunarauðvaldsins og hermangar-
anna hefur borið svo giftudrjúgan og glæsilegan ávöxt.
Það er á starfi og baráttu Sósíalistaflokksins og órjúfandi
trvggð hans við hagsmuni alþýðunnar og málstað íslands sem þær
vonir em reistar er öll alþýða og aðrir heiðarlegir Islendingar
gera sér nú um ný viðhorf í íslenzkum stjórnmálum, þar sem
þjóðleg framfarasókn leysi af hólmi afturhaldsstefnu hermang-
araliðsins og einokunarklíkunnar. Og það er athyglisvert um
þrýstinginn frá fólkinu, áhuga þess og eirtdregnar undirtektir
við boðskan Sósíalistáflokksins um vinstri Samvinnu gegn auð-
valdi og íhaldi að sumir hægri foringjar Alþýðuflokksins og
Framsóknar treysta sér nú ekki til annars en látast fylgjandi
vinstri stjórn. Hins vegar er einlægnin ekki á hærra stigi en svo
ennþá að „vinstri stjórn" á að verða til án atbeina og stuðnings
Sósíalistaflokksins! Vita þó allir, einnig foringjar Framsóknar
og hægri krata, að flokkar þeirra hafa ekki og munu aldrei hafa
afl til slíkrar stjórnarmyndunar, auk þess sem ríkisstjórn þess-
ara tveggja flokka yrði gjörsamlega máttvana til allra raun-
hæfra ráðstafana gegn auðhringum og einokunarvaldi íhaldsins.
En til slíkra ráðstafana þarf fyrst og fremst öflugan stuðning
verkalýðsstéttarinnar og alþýðusamtakanna.
Allt tal um „vinstri stjórn“ án þátttöku Sósíalistaflokksins og
Öflugs stuðnings verkalýðshreyfingarinnar er því auðsæ blekk-
ing og vafalaust sett fram í því skyni einu að afsaka áframhald-
andi samvinnu við íhaldið. Til þess að mynda raunverulega
vinstri stjórn þarf að sameina alla krafta íslenzkrar alþýðu um
stjórnina og verkefni hennar. Og fyrsta skilyrðið er að full og
heiðarleg samvinna takist milli flokka sjálfrar verklýðshreyf-
ingarinnar, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins. Verkalýðs-
hreyfingin þarf framar öllu öðru að marka hina iiýju stjórnar-
stefnu og tryggja undandráttarlausa framkvæmd hennar. Þess
vegna ber líka að fagna frumkvæði Alþýðusambandsins að við-
ræðum ihaldsandstæðinga um nýja rikisstjóm og stefnu hennar.
Öskur íhaldsins og málgagna þess að Alþýðusambandsstjórninni
og þá ekki sízt að forseta hennar, Hannibal Valdimarssyni, vegna
þe^sa framtaks, er örugg sönnun þess að hér er verið að rækja
mikilsvert skyldustarf í þágu íslenzkrar alþýðu sem auðstéttin
óttást að eigi eftir að bera ríkulegan ávöxt.
SKAKUV
Ritstjóri: GuðmuncLur Arnl&ugsson
Skákir frá Lyon
Ein snaggaralegasta skákin, er
ég hef séð frá Lyon, er skák
Þóris Ólafssonar við pólska
taflmeistarann Szymanskí.
Kóngsindversk vörn
Þórir Ólafsson — Szymanskí
1. d2—d4 Rg8—f6
2. c2—c4 g7—gti
3. Rbl—c3 Bf8—g7
4. e2—e4 d7—d6
5. f2—f3 e7—e5
6. d4—d5 c7—c5
7. d5xc6 a.p. b7xc6
8. Bcl—g5 h7—h6
9. Bg5—e3 c6—c5
Svartur ætlar sér að leika Rb8
*—c6—d4. En hefði hann grunað
hvað í vændum var, hefði hann
áreiðanlega látið þennan leik
bíða.
10. Rc3—b5 Ke8—e7
Bf8 lítur ekki vel út, en var
þó betri leikur.
11. b2—b4!
Hittir naglann á höfuðið! Hvít-
ur hótar bxc5, en ef cxb4, þá
c4—c5! Ætli svartur að reka
riddarann frá ,með a7—a6,
kemur Rxd6!
