Þjóðviljinn - 08.09.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.09.1955, Síða 7
Fimmtudagur 8. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN (7 Iaprílmánuði komu um fjög- ur hundruð áhrifamenn kaþólsku kirkjunnar í hinum rómönsku löndum Ameríku saman í Panama. Var fund- inum ætlað að finna ráð til þess að efla á ný gengi ka- þólskrar kirkju í þessum löndum og leggja á ráð um baráttuna gegn kommúnism- anum. Tveir voldugir menn sendu fundinum kveðju sína og voru þeir báðir áfram um að þessi tilgangur næðist, en þeir voru Eisenhower Banda- ríkjaforseti og hans heilag- leiki páfinn. Var augljós sam- vinna Bandaríkjastjórnar og kaþólsku kirkjunnar. Franska blaðið Tribune des Nations sagði að einn helzti maður fundarins, monsignore Lig- ntti, „virtist samtímis full- trúi Páfastólsins og banda- ríska utanríkisráðuneytisins, en bæði hann og annar aðal- áhrifamaður mótsins, Zuro- weste biskup, héldu því fram, að hægt mundi að fram- kvæma tæknilega hjálp til hinna rómönsku landa gegn- um samtök kaþólskra.“ Kommúnisminn var höfuð- óvinurinn, en næstur honum var talinn forseti Argentínu, Peron, og hefur það varla komið honum á óvart. Enda þótt kirkjan 'hafi stundum stutt Peron (sem 1947 lög- leiddi kennslu í kaþólskri trú sem skyldunámsgrein í skól- i|/feðan þessu fór fram, að Peron lék hlutverk hins mikla bardagamanns gegn ka- þólsku kirkjunni, áttu aðrir ekki síður annríkt: Fulltrú- ar olíuhringanna Atlas Corp- oration, Standard Oil og Royal Dutch Shell. Um alla fólks eru betri en nokkurs staðar annars staðar í Suður- Ameríku hefur framfærslu- vísitalan í Buenos Aires haakkað úr 100 árið 1943 upp í 236,5 árið 1949 og upp í 678,2 árið sem leið. Eftir því sem kreppan hefur harðnað og Juan Peron um landsins, en það höfðu skólarnir verið lausir við í 60 ár) var nú ljóst að kirkj- an í Argentínu vildi fá sem eftirmann Perons mann sem ekki hvarflaði af íhaldslín- unni og var nákominn henni. l>eron var ekki lengi að snúa -*■ sér við. Ekki var allt heilt í vináttu Bandaríkjanna og kaþólsku kirkjunnar. Árgen- tínumenn eru að vísu kaþólsk- ir, en þeim er ekki ljúft að láta prestavaldið segja sér fyrir verkum í stjórnmálum. Peron gat því talið víst~"að slægi í brýnu milli hans og kaþólsku kirkjunnar yrði það til að lappa upp á almanna- vinsældir hans, sem fóru óð- um dvínandi. Hann lagði til atlögu gegn kirkjunni, og boðaði m. a. lög um aðskiln- að ríkis og kirkju. Með þessu herbragði kom hann sér í mjúkinn hjá verka- mönnum og millistétt lands- ins. Sterkustu stuðnings- menn hans, forríku herrarnir úti á Pampassléttum, létu sér þetta einnig vel líka, en af öðrum ástæðum. Þeir stunda kvikfjárrækt og rækta kom, en það er líka gert í Banda- ríkjunum, svo þeir vænta sér lítils af samstarfi við það land. PERON, OLIAN, PÁFINN OG BANDARÍKIN Suður-Ameríku eru það olíu- hringarnir sem framar öllu öðru tákna erlend áhrif, og í 20 ár hefur Peron aldrei þorað að hreyfa við hinum auðugu olíulindum Argentínu, ekki einu sinni þegar vináttan við Bandaríkjamenn hefur verið heitust, en svo er kveð- ið á í stjórnarskrá landsins, að þau náttúruauðæfi megi aldrei selja útlendingum. Olíusamningar sem gáfu hinum erlendu olíufélögum sérréttindi til langs tíma, voru gerðir í apríl s.l. og voru af Perons hálfu m. a. ætlaðir til að kljúfa samfylkingu