Þjóðviljinn - 08.09.1955, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.09.1955, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Pimmtudagur 8. september 1955 ★ f dag er fimmtudagurinn 8. september. Maríumessa. — 251. dagur ársins. — Fæðingardag- ur Maríu. — Hefst 21. vika sumars. — Árdegisháflæði kl. 10.05. Síðdegisháflæði kl. 22.37. Danska bókasj'ningin í Listamannaskálanum er opin daglega kl. 10-10, en nú fækk- ar óðum jpeim dögum sem henni eru mældir; er því vissara fyr- ir áhugamenn um bókaramennt að líta á klukkur sínar hið fyrsta. Fjarvistir lækna T?ifar Þórðarson er fjarverandi til 16. september. Staðgenglar hans eru: Björn Guðbrandsson heimilislæknir, Skúli Thorodd- sen augnlæknir. Enn skulum við koma á Þingvöll Enn skulmn vér koma á Þing- völl, eins og hann er nú á dög- um. Þar er undrafátt manna- verka, sem minna á liðna frægð, fáeinar grasigrónar rústir, litlar um sig, af búðum frá seinni öldum, er þingið var fámennt og fomir veggir gengu meir og meir saman. En staðnum hefur að mestu Ieyti verið þyrmt við nýjum mannvirkjum, og sjálfur er hann samur og forðum, ekki nema eitt lítið skarð brotið í hamravegg Almannagjár, fjöll- in óhögguð, vatnið jafnvítt, Öxará ófjötruð, djúp Flosa- gjár enn botnlaust og heill- andi.' Loftið er svalt, áfengt af fjallablæ og lífgeislum. Enginn íslendingur getur stigið fótum á þennan stað án þess að finna til lotningar og þakklætis, — skilja, að hann hlaut að Iyfta hinu forna þjóðþingi og öllu, sem þar gerðist og frá því barst, á æðra stig. Þjóð- inni varð það síðar meir gæfa í margs konar lánleysi, hversu lítið var hér undir aðhlynn- ingu manna komið, fátt gat hrunið og hrörnað, en furðu- verk guðs og elds stóðu ó- brotgjörn að arfi nýjiun kynslóðum. Svo máttug eru áhrif þessa staðar, að saga mannanna getur gleymzt, orð- ið eins og skammvinnt andar- tak í samanburði við sögu Á ÞingvöIIum er allt með fomum ummerkjum: björgin og vatnið og f jöliin. En nýjar kynslóðir gista stáðinn. náttúrumagnanna, sem hafa steypt hann, minningamar um söguöld og þjóðveldi bliknað frammi fyrir hátign hans. Hér hefði verið samkomustaður, sem hæfði heimsveldi og stór- tíðindum veraldarsögunnar, ef hún hefur þá nokkurn tíma tekið stefnu, sem honum er samboðin, nema varnarræða Sókrateúar hefði verið fttutt að Lögbergi eða sjálf f jall- ræðan. Á Þingvöllum getur komið að manni að hugsa, hvort staðurinn hafi ekki ver- ið allt of heilagur og veglegur tii þess að bera þangað þras og þrætur eigingjamra og þröngsýnna hreppakónga, jafn- vel á söguöld. En hafi þing- störfin verið of smávægileg fyrir þingstaðinn, hefur hann hins vegar aukið veglæti þings- ins. Andstæðan milli leiks og leiksviðs • eru hér sera tákn fleiri andstæðna í .sögú íslend- inga, miili stærðar lands og smæðar þjóðar, milli flugs drauma og hversdagsleika reyndar. Þjóðin hefði verið enn smærri í smáfelldara landi. án stórhuga drauma, án Þingvall- ar. Ekkert hefur orðið alveg til einskis. íslenzk fornöld er ekki öll, þar sem hún er séð, ef mælt væri aðeins á kvarða ver- aldlegra valda og gæða. Hér var að vísu engu stórveldi stjórn- að né herferðir ráðnar. En um- heiminum