Þjóðviljinn - 16.06.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.06.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. júní 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 X Sm ( A ÍÞRÚTTiR RíTSTJÓRl FRÍMANN HELGASON íslandsmótið: Akranes vann Þrótt 8:0 Sidlo kastar nær 80 metra Markatalan gæti gefið til kynna að Akranes hefði tekið fram stór-kanónurnar, og hæft markið eftir góðan hreyfihem- að. Hvað hreyfihemaðinn snert ir höfðu þeir yfirburði yfir Þrótt, en það merkilega skeði að þeir komu ekki við stór- skotaliðinu að þessu sinni. Flest mörkin komu eftir mis- tök í vörn Þróttar sem meira vanir leikmenn hefðu losnað við að gera. Hefði Þróttur átt að geta losnað við a. m. k. 4 mörkin af þessum 8. Voru þau öll sett af stuttu færi eftir þröng við mark Þróttar. TJti á vellinum léku þeir létt og leikandi, en voru þó furðu oft truflaðir og búið að loka er upp að marki kom, þannig að skot í lok áhlaupa eins og við eigum að venjast þeim vom ekki mörg. Ríkarður komst t. d. aðeins í eitt skipti innfyrir í sínum sérstæða stíl, en skaut beint á markmann. Þrátt fyrir þessi mörk lék Þróttur e. t. v. betri knatt- Bpyrnu en nokkm sinni áður miðað við hve sterkt og gott lið þeir áttu í höggi við. Þeir éttu mörg nokkuð vel upp- byggð áhlaup og áttu a. m. k. eitt opið tækifæri. Þeir höfðu Evrópumeistarar í hnefaleikum 1955 Úrslitaleikir Evrópumeistara- mótsins í hnefaleikum fóm fram um fyrri helgi i íþrótta- höllinni í Berlín. Úrslit urðu þessi: Bantamvigt; líka úthald og gerðu tilraunir til að leika knattspyrnu allan timann. Eftir þessum fyrsta leik Akraness með þeirri mót- stöðu sem Þróttur þó veitti, fer ekki hjá þvi að allar lík- ur benda til þess að íslands- bikarinn haldi til á Akranesi eitt árið enn. Lið Akraness var eins og móti Rvíkurúrvalinu nema hvað Jón Leós lék í stað Pét- urs Georgs. Jón er gott efni var þó ekki eins yirkur í þessum leik og móti Þjóðverj- unum um daginn. Sagnir höfðu boiizt um að Halldór Sigur- bjömsson væri meiddur í hiié. Sem betur fór kom hann frísk- ur og heill og gerði margt vel. Ríkarður var líka ágætur, þó Guðmundur Gústafsson gerði honum nokkuð erfitt fyr- ir. Kristinn var sterkur sem miðframvörður, og sama er að segja um Guðjón og Svein Teits. Af Þróttarmönnum vom þeir Halldór Backmann, Har- aldur OEyjólfsson og Hörður Guðmundsson beztir. Nýliðinn Ásgeir sem var útherji vinstra- megin lofar góðu. Jón Ásgeirs- son er nú aftur kominn í mark ið og þrátt fyrir sáralitla æf- ingu gerði hann margt vel og verður varla sakaður um meira en tvö af mörkunum. Liðið sem heild vantar meiri reynslu. Með samheldni og þjálfun gæti það náð miklu lengra. Mörkin skomðu Þórður Þórð- ar 4, Þórður Jóns 2 og Rík- arður 2. Dómari var Þorlákur Þórðars. Veður var mjög gott og áhorfendur um 1500. Á móti sem haldið var nýlega í Kouvana kastaði Janus Sidlo Janus Sidlo spjóti 79,30. Annar varð Þjóð- verjinn Heiner Will, 72,54, þriðji varð Toivo Hyytiainen 71,19. Annar í sleggjukasti varð Finninn Oivo Holmetaja sem kastaði 54,54 m. Norsknr dómari 3. júlí Nórðmaðurinn Petter Gunder- sen hefur verið valinn dómari í landsleik Dana og íslendinga hér í Reykjavík þann 3. júní nk. Milan efst í ítalíu ftölsku deildakeppninni í knatt spymu er nú lokið og sigraði Milan með 47 stigum, Udinese hlaut 42 stig, Bologna 39. Stevuk, Pólland, vann Step- anoff frá Sovétríkjunum. Fjaðurvigt: G. Nickols, England, vann Sasutsjin frá Sovétríkjunum. Fluguvigt: Edgar Basil, A-Þýzkalandi, vann Bobrescu, Rúmeníu. Velti\igt: Harry Kurschajs, V-Þýzkal., vann Mustavo frá