ka- þólsku kirkjunnar og Banda- ríkjanna. Það tókst að nokkru leyti eins og eftirfarandi til- vitnun í „New York Times“ sýnir. „Utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna hefur fylgzt náið með olíusamningunum, og hef- ur látið sér vel líka ákvörð- un Perons, sem kann að hafa í för með sér að erlent fjár- magn geti aftur átt kost á samstarfi, einnig á öðmm sviðum". Stjómarskrárbreytingar þurfti við til þess að hægt væri að gera olíusamningana, en þess þurfti einnig til að hægt væri að aðskilja ríki og kirkju. Þess vegna var kallað saman stjórnlagaþing með valdi til að breyta stjóm- arskránni. I Argentínu var ekki um annað talað en að- skilnað ríkis og kirkju, en það lá ekki í þagnargildi i banda- rískum blöðum að aðalatrið- ið var að afhenda útlending- um náttúmauðæfi Argentínu. Fjármagn olíuhringanna er Peronstjórninni lífsnauðsyn. 1 floikki Peronista er því haldið fram að ekkert annað en stríð sem hefði í för með sér verð- hækkun á útflutningsvöram landsins, kjöti, skinnum og hveiti, geti bjargað landinu úr efnahagserfiðleikunum. Mesta f ramtíðarmálinu, skiptingu jarðanna, hefur Peron ekki snert við, því ríku landherr- amir em einmitt sterkustu stuðningsmenn hans. I þessu landbúnaðarlandi þar seih meirihluti þjóðarinnar jj já heima í bæjum og lifskjör ' vinstristefnan styrkzt í hinni peronistísku verkalýðshreyf- ingu hefur einræðisstjórnin orðið grimmari. Frá 1951 ríkir ,,innanlandshernaðarástand“ í landinu og á grundvelli þess er hægt að halda mönnum í ■fangelsi ótakmarkaðan tíma án þess að mál þeirra komi fyrir rétt . . Heimildum ber saman um að pólitískir fangar séu nú ekki færri en 700. Það sem ráðamenn landsins óttast mest er því ekki kaþólska kirkjan, heldur þróunin til vinstri, en lýðræðisöfl landsins óttast bandaríska íhlutun sem myndi þýða enn verri harð- i stjórn en stjórn Perons. I TIÆ'eðan mest gekk á í Argen- *■"* tínu var oft spurt af þeim sem kunnugir vom innanlands málum þar: ,,Hvar em nú „skyrtuleysingjarnir“ hans Perons, hvar hefur hann sína descamidados, eins og þeir vom nefndir? Þegar Peron kom til valda í Argentínu, var þar í landi sterk verkalýðshreyfing. Hann leitaði eftir stuðningi hersins og landherranna án þess að hafa það í hámæli, en fór svo jafnframt þá óvenjulegu leið af einræðisherra að leita stuðnings verkalýðsfélaganna. Hann ýmist hræddi eða mút- aði gömlu foringjunum til að fylgja sér, og hann fyllti bæ- ina með mönnum sínum, hin- um ,,skyrtulausu“ vinnumönn- um úr sveitinni. Ekki var mul- ið undir þá, þeir fengu lítið annað en skyrtu til að hylja nekt sína og smávegis launa- hækkanir með vissu millibili. En verkalýðsfélögin studdu hann og meðan hann naut stuðnings þeirra var hann ekki eins uþp á herinn og kirkjuna kominn. Bæði 1951 og 1953 tóku verkamenn til sinna ráða og börðu niður upp reisnir hersins. í bók er nefn- ist „Perontímabilið" segir Robert J. Alexander: „Herinn virðist hafa heilbrigðan aga af verkamannasveitum Perons og valdi þeirra. Verkamennirnir em óvoþnaðir en þeir em eld- móðsmenn og geta stöðvað hvaða fyrirtæki sem er í lengri eða skemmrí^tíma.' Því ’ éf lífclegf Áði meða'ÁPÖixjhhýt- ur svó eindregins stuðnings verkalýðsfélaganna mun her— inn ekki reyna að rísa gegn honum. Hann vill ekki hætta á árekstur við hundmð þús. gunnreifra verkamanna, enda þótt hann gæti