var ekkert gert nema gott, ef nokkuð var. í því er fólgin nokkur vamarræða fyr- ir mannlega viðleitni í van- mætti sínum, fjallræða um það ríki, sem ekki er af þessum heimi . . . (Sigurður Nordal: íslenzk menning I). j Verzlunarskólanemar 1953 Haldin ‘vérður skemmtun fyrir árganginn 1953 að Röðli laug- ardaginn 10. september næst- komandi. Við lifum á öld sérhæfingar og sérfræði — ef þið hafið ekki heyrt það fyrr! Það er talin stefna nútíma- mannsins að vita æ meira og meira um minna og minna. Og það er varla til það fyrirbæri að ekld sé hægt að gerast sér- fræðingur í því. Til dæmis virð- ist Sigurður Bjamason á Morg- unblaðinu í þann veginn að ger- ast helzti sérfræðingur blaða- mannastéttarinnar í millifyrir- sögnum. I fyrradag vöktum við athygli á einni mérkilegri milli- fyrirsögn hans í Reykjavíkur- bréfi sl. sunnudag. Við höfum þann heiður að geta aftur í dag bent á nýtt afrek hans í gerð millifyrirsagna. Dæmið er spánnýtt — frá í gær, og það er úr forustugrein blaðsins. Fyrirsögnin er: „Læknisskoðim hnattarins,“ og verði okkur öll- um að góðu. Söfnirí ern opin Þjóðminjasafnið kl. 13-16 á sunnudogum, kl. 13-lS i þriðjudögum. fimmtudögum og augardögum. ÞjóðskjalasafniS i virkum dögum kl. 10-12 og 14-19. kandsbókasafnið íð. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka lag-a nema laugardaga ki. 10-12 og 13-19 Listasafn Einars Jónssonar er opið klukkan 13.30 til 15.30 alla daga yfir sumarmánuðina. Váttúrugripasafnlð kl. 13.30-15 á sunnudögum. 14-15 8 briðjudögum og fimmtudögum Æ.F.R. G Á T A N Sú er ein, . sem sína niðja allmarga dauða eftir skilur. Hennar nafn er hita veðrátta, .. ’ fésæla manna og friðsamar tíðir. Ráðning síðustu gátu: • (fallvötn). m ÁR Félagar eru vinsamlega minntir á að greiða ársgjald sitt á skrifstofunni Tjamargötu 20. Markið er að allir félagar verði skuldlausir þegar ársþing ÆF verður haldið um næstu mánaða mót. Skrifstofan er opin sem hérsegir: alia virka daga nema laugardaga kl. 6.30—7.30, en laugardaga kl. 3—5. Og bregð- izt þið nú vel við þessari á- minningu okkar. Nætnrvarzla er í Reykjavíkurapóteki, sími 1760. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 19.30 Lesin dag- skrá næstu viku. 20.30 Erindi: í ríki Unnar djúpúðgu (Magnús Magnússon ritstjóri). 21.00 Ein söngur: a) Aksel Schiötz syng- ur lög eftir Carl Nielsen. b) Aulikki Rautawaara syngur lög eftir Jan Sibelius. 21.25 Upp- lestur: Sjö ár fyrir friðinn, bókarkafli eftir Trygve Lie (L. Guðmundsson þýðir og les). 21.45 Tónleilcar: M. Elman leik- ur á fiðlu. 22.10 Lífsgleði njóttu, saga eftir Sigrid Boo; IV. (Axel Guðmundsson). 22.25 Sinfónískir tónieikar: Harold in Italy, tónverk fyrir víólu og hljómsveit op 16. eftir Berlioz (William Primrose og Konung- lega fíLharmoníuhljómsveitin í Lundúnum leikur; Sir Thomas Beecham stjórnar). 23.00 Dag- skráriok. Clen^isskráning: Kaupffengi sterlingspund ....... 45.55 l bandarískur dollar .... 16.26 Kanada-dollar ....... 16.50 Í00 svissneskir frankar .. 373 30 L00 gyllini ............. 429.70 100 danskar krónur ..... 235.50 100 sænskar krónur ......314.45 100 nórskar.krónur ...... 227.75 100 belgískir frankar .... 