Egypta- landi. Létt\igt: 1 Grogosz, Pólland, vann Palu- day frá Ungverjalandi. Weltervigt: Weck Gorgano, England, vann Hippolyt Anneks frá Frakk- landi. Léttmillivigt: Pietrezykowsky, Pólland. vann Sjarerjan frá Sovétríkj- unum. MiIIivigt: Sjalkoff, Svétríkin, vann Stig Sjöin frá Svíþjóð. Iættþunga\igt: Erich Schoppner, V-Þýzkal., vann Ulrich Netsechke frá A- Þýzkalandi. Þungavigt Sjorzikas, Sovétrikin, vann Horst Witterstein, A-Þýzka- landi. Aarkus GF varð Danmerkurmeistari Deildaekppni í knattspymu í Danmörku er nú lokið og þau tíðindi gerðust að félag frá Árósum sigraði, var það A.G.F. Það var í fyrsta sinn í fyrra að félag utan Kaup- mannahafnar vann í keppni þessari (Köge). Það var því stór viðburður að á þessu ári skyldi titill þessi líka lenda hjá félagi utan Kaupmanna- hafnar. Úrslitin vom óviss allt til síðasta leiks en þá keppti AGF og AB og fyrir leikinn höfðu bæði jöfn stig eða 23 hvort, en A.G.F. hafði betri markatölu og hefði því sigrað í deildinni á því. En Jótamir sigmðu 3:1 og þó léku þeir á íþróttavellinum í Kaupmanna- höfn. Það byrjaði þó svo að AB setti fyrsta markið og var það Knud Lundberg sem skor- aði, en svo tóku Jótarnir við og skoruðu þrjú eins og fyrr segir. Það vildi svo til að í ár á A,G.F. 75 ára afmæli svovarla verður annað sagt en þessi sigur hafi verið skemmtileg afmælisgjöf. Aftur á móti var það lið frá.Fjóni sem féll niður í n. deild, Odense Bold Klub. Staðan í lok keppninnar í I. deild var þessi: A.G.F. A.B. Frem K.B. Esbjerg Köge B-1909 B-1903 Skovshoved O.B. Mörk St. 38-24 25 42-28 23 34-27 21 31- 27 18 38-37 18 32- 37 17 28-33 16 21-28 15 26-37 14 30-42 13 Bandaríkjamaðurinn Rafer Johnson bætti heimsmet landa síns Bobs Mathias í tugþraut nú um sl. helgi. Hlaut hann samanlagt 7983 stig, en met Mathias, sem sett var á olym- píuleikjunum í Helsinki 1952, var 7887 stig. Einstök afrek Johnson voru þessi: 10(hn hlaup: 10.5, lang- stökk: 7.49, hástökk: 1.84, 400m hlaup: 49.7, kúluvarp: 13.80, llOm grindahl.: 1*1^5, kringlu- kast: 47.20, stangarstökk: 3.87, spjótkast: 59.70, 1500m hlaup: 5:01.5. Iimri gerð elnisins ' Framhald af 7. siðu. ur að nafni F. W. Aston sem fann upp áhald til að aðgreina og vega hinar misþungu gerðir sama frumefnis, Tæki þetta nefnist massaspektrograf og er aðgreiningin gerð með áhrifum rafsviðs og segulsviðs á frum- eindirnar. •• MÆLING ATÓM- GEISLUNAR Það var áður nefnt að el- ektrónur eða rafeindir eru hlaðnar neikvæðu rafmagni. En rafeindir eru ekki hinar einu sjálfstæðu efnisagnir sem eru hlaðnar rafmagni. Ef raf- eindir tengjast atómum eða atóm-hópum eða losna frá þeim verða til rafhlaðin atóm sem nefnast jónir. Þessar svonefndu jónir eru til í vatnsupplausn- um efna og geta einnig orðið til í lofti við það að hraðfara efnisagnir, t.d. rafeindir rek- ast á frumeindir loftsins. Geislar frá geislavirkum efn- um sem til eru í náttúrunni og frá kjarnasprengingum gera loftið leiðandi. Til þess að mæla þessa geislun er haft ein- falt tæki sem er gamalkunnugt frá tilraunum með rafmagrí;" nefnilega elektróskópið eða rafsjáin. Rafsjáin er einangr- uð málmelektróða (rafskaut) með tvö létt gullblöð á endan- um, sem slá út eí elektróðan er hlaðin rafmagni. Ef loftið í kringum tækið er leiðandi vegna geislunar verður þess vart við það að blöðin falla smátt og smátt saman. Þoku- hylki Wilsons er mjög skemmti- legt og einfalt tæki, en með því geta menn séð með eigin augum áhrif einstakra atóma eða atómkjarna, þó að atómin sjáist að vísu ekki sjálf — til þess eru þau alltof smá, eins og lýst hefur verið. Ef hraðfara