Þjóðviljinn - 13.07.1955, Page 7

Þjóðviljinn - 13.07.1955, Page 7
Miðvikudagur 13. júlí 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Texti: 1. Móseb. 4. kap. 8-10 vers. „Þá sagði Kain við Ab- el bróður sinn: Göngum út á akurinn. Og er þeir voru á akrinuin, réð Kain á Abel bróður sinn og drap hann. Þá sagði drottinn við Kain: Hvar er Abel bróðir þinn? En hann rcuelti: Það veit ég ekki, á ég að gæta bróð- ur míns? Og liann sagði: Hvað liefur þú gjört? Heyr, blóð bróður þíns hrópar til mín af jörð- !nni.“ í gær las ég í nýútkomnu liefti svissneska tímaritsins Neue Wege, sem fjallar um kristindóm og þjóðfélagsmál, grein, sem bar fyrirsögnina „Ógnaratburðirnir við Bikini — Áskorun til allra þjóða lieimsins“. Grein þessi birtist fyrst í marzmánuði s.l. í jap- anska blaðinu „Sohyo News“. Eins og yfirskriftin ber með sér, þá fjallar greinin um kjamorkutilraunir þær, sem Gandaríkjamenn hafa verið að gera á Bikini-eyjum í Kyrra- hafi. Hún er ekki skrifuð af blaðamönnum fyrir æsidálka heimsblaðanna, í henni finn- um við ekkert, sem reynir að varpa neinum ævintýraljóma yfir þessa atburði, heldur á- skomn og aðvörunarorð þeirr- ar þjóðar, sem fyrst varð að þola ógnir og skelfingu þessa hrylliiega vopns og nú hefur enn eitt skipti verið sótt heim af vá þess. I þriðja sinn varð hún að horfa á sonu sína hel- bremida, stungna hinum ban- vænu geislum er fiskiskip hennar komu til hafnar fyrir ekki mörgum vikum af fiski- miðum sínum á Kyrrahafi. í Mér er ekki kunnugt, að grein þessi hafi birzt í nokkru blaði eða tímariti hérlendis og } ekki heldur að hennar hafi» verið getið hér í útvarpi. Eg » get því ekki, samvizku minn- ^ ar vegna, látið undir höfuð * leggjast að lesa ykkur hana, ^ að vísu nokkuð stytta og laus-» lega þýdda. Eins og ég sagði áðan ber hún yfirskriftina ,,Á-® skorun til þjóða lieimsins“, — hún er á þessa leið: „Síðustu ~ afleiðingar hins geislavirka * öslturegns, er stafaði frá vetn-« issprengingunni á Bikin-eyj-^ um, olli oss Japönum ólýsan-’j legri skelfingu og nísti hjörtuj vor. Tuttugu og þrír japansk-* ir sjómenn er voru að störf- j um sínum utan hins opinber-j lega yfirlýsta hættusvæðis,^ sneru heim þaktir geislasár-' um. Örlögin höfðu valið þjóð vorri þann hlut að verða fyrsta bráð atómsprengnanna, sem veltu Hiroshima og Naga- saki í rúst. Nú urðum við með Bikini-tilraununum í þriðja skipti fómarlam sömu eyðing araflanna. — Vér þekkjum því öllum betur þær dauða- ógnir, sem af þessu vopni stafa, og dirfumst því ekki að flýja undan þeirri ábyrgð sem á oss hvílir að hrópa til þjóða heimsins þá kröfu að endir verði bundinn í eitt skipti fyr- ir ÖU á þá notkun kjarnork- unnar, sem beinir henni til út- rýmingar þjóðum. Og þessa kröfu berum vér fram, ekki aðeins sjálfra vor vegna, held- ur vegna alls mannkyns. Alls enginn getur neitað oss um réttinn til að krefjast þessa af öllum kröftum. Rögnvaldur Finnbogason Þar sem vér höfum þrisvar sinnum orðið fórnarlömb kjarnorkuhernaðar ber oss sá réttur og sú skyldaaðhrópa þau vamarorð til allra þjóða, að þær nýti kjarnorkuna til friðsamlegra markmiða vis- indanna og til hamingjuauka öllum mönnum. Þjóð vor er ó- vopnuð og stendur höllum fæti fjárhagslega. En einmitt fátæki vort á efnislega vísu og þær þjáningar, sem vér höfum orðið að þola, munu gefa kalli vom þann andlega kraft, sem vekja mun til með- vitundar aðrar þjóðir heims um, að hér er teflt um tilveru vor allra eða útrýmingu vor ailra, að kjaraorkan má aldrei verða tekin í þjónustu eyði- ingarinnar, heldur verður hún að þróast til hagsældar öllum mönnum“. Hér lýkur orðum hins jap- anska blaðs. Þau em aðvör- unarorð til allra þjóða heims, ekki aðeins til stórþjóðanna, sem við svo nefnum og for- ystumanna þeirra, heldur til sérhverrar þjóðar, hversu fá- menn sern hún kann að vera. Þau em hrópuð að hverjum einasta manni, hver sem staða hans er í þjóðfélaginu. En nú kann ef til vill ein- hver, sem hér er inni að segja í hjarta sínu: Vinur minn, við erum hingað komin til að hlýða á Guðs orð, en ekki upp- lestur úr japönskum blöðum, — til að þakka Guði hand- leiðslu hans á liðnum storma- nóttum, en ekki til að hlusta á orðagjálfur um jafnóvið- komandi og fjarlæga hluti og vetnissprengingar á Kyrra- hafi. Við þann mann vil ég