Þjóðviljinn - 13.07.1955, Síða 11
Miðvikudagur 13. júlí 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (11
Hcns Kirk:
42. dagur
reiðíötum að venju, hún í glæsilegum morgunkjó.l.
— Nei, góðan daginn, mágur, kvakaði Evelyn. Þú ert
sjaldséður gestur. Nú kem ég með drykk, það er svo
heilsusamlegt í morgunsárið.
Hún sveif út og kom inn aftur með flösku og glös.
Tómas Klitgaard sagði þeim frá samkvæminu sem hann
væri neyddur til að halda gegn vilja sínum og eftir
miklar málalengingar bar hann fram ósk um það aö
Evelyn heiöraði samkvæmið með návist sinni. Margrét
var erfið viðm’eignar þótt hún væri á sinn hátt fyrir-
taks kona. Hvaö segðu Jóhannes og Evelyn mn þetta?
— Hvernig gengur fyrirtækið? spurði Jóhannes.
— Prýðilega, afbragðs vel, viö megum búast við stór-
kostlegum hagnaði í ár, sagði Tómas Klitgaard. En það
verður ekki sagt um þig að þú eyðir kröftum þínum í
þágu fyrirtækisins, Jóhannes. Þú hefur ekki sést mánuð-
um saman.
— Nei, fyrst karlinn er þar ekki lengur á ég ekkert
erindi þangaö, sagði Jóhannes Klitgaard. Ég er dugandi
athafnamaður á minn hátt. í fyrirtækinu geri ég ekki
meira gagn en hver önnur skrifstofublók.
— En gætirðu ekki sem hluthafi látið Evelyn taka að
sér þetta hlutverk? sagði Tómas Klitgaard. Aðeins í þetta
eina sinn. Sjálfur ertu auðvitað velkominn líka ef þú
hefur áhuga á því.
— Ég hef sannarlega annað að gera. En mín vegna
getur Evelyn fariö þetta með þér.
Allt var klappað og klárt og Tómas pantaöi kvöldverö-
inn á Ritz Safgri. Þessi veizla skyldi verðá meira en
nafnið tómt. Ilann setti sjálfur saroan matseðilinn, verö-
iö skipti engu máli ef eitthvað kæmi í aðra hönd. Og nú
þegár gat hann sýnt mikinn árangur, Grejs gamli ræki
áreiðanlega upp stór augu þegar hann sæi, reikninga
fyrirtækisips. Á nokkrmn mánuðum hafði hann grætt
meira en Grejs á mörgum áruin.
Grejs gamlí! Umhugsunin um föðurinn var honum
dálítið óþægileg. Til allrar hamigju var karlinn nú bú-
inn að selja stóra hjallinn í Hellerup og var búinn aö
kaupa lítið vistlegt hús einhversstaðar norður í rassi,
og hann sást því sjaldan. En fyrr eöa síðar yrði hann
að skýra honum frá því hvað fyrirtækiö hefði grætt á
því að uppfylla skyldur sínar við föðurlandið. Hvað
skyldi karlinn segja? Tómas Klitgaard skaut hugsuninni
frá sér, þaö færi allt einhvern veginn. Karlmn hafði að
minnsta kosti alltaf haft vit á aö meta peninga.
Þau voru mörg símtölin viö skrifstofu fyrirtækisins á
flugvellinum, því aö þaö varð aö bjóða réttu fólki, það
mátti ekki móöga neinn Þjóðverja sem einhvers mátti
sín. Og í öllum þessum önnum kom Jóhannes Klitgaard
í heimsókn og spurði fýlulega eftir bróður sínum.
— Þú ert sjaldséður gestur, kæri Jóhannes, sagði
Tómas. Vonandi er ekkert því til fyrirstöðu að Evelyn
geti tekið þátt í gleðskap okkar?
— Evelyn verður aldrei veik þegar hún á von á ein-
hverri skemmtun, hvæsti Jóhannes Klitgaard. En mér
var aö detta í hug, hvoi’t ég ætti ekki að fara með líka.
