Þjóðviljinn - 27.05.1955, Síða 10

Þjóðviljinn - 27.05.1955, Síða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. maí 1955 JlS&urifmlr 1351 e«f 1951 antshafsríkjanna, en segir þó að vegna sérstöðu Islendinga væri það viðurkennt, „að ís- land hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her og að ekki kæmi til mála að erlendur her eða herstöðvar yrðu á íslandi á friðartímum". Nokkru síðar segir ríkisstjórnin í varnar- skjalinu: „Við komumst ekki hjá að viðurkenna, að friðleysi og tvísýna ríkir nú i alþjóðamálum". — Komumst ekki hjá að viðurkenna, það eru svolitlir erfiðleikar bak við þessa setningu. Og síðar segir: „Allt hefur þetta orðið til þess, að ís- lenzka ríkisstjórnin hefur komizt á þá skoðun, að varn- arleysi Islands stefni, eins og nú er ástatt í alþjóðamálum, bæði landinu sjálfu og frið- sömum nágrönnum þess í ó- bærilega hættu“. Þarna eru einnig nokkrar þrengingar að baki. ★ I varnarskjali ríkisstjórnar- innar segir, að eigi hafi verið á betra kosið en að semja á grundvelli Norður-Atlants- hafssamningsins „við Banda- ríkin, sem Islendingar hafa áð- ur haft slík skipti við og ætíð hafa sýnt íslandi velvilja, og stuðlað að sjálfstæði og vel- farnaði íslenzku þjóðarinnar“. Já, Bandaríkin sýndu Is- lendingum þann velvilja í styrjaldarlok að neita að . hverfa af landi brott með her- lið sitt, sem þeir áttu þó að gera samkvæmt samningi þar um. Þau sýndu þann velvilja í garð íslands að krefjast árið 1945 herstöðva til 99 ára í Keflavík, Hvalfirði og Reykja- vík. Þegar verkiýðshreyfing- in og almenningur í landinu undir forustu sósíalista hóf kröftuga mótmælaöldu gegn ágengni Bandaríkjamanna létu þeir undan síga í bili, en af sama velviljanum, sem ríkisstjómin nefnir svo, komu þeir því til leiðar nokkru síð- ar, að þeir fengju að sitja á Keflavíkurflugvelli áfram og gerðu samninga þar um við íslenzka forráðamenn. * Nokkrum árum síðar sýndu þeir enn þann velvilja að inn- lima Island í hernaðarkerfi stórvelda, í fyrsta sinn í þús- und ára sögu þess. Og nú var allt fullkomnað með því að sinna bænum Islendinga um hervernd og fá tækifæri til þess að setja hér upp vopnabúr og ævarandi útvarð- stöð fyrir sitt dýrmæta heima- land. I varnarskjalinu segir rík- isstjórnin að ráðstafanir þess- ar séu „eingöngu varnarráð- stafanir“. Sanna má, að ríkisstjórnin hefur hér farið með vísvit- andi blekkingar, því að sam- kvæmt hemaðarlegri kort- lagningu Bandaríkjamanna er Island merkt inn sem liður í árásarkerfinu og árásarstöð á Ráðstjórnarríkin. ★ „Bandaríkin heita að...... stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi íslenzku þjóð- arinnar", segir í varnarskjali ríkisstjómarinnar. Má ætla, að ríkisstjórnin eigi ekki einungis við það, að öryggis íslenzku þjóðarinnar sé gætt á styrjaldartímum, því að þá er öryggi horfið, heldur hafi hún átt við að þjóðinni þyrfti ekki að stafa hætta af sínum eigin „varnarher". Hver hefur svo reyndin orðið? Hver einasti Islendingur, sem fylgst hefur með málum síðan her- inn kom, getur svarað því. — Herflutningaskip hlaðin sprengiefni, leggjast inn í höfn höfuðborgarinnar, ís- lenzkir verkamenn vinna við uppskipun á þessum varningi, íslenzkir bílstjórar aka með sprengiefnafarm í fullkomnu öryggis- og ábyrgðarleysi gegnum borgina, þar sem mestur mannfjöldi er og mestu verðmæti þjóðarinnar em saman komin, — íslenzk skip eru látin flytja frá Bandaríkjunum hergögn, þar á meðal hið válegasta sprengi- efni, hernaðarflugvélar leika sér þráfaldlega yfir Reykja- vík, og mætti þó ætla að þær hefðu nóga víðáttu til þess að sveima um, en þyrftu ekki að ögra þingi og ríkisstjóm, sjálfum verndurum sínum, gegn andúð þjóðarinnar. Er þó enn ónefnt það öryggis'- leysi, sem allur almenningur á daglega við að að búa, sök- um hemámsmanna. Þeir hafa smeygt sér inn á íslenzk heimili, lagt fjölda þeirra í rústir, gripið íslenzk- an æskulýð, fórnað honum á altari amerískrar spillingar, og skilið einstaklinga eftir flakandi í sárum. I varnarstöðu ríkisstjórnar- innar gegn alþýðu manna