að- eins segja þetta: Guðs orð er sannleikurinn einn, hvar sem hann finnst, hvort heldur það er í Heilagri ritningu eða japönskum blöðum. Og hann er okkur því mikilvægari sem hann fjallar um líf okkar og dauða af meiri alvöm. Og þeim sem hingað er korninn til þakkargjörðar, honum sé lof og heill, aðeins einu má hann aldrei gleyma og það er bróður sínum, þótt j á fjarlægri ströndu sé, kvöl hans og angist má hann ekki dylja fyrir augum sínum. ,,Það sem þér hafið gjört ein- um þessara minna minnstu bræðra, hafið þér gjört mér“, segir Drottinn vor. Hafir þú gleymt hinum minnsta bróður, heyrir Drottinn enga lofgjörð þína, — Eitt af spakmælum Prédik- arans er, að ekkert sé nýtt undir sólunni, og má það til sanns vegar færa. Ýmislegt hefur þó breytzt frá dögum hans, bæði í jörðu og á og í Prédikim fluit á Höfn í Hornafiröi á sfó- mannadaginn í íyrra ★ samskiptum manna og þjóða. Við þekkjum öll þá miklu um- byltingu, sem tækni er nefnd. Hún hefur í sífellt ríkari mæli áhrif á líf hvers einasta manns og hverrar þjóðar. Til dæmis er sú leið, er forfeður predikarans fóm heim, úr her- leiðingunni í Babylon, fáum öldum áður en hann reit spak- mæli sín, farin á fáum klukku- stundum nú, þótt það tæki ísraelsmenn þeirra tíma nokkra mánuði að fara hina sömu leið. Sá, sem býr austur á ströndum Japanseyja er okkur nú í vissum skilningi engu fjær en Öræfingar vom Hornfirðingum um aldamótin síðustu. Eg veit, að ég er hér að fara með alkunna staðreynd, en ég er ekki jafnviss um, að allir hafi gert sér jafnglögga grein fyrir þeim nýju viðhorf- um, sem þetta skapar í sam- skiptum þjóða og manna. Nútímamaðurinn verður að eiga til brunns að bera jafn- vel enn meira siðferðisþrek en nokkur forfaðir hans á þess- ari jörð. -— Fyrir hálfri öld bámst okkur íslendingum ekki til eyrna fréttir af þeim atburðum, sem gerðust á hinni helft heimskringlunnar, fyrr en mánuðum síðar. Geig- mín<( *•*“ ” •••• - ••• „• - » . - nr. » vænlegustu hungursneyðir höfðu geisað austur í Ind- landi, milljónir orðið liungur- vofunni að bráð. Allt var liðið, er fregnin barst hingað norð- ur á þetta útsker , þeir er féllu löngu orpnir moldu og saga þeirra að hálfu gleymd. Tím- inn hafði fellt fyrnsku sína yfir atburðina og ógnir þeirra urðu okkur ekki jafnljósar og óvægilegar og þær hefðu orð- ið, hefðu þessir atburðir gerzt svo til fyrir augum okkar og eyrum, í dag er þessu á allt annan veg farið, hver atburður sem markverður er talinn berst nú um allan heiminn á fáum augnablikum. Okkur er teflt gegn hinum sífellda flaumi at- burðarásarinnar, við fyígj- umst með sigrum og ósigrum allra þjóða og allra manna, það er sem við stöndum við hinn mikla ós mannlífsins. Og einmitt fyrir það, að við emm orðin sjálf eins og þátttak- endur þeirra atburða sem ger- ast í öðrum heimsálfum, verð- um við að hvessa sjón okkar og dýpka samúð okkar með öllu sem hrærist á jörðinni, og því fremur sem freistingin til að sljófgast siðferðislega hef- ur aldrei verið jafnmikil og nú, freistingin til að kikna undan þunga hinna mörgu at- burða. Þetta er það siðferðisþrek sem hin nýju viðhorf krefjast af nútímamanninum. Ógæfa einnar þjóðar er ógæfa allra þjóða og gæfa og friður með annarri er friður og hamingja allra. Bræðralagshugsjón kristin- dómsins hefur aldrei í heimin- um fyrr orðið jafn augljóslega sönn og brýn hverjum manni og í dag. Takist kynslóð okk- ar að sýna þennan siðgæðis- þroska, mun hún lifa og ljós hennar lýsa mönnum framtíð- arinnar, bregðist hún er mannkynssagan mnnin sitt skeið til enda. Við eigum þá völ á þessu tvennu: I fyrsta lagi, að sameinast öll í baráttunni fyrir friði í heiminum og banni allra múg- dránstækja, sem nú eru próf- uð og reynd af takmarka- lausri fyrirlitningu á mánn- lífinu. í öðm lagi, að horfast í augu við meiri ógæfu en nokk- ur orð fá lýst, eyðingu lífs á jörðunni. Enginn lifandi mað- ur má loka augum sínum fyr- ir þessum veruleika, því að fyrr en varir mundi hann standa andspænis uppskeru svika sinna við lífið, fullvax- inni uppskem í mynd tortím- ingarinnar. — Allt umhverfis okkur kliða raddir uppgjafarinnar, kæru- leysisins og hugleysisins: Framhald á 8. síðu. Séra Rögnvaldur Finnbogason: »Blóö bróður þíns hrópar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.