efnisagnir, t.d. alfaagnir sem geislavirkt efni sendir frá sér, fara gegnum tækið, myndast rafhlaðnar loftsameindir eda loftjónir meðfram braut agnarinnar og og er þá hægt að gera braut- ina sýnilega með því að láta vatnsgufu þéttast á loftjónun- um. Hólfið í þokuhvlkinu er mett- að með vatnsgufu og ef loftið í hólfinu er skyndilega látið þenjast út kólnar það. Vatns- gufan verður yfirmettuð og þéttist þá og myndar röð vatns- dropa meðfram braut hinnar hraðfara efnisagnar. Þessa þokurák sem_ þannig myndast, má bæði sjá með ber- um augum og ljósmynda ef lýsing er góð. Geiger-teljarinn er annað tæki sem sýnir verkanir ein- stakra efniseinda hverrar fyr- ir sig. Geiger-teljarinn er holur sí- valningur sem inniheldur org- on- og alkoholgufu við þrýst- ing sem svarar 1/10 úr loft- þyngd. Aðalhlutar áhaldsiins eru tvö rafskaut úr málmi. Pípan sjálf er annað skautið, hitt er mjór vír, málmþráður, sem liggur eftir miðri pípunni. Pípunni er lokað loftþétt til endanna með rafeinangrandi eboníttöppum. Á milli pípunnar og þráð- arins er sterkt rafsvið, ca. 1000 volta spenna. Við venjulegar aðstæður er spennan ekki nógu há til að straumur gangi gegn- um loftið milli rafskautanna. En ef rafhlaðin efnisögn, t.d. frá geislavirku efni eða geim- geislun kemur inn í pípuna verður loftið leiðandi og gef- ur straumkipp í þræðinum. Þessa straumkippi má styrkja í magnara og láta þá vekja telj- ara, þannig að hægt er að telja hve margar rafmagnaðar efnis- agnir fara gegnum tækið á mínútu. Þetta tæki er notað til að mæla geimgeisla og geislun frá geislavirkum efnum og er til dæmis notað við leit að úran- málmi. Tæki þau sem nú voru talin er hægt að nota til að verða var við eða mæla hreyfingar raíhlaðinna frumeinda og frum- eindabrota. En eins og getið hefur verið eru til efnisagnir, hlutar frumeindakjarna án raf- hleðslu, hinar svonefndu nev- trónur eða neindir, Áhrif þeirra má þó finna pg mæla á óbeinan hátt með því að þær hafa áhrif á frumeindir sem þær rekast" á," geta t.d. klofið þær í tvo eða fleiri raf- magnaða hluta. Sigur firðarins Framhald af 4. síðu. mætti við fyrstum í flokki þeirra manna, sem vinna að friði á jörð. Það er nefnilega eftirtektarvert, að fáir þjón- andi prestar þjóðkirkjunnar hafa enn sent nöfn sín undip friðarávarpið, þó var þess vendilega gætt, að þjónar kirkjunnar fengi ávarpið í hendur, svosem eðlilegtvar, og kirkjuyfirvöldunum var gefinn kostur á að stofna til friðar á jörðu með aðild sinni. Friðar-.; hreyfingin gekk að dyrum ís- lenzku þjóðkirkjunnar, sam- kvæmt fyrirmælum ritning- anna: knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða! En það kom enginn til dyra. Hvað veldur þessu tómlæti íslenzkra klerka? Kannski vorannir kirkjunnar við fermingu og altarisgöngur ? Nú er vorönn- um lokið, enn er tími til stefnu að undirrita friðarávarpið, en tíminn er stuttur — og iðrun- in löng. Þegar Heimsfriðarþingið hefst í Helsinki 22. þ.m. mun koma i ljós, hver hlutur okkar íslendinga verður í baráttu mannanna fyrir friði. Ef hlut- ur okkar verður lítill, þá er engu öðru um að kenna en andlegu sinnuleysi okkar og is- lenzkum roluhætti. Þá höfum við brugðizt sjálfsagðri sið- ferðilegri skyldu okkar. Bar- áttan fyrir friði er í rauninni próf, sem allar þjóðir nútím- ans ganga undir. Þá verður dæmt um andlegan þroska og skilning hverrar þjóðar, inn- ræti liennar og hjartalag. Von- andi verður íslenzka þjóðin ekki að bera kinnroða á þeim degi, er henni verður lesinn vitnisburðurinn. TIL LIGGUR LEIÐIN Im ’A>rK4ltU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.