— Þú ert hjartanlega velkominn, Jóhannes. En mér
fannst þú taka svo illa í þaö þegar ég bauð þér. En það
er mjög viöeigandi að þú sem meðeigandi í fyrirtækinu
sért fulltrúi........
— Ég verð andskotans enginn fulltrúi, sagði Jóhannes
Klitgaard. En mér hefur dottið í hug aö það væri ef til
vill skynsamlegt að ég kynntist einhverjum af þessum
þýzku vinum þínum. Lögfræðingur minn — Seidelin —
sem er annars bannsettur rindill, getur einstöku sinn-
um fengið góðar hugmyndir. Og hann hefur heyrt aö
þið sópuðuö að ykkur peningoim þarna yfir frá, og hann
hefur stungiö upp á að ég tæki þátt í leiknum.
— Ef þú gerir þáð, kæri Jóhannes, þaö færðu að sjá á
bankainnstæðunni þinni um áramót, þegar við erum
búnir aö gera upp reikninga, sagði Tómas Klitgaard
alúölega. Við í fyrirtækinu tökum öll þátt í leiknum.
— Já, auövitaö, ég veit hvað þú ert séður, sagði Jó-
hannes. En það er í stómm stíl; ég nýt mín ef til vill
betur í smærri stíl. Og Seidelin hefur stungið upp á því
að ég stofni hlutafélag og skreppi yfimm til að reyna að
snuðra eitthvað uppi. Mann klæjar í lófana þegar maður
heyrir um allt þetta peningaflóð.
— Ágætt, Jóhannes, en þú ættir helzt ekki að nota
Klitgaardsnafnið á hlutafélag þitt. Af skiljanlegum á-
stæðum.
■— Nei, Seidelin hefur stungið upp á að það héti
Pro Pátria eða eitthvaö í þá átt. Þaö er víst einhver
vindlategund sem heitir þaö líka, en það kemur varla
að sök.
—Ekki vitund, þaö er ágætt nafn. Ég býst viö þér
í samkvæmiö okkar, Jóhannes, og vertu blessaður.
Nú komu miklir annadagar, því aö miklir athafna-
menn eru vissulega störfum hlaönir. Að vísu burfti ekki
framar aö byggja brimbrjóta, skipuleggja járnbrautar-
brýr, hafnarmannvirki sem útheimtu strit og erfiði, nei,
þessu. smádútli sem Grejs Klitgaard hafði eytt ævinni
í, var sonur hans vaxinn uppúr. Nú var um að ræða
stórframkvæmdir og stærri yrðu þær. Það átti að klæöa
heilt land járni og steinst'eypu, breyta því í stórkostlega
herstöö, og þaö var Tómas Klitgaard sem átti aö leysa
þetta tilkomumikla verkefni.
Tómas Klitgaard og Jóhannes og Evelyn komu til Ála-
borgar ásamt nokkrum æðri starfsmönnum fyrirtækis-
ins og síðdegis óku þau út á flugvöllinrF tilí áð taka þátt
í hátíðlegri athöfn. Þjóöverjamir og dönsku verkfræo-
ingarnir höfðu tekiö sér stööu í syðsta horninu á flug-
elmiMsþáltMF
Ryk «g matarguía óholl hárinu
Hárið á liúsmæðrum verður
oft fyrir óhollum áhrifum,
einkum af ryki og matargufu.
Gufa gerir hárið feitt og þungt,
rykið gerir það gljáalaust og
líflaust'. Heitá raka loftið í
þvottahúsinu er ekki gott held-
ur fyrir hárið, permanetliðað
hár verður eins og lamhskinn
og topparnir þurrir. Eftir
er gott að vefja hárið upp og
bera fitu í toppana.
Höíuðklútur gagnslítill
Maður getur litið mjög vel
út með skrautlegan klút um
hárið — meðan hann er ný-
strokinn og tollir á sínum
stað. En hann kemur að litlu
gagni. Matargufan fer gegnum
tauið og það er ekki gott
fyrir hárgreiðsluna að vera
þvinguð undir klút. Það er
betra að vera berhöfðaður
meðan gert er hreint og bursta
hárið að hreingerningunni lok-
inni. Beygið höfuðið niður að
hnjám meðan þið burstið hár-
ið, svo að blóðið streymi til
höfuðsins. Það er gott fyrir
hárvöxtinn og útlit hársins.
