Þjóðviljinn - 16.06.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.06.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 16. júní 1955 IMÓOVIUINN Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Rltotjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður GuSmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, GuB- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingaatjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritatjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 1». — Sími 7600 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl I Reykjavík og nágrenni; Itr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hétanirframkvæmdar I áramótaræðu sinni í vetur hafði Ólafur Thórs í hótunum við verkalýðinn ef hann gerðist svo djarfur að leita réttar síns og hækka kaupið til þess að vega nokkuð á móti skipulagðri kjara- skerðingu undanfarandi ára. Gaf forsætisráðherrann óspart í skyn að hJutur vinnandi fólks skyldi á engan hátt verða betri þótt kaupið yrði hækkað og klikkti út með beinni hótun um að svara kauphækkun með því að lækka gengið. Enn hefur Ólafur Thórs og sú auðstétt sem hann er fulltrúi íyrir ekki framkvæmt formlega hótunina um gengislækkun, þ.e. skráð gengi krónunnar er óbreytt frá því sem það var þegar hót- un Ólafs Thórs var sett fram. Eigi að síður er framkvæmd hót- | ana forsætisráðherrans í fullum gangi. Auðstéttin og rikisstjóm ’ fcennar vinnur að því með oddi og egg að rýra ávinninga þess . kjarasigurs sem verkalýðssamtökin unnu fyrir meðlimi sína og allan almenning í sex vikna verkfallsbaráttu. Ríkisstjómin horfir á þetta atferli sljóum augum og lætur sér vel líka þótt skjólstæð- ■ ingar hennar séu að hleypa af stað nýrri verðhækkunarskriðu. En síðustu vikurnar hefur hver verðhækkunin rekið aðra á ýms- um nauðsynjum og þjónustu sem almenningi er látin í té. Svo að segja daglega verður fólkið þess vart að vörurnar hækka í verði og jafnvel sama vörutegundin með fárra daga millibili! ÞJýjustu dæmin er 20% hækkun kolaverðsins og 20—30% hækk- Sm á flugfargjöldum innanlands. Verðhækkunarskrúfa auðstéttarinnar og ríkisstjómarinnar er yafalaust til þess ætluð að sanna almenningi fánýti þess að berjast íyrir betri lífskjömm. Almenningi er ætlað að draga þá ályktun að allir slíkir ávinningar verði að engu gerðir og því sé baráttan fyrir þeim tiigangslaus. En þama skjátlast valdhöfunum illa. Framferði þeirra verður til þess að undirstrika enn betur þau sannindi að engar kjarabætur sem verkalýðurinn knýr fram verða varaníegar meðan stéttarandstæðingurinn ræður ríkisvald- inu. Sú framkvæmd hótana Ólafs Thórs frá í vetur sem felst í nýju verðhækkununum verður því verkalýðnum og allri alþýðu öflug áminning um að treysta svo og efla sín eigin stjórnmála- samtök að fuiltrúar auðstéttarinnar verði sem fyrst sviftir þeim yöldum sem þeir nú hafa á Alþingi og í ríkisstjóm. Það er einstaklega óviðeigandi að 17. júní skuli ekki nú þegar Siafa verið gerður að almennnum frídegi, Mörg ár em síðan Sós- laiistaflokkurinn flutti um það fmmvarp á Alþingi, en það náði eklíi fram að ganga vegna áhugaleysis og andstöðu hinna flokk- an:ia. Hefur dagurinn því orðið einn af þeim millibilsdögum að menn sem ekki ráða sjálfir vinnu sinni geta ekki verið vissir íiffi hvort þeir eigi frí á