Þjóðviljinn - 16.06.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.06.1955, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. júni 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Óskar B. Bjamason, eínaverkfræðingur: Innrí aerð efnisins •s HVAÐ ER RAFMAGN? Til er gamansaga, sem segir frá því að prófessor nokkur spurði nemanda sinn á prófi: „Hvað er rafmagn?“ og nem- andinn svaraði eftir nokkurt hik: „Ég vissi það í morgun þegar ég fór að heiman, en nú er ég bara búinn að gleyma því.“ ”f>að var leiðinlegt" sagði prófessorinn, ”því þá hafið þér verið eini maðurinn í heiminum sem vissi það.“ Ef þessi saga er sönn er hún gott dæmi þess hvernig pró- fessor má ekki spyrja nemend- ur sína í prófi. í prófi eru menn síst af öllu færir um að sjá við hrekkjum. Sannleikurinn er sá að við þessari spurningu og mörgum hliðstæðum er ekki hægt að gefa fullnægjandi svar. í»að kann að virðast einkennilegt að þrátt fyrir hinar mörgu uppgötvanir og framfarir í náttúruvísindum á okkar tím- um getum við ekki svarað slíkum spurningum. Þeirri spurningu, hvert sé hið innra eðli hluta og fyrir- bæra náttúrunnar, getum við væntanlega aldrei svarað. En ef til vill er spurningin rangt sett fram, því þótt það vefjist fyrir okkur eins og nemandanum að svara spurn- ingunni: ”Hvað er rafmagn?" þá getum við sagt ýmislegt fróðlegt um fyrirbærið raf- magn, um eiginleika þess og áhrif, hvernig við getum haft stjórn á þvi og látið það vinna fyrir okkur. Við getum t. d. sagt að rafstraumur sé hreyf- ing eiektróna eða rafeinda. En hvað er þá rafeind? Við getum í þessu sambandi látið okkur nægja að segja að það séu hinar minnstu eindir sem raf- magn kemur fyrir í. í hvert skipti sem við kveikjum rafljós með því að þrýsta á hnapp, þá erum við að setja rafeindir i hreyfingu og láta þær vinna fyrir okkur. Það er til mikil fræðigrein sem fjallar um hreyfingu raf- einda eða rafstraum og það er meira að segja mjög gagn- leg fræðigrein eins og kunn- ugt er. Spumingin um eðli rafmagns er nátengd spurningunni um innsta eðli og gerð efnisins. Rafeindir eru ein af þeim frumögnum, sem minnstu eindir frumefna og efnasambanda eru gerðar af. Elektrónur eru mjög léttar og hreyfanlegar efnisagnir og auk þess að vera hluti frumeinda' og sam- einda geta þær einnig verið til og hreyfzt sem sjálfstæðar agnir. Rafstraumur sem. berst eftir málmþræði er straumur frjálsra rafeinda sem streym- ir frá nekatífu skauti til þess pósitífa. Lofttegundir við venjulegan þrýsting leiða rafmagn illa. Venjulegt andrúmsloft er ein- % tnitt' aUgóður einangrari fyrir rafmagn. Þó geta rafeindir streymt milli tveggja rafhlað- inna likama gegnum loft ef spennan er há og myndast þá neisti. Þetta skeður til dæmis í þrumuveðri þegar eldingu lýstur milli tveggja skýja eða milli skýs og jarðar. Ef tvær málm elektróður eru bræddar sín í hvorn enda á glerpípu og eins miklu af lofti og hægt er síðan dælt 2. grein út úr pípunni, kemur í ljós að rafstraumur, þ. e. straum- . ur rafeinda getur gengið í gegnum pípuna enda þótt spennan sé höfð tág. Raf- eindir frá sólinni ná yztu lögum gufuhvolfs jarðar og þar valda þær rafstraumum þeim sem nefnast norðurljós. Sú uppgötvun að þynntar lofttegundir leiða rafmagn var gerð af þýzkum manni að nafni Plúcker árið 1859. En það var brezkur vísinda- maður að nafni J. J: Thomson sem sýndi fram á að raf- straumurinn í þessum loft- tæmdu glerpípum samanstend- ur úr nekatíft rafhlöðnum efn- isögnum, og má því segja að hann hafi uppgötvað rafeind- imar. 1897 fann hann aðferð til að ákveða hraða rafeinda og einnig hlutfallið milli hleðslu þeirra og massa. Bandaríkjamaður að nafni Millikan fann síðan mjög snjalla og einfalda aðferð til að mæla hleðslu rafeinda með mikilli nákvæmni. þessar mælingar sýna ,að massi el- ektrónanna