Þegar maður býr til mat sem
mikil fita er í er næstum nauð-
synlegt að hlífa hárinu, meðal
annars vegna þess að það tek-
ur í sig alla lykt, og það er
dálítið leiðinlegt að lykta af
máltíðum marga daga. Það er
auðvelt að sauma plasthúfu
í líkingu við sundhettu —- þær
eru að vísu ekki sérlega falleg-
ar, en maður þarf ekki a.ð nota
hana nema örstuttan tíma í
einu og bezt er að hafa. hana
vel rúma, svo að hárið klessist
ekki niður að höfðinu.
Hárið hefur gott af lofti
Einnig er hættulegt að þreyta
hárið um of með of tíðum
permanentliðunum, það getpr
orðið til þess að hárið verði
þurrt og strítt og liætti að taka
við liðun. En góðar hárgreiðslu
konur ættu að geta gefið góð og
holl réð i þessum efnum.
Á sumrin ættu konur hárs-
ins vegna að venja sig á að
fara öðru hverju út hattlaus-
ar. Hárið hefur gott af vindi
og sól og þarf að fá að leika j
lausum hala öðru hvei’ju.
Þær sem þvo sér sjálfar um;
hárið þurfa öðru hverju að
skipta um þvottaefni, ekki sízt
ef hártopparnir fara að klofna.
Sumir halda því fram að bezt
sé að þvo hárið úr grænsápu
sem soðin er í vatni fyrir
þvottinn og nota edik í næst-
síðasta skolvatnið. Aðrir haida
því fram að bezt sé að þvo
hárið upp úr eggi, sem hafi
fjölgandi áhrif á líflaust hár.
Franskir hárgreiðslumenn nota|
nautamerg við hárþvott.
Bezta hárgreiðslan
Frjálsa stuttklippta hárið er
að sjálfsögðu bezta hárgreiðsl-
an fyrir þær konur sem liugsa
sjálfar um hárið á sér. Það
þarf að klippa hárið oft —
helzt einu sinni í mánxiði.
Klippingin hefur góð áhrif á
hárvöxtinn. það vex hraðar og
verður þykkar. Hárið þarf að
þvo ekki sjaldnar en viku- til
hálfsmánaðarlega.
En það geta ekki allar konur
gengið með hárið slétt og stutt-
klippt. Þær sem nota perma-
nentliðun þurfa að vara sig á
ódýru permanentolíunum, sem
oft eru mikið auglýstar. Þær
eru oft lélegar og árangurinn
af liðuninni verður eftir því.
Rjéma-j
r
g$
SÖLUTURNINN
við Amachól
Téklmeskai
Golf mandiert-
skyrtur
Verð kr. 98.00
Toledo
Fischersundi
dlrú
1 Símanúmer mitt er nú 1
■ ' i
i 8-28 19 1
IÓN P. EMILS HDL.
Ingólfsstræti 4.
ítalskur
skyrtukjóll
Skyrtukjólarnir verða meira.
og meira áberandi í franskri
og bandarískri tízku, og á.
myndinni er sýndur italskur
kjóll af þessai'i gerð. Skyrtu-
kjólarnir eru í sniðinu eins og
síðar skvrtur og eru að sjálf-
sögðu með skyrtuermum og
flibbakraga. Þeir eru ekki með
mittissaum, heldur eru þeir að-
eins teknir. saman mcð belti í-
mittið og á þessum ítalska kjól
er skyrtusniðið undirstrikað
enn frekar með því að skyrtu-
raufar eru hafðar neðan á pils-
inu. Það er snoturt og skemmti-
’legt.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) —
Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Yigfússon, Ivar H. Jónsson,
Magnúa Torfi ólafsson. — Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavorðu-
'+Ss 19. — Sími: 7500 C3 línur). — Askriftarverð kr. 20 * mán. í Rvik og nágrenni: kr. 17 annars staðar. — Lausasöluvwrð kr. 1. — PreaLstniðja Þjóðviljans h.f.
þléWIUINN