vegna hinnar sívaxandi spill- ingar frá hernámsmönnum, gerist sá einstæði atburður hér á Alþingi, að utanríkis- ráðherra lýsir því hróðugur að 100 íslenzkar smástúlkur hafi verið settar á svartan lista sökum slæmrar hegðunar á Keflavíkurflugvelli og verið varpað út í hraunið. Og hall- ast þar ekki á um mikilhæf- ar athafnir utanríkisráðherra vorra: gripagirðingar Kristins og útkast Bjama. ★ Sem sagt: Á fyrsta degi hernámsmanna á íslandi var ríkisstjórnin komin i varnar- stöðu fyrir fásinnu þá og af- glöp, er hún hafði framið, er hún bað erlent stórveldi að senda hingað her á friðartíma. Hún gaf út það vamarskjal, er ég hef hér lítillega minnst á. En jafnframt vörn sinni lýsti ríkisstjórnin yfir því með yfirlæti og belgingi, að hún hefði „ekki talið rétt að hafa samráð við þingmenn Samein- ingarflokks alþýðu — Sósíal- istaflokksins um öryggismál lslands“. Þar með taldi hún sig hafa vaxið að styrk og manndómi frammi fyrir þjóð sinni í nútíð og framtíð, og fyrir dómi sög- unnar. Tilkynning um áburðarafgreiðslu Frá og með 28. maí verður áburður af- | greiddur í Gufunesi eins og hér segir: Alla virka daga frá kl. 8 að morgni til j kl. 5 e.h. Laugardaga verður engin afgreiðsla. Áburðarverksmiðjan h.f., Sími 82000. I ú SKiPAÚTGCRf) RIKISINS Farmiðar í Norðurlaudaferð m,s. neKiii 11. júní næstkomandi verða seld- ir árdegis laugardaginn 28. maí. Vegabréf þarf að sýna þegar farmiðar em sóttir. HEKLA verður á heimleið í Kaupmannahöfn 16. júní, í Gautaborg 17 . júní, í Kristian- sand 18. júní og Færeyjum 20. júní. Nokkrir farmiðar í þessari ferð heim em enn óseldir. Skialirei vestur um land til Akureyrar hinn 1. júní. Tekið á móti flutn- ingi til Súgandafjarðar, Húna- flóa- og Skagafjarðarhafna, Ól- afsf jarðar, Dalvíkur og Hríseyj- ar í dag. Farseðlar seldir á þriðjudag. Es ja vestur um land í hringferð hinn 2. júní. Tekið á móti flutn- ingi til áætlunarhafna vestan Þórshafnar í dag og árdegis á morgun. Farseðlar seldir á þriðjudag. Skaftfellingiir fer til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka í dag. I » Skóla. Isaks Jóns- sonar slitið Skóla ísaks Jónssonar var sagt upp laugardaginn 21. maí og hafði hann starfað frá 7. okt. s.l. Byrjað var þremur vikum seinna en venjulega, vegna þess að hið nýja skólahús var ekki fyrr til- búið. Skólann sóttu í vetur 403 böm á aldrinum 6—8 ára. Var þeim skipt i 15 deildir og var þrísett í hverja stofu. Veikindi voru óvenjuléga mikil og trufluðu skólastarfið. Börnin voru prófuð á samskonar verkefnum í lestri, reikningi og_ stafsetningu (8 árg), og lögð voru fyrir börn í öðrum barnaskólum. 8 kennarar störfuðu við skól- ann í vetur, auk skólastjóra. Kennsluæfingar kennaranema, fyrir yngri börn, fóm fram í skólanum. Sýning var á skólavinnu bam- anna í húsi skólans á upp- stigningardag. Var sífelldur straumur fólks á sýninguna. þær 9 stundir, sem hún var opin. Búið er að biðja fyrir um 500 börn í skólann til næsta vet- urs. Otbreiðið Þróðviliann ■ Dívanar ■ t : Ódýrir dívanar fyrirliggjandi Fyrst til okkar — það borgar sig. ■ 8 | Verzl ÁSBRC, Grettisgötu 54, sími 82108 I Aðalfundur í I m Byggingarsaittvinnufélags Reykjavíkur í : [ verður haldinn í dag kl. 5 í Naustinu (Súðinni), : ■ m ■ Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. ■ : ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■'' Stúlku vana verzlunar- og skrifstofustörfum, vantar okk- ur strax. Einnig unglingsstúlku til símavörzlu og innheimtustarfa. Upplýsingai’ á Vélaverkstœði Sig. Svein- björnssonar h.f., Skúlatúni 6, skrifstofunni. Reyktur raudmagi Garðsláttuvélar SÉOocfHI lifaðHI LÍFSREYNSLA • MANNRAUKIR • ÆFINTÝRI OSkólavörðustíg 12 i Sími 1245 og 2108. Júní-heftið komið út. •■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ I j •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»*»•■■■■■■•■■■■■■■■■» Verð kr. 231,00. Busáhaldadeild Skólavörðustíg 23 — Sími 1248 !■■■■■«■■■■■■■•■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■PV»

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.