er aðeins 1/1840 hluta af massa vetnisfrum- eindarinnar sem er léttust allra frumeinda. Það var einnig hægt að sýna fram á að hleðsla rafeindar- innar er sá minnsti skammtur sem rafmagn kemur fyrir í. Rafmagn hefur þannig sínar minnstu einingar, atóm á svip- aðan hátt og efnið sjálft, frum- efnin og sambönd þeirra eru gerð af frumeindum og sam- eindum. Rafmagn er heldur ekki til án sambands við efni. •• STÆRÐARHLUTFÖLL OG FJARLÆGÐIR INNAN FRUMEINDARINNAR Rafeindir eru hluti frumeinda (atóma) eins og tekið hefur verið fram og ganga þær um- hverfis kjarnann í tiltölulega mikilli fjarlægð eftir ákveðn- um brautum, líkt og reikistjörn- ur um sól. Ef við viljum gera okkur grein fyrir smæð frumeinda og sameinda, jafnframt hinum mikla fjölda þeirra jafnvel í hinni smæstu sýnilegri ögn efnis, er auðvelt að taka nokkr ur dæmi: Ef sameind súrefnis væri 5000 sinnum stærri en hún er í allar áttir mundi hún samt vera ósýnileg með berum aug-, um, en rétt aðeins sýnileg íj smásjá sem stækkaði 5 þús- und sinnum. Hugsum okkur vatnsdropal stækkaðan svo að hann verðij jafnstór jörðinni, þá yrði hver. sameind vatns í dropanum á stærð við fótbolta. Fjöldi sam- Allt frá því vetnissprengjan var sprengd á Kyrrahafi hafa japanskir vísindamenn rannsakað afla af þeim slóðum með Geiger-teljara, til að vita hvort leyndust geislavirk efni í fisk- inum. Myndin sýnir er heill skipsfannur af túnfiski var grafinn í jörð utan við Tokio vegna þess að halnn reyndist geislavirkur. einda í einum dropa vatns er óskiljanlega há tala. Hún er tíu í tuttugasta og fyrsta veldi, þ.e. 1 með 21 núlli íyr- ir aftan. Ef við hugsum okkur að lofti væri dælt burt úr ein- hverju íláti. með beztu dælum sem til eru þannig að þrýst- ingurinn næmi minnu en ein- um tíuþúsundasta hluta úr millimetra kvikasilfurssúlu væri samt eftir í hverjum ten- ingssentimetra ílátsins hérum- bil milljón milljónir loftsam- einda. Til þess að gera okkur grein fyrir því hve mikill hluti frum- eindarinnar er tómt rúm skul- um við hugsa okkur vetnis- frumeindina stækkaða svo að A sjúkrahúsi í Tokio rannsakar læknir einn japönsku sjómannanna, sem skaðbrenndust er Bandarikjamenn sprengdu vetnissprengju á Kyrrahafi, með Geiger-teljara. (Ahaldinu er lýst hér í greininni). þvermál hennar verði 100 m. Kjarninn væri þá á stærð við stórt sandkorn, en rafeindin, sem sveimar um kjarnann í 50 m. fjarlægð, nokkrum sinn- um stærri. En eins og áður hefur verið tekið fram er vatnsefnið einfaldast að gerð allra frumefna. Frumeinda- kjarnar annarra efna eru þó byggðir upp á sama hátt en kjarnar þeirra eru þyngri og stærri og ytri rafeindir fleiri. Nú nýlega hafa verið búin til ' frumefni með allt að hundrað ytri rafeindum. Eftir því sem rafeindirnar eru lengra frá kjarnanum eru þær lausar bundnar. Venju- legar kemískar efnabreytingar eins og til dæmis bruni elds- neytis taka aðeins til breyt- inga í ytri rafeindum efnanna, en kjarninn er ósnortinn, Breytingar sem taka til kjarna efnisins eru miklu rót- tækari, og við slíkar breytingar ummyndazt nokkur hluti efnis- ins í orku. Á þennan hátt er hægt að fá gífurlega orku úr litlu magni efnis og það er ein- mitt þess vegna sem svo mik- il áherzla hefur verið lögð á klofningu atómkjarna á síðari árum. • • EFN ASAMSTÆDUR — ATÓMIN VEGIN í>ó að fjöldi og skipan ytri rafeinda sé hinn sami hjá öll- um frumeindum hvers frumefn- is, er ekki þar með sagt að kjarnar þeirra séu eins. Og það hefur einmitt komið í Ijós að því nær öll frumefni eru gerð af blöndu misþungra kjarna. Til dæmis er venjulegt klór blanda sem inniheldur 76% af klóri með frumeindaþungann 35 og 24% með frumeindaþungann 37 og loks er ofurlítið til af klóri sem hefur frumeinda- þunga 39. Það var brezkur vísindamað-- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.