sjálfan þjóðhátíðardaginn, þeir eiga það ekki sem rétt, heldur undir náð atvinnurekenda, nema í þeim tilfellum að verkalýðsfélag þeirra hafi samið um daginn sem frí- dag. Þetta verður að breytast. Að sjálfsögðu á 17. júní að vera aimennur fridagur, svo öllum sé frjálst að njóta hans að vild. Eitt er það sem í sívaxandi mæli hefur sett leiðindablæ á dag- inn hér i Reykjavík, en það er sú hamslausa gróðafíkn sem gefinn er laus taumur þennan dag. Hvergi í miðbænum verður þverfótað fyrir búðarholum, sem selja sælgæti, ropvatn og alls konar gling- ur á svo uppsprengdu verði, að engu tali tekur. Það virðist ekkert komast að nema gróðalöngunin tryllt og óbeizluð, og með þessum búðasæg næst alltof vel tilgangurinn, að trylla svo þær þúsundir ungra barna sem farið er út með til að njóta há- tíðarinnar að allt fer að snúast um þetta rándýra sælgæti og gling- ur, það verður aðalatriði dagsins. Stundum tekur þessi villti gróðaþorsti á sig fáránlegar og ákaflega ósmekklegar myndir. Einn framtakssamur gróðabrallari fann upp á því einn 17. júní að selja alls konar afkáralegar skrípahúfur, eins og tíðkast sumstaðar í áramótafylliríum. Nógir fundust til að kaupa þessi djásn ogspranga með þennan höfuðbúnað til heiðurs þjóðhátíðar- degi íslendinga. Gróðabrallarinn, sem legið hafði með þetta ó- Se’janlega drasl, græddi drjúgan skilding, en svipmót hátíða- •haldanna um kvöldið fékk af þessu leiðindablæ og ómenningar. Einnig þetta þarf að breytast. Fjárplógsstarfsemi við hátíða- höldin verður að beizla, svo að hún flói ekki yfir alla bakka og verði fólkinu sem njóta vill hátíðadagsins með bömum sínum til ieíðinda. Háværar kröfur í kaþólska flokknum á Italíu um samvinnu til vinstrí Kosningasigur á kostnaS samstarfsflokka spillir fyrir núverandi rikisstjórn Undanfamar vikur hefur ríkt uppLausn og óvissa í stjórn- málum Ítalíu. Stjórn kaþólska flokksins og smærri miðflokk- anna undir forustu Scelba hef- ur lafað við völd en alsendis óvíst er að hún njóti stuðnings þingsins. Scelba hefur hvað eft- ir annað fengið frestað um- ræðu og atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina og nú hefur loksins verið ákveðið að það komi á dagskrá í þing- inu í næstu viku. Fréttamenn í Róm segja, að ómögulegt sé Giupseppe Pelia að spá nokkru um það, hvort stjómin Ufir af þá atkvæða- greiðslu. Þótt undarlegt kunni að virðast hefur aðstaða ríkis- stjórnarinnar versnað en ekki batnað við kosningasigur sem kaþólski flokkurinn, helzti stuðningsflokkur stjómarinnar, vann í fylkisþingskosningunum á Sikiley um næstsíðustu helgi. Hann bætti þar við sig sjö þingsætum en vann þau flest af smærri stjórnarflokkunum, hægrisósíaldemókrötum, frjáls- lyndum og lýðveldissinnum. Þessir flokkar eru því mjög uggandi um sinn hag og óttast að frekara stjórnarsamstarf við kaþólska geti orðið sér bana- bití. 17'lofningur í flokki Scelba “-sjálfs er þó enn hættulegri ríkisstjóm hans. Nú er svo komið að kaþólski flokkurinn er klofinn í þrennt. Einn hóp- urinn fylkir sér um Scelha og Amintore Fanfani, framkvstj. Palmiro Togliattl flokksins. Vilja þeir fyrir hvem mun halda núverándi stjórn- arsamstarfi áfram. Hægri menn í flokknum undir forystu Giu- /------------------> Erlend tíðindi V_________________/ seppe Pella, fyrrverandi for- sætisráðherra, vilja slíta