11..... Rb8—a6
Valdar c5 og hótar Rxb4
12. a2—a3 Dd8—-b6
13. Ddl—d2 Bc8—b7
14. Rgl—e2 Rf6—e8
15. Hal— dl Ha8—d8
16. Re2—c3 Re8—í'7
17. Rb5xc7 Ra6xc7
18. Rc3—d5f Bb7xd5
19. c4xd5 Bg7—f8
Hvítur hótaði bxc5, dxc5, Dc3.
20. b4xc5 d6xc5
21. Dd2—c3 Ke7—f6 1
22. f3—f4 Bf8—d6
Síður Ðd6, Bxc5!
23. Bfl—e2 Hh8—e8
Valdar e5 á ný vegna hótunar-
innar fxeðf, Bxe5, o—of og
Dxe5f.
24. o-o Kf6—g7
Loksins varpar kóngurinn önd-
inni léttara.....
25. Hdl—bl
er oft notuð af sóknarmönnum,
því að í skjóli garðsins er oft
hægt að ná sókn. Helsti ókost-
ur hennar er að biskupinn á
c8 fær litið svigrúm, úr því
hugðist svartur bæta með síð-
asta leik sínum, sem undirbjó
Ba6. Hvítur ætlar að loka
biskupinn aftur inni með b4—
b5, ef hann kemur til a6.
14..... a7—a5
15. b4—b5 Rd7—c5
16. Dd3—d4 c6xb5
17. c4xb5 Hf8—f7
18. Bcl—a3 Hf7—c7
19. Hfl—cl Bc8—d7
20. Ba3xc5 Hc7xc5
Síðustu tveir leikir svarts orka
tvímælis, því að nú er peða-
staðan óhreyfanleg og biskup-
inn þar með að miklu leyti
úr sögunni. Vænlegra framhald
sýnist mér 19. Bb7 og svara
Bxc5 með bxc5 og síðar d5—d4.
21. a2—a4 Hc5—c4
22. Dd4—dl Ha8—c8
23. Rc3—e2 Dd»—e7
24. Hclxc4 Hc8xc4
25. Hal—cl Hc4—e4
Taflmennska Guðmundar er
einföld, rökrétt og sterk; hann
hefði svarað Dc5 eða Db4 með
Hxc4, Dxc4, Rd4 og Dc2, og
hvort sem svartur fer sjálfur
í drottningakaup eða ekki á
hann tafl, sem hann getur í
mesta lagi vonast til að halda
jafntefli, en sennilega er tap-
að. (Ef 25.—Db4 26. Hxc4 dxc4
mundi hvítur ekki leika Dxd7??,
Del mát, heldur Kf2!) Það er
því engin furða þótt Fuderer
reyni að sprikla!
26. Re2—g3!
Býður upp á Hxe3 27. Dd4 Da3
28. Hc7! og hvítur er á undan.
26. He4—b4
27. Ilcl—c7 De7—d8
28. Hc7—c3 Bd7—e8
29. h2—h3 g7—g5
30. Rg3—e2 Be8—f7
31. Ddl—c2 Kg8—g7
32. Hc3—c8 Ðd8—e7
33. Hc8—c7 Hb4—b2
De8 var betri leikur, en dugar
lieldur ekki. Fuderer er senni-
lega í tímaþröng.
34. Dc2—c6 De7—c5
35. Dc6—d7!
ABCDEFGH
Nú var gott að eiga holuna á
h2! Nú er 35. Dxe3t, 36. Kh2
og 35. — Df8, Re2—d4xe6(t)
hvorttveggja jafnvonlaust, svo
að Fuderer velur þriðju leiðina:
35....... Dc5xc7
36. Dd7xc7 Hb2xe2
37. Dc7xb6 g5—g4
38. Kgl—h2 h7—h5
39. h3—h4 He2—a2
40. Db6xa5
og Fuderer gafst upp.
Lokaæfing Barnamúsíkskólans
Margt manna var saman
komið í Sjálfstæðishúsinu síð-
astliðinn sunnudag klukkan 5,
en þá hófst Lokaæfing Barna-
músíkskólans, sem hér hefur
er leikið. Það er ekki nema
fárra ára gamalt og komið frá
Þýzkalandi. Hljóðfæri þetta
er búið til í tveim stærðum, og
er önnur stillt áttund ofar en
.... en þá dynur ógæfan yf-
ir hinum megin, drottningin er
mát, svo að svartur gafst upp!