sigrazt á þeim biði hann þess ekki bætur ár- um saman, kannski ekki í margar kynslóðir." ¥ fyrra, 1954, virtist Peron ■* einmitt vera að missa tökin á verkalýðshreyfingunni, vegna þess að hann stóð ekki við loforð sín. Launahækkan- irnar urðu að engu við hina ofsalegu verðbclgu, stjórnar- stefna Perons beið mikinn hnekki af stórkostlegum fjár- svikamálum og sívaxandi skattabyrði. I maí og júní fóru um hálf milljón verikamanna i verkfall án þess að skeyta um vilja. peronsmanna í stjórn um verkalýðsfélaganna. Þeir tóku verksmiðjur á vaid sitt, létu framleiðsluna fara seina- gang og neituðu að hlýða fvr- irskipunum, hvort sem þær komu frá stjórnum félaganna eða frá ríkisstjórninni. Peron hótaði að leysa upp verka- lýðsfélögin sem hlut áttu að verkfallinu, og hundruð verk- fallsmanna voru fangelsaðir samkvæmt þessum ástands- lögum, ekki einungis verka- menn, heldur líka lögfræðing- ar þeirra. Peron kenndi kommúnistum um þessa þró- un málanna. Hvað sem til er í því, er það víst að meðal verkamanna eykst vinstri stefnu fylgi, og Kommúnista- flokkur landsins hlaut um 100 þúsund atkvæði við kosning- arnar 1954, 43% fíeiri en 1951, og er flokkurinn þó hálfbannaður, má ekki reka opinberan áróður né gefa út blöð, og margir frambjóðenda hans voru meira að segja handteknir meðan á kosninga- baráttunni stóð. í rið sem leið breikkaði bil- ■‘* ið enn milli Perons og verkalýðsstéttarinnar. Um allt landið ólgaði orðrómur um uppreisn gegn Peron, er studd yrði af kaþólsku kirkj- unni og Bandaríkjunum. I baráttu gegn slíkri uppreisn átti Peron vísan stuðning verkamanna og gáfu þeir meira að segja yfirlýsingar um það. Hins vegar var Per- on það ljóst að hann mundi ekki til lengdar ráða við verkalýðshreyfinguna. Á- standinu er skýrt lýst með orðum argentínsks æskulýðs- leiðtoga: „Allt fram að þessu höfum við í Argentínu gert greinarmun á vinum Perons og óvinum. Peron er orðinn hættulegur stjórnmálamaður. En það sem nú skiptir mestu máli, er, hvað við tekur, þeg- ar Peron verður steypt af stóli. Verður landið aftur gert að ensk-bandarískri hálf- nýlendu eins og það áður var, eða gengur þróunin fram á við, og landið öðlast raun- verulegt pólitískt og efna- hagslegt sjálfstæði". Þannig stóðu máiin er þeir atburðir gerðust er hófust 16. júní. Nokkur hluti hersins, studdur af kaþ. kirkjunni, gerði uppreisn. Peron skír- skotaði í byrjun uppreisnar- innar til verkamanna eins og áður, en bað þá rétt seinna að sýna stillingu og hjálpa til að halda uppi lögum og reglu. Það eru alveg nýir tónar úr þeirri átt. llflenn hafa undrazt það að ■*■*■* þegar búið var að bæla niður uppreisnina gegn Per- on, skyldi það verða önnur herklíka með Franklin Lucero hershöfðingja í fararbroddi, sem fékk mest völd. Slcýr- ingin er sú að Peron getur ekki lengur leyft sér að gefa hinni skipulögðu verkalýðs- hreyfingu landsins frjálsar hendur, nema eiga á hættu að missa taumhaldið á pólitísku þróuninni í landinu. Hann hefur ef til vill minnzt verk- fallanna 1954 og kosið frem- ur að verkamenn „sýndu still- ingu“. En Lucero hershöfð- ingi og hans menn hljóta Framhald á 10. síðu Það eru margir glæsilegir skýskafar í Buenos Aires. — I for- grunni er stytta frelsishetjunnar San Martin (1778-1850), en i við hann er þetta torg kennt.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.