sam- vinnu við litlu miðflokkana en taka upp samstarf við konungs- sinna. Loks vill vinstri armur kaþólska flokksins að hann myndi stjórn ásamt sósíalista- flokki Pietro Nennis, sem haft hefur náið samstarf við kómm- únista allar götur síðan flokk- arnir háðu sameiginlega bar- áttu gegn fasistastjórn Musso- linis. Vinstra arminum óx mjög ásmegin við úrslit ítölsku for- setakosninganna í vor. Þá náði kosningu Giovanni Gron- chi, foringi vinstri manna í kaþólska fiokknum. Sigraði hami frambjóðanda þeirra Scelba og Fanfani með mikl- um yfirburðum og náði kosn- ingu með stuðningi kommúnista og sósíalista. ' Síðan í þingkosningunum 1953, þegar kaþólskum mistókst ,að afla sér tveggja þriðju þing- Giovanni Gronchi sæta með löghelguðu kosninga- falsi, hafa deilurnar innan flokksins sífellt farið harðnandi. Stjórnarflokkarnir núverandi hafa til samans nauman meiri- hluta á þingi og má ekkert útaf bera ef ekki á að koma til stjórnarkreppu. Þrenn stjóm arskipti hafa orðið síðan nú- verandi þing var kosið. Stjórn kaþólskra og konungssinna hefði litlu traustaria þingfylgi en stjóm kaþólskra og mið- flokkanna, en af slíkri stjórn- armyndun gæti hæglega leitt endanlegan klofning kaþólska flokksins. Kaþólskir og sósíal- istaflokkur Nennis hafa hins- vegar til samans verulegan meirihluta á þingi og yrði því stjóm sem þeir stæðu að sam an allörugg i sessi. Pietro Nenni Til skamms tíma hefði það þótt fjarstæða á Ítalíu að tala um möguleika á stjórn- arsamstarfi kaþólska flokksins við sósíalistaflokk Nennis og að slík stjórn myndi njóta stuðnings eða hlutleysis komm- únista. En breytingarnar hafa verið örar á ítalíu eins og' víð- ar síðustu mánuðina. Árum saman hefur það verið kjörorð foringja miðflokkanna, að allt annað verði að víkja fyrir því markmiði að einangra vinstri flokkana. Nú er sá borgara- legra stjórnmálamanna, sem fyrstur gerðist til að mótmæla þessari kenningu, orðinn þjóð- höfðingi Ítalíu fyrir tilstuðlan vinstri flokkanna. Undanfarin ár hefur bandaríski sendiherr- ann í Róm hvað eftir annað blandað sér í ítölsk stjómmál . án þess að reynt væri að dylja það. Nú er svo komið að ýmsir af foringjum kaþólska flökks- ins kveða uppúr með það, að um heilbrigða stjórnarhætti og framsækna stjórnarstefnu geti ekki verið að ræða á Ítalíu meðan reynt sé að dæma öfl- uga stjórnmálaflokka úr leik vegna þess að erlendri . ríkis- stjórn er ekki um þá gefið. |7riðarsamningamir við Aust- urríki og í hönd farandi brottför setuliða stórveldanna þaðan hafa haft mikil áhrif í nágrannaríkinu Ítalíu. Þegar herir Vesturvældanna fara frá Austurríki og það tekur upp hlutleysisstefnu í hermálum er ekki lengur um beint samband að ræða milli Italíu og megin- landshers Altanzbandalagsins í ' Vestur-Evrópu. Komið hefur upp sá kvittur að bandaríska herstjórnin ætli að setja undir þennan leka með því að krefj- ast þess að bandaríska setulið- ið sem hverfur frá Austurríki fái stöðvar á Norður-Ítalíu til umráða. Eina bandariska her- stöðin í þeim hluta landsins er nú Livorno, og vera banda- rísks hers þar stafar af því að borgin hefur verið birgða- höfn bandaríska setuhðsins í . Austurríki. Þegar hersetu þar lýkur er forsendan fyrir dvöl bandarísks liðs í Livomo úr sögunni. Öflugrar mótspyrnu Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.