Þórir hefði getað stytt skákina
um einn leik með því að leika
23. Bd3 og 24. Hbl, en ekki er
um það að sakast, hann hefur
teflt skákina ágæta vel.
Guðmundur Pálmason varð
hæstur að vinningum okkar
manna, þótt hann tefldi á
fyrsta borði, og þriðji í röð-
inni fyrsta borðs manna: I.
Tajmanoff 9,5; 2. dr. Filip 8,5;
3. Guðmundur 7,5. Mótið var
mjög erfitt, þrisvar voru tefld-
ar tvær umferðir á dag, auk
biðskáka, og einn af þeim dög-
um tókst Guðmundi að leggja
tvo kunna skákmenn að velli
og má það teljast óvenjulegur
afli. Þessar skákir eru báðar
góðar, en af því að Fuderer er
kunnari skákmaður en Minéff,
tökum við þá skákina fyrst.
Fuderer er einn af efnilegustu
og snjöllustu skákmönnum
Júgóslafa og hafa sýnishorn
taflmennsku hans sést hér í
þættinum.
„Grjótgarðsvörnin"
Guðm. Pálmason — Fuderer
1. d2—<14 d7—d5
2. c2—c4 e7—e5
3. Rbl—c3 c7—c6
4. e2—e3 f7—f5
5. Bfl—d3 Rg8—f6
6. Rgl—f3 Bf8—d6
7. o—o O —0
8. Ddl—c2 Rf6—e4
9. Rf3—e5 Rb8—d7
10. f2—f3 BdGxeð
11. d4xe5 Re4—c5
12. f3—f4 Rc5xd3
13. Dc2xd3 b7—b6
14. b2—b4
Vörnin sem svartur velur í
þessari skák, — en einkenni
hennar er grjótgarður svörtu
peðanna á c6—d5—e6—Í5 —
verið starfandi um hríð. For-
stöðumaður skólans, dr. Heinz
Edelstein, sem talaði nokkur
inngangsorð, kvaðst ekki vilja
kalla þetta hljómleika, heldur
væri hér í raun og veru um
lokaæfingu skólans að ræða.
Skólanum hefur ekki ennþá
auðnazt að koma sér upp reglu-
legum kór eða hljómsveit, og
ekkert barnanna hefur lært
lengur en tæpa tvo vetur.
Myndu víst fáir hafa gizkað
á það fyrirfram, að ekki lægi
lengra nám að baki þeim ár-
angri, sem þarna kom fram.
Börnin sungu og léku létt
lög, innlend og erlend. Aðal-
hljóðfærin, sem þarna voru
um hönd höfð auk píanósins,
eru blokkflauta (hér vantar
tilfinnanlega nýtilegt orð, því
að flestum mun koma saman
um, að forskeytið ,,blokk“ sé
óhæft í íslenzku) og gígja.
Þetta síðarnefnda hljóðfæri er
eins konar fiðla með gripum
eins og á gítar, en því er hald-
ið líkt og hnéfiðlu, þegar á það
hin. (í tónlistardómi í Tíman-
um í gær eru hljóðfæri þessi
kölluð hágígja og lággígja til
aðgreiningar, og virðist einsætt
að festa þessi orð og nota
þau, þar sem þarf að greioa
þessi hljóðfæri sundur). Auk
þess voru svo málmgjöll,
trumbur, málmspil (á þýzku
Glockenspiel) og tréspil (xylo-
fon). Hljóðfærum þessum og
söngröddunum var skipað sam-
an með ýmislegu móti; kór og
flautur, píanó, málmgjöll og
trumba, 2 flautur, gígja og pía-
nó o. s. frv. Gaman var að
svítu eftir þýzkt 17. aldar tón-
skáld, Peurl að nafni, sem
gígjusveit lék.
Góður árangur ber því vitni,
að kennsluaðferðir þær, sem
þarna eru viðhafðar, muni vera
hagfelldar og heppilegar, og
tvímælalaust er það stórlega
þroskandi fyrir tónlistargáfu
hvers barns að taka þátt í
tónlistariðkunum eins og þess-
um. B. F.
Málarctsveincir
Vantar tvo eða íleiri málarasveina.
Upplýsingar í síma 82171.
■“■"“■■•^■■•■■■■^•.••••■■■■p,*”"MM,,*,n,'*"*,r*,*M»«ÚlÓ«PMBÍH»MliM*« *••»#**•*■■»