32.65 100 tékkneskar krónur .... 225.72 100 vesturþýzk mörk ...... 387.40 1000 franskir frankar ...... 46.48 % Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Ragnhild- ur Bjamadóttir, frá Hörgslandi á Síðu, og Kjell Hafstad, verk- fræðinemi, Karl Johansgötu 22 Ósló. Krossgáta nr. 679 Lárétt: 1 verk 7 afla 8 spilið 9 þrír eins 11 skst 12 tímabil 14 menntastofnun 15 reykii- 17 fæði 18 félagssamtök 20 áman. Lóðrétt: 1 veiða 2 beita 3 ákv. greinir 4 stórfljót 5 tæp 6 dreg- ur andann 10 læsing 13 reynsla 15 fæddu 16 dulu 17 borða 19 flan. Lausn á nr. 678 Lárétt: 1 hamar 4 tá 5 ól 7 érr 9 sat 10 a.m.k. 11 arf 13 rá 15 EA 16 tregt. Lóðrétt: 1 há 2 mór 3 ró 4 tosar 6 lakka 7 eta 8 raf 12 Ree 14 át 15 et. hóÍMinni Eimsldp Brúarfoss fór frá Rotterdam í gærkvöld til Hull og Rvikur. Dettifoss fór frá Helsingfors í fyrradag til Hamborgar, Hull og Rvíkur. Fjallfoss fer frá. Rvík í dag til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar, Flateyrar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Akur- eyrar. Goðafoss kom til Rvíkur 5. þm. frá Keflavík. Gullfoss fer væntanlega frá Leith á. morgun til Rvíkur. Lagarfoss fór frá Rotterdnm í fyrradag til Hamborgar og Rvíkur. Reykjafoss fór frá Keflavík 4. þm til Grimsby, RÖttérdam og Hamborgar. Selföss fór frá Raiifarhöfn í fyrradag til Lyse- kil ög Gautabórgár. Tröllafoss fer frá N.Y. í dag til Rvíkur. Tungufoss fór frá Þórshöfn í gær til Lysekil og Stokkhólms. Niels Winther kom til Rvíkur 2. þm frá Hull. Sambandsskip: Hvassafell lestar síld’ á Eyja- fjarðarhöfnum. Amarfell er á Húsavík. Jökulfell er í N. Y. Dísarfell er í Rvik. Litlafell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Helgafell fór frá Riga 3. þm. áleiðis til Akureyrar. Esbjörn Gorbhon er í Keflavík. Sldpaútgerð ríkisins Hekla er í Kaupmannahöfn á leið ti'l Gautaborgar. Esja var á Akureyri síðdegis í gær á vesturleið. Herðubreið verður væntanlega á Raufarhöfn í dag á austurleið. Skjaldbreið var á Akureyri síðdegis í gær. Þyrill er norðanlands. Skaftfellingur fer frá Rvik á morgun til Vest- mannaeyja. Millilandaflug Sólfaxi er vænt- anlegur tii Rvík- ur frá Kaupm.- höfn og Hamborg kl. 17.45 í dag. Flugvélin fer til Óslóar og Stokkhólms kl. 8.30 í fyrramál- ið. Gullfaxi er í N.Y. — Hekla er væntanleg til Rvíkur um há- degi í dag frá N.Y. Flugvélin fer áleiðis til Stafangurs, Kaup- mannahafnar og Hamborgar eftir stutta viðdvöl hér. Einnig er Edda væntanleg til Rvíkur kl. 17.45 í dag frá Ósló og Stafangri. Flugvélin fer áleiðis til N.Y. kl. 19.30. Innanlandsflug 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar 3, Egilsstaða, ísafj., Kópaskers, Sauðárkróks og Vestmannaeyja 2. — Flugferð verður frá Akureyri til Kópa- skers. — Á morgnn eru ráð- gerðar flugferðir til Akureyrar 2, Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísa- fjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Patreksfjarðar, Vestmannaeyja 2 og Þingeyrar. Sendiherra Íslands í Kaup- mannahöfn, Dr. Sigurður Nor- dal, verður til viðtals í utan- ríkisráðuneytinu fimmtudaginn 8. september kl. 3-4 síðdegis. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.