Þjóðviljinn - 27.05.1955, Side 9

Þjóðviljinn - 27.05.1955, Side 9
- Föstudagur 27. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Á ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRtMANN HELGASON ReykjavíkurmótiS: Valur vann Víking 5:0 Þessi áttundi leikur Reykja- víkurmótsins verður ekki talinn stórbrotinn af þeim er sáu. Vals- menn náðu þó við og við góð- um samleik uppað marki Vík- ings en ekki tókst þó vel að nota tækifærin sem buðust. Það er ekki fyrr en á 15. mínútu að Gunnari Gunnars- syni tekst að skora með föstu skoti sem strauk völlinn en markmaður var of seinn nið- ur. Gunnar gerði líka annað mark Vals litlu síðar. Á 36. mín. gerir svo Magnús Snæ- björnsson þriðja mark Vals. Yfirleitt lá allan hálfleikinn á Víkingum. Þeir börðust vel í vörn en er þeir ætluðu að fayggja upp fór allt útum þúfur. Síðari hálfleikur var af hálfu Víkinga miklu betri og náðu þeir að skapa sér tækifæri sem vel gátu gefið mörk. Valsmenn áttu lika opin tækifæri; má þar nefna er Magnús var á mark- teig og skaut af hörku fyrir ofan. Það er ekki fyrr en 8 mín. fyrir leikslok að 4. markið kemur, var það Hörður sem það gerði. Á síðustu mín. fær Víkingur vítaspyrnu á sig og skorar Hörður með öruggu skoti. Þrátt fyrir öll þessi mörk börðust Víkingar af kappi all- a» timann. og létu e-agan bil- bug á sér finna. 1 vörninni var það sérstak- lega Jens Sumarliðason sem gerði mai’gt erfitt fyrir Vals- mönnum; er þar gott efni á ferðinni. Gissur og Garðar voru beztir í framlínunni, en alla vantar þá samæfingu og meiri þjálfun en þá kemur árangur. Gunnar Gunnarsson. átti nú bezta leik sinn á vorinu. Hörð- ur Felixson var líka ágætur. Á vörnina öftustu reyndi lítið. Halldór sýndi enn að hami fyll- ir vel stöðu miðframvarðar. (Einar Halldórsson var ekki með>. Dómari var Halldór Sigur- geirsson. Áhorfendur voru um 600. Rud Held kastar spjóti 81,75 raetra, sem er nýtt heimsmet Rob Richards stökk 4.65 á stöng Undanfama daga hafa stað- ið yfir í Bandaríkjunum mót i frjálsum íþróttum og hefur náðst frábær árangur í mörg- um greinum. Bud Held bætti heimsmet sitt í spjótkasti úr 80.42 í 81.75 m. Wes Santee reyndi s.l. föstu- dag að hlaupa eina enska mílu undir 4 mínútum en mistókst, en daginn eftir hljóp hann 880 jarda á 1.48.5 en það er betra en gildandi heimsmet sem sett var af Mal Whitfield 1953 og er 1.48.8. Lon Spurrier sem varð nr. 2 á laugardaginn hafði áð- ur hlaupið vegalengdina á 1.47.5 rnín. Á saraa móti stökk séra Bob Richards 4.65 m. á stöng sem er bezti árangur í ár. O’Brien kastaði kúlu „aðeins“ 16.97. Bud Held EnglnMd tapaði íyrlr Frakk landi og Portugal en náði |alntelli við §pán Það má segja að för enska landsliðsins í knattspyrnu um Frakkland og Pyreneaskagann hafi verið erfið og ekki blóm- um stráð. 1:0 tap í Frakklandi, 1:1 á Spáni og 3:1 tap í Port- úgal. I leiknum við Frakka byrjuðu Bretar vel og gerðu mark á 11. mínútu en það var dæmt ógilt vegna rangstöðu. Litlu seinna tóku heimamenn leikinn meix-a og meira í sínar hendur og á 36. mínútu fengu Bretar á sig vítaspyrnu og mótherjinn Kopa skoraði. í síðari hálfleik lá einnig á Bretum og slupou þeir vel að fá ekki fleiri mörk og voru Frakkar vel að sigrinum komn- ir. Um 50 þús. horfðu á leik- Skotland vann Austurríki 4:1 Það kom álíka á óvart að Skotar skyldu sigra Austurrík- ismenn með 4:1 og að Bretar töpuðu 3:1 fyrir Portúgal. Leik- urinn var aðeins 15 sek. gam- all þegar Skotar settu fyrsta mark sitt. Þetta. hafði mjög slæm áhrif á Austurríkismenn. Tveimur mínútum fyrir hlé kom annað mark Skota. Skot- Framhald á 11. síðu. mn. í leiknum við Spán voru það Bretar sem skoruðu fyrst. Var það Roy Bentley úr Chelsea sem skaut af 25 m færi. Spán- verjarnir höfðu þó leikið betur og einstaklingar þeirra voi’u betri á flestum stöðum. Að Bret- ar skyldu svo skora, var meira en liinir blóðheitu Spánverjar þoldu. Nú tóku þeir til að beita öllum þeim brögðum sem þeir gátu og ítalski dómarinn sá í gegnum fingur við þá, og á- horfendur á pöllum fylgdust með af svipuðum æsing. Allt varð að gera til að jafna. Tveir menn voru settir á Matthews og fengi hann knöttinn voru þeir komnir á hann eins og storm- sveipir og hentu honum um koll, og var það talin heppni að hann skyldi sleppa með heila limi úr áflogum þessum. Á 65. mínútu tókst Spánverj- um að skora, en áhlaupin héldu áfram. Kæmi Breti í sókn nærri marki þeirra voru tveir reiðu- búnir að kasta sér á hann, og varð Bentley sérstaklega fyrir barðinu á þeim. Bretum tókst þó að halda jöfnu. Spánverjar fengu 11 horn en Bretar 2. Á- horfendur voru 114.000. Það ótrúlega og algjörlega óvænta skeði svo í Portúgal að Portúgalar unnu með 3:1. í hálfleik var jafnt 1:1. Daginn áður hafði hann þó kastað í Los Angeles 17.75 m. Emie Shelton stökk á sama móti 2.08 m í hástökki. Sömu hæð náði 18 ára blökkumaður og er því spáð að hann fari bráðlega yfir 2.13 m. I Madison í Visconsin vann Harry Nash 100 jarda hlaup á 9.4 sek, sem er 1/10 lakara en heimsmet Pattons. Á móti í Lawrence í Kansas varpaði Bill Nieder kúlu 17.65 m og í Modesto í Kaliforniu setti Art Pedersen nýtt drengjamet í stangarstökki, stökk 4.37 m. í 4x110 jarda boðhlaupi hlupu tvær sveitir undir gildandi heimsmeti. Bezti tíminn var 40.2 sek. Da Silva er enn á keppnisferðalagi um Bandarík- in og stökk nýlega á móti 15.62 m. í þristökki. Það skeði á Valby- vellinum í Dan- mörku Óhappið vildi til í leik milli félaganna Dalgas og Chang er markvörður Chang kastaði knettinum inn í eigið mark! Hann hafði tekið skot, en þá kalla leikmenn að þeir vilji fá betri knött, þessi sé lélegur. Þá skiptir markmaðurinn um knött á eftirfarandi hátt: Hann kast- ar honum inní netið og tekur annan sem lá þar og sparkaði út. Dómarinn hafði ekki stöðvað leikinn og varð því að dæma mark! Gunnar M. Magnúss: Börnin frá Víðigerði Loksins koms't einn og einn aftur af vagninum og fólkið náðist óbrotið út úr vagnskýlinu, en illa til reika, því að leðjan og vatnið hafði gusazt og spýtzt inn og atað fólkið ógeðslega. Hestarnir brutust um í feninu upp á líf og dauða, og rykktu í vagninn, en hann sat þar fast- ur með farangurinn. En þegar ökumanninum tókst að losa hestana frá vagninum, rifu þeir sig upp úr foraðinu og voru úttaugaðir af áreynsl- unni. Og þarna stóð fólkið og grét, einmana, fátækt og veiklulegt, — einhvers staðar inni í nýja land- inu, þessari ægilegu heimsálfu, sem gleypti fólk- ið — heila skipsfarma af fólki af ýmsum þjóð- flokkum. Þegar tárin streymdu og herðarnar kipptust af ekka, varð kannski sumum á að renna huganum til blessaða gamla landsins. — En karlmennirnir urðu að duga vel. Farangur- inn varð að bera af vagninum, yfir kelduna. Síð- an þurfti að ná vagninum upp og drasla honum yfir. Og þarna varð að hvíla langa stund vegna hestanna. Síðan var haldið áfram sem fyrr, og áfram þok- aðist hópurinn mílu eftir mílu. Fólkið var farið að verða þreytt og leitt. Og flestir voru búnir að sjá, að það var þýðingarlítið að vera í sunnudaga-fötunum sínum í Ameríku. — Karlmönnunum var líka orðið sama, þó að lóin. yxi á kjálkunum á þeim. Á þessu ferðalagi gerði enginn í þessum hópi sér minnstu von um að fara nokkurntíma til myndasmiðs, því síður að kom- ast í blöðin. Og kvenfólkinu kom ekki 'til hugar stráhattur eða blúndur, kjólar með belti gðajierlu- festi eða eyrnalokkar. Það hafði líka nóg að hugsa1 um börnin. Þau voru nú orðin fjarska guggin og aumingjaleg, sum komin með hósta og nasakvef. öðrum orðið illt í maganum. Og nú var búið að íaka aftur upp treflana og vet'tlingana og börnin dúðuð eftir því sem hægt var. Aialfundur Byggingaíélags alþýðu, Hainaifiiði, : | verður haldinn 1 AlþýÖuhúsinu þriöjudaginn 31. j maí og hefst kl. 20.30. ,. ■ * ý Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. I STJÓRNIN. Álfsnesmöl h.f. selur á Iægsia verði: Loftanxöl.................... kr. 9,00 tunnan Veggjamöl ................... lur. 7,00 tunnan Sigtaðan pússningasand ...... kr. 5,00 tunnan Steypusand .................. kr. 3,00 tunnan Framangreint verö er miðaö við afgreiöslu í Álfs- nesi á Kjalarnesi. Efnissala, svo og nánari upplýs- ingar eru í Verzluninni Skúlaskeiö, Skúlagötu 54, sími 81744.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.